Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 25.–27. mars 2011 Helgarblað B laðamann ber að garði við Ásabraut í Grindavík þar sem körfuknattleiksmaður- inn Nick Bradford býr. Húsið er ekki það fallegasta ásýndar en til dyra kemur Bradford, tiltölulega ný- vaknaður eftir síðdegislúrinn. Íbúð- in er í stíl við húsið sjálft. Inn um dyragættina á einu herberginu má sjá liðsfélaga hans, Ryan Pettinella, á stuttbuxum pollslakan í tölv- unni. Hann gerir sér ekki ferð fram til að heilsa. Bradford leiðir blaða- mann og ljósmyndara inn í stofuna þar sem er bókstaflega ekkert nema tveir tveggja sæta sófar, sjónvarp og þvottagrind. Við byrjum að tala um æskuna. „Ég er frá Fayetteville í Arkansas. Þar er ég fæddur og uppalinn og for- eldrar mínir búa ennþá þar. Ég átti tvo eldri bræður og var því sá yngsti á heimilinu,“ segir Nick Bradford en þegar hann var aðeins sextán ára þurfti hann að horfa upp á bróður- missi. „Miðbróðirinn lést í bílslysi þegar ég var sextán ára. Hann var þá aðstoðarþjálfarinn minn í mennta- skólaliðinu mínu. Með honum í bílnum var aðalþjálfarinn sem slas- aðist mikið en hann lifði af. Hann var þjálfari liðsins allt þangað til í fyrra,“ segir Nick en hann átti erfitt fyrst um sinn eftir að bróðir hans lést en hann var honum mikil fyrirmynd. „Hann kenndi mér allt sem ég kann um körfubolta. Ein af ástæð- unum fyrir því að ég vil verða þjálf- ari í dag er allt það sem bróðir minn gerði fyrir mig,“ segir Nick. Arkansas ekki bara Clinton „Við vorum svona í lægri hluta mið- stéttarinnar,“ svarar Nick aðspurð- ur um stöðu fjölskyldunnar í æsku. Honum var þó alveg sama um pen- inga í æsku eða hvað fjölskyldan átti. Hann bjó nefnilega að því sem fáir vinir hans gátu státað af. „Það var þannig á þessum tíma að marg- ar svartar fjölskyldur voru ekki með bæði mömmu og pabba á heimilinu. En ég var svo heppinn að hafa þau bæði alla mína æsku og þau eru auð- vitað enn saman. Það var alveg sama hversu mikinn pening við áttum. Það munaði svo rosalega um það fyrir okkur að vera öll saman og eiga hvort annað að,“ segir Nick. Þegar Íslendingar hugsa um körfubolta kemur fylkið Arkansas kannski ekki fyrst upp í hugann. Nick útskýrir þó að þarna sé mikil körfuboltahefð. „Fólk utan Banda- ríkjanna þekkir Arkansas lítið. Kannski fyrir utan Bill Clinton,“ segir hann og hlær. „Þegar ég var að alast upp var Arkansas-háskólinn einn sá allra besti í landinu og vann meist- aratitilinn. Það er gríðarmikill körfu- bolti spilaður þarna og heilmikið að gerast í þeim málum.“ Leikmaður ársins í menntó Þó háskólakörfuboltinn sé auðvitað miklu stærri er mikið gert út á menntaskólakörfuboltann í Banda- ríkjunum og geta ungir leikmenn orðið frægir mjög snemma. Allir fjöl- miðlar fylgjast vel með boltanum og eru ósjaldan beinar útsendingar frá leikjum svo ungra drengja. Á sínum menntaskólaárum var Nick mjög góður. Skólinn hans var einnig virki- lega sterkur. „Við vorum með svakalega gott lið, topp 25 yfir allt landið. Á loka- árinu mínu í menntaskóla vorum við með besta liðið í fylkinu. Því miður töpuðum við samt í undanúrslitum þannig að ég náði aldrei því takmarki mínu að vinna titilinn þar. Skólinn minn var á þessum tíma með eitt allra besta íþróttaprógramm í öllum Bandaríkjunum. Það gjörsamlega hrúguðust inn titlar í öllum íþrótta- greinum. Sjálfum gekk mér líka mjög vel. Ég var valinn leikmaður ársins í Arkansas og verðmætasti leikmaður- inn í stjörnuleiknum,“ segir Nick. Nick útskýrir að á sínum tíma hafi menn farið að spá í hvaða háskóla þeir ætluðu í svona um 14–15 ára aldurinn. Í dag er þó öldin önnur. „Í dag eru heilu greinarnar um hver sé besti tíu ára spilarinn. Þjálfarar há- skólanna hafa alla tíð verið að mæta í menntaskólana til að finna sér leik- menn en þegar ég var ungur byrjaði þetta ekki svona snema. Í dag eru tíu ára strákar farnir að ákveða í hvaða skóla þeir ætla. Það er alveg rosalegt.“ Námið verður að fylgja Eftir menntaskólann verða kaflaskil hjá mörgum leikmönnum því ekki komast allir að í háskólaboltanum. Spila því margir aldrei aftur körfu- bolta menntaskóla lýkur. „Það get- ur verið rosalega erfitt fyrir menn að taka því. Ég var einmitt bara heima fyrir ekki alls löngu og þá sagði gamli þjálfarinn minn mér að aðeins einn af hverjum tvö hundruð þúsund strákum sem spila í menntaskóla komist í háskólaboltann,“ segir Nick. En þó þú sért nægilega góður verð- urðu að hafa góðar einkunnir ætlir þú þér að spila í háskóla. Í Bandaríkj- unum er nefnilega ekki síður litið á íþróttastyrki sem tækifæri til þess að læra í góðum skóla og næla sér í ein- hverja gráðu. „Ég hef séð stráka sem eru nægi- lega góðir til að komast að í háskóla ekki komast inn vegna einkunna sinna. Sumir halda að þeir þurfi ekk- ert á einkunnum að halda og það fer í taugarnar á mér. Maður verður að standa sig í skólastofunni líka því ef þú nennir að leggja aðeins á þig í skólastofunni þá færðu tækifæri til að spila körfubolta í háskóla, að því gefnu að þú sért nægilega góður,“ segir Nick. Hann sjálfur fékk skólastyrk og þurfti ekki að hugsa um hvað nám- ið kostaði en þannig er það ekki hjá öllum. „Ég var heppinn og fékk frítt nám. En á bak við marga krakka þarna eru foreldrar sem eru jafn- vel vinnandi þrjú störf og taka lán til þess að halda börnunum sínum í háskóla. Menn verða því að átta sig á því að þeir verði að standa sig al- mennilega.“ Fór í einn besta háskóla Banda- ríkjanna Fyrir lokaárið sitt í menntaskóla hafði Nick úr mörgum skólum að velja. Hann hafði þrengt valið niður í fjóra en áður en kom að lokaárinu kaus hann að ganga í Kansas-háskól- ann veturinn eftir. „Ég vildi ekki að síðasta árið mitt í menntaskóla snér- ist bara um mig og hvaða háskóla ég ætlaði í. Ég valdi Kansas fyrir loka- árið þannig það væri bara frá og ég gæti einbeitt mér að því að spila fyrir liðið,“ segir Nick sem tók miklu ást- fóstri við Kansas-háskólann sem mun eflaust aldrei minnka. Enn í dag er hann gríðarlegur stuðningsmaður HENGIR UPP SKÓNA EN STEFNIR HÁTT Bandaríski körfuknattleiks- maðurinn Nick Bradford er með þeim betri og skemmti- legri sem komið hafa hingað til lands. Hann hefur afrekað það að spila með öllum Suður- nesjaliðunum en nú síðast lék hann með Grindavík. Á miðvikudaginn lauk ferli hans í Röstinni í Grindavík þegar liðið datt út úr 8 liða úrslitum Iceland Express-deildarinnar. Tveimur dögum áður hitti Tómas Þór Þórðarson þennan litríka kappa og ræddi við hann um bróðurmissi hans í æsku, stjörnurnar sem hann spilaði með í háskólaboltanum, tímana á Íslandi, þegar hann var rekinn frá liði í Finnlandi fyrir Twitter-færslu og hans einstaka leikstíl þar sem hann einfaldlega rífur kjaft allan leikinn. „Ég var valinn leik- maður ársins í Ark- ansas og verðmætasti leik- maðurinn í stjörnuleiknum. Skórnir lagðir á hilluna Ferli Nicks Bradford lauk á miðvikudagskvöldið í tapleik Grindavíkur gegn Stjörnunni. MYNDIR RÓBERT REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.