Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 50
50 | Lífsstíll 25.–27. mars 2011 Helgarblað A ð hittast á eftirmiðdögum yfir „high tea“, eða síðdegistei, er vinsæll siður í mörg- um stórborgum heimsins og yfirleitt er setið um að fá borð í slíkum teboðum á fínustu hótelunum. Ungar konur sem aldnar setja á sig sparihattana og klæða sig í sitt fínasta púss. High tea-veitingar eru yfirleitt bornar fram á tveggja til þriggja hæða fallegum bökkum og samanstanda af litlum samlokum án skorpu með gúrku, hindberjum, jarðarberjum eða öðr- um ferskum ávöxtum og fallegum litlum skons- um með þeyttum rjóma og hindberjasultu. Með þessu er gjarnan drukkið te með fínlegu bragði og stundum er borið fram kampavín í fordrykk. Að laga gott te Þegar gestum er boðið í síðdegiste er venjan að bjóða upp á fínni te og reiða það fram í fínni bollum en venjulega. Darjeeling-te, Oolong-te, jasmínu- eða lavenderte eða falleg blómate eru tilvalin. Þegar hellt er upp á te skal nota tesíu, þar sem mikilvægt er að fjarlægja laufin eftir til- tekinn tíma svo að teið verði ekki rammt. Ein te- skeið fyrir hvern bolla er hæfilegt magn. Sjóðið vatn og hellið yfir telaufin. Breytilegt er eftir teg- undum hve langan tíma það tekur telaufin að gefa frá sér hæfilegt bragð og þá þarf að aðgæta hitastig vatnsins sérstaklega þegar hellt er upp á grænt te. Gróf telauf þurfa lengri tíma í vatn- inu en fín. Fínustu tegundirnar frá Darjeeling þarf til að mynda að varast að hafa ekki of lengi í sjóðandi vatninu því annars verður bragðið of rammt. Konur með hatta mæta í te Björk Óskarsdóttir á Vox gefur lesendum DV uppskriftir að enskum skonsum og rjóma á milli, heilsusamlegu og fallegu súkkulaðigóð- gæti og bitum með lime og valmúa eða basil. Í London bjóða mörg fínni hótel upp á hefð- bundið high tea. Veitingastaðurinn Vox er eini staðurinn á Íslandi sem hefur tekið upp þessa hefð og Björk segir gestina af öllu tagi. „Við fáum hingað konur sem hafa klætt sig upp og sett upp hatt, mæðgur, vinkonur og stundum eru hér haldnar erfidrykkjur líka. Við höfum reynt að aðlaga siðinn Íslandi og höfum til að mynda bætt seyddu rúgbrauði á matseðilinn svo ís- lenskt hráefni fái sín notið.“ Skonsur Breskar skonsur eru tilvaldar á borðið í góðu teboði n 300 g hveiti n 2 tsk. lyftiduft n Klípa af salti n 50 g flórsykur n 80 g smjör n 1 egg n 125 ml mjólk n Egg eða mjólk til að pensla með Aðferð: 1. Þeyta eggið og setja út í mjólkina. 2. Sigta hveiti, lyftiduft, flórsykur og salt saman. 3. Blanda saman smjöri með fingrunum. 4. Hella mjólk og hræra með gaffli. Deigið á að vera klístrað og mjúkt. 5. Hella deiginu á hveitstráð borð. Má alls ekki hnoða mikið. 6. Fletja deigið út í 2 cm þykkt og stinga út ca. 5 cm kökur. 7. Lagt á hvolf og bakað við 220°C í 10–12 mín. 8. Borið fram með skonsurjóma og sultu Skonsurjómi fyrir 4 n 100 g rjómaostur n 1 tsk. sykur n Klípa af salti n 1 bolli þeyttur rjómi Hollustusúkkulaði fyrir síðdegiste Fyrir þá sem vilja gæða sér á ljúffengum sætindum en fara sér hægt má vel mæla með því að skreyta gæðasúkkul- aði með berjum og fræjum. Bræðið 200 gr af lífrænu 56% eða 70% súkkulaði. Setjið út í það: n Goia-ber n Graskersfræ n Sólblómafræ n Rúsínur n Döðlur Eða bara hvað sem manni dettur í hug. Látið storkna og brjótið síðan í bita. Basilbitar n 150 gr smjör n 150 gr sykur n 3 egg n 175 gr hveiti n 25 gr kartöflumjöl n 1 tsk. lyftiduft n 1 msk. mjólk n Ferskt basil skorið smátt og sett út í deigið n Bakað í litlum formum eða á silíkonmottum n Bakað við 150 gráður Lime og valmúafræ n 150 gr smjör n 150 gr sykur n 3 egg n 175 gr hveiti n 25 gr kartöflumjöl n 1 tsk. lyftiduft n 1 msk. mjólk n Safi og börkur af lime sett út í deigið n Bakað í litlum formum eða á silíkonmottum n Bakað við 150 gráður Spariteboð Á SUNNUDEGIGóðir tesiðir Góðir tesiðir eru flestum Íslendingum líklega framandi og líklega er flestum sama um það hvernig þú heldur á teboll- anum og borðar skonsuna. En í teboði á fínu hóteli í Bretlandi verður kunnáttuleysið þeim til vansa. Hér eru nokkur óbrigðul ráð fyrir þá sem stendur ekki á sama: n Haltu utan um tebollann með fingrunum, litli fingur má vísa út í loft til að halda jafnvægi. Það þykir ekki fínt að setja fingurinn í gegnum handfangið eða að halda á bollanum í lófanum. n Te á að súpa fínlega og í litlum sopum. Það á ekki að sötra te eða drekka það í stórum sopum. n Það þykir dónalegt að hræra stöðugt í bollanum í hringlaga hreyfingum. Settu skeiðina ofan í bollann og hreyfðu hana nokkrum sinnum í hálfhring. n Ekki skilja teskeiðina eftir í bollanum. Ef þú ert ekki að nota hana á hún að liggja hægra megin við bollann. n Ef boðið er upp á sítrónusneiðar með teinu eru þær bornar fram á diski, fínlega sneiddar með litlum gaffli til að setja þær í bollann. n Ef þú notar sítrónu í teið þá notar þú ekki mjólk og öfugt. Gerir þú það hleypur mjólkin. n Þegar þú situr við borðið settu þá servéttuna í kjöltuna. Hana á aldrei að leggja á borðið meðan gestir sitja við það. Ekki einu sinni ef staðið er upp frá borðinu. Þá skal leggja hana í sætið. High tea High tea- veitingar eru venjulega bornar fram á tveggja til þriggja hæða bökkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.