Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Page 22
22 | Fréttir 25.–27. mars 2011 Helgarblað Um fátt hefur verið meira rætt á síð- ustu vikum en svokölluð ofurlaun bankastjóra. Finnst mörgum sem launaskrið þeirra sé í litlu samræmi við það sem gengur og gerist á al- mennum vinnumarkaði. Ójöfnuður á Íslandi hefur minnkað eftir banka- hrunið. Skiptar skoðanir eru um það hvort slíkt sé jákvætt eða neikvætt. Á árunum 2004 til 2008 jókst ójöfn- uður mjög mikið á Íslandi sem að miklu leyti má rekja til launaskriðs sem þá varð í fjármálageiranum. DV ræddi við Stefán Ólafsson, prófess- or í félagsfræði, og Tryggva Þór Her- bertsson, prófessor í hagfræði og al- þingismann, um ójöfnuð á Íslandi. Óhætt er að segja að skoðanir þeirra á málefninu séu skiptar. Fordæmalaus aukning Stefán hefur ásamt Arnaldi Sölva Kristjánssyni hagfræðingi gert rann- sóknir á vegum Þjóðmálastofnun- ar á ójöfnuði. Samkvæmt mæling- um þeirra jókst ójöfnuður á Íslandi úr 0,21 árið 1993 í 0,43 árið 2007 ef stuðst er við svokallaðan Gini-stuð- ul við mælingu á ójöfnuði. „Þetta er óvenjumikil aukning ójafnaðar og raunar fordæmalaus á Vesturlönd- um frá lokum seinni heimsstyrjald- ar,“ segir Stefán Ólafsson í samtali við DV. Aukning ójafnaðar á þessu tímabili var sex sinnum meiri en OECD telur „mikla aukningu ójafn- aðar“.“ Þess skal getið að samkvæmt mælingum Þjóðmálastofnunar jókst ójöfnuður mun meira en opinberar tölur Hagstofunnar og Eurostat, opinberrar tölfræðistofnunar Evr- ópusambandsins, hafa gefið upp. Ástæðan er sú að í mælingum Þjóð- málastofnunar eru fjármagnstekjur einstaklinga taldar með en eins og kunnugt er stórjukust þær á Íslandi í góðærinu fyrir bankahrunið. „Þeir sem vilja gera lítið úr þess- ari aukningu hafa haldið því fram að ekki eigi að telja með eignatekju- hluta fjármagnstekna. Það er auð- vitað rangt að horfa fram hjá þeim hluta tekna sem einkum kemur til tekjuhærri hópa,“ segir Stefán. Að hans sögn voru helstu ástæður auk- ins ójafnaðar á þessu tímabili stór- lega auknar fjármagnstekjur í hærri tekjuhópum og einnig lækkuð skatt- byrði hjá þeim tekjuhærri. Á móti hafi skattbyrði þeirra tekjulægri aukist. Tryggvi Þór segir ljóst að fjöl- margir Íslendingar hafi notið góðs af uppgangi á fjármagnsmörkuðum eftir að hlutabréfamarkaður varð virkur hér á Íslandi á tíunda ára- tugnum. „Aukning fjármagnstekna, eðli máls samkvæmt, leiddi til þess að tekjur þeirra sem tóku áhættu á fjármagnsmarkaði jukust mikið og þar með ójöfnuður í þjóðfélaginu. Ójöfnuður sem stafar af auknum fjármagnstekjum er því ekki alfarið slæmur,“ segir hann í samtali við DV. Tryggvi Þór vann að ítarlegri rannsókn á tekjuskiptingu Íslend- inga þegar hann var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og þekkir þetta málefni því vel. Árið 2001 gaf Hagfræðistofnun út haust- skýrslu sem bar heitið: „Tekjuskipt- ing á Íslandi. Þróun og ákvörðunar- valdar“. Í þeirri skýrslu var tafla sem sýndi Gini-stuðulinn eftir sveitarfé- lögum en hún er birt með úttekt DV. Mæling Gini-stuðulsins eftir sveitar- félögum hefur ekki verið gerð aftur. Árið 2000 var Gini-stuðullinn hæstur á Seltjarnarnesi en lægstur í Vík í Mýrdal. Í skýrslu Hagfræði- stofnunar kemur fram að hár Gini- stuðull á Seltjarnarnesi, sem þá var 0,45, stafaði ekki af fátækt held- ur miklum flutningi efnaðs fólks til bæjarfélagsins. Mestur jöfnuður var þá í Vík í Mýrdal, þar sem Gini-stuð- ullinn mældist 0,182. Var ástæða mikils jafnaðar í Vík í Mýrdal sögð lágar meðaltekjur og mikill brott- flutningur fólks. „Þessi dæmi sýna að aukinn jöfn- uður þarf í sjálfu sér ekki alltaf að vera af hinu góða. Þegar einstakling- ar með háar tekjur flytjast á brott frá Vík þá lækka meðaltekjur og jöfn- uður eykst. Þegar slíkir einstak- lingar flytjast til Seltjarnarness þá hækka tekjur og jöfnuður minnkar. En skatttekjur lækka á Vík en hækka á Seltjarnarnesi svo færa má gild rök að því að almenn velferð aukist á Seltjarnarnesi en minnki á Vík,“ seg- ir í skýrslu Hagfræðistofnunar. Ójöfnuður almennt aukist frá 1980 Há laun í fjármálageiranum hafa ekki einungis verið gagnrýnd á Ís- landi að undanförnu heldur líka í löndum eins og Bretlandi og Banda- ríkjunum svo fáein séu nefnd. Stef- án telur að ójöfnuður hafi tekið að aukast á Vesturlöndum upp úr 1980. „Fyrst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Er það almennt tengt við aukin áhrif frjálshyggju í þeim lönd- um, enda var þetta tími Margrétar Thatcher og Ronalds Reagan,“ segir hann. Eftir árið 1990 gætti síðan aukins ójafnaðar í kjölfar netbólunnar auk vaxandi þunga vegna áhrifa frá fjár- málageiranum. Áhrif fjármálageir- ans á ójöfnuð hafi reyndar aukist enn meira eftir árið 2000. „Auk þess að tengja þetta við áhrif fjármála- geirans er þessi þróun einnig tengd hnattvæðingunni, en hún greiðir mjög götu fjármálageirans í heim- inum og reyndar einnig áhrif frjáls- hyggjunnar sem leggur áherslu á að markaðir fái að vera sem afskipta- lausastir,“ segir Stefán. Tímabilið frá árinu 1980 sé búið að vera tími hins óhefta kapítalisma. „Reyndar alveg eins og var í Banda- ríkjunum frá um 1920 til 1929. Þá leiddi frjálshyggjubóla til ofþenslu og spákaupmennsku, með auknum ójöfnuði og skuldasöfnun, allt til hrunsins á Wall Street 1929 sem svo breiddist út í kreppuna miklu sem varði fram í seinni heimsstyrjöld. Það er þannig nokkur samsvörun í þróuninni í aðdraganda kreppunn- ar miklu og fjármálakreppu nú- tímans. Samnefnarinn virðist vera ofurtrú á óheftan kapítalisma og spákaupmennsku, sem byggði á of- urvaldi auðmanna,“ segir hann. Gagnrýni á ofurlaun Stefán segir að gagnrýni á laun n Samkvæmt Gini-stuðlinum stórjókst ójöfnuður á Íslandi á árunum 1993 til 2007 n Hann hefur þó minnkað eftir bankahrunið n DV leitaði til þeirra Stef- áns Ólafssonar, prófessors í félagsfræði, og Tryggva Þórs Herbertssonar, prófess- ors í hagfræði og alþingismanns, og spurði þá um ójöfnuð á Íslandi ÓJÖFNUÐUR JÓKST ÁN FORDÆMA 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1 0 Ójöfnuður í dreifingu ráðstöfunartekna 1993—2009 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Ráðstöfunartekjur – allar tekjur meðtaldar Ráðstöfunartekjur án söluhagnaðar Gi ni -s tu ðl ar Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Aukning fjár- magnstekna, eðli máls samkvæmt, leiddi til þess að tekjur þeirra sem tóku áhættu á fjár- magnsmarkaði jukust. Ójöfnuður Samkvæmt Gini-stuðlinum hafði ójöfnuður stóraukist undanfarin ár en dregið hefur úr honum eftir hrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.