Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 29
Umræða | 29Helgarblað 25.–27. mars 2011 „Ekkert álag, bara gaman“ Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Vals í körfubolta, vann það afrek að koma báðum liðunum upp í úrvalsdeild með innan við sólarhrings millibili. Þökk sé honum verður Valur með karla- og kvennalið allra stóru boltagreinanna í efstu deild á hundrað ára afmæli félagsins. Hver er maðurinn? „Yngi Páll Gunnlaugsson, Kópavogsbúi, fæddur 21.04.78.“ Hvar ertu uppalinn? „Sleit barnsskónum á Kársnesinu, Hraun- brautinni. Hef ég verið rótlaus síðan, búinn að ferðast mikið.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífið, það er svo skemmtilegt.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Hvar sem er, ef konan mín og barn eru með mér.“ Hver er uppáhaldskörfuboltamaðurinn þinn? „Allra tíma? Það er Isiah Thomas.“ Með hverjum heldurðu í NBA? „Ég held samt með Chicago Bulls.“ Hvernig er tilfinningin að hafa klárað tímabilið með svona svakalegum glans? „Það auðvitað gerist ekki betra, nema kannski með Íslandsmeistaratitli, en þetta verður bara að duga í bili.“ Hversu mikið hefur álagið verið síðustu vikur? „Þetta er ekkert álag, bara skemmtun. Ég væri til í að vera alla vega einn mánuð í þessu í viðbót fyrir sumarfrí.“ Var ekki mikill léttir fyrir karlaliðið að komast loksins upp? „Jú, ég efa það ekki en þetta er auðvitað bara annað árið sem ég er með það. Kannski hefur þetta legið þungt á sálinni hjá leik- mönnunum en þolinmæði þrautir vinnur allar.“ Munt þú stýra báðum liðunum áfram? „Það er bara of snemmt að segja.“ „Já, vitaskuld.“ Þórir Hrafn Gunnarsson 30 ára lögfræðingur „Heldur betur.“ Ólöf Rut Stefánsdóttir 23 ára nemi við LHÍ „Já, ég mun fara á HönnunarMars.“ Lovísa Arnardóttir 25 ára ráðgjafi hjá UNICEF „Ekki spurning.“ Finnborg Salóme Steinþórsdóttir 25 ára nemi „Já, sérstaklega sýninguna hjá Hlutlægu.“ Ari Tómasson 30 ára hipster Maður dagsins Ætlar þú að mæta á viðburði tengda HönnunarMars? Segir skilið við Stundina okkar Björgvin Franz ræðir við samstarfsmenn sína á Markúsartorgi eftir að tökum lauk á síðasta þætti Stundarinnar okkar í umsjón hans. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON Myndin Dómstóll götunnar L öngum hefur verið til siðs að ræða ástand þjóðmálanna á fundum í alls konar félögum hringinn í kringum landið undir þessu heiti: Stjórnmálaviðhorfið – eða Stjórn- málaástandið eins og það er reyndar oft kallað líka þegar menn gerast djarf- ari. Að vísu hefur þetta ágæta yfirheiti dottið úr tísku undangengin ár. Í seinni tíð hafa kynningarfulltrúar fundarboð- enda gjarnan trommað upp með mun ágengari og meira krassandi fundar- heitum. Oft með áleitnum spurning- um á borð við þessar: Er ríkisstjórnin að falla? Er framtíðin fólgin í fallvötn- unum? Drepur kvótakerfið byggðina? Svona ágengni tíðkast einnig í pistla- skrifum á borð við þessi – og jafnvel enn fremur. Þessa vikuna gæti ég til að mynda boðið upp á þessa: Icesave- fjötrarnir varða leiðina til ánauðar. Ég gæti lagt fyrir mig stuðlun og sagt: Jafn- réttisráðherra brýtur jafnréttislög! Ef sá væri gállinn á manni gæti ég einn- ig slengt þessari fram: Alþingi er ónýtt! Eða gerst persónulegur og sagt: Lýð- skrumari fer í fýlu og skellir hurðum. Það ætla ég hins vegar ekki að gera – ekki að þessu sinni. Í þessari grein ætla ég að rammíslenskum sið einfaldlega að ræða stjórnmálaviðhorfið þessa vik- una. Sem er að vísu ekki beysið. Órólega deildin klofnar Þegar þingmenn yfirgefa stjórnar- meirihlutann hlýtur stjórnarliðið að veikjast. Það segir sig eiginlega sjálft. Samt hafa menn haldið því fram að ríkisstjórnin hafi nú bara styrkst við það að Atli Gíslason og Lilja Móses- dóttir hafi yfirgefið þingflokk VG. Yfir- leitt væru svona yfirlýsingar aðeins hefðbundin öfugmælavísa að hætti PR-deilda stjórnmálaflokkanna. En að þessu sinni gæti að vísu verið einhver innistæða fyrir slíku mati. Atli og Lilja hafa ekki verið hluti af stjórnarliðinu um langa tíð. Sem stjórnarandstæð- ingar innan stjórnarliðsins höfðu þau gríðarleg áhrif á þjóðmálaumræðuna þegar þau settu sig upp á móti mál- um ríkisstjórnarinnar. En nú eru þau formlega komin í stjórnarandstöðu og þar með fjarar um leið undan áhrifum þeirra. Nú verða andmæli þeirra eins og hvert annað kvak. Annars vakti það mesta athygli mína hvað klofningurinn varð lítill þegar hann loksins kom fram. Hingað til hafa á bilinu fimm til sex þingmenn VG verið taldir til órólegu deildarinnar en við uppgjörið voru það aðeins tveir sem gengu út. Það er nefnilega ekki síður mikil yfirlýsing fólgin í áframsetu hinna í þingliði VG. Einvígið Önnur Icesave-kosningin vofir nú yfir. Bæði forsetinn og ríkisstjórnin hafa þvert á fyrri skilning manna kappkost- að að lýsa því yfir að kosningin hafi bar- asta engin áhrif á stöðu þeirra. Hvorki til né frá. Sem er auðvitað fráleit túlk- un á stjórnskipaninni. Með ákveðnum vilja er hægt að halda því fram að í fyrri kosningunni hafi ekki farið fram eigin- legt uppgjör milli forseta og ríkisstjórn- ar því að þá þegar hafi tilboð um betri samning legið fyrir. Fyrri Icesave-kosn- ingin hafi því eiginlega verið marklaus. Ekkert slíkt á við núna. Málið er núna komið á endastöð. Forsetinn hafnaði því að undirrita lögin um þann samn- ing sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga og hlaut yfirgnæfandi stuðning á Alþingi. Því getur hvorki forsetinn né ríkisstjórnin vikið sér und- an þeirri stöðu að nú er komið á hreint og klárt einvígi. Felli þjóðin Icesave- lögin á ríkisstjórnin að mínu mati að víkja. Það sama á forseti vitaskuld að gera samþykki þjóðin lögin og gangi þannig gegn synjun forsetans. Það að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi engin áhrif á stöðu ríkisstjórnar eða forseta er stjórnskipunarlegur bastarður og á ekki að líðast. Jóhanna og jafnréttismálin Auðvitað er það neyðarlegt fyrir Jó- hönnu Sigurðardóttur að Jafnréttisráð hafi úrskurðað að við ráðningu Arn- ars Þórs Mássonar í starf skrifstofu- stjóra hafi verið gengið fram hjá Önnu Kristínu Ólafsdóttur með ólögmætum hætti. Sér í lagi í ljósi harðra yfirlýsinga hennar um sambærileg mál þegar hún var í stjórnarandstöðu. En hverjar eru staðreyndir málsins? Arnar Þór hefur meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu og hefur um ára- bil unnið sem embættismaður innan stjórnsýslunnar, bæði í fjármálaráðu- neytinu og forsætisráðuneytinu þar sem hann hefur leitt mörg stór stjórn- sýsluverkefni. Hann hefur einnig kennt stjórnsýslufræði við Háskóla Íslands og unnið að uppbyggingu Stofnunar stjórnmála- og stjórnsýslufræða í HÍ. Anna Kristín Ólafsdóttir hefur sam- bærilega menntun en einkum starfað sem pólitískur aðstoðarmaður inn- an Samfylkingarinnar, fyrst aðstoðaði hún Ingibjörgu Sólrúnu í ráðhúsinu og svo Þórunni Sveinbjarnardóttur í um- hverfisráðuneytinu auk ýmissa ann- arra starfa. Án þess að leggja mat á hæfi þeirra hér þá liggur fyrir að ráðn- ingarnefndin raðaði Önnu Kristínu í fimmta sætið en Arnari Þór í það fyrsta. Jafn neyðarlegur og úrskurður Jafn- réttisráðs svo sannarlega er þá hefði það auðvitað verið fullkomin mis- beiting valds hefði Jóhanna Sigurðar- dóttir ráðið flokkssystur sína alla leið- ina úr fimmta sætinu og þar með fram hjá hinum óháða embættismanni sem ráðningarnefndin taldi hæfastan. Vandlifað Ég gæti týnt til ýmis önnur mál sem féllu til í vikunni, svo sem stjórnlaga- ráðið, kvótakerfið, álversframkvæmdir og margt fleira. En þessi þrjú sem hér hafa verið reifuð sýna að ansi vandlifað er í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir. Stjórnmálaviðhorfið Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.