Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2011, Side 27
Sprengjuvargurinn Umar Farouk Abdulmutallab, sem reyndi að sprengja sjálfan sig um borð í far- þegaþotu í Bandaríkjunum um jól- in 2009, hefur viðurkennt ástæðu þess að hann ákvað að láta til skarar skríða í flugvél á leiðinni til Detroit. Ástæðan var einfald- lega sú að þangað var ódýrast að fljúga. Abdulmutallab hafði íhug- að að kaupa sér flugmiða til frægari og táknrænni áfangastaða á borð við Houston og Chicago, en féll frá þeim hugmyndum vegna þess að hann hafði ekki efni á svo dýrum flugmiðum. Íhugaði Chicago Þetta kemur fram í leynigögn- um sem AP-fréttastofan aflaði sér. Umar Farouk Abdulmutallab var hluti af svokallaðri Jemen-deild al- Kaída. Talið er að með því að velja Detroit frekar en frægari borg- ir Bandaríkjanna sýni stjórnend- ur Jemen-deildarinnar að þeir séu ósammála Osama bin Laden um að ráðast helst á fræg skotmörk. Svo virðist sem skotmörkin skipti minna máli hjá Jemenum. Hryðjuverkamanninum mis- tókst ætlunarverk sitt og var yfir- bugaður áður en hann gat látið til skarar skríða. Hann hefur verið í haldi í Bandaríkjunum síðan. Abdulmutallab ætlaði upphaf- lega að sprengja farþegaþotu á leið til Houston, þar sem hann sótti ráð- stefnu íslamista árið 2008. Honum snérist hugur og ákvað að ráðast á flugvél á leið til Chicago. Þeg- ar hann komst að því hvað flug- miðar þangað voru dýrir, ákvað hann einfaldlega að velja ódýrasta áfangastaðinn. Detroit er ein fá- tækasta borg Bandaríkjanna, þar sem atvinnuleysi er mikið og allt að fjórðungur íbúa gæti flutt á brott á næstu árum. Í ljós hefur komið að Abdulmutallab valdi jólin ekki sér- staklega til að láta skarar skríða. Þaulskipulagt tilræði Þrátt fyrir að tímasetning og stað- setning hafi ekki skipt máli telur bandaríska leyniþjónustan CIA að tilræðið hafi verið þaulskipu- lagt. Áður en hann lagði af stað í hina misheppnuðu sjálfsvígsför fór hann á heimili eins æðsta stjórn- enda al-Kaída til þess að skipu- leggja allt og læra á sprengjuna sem hann bar á sér. Stjórnandinn heitir Fahd al-Quso og er talinn hafa ver- ið náinn samverkamaður bin La- dens í Afganistan fyrir um 10 árum. Adulmutallab, sem er 24 ára, hefur verið ákærður fyrir að til- raun til að myrða 281 farþega og 11 áhafnarmeðlimi um borð í far- þegaþotu Northwest Airlines 253. Eftir að hann var handtekinn við- urkenndi hann að hafa ætlað að sprengja þotuna. Hann sýndi yfir- völdum samstarfsvilja í upphafi og er talinn hafa gefið mikilvægar upplýsingar um starfsemi al-Kaída í Jemen. Réttarhöld hefjast yfir Adulmutallab í október og mun hann verja sig sjálfur. Erlent | 27Helgarblað 25.–27. mars 2011 Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011 um gildi laga nr. 13/2011 Kjörstaðir í Reykjavík Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður: Hagaskóli Ráðhús Hlíðaskóli Laugardalshöll Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Ölduselsskóli Borgaskóli Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ingunnarskóli Árbæjarskóli Klébergsskóli Ingunnarskóli Vakin er athygli á að ekki verður kjörstaður á Kjarvalsstöðum að þessu sinni heldur munu þeir sem þar hefðu kosið nú kjósa í Laugardalshöll. Kjörfundur hefst laugardaginn 9. apríl kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördegi og þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00. Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl nk. munu liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 30. mars nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemd- um vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráð- húsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður Skrifstofa borgarstjórnar n Umar Farouk Abdulmutallab reyndi að sprengja farþegaþotu yfir Detroit um jólin 2009 n Valdi borgina af því að flug- miðar þangað voru ódýrari en til Chicago og Houston n Þaulskipulagt tilræði Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is SparSamur Sprengju- maður „Þegar hann komst að því hvað flug- miðar þangað voru dýrir ákvað hann einfaldlega að velja ódýrasta áfanga- staðinn. Umar Farouk Abdulmutallab Sparsamur sprengjuvargur sem valdi einfaldlega ódýrasta áfangastaðinn þrátt fyrir að al-Kaída vilji helst ráðast á táknræn skotmörk í Banda- ríkjunum. MynD ReUteRs StarfS- kraftur óSkaSt! Skemmtilegur vinnustaður í miklum vexti þarf að bæta við starfskrafti til að sinna reikningagerð, viðskiptamanna- bókhaldi, afgreiðslu pantana, innheimtu, símsvörun og þjónustu við viðskiptavini. Samkeppnishæf laun í boði. Hæfniskröfur n Þekking á DK skilyrði ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. n Stúdentspróf eða sambærilegt n Viðkomandi þarf að búa yfir þjónustulund og góðu skipulagi. Merkið umsóknina „Starf 3003“ og sendið til: DV ehf Tryggvagata 11 101 Reykjavík UmsóknarfrestUr er til 30. mars 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.