Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 33
Viðtal | 33Helgarblað 25.–27. mars 2011 lánasamningi. Í yfirlýsingu frá Pálma vegna fyrri frétta af málinu sagði hann að þessir peningar hefðu átt að fara í fasteignaverkefni og fleira þess hátt- ar. En sama dag og gengið er frá lána- samningum þá er þetta afskrifað í bókhaldi Fons. Það eitt og sér er mjög merkilegt. Við þetta hafa þeir félagar ekki gert athugasemd. Síðan sagði ég í niðurlagi fréttar- innar að yfirvöld hefðu undir hönd- unum gögn sem þau teldu að bentu til að peningarnir hefðu runnið aftur til baka í vasa Pálma, Jóns og Hannesar Smárasonar. Það er það sem þeir gera athugasemdir við. En þessi gögn eru til og það er verið að rannsaka þetta. Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af þessum málaferlum. Jafvel þeim fínu og dýru lögmönnum sem eru á mála hjá Jóni Ásgeiri og Pálma tekst ekki að snúa út úr grjóthörðum staðreyndum.“ Svavar telur að með þessum máls- höfðunum eigi hann að verða víti til varnaðar. „Það á að hræða mig, Ríkis- útvarpið, aðra fjölmiðla og blaðamenn frá því að fjalla um þessi mál á gagn- rýninn hátt. Það fer eflaust líka í taug- arnar á þeim þegar það heppnast að taka svona flókið mál og útskýra það á einfaldan hátt í stuttri sjónvarpsfrétt með grafík svo að hvert mannsbarn skilur. Grafíkerarnir uppi á RÚV eiga heilmikið í þessum fréttum.“ Svavar segir að Pálmi og Jón Ásgeir hafi viljað vita hvaðan heimildirnar kæmu. „Fyrr læt ég dæma mig en að gefa það upp.“ Svavar hefði getað gef- ið upp heimildarmenn sína í málinu sem dómur er nýfallinn í og kallað þá fyrir réttinn til að styrkja mál sitt gegn Pálma, en trúnaður við heimildar- mann er heilagur í hans augum sem og flestra blaðamanna. „Því þeir eru ekki bara að reyna að hræða blaða- menn heldur einnig að hræða fólk frá því að tala við blaðamenn.“ Fær hnút í magann En hvernig líður Svavari þegar hann fær stefnu afhenta? „Maður fær auð- vitað dálítinn hnút í magann. En eins og ég segi þá lærði ég öguð og vönd- uð vinnubrögð og þegar um er að ræða svona stórar fréttir þá eru fleiri sem fara yfir þetta. Passa upp á að allt sé eins og það á að vera. Þannig að maður er samt alveg rólegur þrátt fyrir allt.“ En þó að Svavar hafi trú á sínum málum þá auka þessir hlutir álagið til muna. „Þetta er gríðarlegt aukaálag á mig, fjölskylduna og aðra á fréttastof- unni. Það auðvitað vita þeir og þess vegna standa þeir í þessu. Það tekur á að standa í þessu. Það er mjög merkilegt að til dæmis Jón Ásgeir, sem sagði fyrir rétti í Lond- on að hann ætti ekki nema 200 millj- ónir, skuli klípa af þeim litla pening til að fara í meiðyrðamál við mig. Því ef æra hans eða Pálma er löskuð þá er það alveg örugglega ekki mér að kenna.“ Hlustar á reggí Svavar hefur sínar leiðir til þess að takast á við þetta aukaálag og álagið sem fylgir starfinu almennt. Hann hlustar til dæmis á reggítónlist þeg- ar hann færi tækifæri til. Við kom- um svo aftur að fjölskyldunni sem er rauði þráðurinn í lífi hans. „Við Þóra förum í badminton einu sinni í viku sem er mjög skemmtilegt. Við reyn- um líka að eiga reglulega tíma bara fyrir okkur. Eiga til dæmis morgn- ana saman þegar ég er á frívakt. Hún mætir aðeins seinna en ég en vinnur líka lengur fram á kvöld. Þá förum við stundum í bakaríið og kaupum rún- stykki, setjumst svo niður með bakk- elsið og blöðin og förum yfir það sem er að gerast. Þóra er auðvitað stóra ástin í lífi mínu og það besta sem ég veit er að eiga stundir með henni og krökkunum. Við höfum líka reynt að skjótast í helgarferðir til einhverra menningar- borga en það er ekki oft sem tími gefst til þess. Síðan höfum við notað sumr- in til að ferðast mikið innanlands. Við eigum 12 ára gamlan jeppa með tengdamömmuboxi. Svo eru það bara allir krakkarnir fimm í bílinn, tjaldið og síðan þvælumst við um landið. Stund- um svo vikum skiptir.“ Svavar og fjölskylda hafa ferðast mikið um Ísland og reyna að taka einn landshluta fyrir í einu. „Það er ekkert vit í því að fara til útlanda yfir sum- arið. Landið sem við búum á er því- lík perla. Maður tekur bara með sér stuttbuxur, lopapeysu og regngalla og þá er maður klár í allt.“ Fjölskyldan er orðin svo vön því að vera á ferðinni með tjaldið að hún er búin að koma sér upp kerfi þegar kemur að því að tjalda. Þau taka jafnvel tímann og reyna að bæta eigið met. Metið er 20 mín- útur frá því að bíllinn stoppar. Tjalda og koma öllu dótinu fyrir. Það getur komið sér vel þegar illa viðrar.“ Hótelrekstur á Vestfjörðum Í sumar ætlar öll fjölskyldan að eyða fríinu saman vestur á fjörðum. „Við ætlum að taka að okkur að reka litla bændagist- ingu í Bjarnardal í Önundar- firði. Við fáum svo sem lítið út úr því nema bara fyrir kostn- aðinum enda er það samver- an sem við erum að leita eft- ir.“ Svavar er mjög spenntur fyrir verkefninu og seg- ir að öll fjölskyldan muni hjálpast að við það. „Stóru stelpurnar munu fá sín verkefni og smá laun fyr- ir það. Þær verða í því að undirbúa morgunmat- inn og einhverju fleira. Þetta verður svona fjöl- skylduframtak að halda staðnum gangandi og við hlökkum mikið til. Þannig ættum við Þóra að geta hlað- ið batteríin og mætt tvíefld til leiks eftir sumarfríið.“ asgeir@dv.is LANGYNGSTUR Á HJARTADEILDINNI Svavar og Þóra „Við erum mjög sam- hent. Við vinnum í sama bransa og höfum að minnsta kosti tvisvar upplifað það að vinna á hvort á sínum miðlinum. Það var ekkert vandamál.“ MYND SIGTRYGGUR ARI „Við Þóra förum í badminton einu sinni í viku sem er mjög skemmtilegt. „Fyrr læt ég dæma mig en að gefa það upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.