Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 25.–27. mars 2011 Hvað er að gerast? n Heyrðu mig nú! Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur áfram tónleikaröð sinni og nú er komin að röðinni Heyrðu mig nú! Það er tónleikaröð sérstaklega ætluð þeim sem hafa gaman af nýrri, spennandi, krassandi tónlist. Tónleikarnir eru á föstudagskvöld- um og taka um klukkustund. Tónleikarnir þennan föstudaginn bera heitið Drumming / Kroumata. Þeir hefjast klukkan 21.00 en miðaverð er aðeins krónur 1.500. n Góðgerðatónleikar í Landakoti Á föstudagskvöldið verða haldnir góðgerðatóneikar til stuðnings íslenskum málefnum í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti í Reykjavík. Hinn þekkti fiðluleik- ari og stjórnandi Vladimir Spivakov kemur hingað ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum. Spivakov stjórnar rússnesku kammersveit- inni Moscow Virtuosi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 en miðaverð er 4.000 krónur. n Booka Shade og FM Belfast í Höllinni Dansdúóið Booka Shade heldur magnaða tónleika í nýju Laugardalshöllinni á laugardagksvöldið. Tónleikarnir marka hámark Fanfest CCP. Tónleikar Booka Shade þykja mikið sjónarspil, veisla fyrir augu og eyru. Íslenska hljómsveitin FM Belfast hitar upp fyrir Þjóðverjana en FM Belfast fer á svið klukkan 23.00 og Booka Shade klukkustund síðar. Miðinn kostar 2.700 krónur. n Rokkaðir Bítlar Á laugardagskvöldið mun karlakór Dalvíkur ásamt Eurovision- faranum Matta Matt og rokkhljómsveit flytja lög Bítlanna og Queen í rokkuðum útsetningum Guðmundar Óla Gunnarsson, stjórnanda kórsins. Tónleikarnir fara fram í hinu glæsilega menningarhúsi Hofi á Akur- eyri en hægt er að kaupa sér miða á miði.is. Hann kostar 3.300 krónur. n Þynnkubíó á Prikinu Hvar er betra að enda helgina en í bíó sem ekkert kostar? Hin sívinsælu þynnkubíó Priksins halda áfram en á sunnudagskvöldið verður myndin Brain Dead sýnd klukkan 22.00. Að sjálfsögðu verður popp í boði Priksins eins og alltaf. 25 MAR Föstudagur 26 MAR Laugardagur 27 MAR Sunnudagur En ætlarðu bara að slást? Hvað með leiklistarferilinn? „Það er bara eins og það er. Þetta hefur alltaf gengið rosalega vel. Fólk bara hringir í mig þegar það þarf á mér að halda. Stundum koma þrjú símtöl á dag og stundum er ég í fríi í tvo mánuði og finnst það mjög gott. Ég hef aldrei stressað mig á þessu. Þetta er svona eins og sjórinn, flóð og fjara,“ segir hún brosandi og bæt- ir því við að þar sem von sé á barni í lok júlí muni hún eflaust hafa nóg fyrir stafni. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja og mikil eftirvænting á heimilinu eins og gefur að skilja. Öf- ugt við marga foreldra hafa þau ekki viljað vita af hvoru kyni barnið er en þó liggur umslag með stóra leyndar- málinu á stofuborðinu. „Eina fólkið sem fær að vita hvors kyns barnið er eru þau sem ætla að prjóna eitthvað handa því,“ segir Ágústa með stríðnistón um leið og ég furða mig á því hvernig sé yfirleitt hægt að standast þessa freistingu. Þegar kemur að börnum er Ágústa öllu vön því hún er sú næst- yngsta í fimm systkina hópi. Þau Finnbogi bróðir hennar eru nánast jafnaldrar. Fæddust með árs milli- bili, hún í lok júlí árið 1982 og hann í byrjun október 1983. Finnbogi átti sitt fyrsta barn árið 2009 og nú bíða allir spenntir eftir frumburði Ágústu Evu og Jóns Viðars. Hvernig var að eiga svona mörg systkini? „Það var ógeðslega gaman. Það er alltaf endalaust fjör á heimilinu, all- ir alltaf að gera eitthvað. Mér finnst mjög fátæklegt að hugsa til þess að örfáar manneskjur búi saman í stóru húsi og mig langar sjálfa að eign- ast mörg börn. Það er samt ekkert planað þannig séð en ég veit að það er mjög gaman að vera í stórri fjöl- skyldu. Þegar maður hugsar laus- lega út í þetta, án þess að hugsa um praktík eins og kostnað og vinnu, þá sé ég alveg fyrir mér að geta eign- ast fullt af börnum, kannski fimm til tólf, en auðvitað lætur maður þetta bara ráðast,“ segir hún og hlær. Hvernig heldurðu að það hafi mótað þig sem stelpu að eiga bróður sem er nánast jafnaldri þinn? „Það eru rosalega sterk tengsl okkar á milli og ég hef alltaf fundið hvernig við höfum togað í hvort ann- að hvað varðar húmor og lífsviðhorf, áhugamál og smekk á flestu. Hann hefur haft rosalega mikil áhrif á mig og ég á hann. Mér finnst hann svo skemmtilegur og honum finnst ég voða skemmtileg. Við erum miklir vinir.“ Þú ert smá svona strákastelpa eins og það kallast. Heldurðu að það séu áhrif frá Finnboga? „Já, pottþétt, af því mér finnst hann svo smart. Ef maður lítur upp til einhvers þá hefur manneskjan áhrif á mann og mótar mann að ákveðnu leyti. Það sem honum fannst snið- ugt og skemmtilegt fannst mér svo oft líka sniðugt og skemmtilegt. Gott dæmi um þetta er systir Jóns Viðars sem er fimm árum yngri en hann. Imma leit alltaf rosalega mikið upp til hans þegar hún var lítil. Hún byrj- aði til dæmis snemma að stunda bardagaíþróttir eins og stóri bróðir en þegar þau voru lítil var hann alltaf að æfa sig á henni, láta hana í Mor- tal Kombat-föt og svona,“ segir hún og hlær. „Hann bjó til stuttmyndir og leikrit með henni sem gengu út á slagsmál og bardagaíþróttir. Einu sinni gengu þau meira að segja svo langt að hann rakaði af henni allt hárið af því einhver bardagamun- kur var ekki með neitt hár í einhverri mynd. Henni fannst það bara æðis- legt,“ segir Ágústa og bætir við að Imma sé núna að læra að verða skip- stjóri í Sjómannaskólanum. Hafði Finnbogi einhver áhrif á Silvíu Nótt? „Já, heldur betur. Hann sá um gæðaeftirlit. Kom og horfði á allt efnið sem við gerðum og kom með góða punkta. Mjög mikið af húm- ornum í Silvíu Nótt kemur beint frá Finnboga. Hann átti líka margar hugmyndir að því sem við gerðum eins og uppátækinu fræga á bensín- stöðinni þar sem ég hringdi í hann og sagði honum að nú þyrfti ég að fara á einhverja bensínstöð eftir smátíma en væri að deyja úr þreytu og hefði ekkert undirbúið mig. Þá segir hann: Af hverju sendirðu ekki bara hana Ólafíu Hrönn í staðinn? Mér þótti það snjallræði.“ Hirðstemning í mann- skemmandi flokkapólitík Ágústa stendur upp og teygir úr sér. Það er ró og friður yfir þessari fal- legu konu. Hún ber með sér þann ljóma sem þær konur einar öðlast er ganga með barn undir belti – en Ágústa hefur samt ekki alltaf verið svona róleg. Hún var liðtæk í búsá- haldabyltingunni svokölluðu þar sem hún barði trommur og krafð- ist breytinga meðan tilvonandi sambýlismaður hennar stóð vörð- inn með starfsbræðrum sínum fyr- ir framan Alþingishúsið. Hún á þó ekki langt að sækja byltingarandann því amma hennar, Laufey Jakobs- dóttir, var meðal þeirra sem stofn- uðu Kvennalistann á sínum tíma og sú fyrsta sem lagði til að Vigdís Finnbogadóttir yrði forseti. Sú sama Laufey og Megas kallaði „bjargvætt- inn Laufeyju“ í laginu um krókódíla- manninn. Jákvæð orka dugar skammt Þar sem Kurteist fólk fjallar að stórum hluta um pólitík og spillingu finnst mér réttast að spyrja: Finnst þér þetta eitthvað hafa breyst? Skil- aði trommuslátturinn þeim árangri sem þú vonaðist eftir? „Nei, í raun finnst mér staðan óbreytt. Það er aðeins meira búið að tala og hringla en það hafa engar róttækar breytingar átt sér stað. Það virðist sama hversu góðar fyrirætlan- irnar eru þegar fólk fer af stað í pólitík – stjórnmál eru bara mannskemm- andi. Þetta er eins og hakkavél sem krefst mannlegra fórna og það er svo takmarkað sem fólk getur gert í þessu starfi án þess að fórna gildum sínum og lífi sínu. Þetta gerir það samt, fyrir eitthvað sem er svo bara „eitthvað“,“ segir hún. Búin að slökkva á sjónvarpinu Þú varst á framboðslista Besta flokksins. Hvað var það eiginlega? Varla stóð til að fórna sér? „Nei, alls ekki. Ég var í stuðnings- sæti. Mér fannst og finnst Jón Gnarr æðislegur og ég hafði aldrei orðið vitni að því að hann gerði eitthvað sem gekk ekki upp. Mér fannst þetta fyrst og fremst fyndið og skemmtilegt og ég hlakkaði til að sjá hvað hann myndi gera. Ég bjóst í sannleika sagt ekki við því að hann ætlaði sér að verða pólitíkus, fórna sér í það.“ Talandi um það. Heldur þú að það sé hægt að vera grínleikari og pólitíkus á sama tíma? „Það er auðvitað allt gerlegt en pólitík virðist vera svo hrikalega skemmandi og lýjandi afl að ég held að fólk hafi ekki mikla orku í annað eftir að það er einu sinni komið á ferð í stjórnmálum,“ segir hún hugsi. „Vandinn er sá að mannlegt eðli er okkur fjötur um fót. Um leið og það eru völd í boði þá myndast troðning- ur. Sama hvaða ásetning fólk hefur í upphafi, hvaða hugsunarhátt eða hvernig hjartalag.“ Dugar þá ekki jákvæð orka og andlegt jafnvægi? „Orðin andlegt jafnvægi eru orðin að klámi í mínum eyrum. Skynsemi ætti að vera lykilorðið. Jákvæða ork- an getur ekki verið óþrjótandi í þess- ari stemningu. Sama hvaða flokki þú tilheyrir eða hvernig og hvar þú kemst til valda. Á endanum þarftu að leysa sömu verkefni og þau í hinum flokkunum og oftar en ekki bara með svipaðri niðurstöðu. Að auki verður að forðast költ-hugsun í flokkapóli- tík. Flokksmenn virðast oft yfir sig uppteknir af leiðtoga flokksins og einhverri hirðstemningu í stað þess að leita ráða hjá þeim allra bestu til að kalla fram skynsamlegustu niður- stöðuna,“ segir Ágústa og dæsir. „Það er samt í raun komið eitt og hálft ár síðan ég slökkti á sjónvarp- inu. Þetta stjórnmálatal var orðið að þreytandi síbylju í mínum eyrum,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir að lokum og þetta er meira en satt hjá henni. Ég lít á sjónvarpsskápinn og viti menn – hann er galtómur. Ekki nóg með að hún hafi slökkt á því. Hún á ekkert sjónvarp. margret@dv.is Myrkfælin í sveitinni „Stjórnmál eru mannskemmandi. Það er eins og pólitíkin sé bara hakkavél sem krefst mannlegra fórna og það er svo takmarkað sem fólk getur gert í þessu starfi án þess að fórna sjálfu sér, gildum sínum og lífi sínu. Ágústa Eva Erlendsdóttir Býr í bardagakommúnu í gömlu skipstjórahúsi í Vesturbæ num í Reykjavík. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.