Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Formannsefni í VR gagnrýndi blaðamann Morgunblaðsins: Stefán Einar ósáttur Stefán Einar Stefánsson, frambjóð- andi í formannskjöri VR, sagði við nokkra af þátttakendum á framboðs- fundi VR, sem haldinn var í höfuð- stöðvum fjölmiðlafyrirtækisins 365 í Skaftahlíð í vikunni, að sá blaða- maður Morgunblaðsins sem skrifaði um hann frétt myndi missa vinnuna. Þetta herma heimildir DV. Fundurinn var haldinn til að kynna frambjóðendur til formanns og stjórnar VR fyrir þeim starfsmönnum 365 sem eru í félaginu. Kosningarnar í VR fara fram á miðvikudaginn kemur. Í frétt Morgunblaðsins var sagt frá því að annar frambjóðandi til for- manns VR, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir, hefði kært Stefán Einar til yfir- kjörstjórnar VR vegna þess að hann hefði afritað kjörskrá VR til að nota í kosningabaráttu sinni um formanns- embætti VR. Stefán Einar var ósáttur við frétt blaðsins, sem birtist á þriðju- daginn, þar sem fullyrt var að hann hefði afritað skrána og var frétt Morg- unblaðsins breytt á mbl.is síðar um daginn og dregið nokkuð í land. Fréttamaðurinn sem skrifaði frétt Morgunblaðsins heitir Hugrún Hall- dórsdóttir. Þriðjudagurinn var síðasti dagur hennar sem starfsmaður Morg- unblaðsins þar sem hún mun á næst- unni hefja störf hjá fjölmiðlafyrirtæk- inu 365. Í samtali við DV segir Hugrún að hún hafi því vitanlega ekki hætt á blaðinu vegna skrifanna um Stefán Einar þar sem það hefði legið fyrir í þrjá mánuði að hún myndi hætta þar. Aðspurð segist hún hafa heyrt af því að Stefán Einar hefði stært sig af því að hafa orðið til þess að hún missti vinnuna á Morgunblaðinu. Hugrún segist hins vegar ekki skilja hvernig Stefáni Einari hafi getað dottið í hug að hann hefði haft þessi áhrif á starfs- lok hennar þar sem hún hefði sagt upp fyrir þremur mánuðum. Stefán Einar segir aðspurður að hann kannist ekki við að hafa að hafa látið umrædd orð falla. „Það kann að vera að ég hafi sagt, ég bara man það ekki, hvort það væri rétt að svona blaðamaður væri að störfum hjá Morgunblaðinu.“ Hann segist ekki hafa rætt við forsvarsmenn Morgun- blaðsins í kjölfar birtingar fréttarinn- ar, eða á nokkurn hátt reynt að hafa áhrif á störf Hugrúnar hjá blaðinu enda hafi hún beðið hann afsökunar þegar hann bað um viðbrögð hans við kærunni. solrun@dv.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Hillur á hagstæðu verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum MARC-LEO3 Leo hillueining 90x40x165cm. 4 hillur 5.795 MARC-Errex1 Errex hillueining. 100x40x185cm. 5 hillur 14.495 MARC-LEO1 Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur 4.395MARC-LEO5Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur 5.995 Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs gamla Landsbankans, sá um millifærslur inn á reikning fyrirtækisins Conferences and Ideas, sem þá var í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum DV fékk Hann- es þrjár milljónir króna árið 2007 og aðrar þrjár árið 2008. Haukur Þór hafði meðal annars þann starfa í Lands- bankanum að millifæra styrki og pen- ingagreiðslur fyrir hönd bankans. DV hafði samband við Hauk Þór Haraldsson til að ræða við hann um málið en Haukur sagðist ekki geta rætt það vegna þess að hann væri bundinn trúnaði. Hannes fékk greitt fyrir „kynn- ingarátak vegna skattalækkana“ en ákvörðun um verkefnið var að sögn Hannesar tekin á fundi með banka- stjórunum Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri Kristjánssyni. Ekki er ljóst í hverju verkefnið fólst nákvæmlega. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, var varaformaður bankaráðs Landsbankans á þeim tíma sem milli- færslurnar fóru fram. Hannes og Kjart- an eru góðir vinir. Kjartan bjargaði Hannesi Hannes sagðist í tölvupósti sem hann sendi blaðamanni DV, og kaus að birta um leið á heimasíðu sinni á Press- unni, ekki hafa heimild til að tjá sig um hversu háar upphæðir hann hefði fengið frá bankanum. Þá sagði hann ekkert athugavert við þessar greiðslur, eða framlög eins og hann nefndi þær, og tók fram að þau hefðu verið til „þjóðþrifamáls“. Eins og fram hefur komið var Kjart- an Gunnarsson varaformaður banka- ráðs Landsbankans á þessum árum en þeir Hannes hafa lengi verið nánir samstarfsmenn. Þeir störfuðu með- al annars saman á Eimreiðinni, sem ungir frjálshyggjumenn gáfu út 1972– 1975. Þá hjálpaði Kjartan Hannesi þegar sá síðarnefndi stóð frammi fyr- ir gjaldþroti árið 2005. Í kjölfar þess að Hannes var dæmdur í Bretlandi til þess að greiða Jóni Ólafssyni 12 millj- ónir króna vegna meiðyrða keypti Kjartan Gunnarsson einbýlishús í eigu Hannesar við Hringbraut 24, í gegnum eignarhaldsfélagið Skipholt ehf. Allar íbúðirnar í húsinu eru ennþá skráðar á félag Kjartans en þar hefur Hannes haldið til fram á þennan dag. „Alvarlegt mál“ Eignarhaldsfélagið Conferences and Ideas er ekki lengur í eigu Hannesar en í maí í fyrra færði hann það í hendur félaga síns Friðbjörns Orra Ketilsson- ar, núverandi ritstjóra fréttavefjarins AMX. Í félaginu liggur brasilískt rann- sóknar- og fræðasetur, að verðmæti tæplega 25 milljónir króna. Hannes svaraði engu um hvort greiðsla hefði fengist fyrir setrið þegar blaðamaður DV spurði hann í maí í fyrra. Hannes sagði í tölvupóstinum að það væri alvarlegt mál ef einstaklingar úti í bæ hefðu upplýsingar um milli- færslur inn á reikninga í Landsbank- anum. Slíkt hlyti að koma til kasta bankans sjálfs og jafnvel yfirvalda. Eins og fram hefur komið setti sýslu- maðurinn í Reykjavík í vikunni lög- bann á fréttaflutning DV af málefnum fjárfestingarfélagsins Horns, dóttur- félags Landsbankans. Ekki greiðslur frá óreiðumönnum Blaðamaður spurði Hannes meðal annars að því hvort hann hefði með þessu þegið greiðslur frá óreiðu- mönnum, en hann hefur lýst því yfir að Íslendingar vilji ekki greiða skuldir óreiðumanna, og vísaði þar til stjórn- enda Landsbankans vegna Icesave- málsins. Hannes neitaði því og sagði í svari sínu hverjir óreiðumennirnir í Icesave málinu væru: „Þeir eru Baugs- feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ás- geir Jóhannesson, sem tæmdu alla ís- lensku bankana þrjá að innan, þar á meðal Landsbankann.“  Spurningar blaðamanns og svör Hannesar Hólmsteins má í heild sinni nálgast á DV.is. n Haukur Þór Haraldsson millifærði milljónir á reikning fyrirtækis í eigu Hannesar Hólmsteins n Samkvæmt heimildum DV fékk Hannes sex milljónir n Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs, bjargaði Hannesi í kjölfar gjaldþrots tveimur árum áður og tók yfir húsið hans Haukur millifærði á Hannes Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Kynningarátak Hannesar Hannes Hólmsteinn þáði greiðslur frá Lands- bankanum í gegnum eignarhaldsfélagið Conferences and Ideas. Nánir samstarfsmenn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, var varaformaður bankaráðs Lands- bankans þegar greiðslurnar voru inntar af hendi. Sagði blaðakonuna hætta Stefán Einar sagði að blaðakonan sem skrifaði um hann frétt myndi hætta störfum hjá Morgunblaðinu vegna hennar. Viðmælendur Stefáns túlkuðu orð hans sem svo að hann ætlaði að beita sér fyrir því. Jóhanna situr sem fastast Jóhanna Sigurðardóttir ætlar ekki að segja af sér vegna niðurstöðu kæru- nefndar jafnréttismála sem úrskurð- aði að forsætisráðuneytið hefði brotið jafnréttislög. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Jó- hönnu harkalega og spurði hvort hún teldi ekki tilefni til afsagnar í ljósi nið- urstöðu kærunefndar. „Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum málflutningi. Pólitísk ábyrgð er ráðherrans. Hafi viðkomandi sér- fræðingur, alveg sama hversu margar prófgráður viðkomandi hefur, komist að rangri niðurstöðu þá er ábyrgðin ráðherrans,“ sagði Bjarni. Missti fingur Verkamaður við tónlistarhúsið Hörpuna lenti í alvarlegu vinnuslysi á fimmtudag. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni barst tilkynning um að maðurinn hefði misst fingur í vinnuslysi. Ekki liggur fyrir hvern- ig slysið bar að, en lögreglan mætti með blikkandi ljós og sjúkrabíll var kallaður til. Verkamenn vinna nú myrkranna á milli við að klára Hörpuna sem stendur til að opna við hátíðlega at- höfn 13. maí næstkomandi. Tuttugu þúsund manns hafa tryggt sér miða á viðburði í húsinu. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.