Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 52
Í
slendingar eru yfirleitt fljótir að
tileinka sér tækninýjungar. Ein
nýjung hefur þó frá upphafi ekki
ratað til landsins og skotið rótum
en það eru rafbækur og útgáfa þeirra.
Íslensk bókaforlög hafa hingað til
ekki séð ástæðu eða forsendur fyrir
því að gefa út samhliða bækur sínar
á prenti og rafbókarsniði.
Þetta vekur nokkra furðu þar sem
kostnaður við útgáfu rafbóka er að-
eins brot af prentkostnaðinum auk
þess sem vinsældir les- og spjald-
tölva hafa farið vaxandi með hverju
ári.
Rafbókasíða
Íslenska rafbókasíðan lestu.is var sett
í loftið nú í janúar og héldu þá margir
að landinn hefði loks tekið við sér í
þessum geira. Það varð þó ekki raun-
in því þær bækur sem fyrirfinnast á
síðunni eru í nær öllum tilvikum án
höfundarréttar, það er ekki þarf leng-
ur að greiða höfundi, þýðanda eða
erfingjum þeirra vegna útgáfunn-
ar. Hér er því um að ræða verk sem
eru orðin meira en sjötíu ára gömul
og því í nokkurri mótsögn við eitt af
slagorðum lestu.is sem er „Fjölbreitt
úrval bóka“.
Lestu.is er áskriftarvefur og þurfa
notendur að greiða mánaðarlega
1.290 krónur til að geta hlaðið niður
þeim bókum sem í boði eru.
Tímarit.is
Það má kannski segja að Lands-
bókasafn Íslands – Háskólabóka-
safn hafi verið í fararbroddi við að
bjóða landsmönnum menningararf-
inn á stafrænu sniði. Safnið stendur
að vefsvæðinu timarit.is en þar má
nálgast nánast öll dagblöð og tíma-
rit sem gefin hafa verið út á Íslandi,
í Færeyjum og á Grænlandi í gegn-
um tíðina. Notendur geta þar leitað
að efni á ýmsan máta, svo sem eftir
löndum og titlum, eða að völdu orði
í öllum texta ritanna. Þeir geta einnig
blaðað í gegnum efnið og prentað út
eða vistað valdar síður.
Rafbókasöfn í 40 ár
Saga rafbókarinnar telur nú fjóra
áratugi en það var árið 1971 sem
Gutenberg-verkefnið (Project
Guten berg) var sett á laggirnar í
sjálfboðavinnu og er nú elsta staf-
ræna bókasafn í veröldinni. Mark-
mið verkefnisins var og er enn að
gera almenningi kleift að sækja og
lesa án kostnaðar þær bækur sem
falla úr höfundarrétti vegna aldurs
eða annarra ástæðna. Safnið býð-
ur í dag upp á rúmlega 34 þúsund
titla í algengum rafbókarsniðum
eins og HTML, PDF, Epub, Mobi og
Plucker.
Bókasöfn í Bandaríkjunum hófu
síðan árið 1998 útlán á rafbókum
en aðeins var hægt að lesa bækurn-
ar á vefsíðum safnanna og í flest-
um tilvikum var um að ræða ein-
hvers konar fræðibækur. Það var
ekki fyrr en árið 2003 sem nokk-
ur bókasöfn vestra gerðu almenn-
ingi kleift að hlaða niður rafbókum
í formi útlána. Hér var um að ræða
bæði skáldsögur og aðrar vinsælar
bækur.
Almenningur tók þessari ný-
breytni vel og næstu misseri buðu
fleiri bókasöfn upp á þennan val-
kost. Í fyrra var hlutfall bandarískra
bókasafna sem bjóða upp á slík út-
lán komið í 66 prósent.
Les- og spjaldtölvur
Síðustu ár hafa sérhæfðar lestölvur
litið dagsins ljós og notið mikilla vin-
sælda. Kostirnir við slík tæki eru veiga-
miklir, hægt er að hafa með sér allt
bókasafnið í ferðalagið eða sumarbú-
staðinn, bækurnar skemmast ekki eða
týnast, allt í tæki sem er á stærð við
eina bók. Spjaldtölvubyltingin sem nú
ríður yfir heimsbyggðina er þegar far-
in að valda breytingum á lestrarhegð-
un almennings og er líklegt að kröfur
Íslendinga verði háværari um útgáfu
íslenskra rafbóka í kjölfarið.
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 25.–27. mars2011 Helgarblað
NóatúNi 17 - Sími 414 1700 GLERÁRGÖtU 30 - Sími 414 1730 miðvaNGi 2-4 - Sími 414 1735 aUStURvEGi 34 - Sími 414 1745HafNaRGÖtU 90 - Sími 414 1740 REykjavíkURvEGi 66 - Sími 414 1750
Reykjavík • akuReyRi • egilsstaðiR • keflavík • selfoss • HafnaRfjöRðuR
BETRA
ALLTAF
VERÐ15,6”
FARTÖLVA
Toshiba Satellite C660-1F5
• 2.53GHz Intel Core i3-380M - Dual core
• 4GB DDR3 1066MHz minni
• 500GB SATA diskur
• 512MB AMD Radeon HD 5470 DirectX 11 skjákort
• DVD og CD-RW skrifari
• 15.6" WXGA LED skjár
• Windows 7 Home Premium 64-BIT
• Vefmyndavél
119.990
Blackberry
Playbook
RIM, fyrirtækið sem framleiðir hina vinsælu
Blackberry-síma, tilkynnti í vikunni að
Blackberry Playbook-spjaldtölvan myndi
koma á markað seinni hluta aprílmánaðar.
RIM mun bjóða Playbook á sama verði og
ódýrustu útgáfu iPad 2 eða 499 banda-
ríkjadali. Talið er að RIM ætli með þessu að
komast í samkeppni við Apple og ná sér í
sneið af hinum almenna markaði en hingað
til hefur RIM selt mestmegnis til fyrirtækja og
stofnana. Playbook-spjaldtölvan er nokkuð
smærri í sniðum en iPad og er með 7 tommu
skjá samanborið við 9,7 tommu skjá iPad 2.
Þessi fyrsta útfærsla af Playbook mun verða
með 16GB geymslurými og Wi-Fi, hágæða-
myndavél og Flash-stuðningi. Í kjölfarið
koma síðan á markað dýrari útfærslur.
Afhommunarforrit
úr App Store
Eftir að um 146 þúsund manns höfðu sett
nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings því
að fjarlægja ákveðið forrit úr forritaverslun
Apple virðist fyrirtækið hafa látið undan
þrýstingnum. Forritið sem um ræðir lofar
notendum þess „frelsi frá samkynhneigð
með krafti Jesú Krists“. Að baki forritinu
standa kristileg samtök; Exodus Internatio-
nal, en þau hafa þá yfirskrift að „hjálpa öllum
þeim í heiminum sem eru að berjast við að
losna við samkynhneigð“. Forritið á að veita
notendum leiðsögn í að „samræma trú sína
og kynlífshegðun“. Forritið fór í sölu í
versluninni þann 15. febrúar síðastliðinn en
var síðan fjarlægt í vikunni. Athygli vekur að
Apple hafði merkt forritið sem 4+ eða fyrir
alla sem eru fjögurra ára og eldri.
n Sífellt fleiri nýta sér þann möguleika
að geta keypt bækur á stafrænu sniði
og notið þeirra í les- og spjaldtölvum
n Bókaforlög og bókasöfn um heim all-
an hafa um árabil boðið upp á rafbækur
en það er þó ekki raunin hér á landi
Hvar eru allar
nýju rafbækurnar?
Rafbók skoðuð í iPad Kannski verður þróunin með bækurnar
líkt og þegar vínylplötur umbreyttust í geisladiska og mp3.
MYND REUTERS