Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Side 44
44 | Tækni Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 1.–3. apríl 2011 Helgarblað H ugbúnaðarfyrirtækið Micro- soft hefur hafið málarekstur gegn leitarrisanum Google með formlegri kvörtun til Evrópusambandsins. Í kvörtuninni kemur fram að fyrirtækið telji Google reyna að koma í veg fyrir samkeppni á leitarvélamarkaðnum með skipulögð- um hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem Microsoft kvartar undan öðru fyrirtæki vegna samkeppnisbrota en sjálft á það hlut að fjölda mála – bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu – sem tengjast meint- um brotum á samkeppnisreglum. Í kvörtuninni sem send var viðeigandi stofnun innan Evrópusambandsins bendir fyrirtækið á það sem þeir kalla „aðgerðamynstur“ af hálfu Google sem hamli samkeppni. Þrjár aðrar kvartanir liggja fyrir Google rekur langstærstu leitar- vél í heimi og stjórnar um 90 pró- sentum af leitarvélamarkaðnum í Evrópu, sem er í eðli sínu langtum meira en markaðshlutdeild leitar- vélarinnar Bing sem Microsoft rekur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kvart- að er undan meintum samkeppnis- hamlandi aðgerðum Google en þrjú minni fyrirtæki, þar af eitt sem er í eigu Microsoft, hafa kvartað til Evr- ópusambandsins og vinnur sam- bandið nú að rannsókn á þeim kvört- unum. Stjórnendur Google virðast ekki hafa miklar áhyggjur af kvörtun- inni og hafa ekki svarað henni eins og fyrirtækið hefur áður gert í öðrum málum. Aðgerðirnar koma ekki á óvart „Þessar aðgerðir Microsoft koma ekki á óvart, þar sem dótturfyrir- tæki þeirra var meðal þeirra sem þegar hafa kvartað,“ segir talsmað- ur Google, Al Verney, í samtali við Reuters-fréttastofuna. „Við höldum bara áfram samvinnu okkar við Evr- ópusambandið og við útskýrum fyr- ir hverjum sem er, með glöðu geði, hvernig við stundum viðskipti.“ Evr- ópusambandið hefur tekið við kvört- un Microsoft og hefur opinberlega staðfest hún verði tekin til skoðun- ar. „Sambandið tekur kvörtunina til skoðunar og, eins og reglur kveða á um, tilkynnir Google um hana og leitar eftir viðbrögðum þess. Engra frekari upplýsinga er að vænta,“ sagði talskona sambandsins, Amelia Tor- res, í tilkynningu um málið. Kvörtunin tengist YouTube Kvörtun Microsoft snýr meðal annars að því að lokað hefur verið á mynd- bandasíðuna YouTube, sem er í eigu Google, í snjallsímum sem keyra á Windows 7-stýrikerfinu frá fyrir- tækinu. Brad Smith, einn stjórn- enda Microsoft, segir í langri blogg- færslu sem hann hefur birt um málið að óeðlilegt sé að lokað sé á síma sem keyra á Windows-stýrikerfi á meðan opið er á síðuna fyrir iPhone-síma frá Apple, sem eru ekki í samkeppni við Google á leitarvélamarkaði, og far- síma sem keyra á Android-stýrikerfinu frá Google. Google ljósleiðaravæðir: Háhraðanet í Kansas Tæknirisinn Google hefur hafist handa við að fylgja eftir tilkynningu sinni frá því í febrúar í fyrra um að setja upp ljósleiðaranet í heilli borg í Bandaríkjunum með möguleika á allt að 1 Gb hraða á sekúndu – sem er 100 sinnum meiri hraði en á venjulegri nettengingu í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfar tilkynningarinnar sóttu 1.100 borgir um en á miðvikudag tilkynnti Google að fyrirtækið hefði valið Kan- sas-borg í Kansasríki. Á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp fyrir íbúa Kansas af Google kemur meðal annars fram að fyrir- tækið hyggist hefja uppsetningu ljós- leiðaranetsins fyrir lok þessa árs og að hægt verði að þjónusta fyrstu íbúana á fyrsta ársfjórðungi árið 2012. Ljós- leiðaranetið á svo að lokum að ná til allra íbúa í borginni, sem eru um 146 þúsund íbúa. Borgin verður sú fyrsta í Bandaríkjunum sem verður búin þéttu ljósleiðaraneti sem nær til allra íbúa. Íbúar munu svo geta keypt sér aðgang að netinu á því sem Google kallar „samkeppnishæft verð miðað við það sem fólk borgar fyrir netað- gang í dag.“ Google hefur þó ekkert gefið uppi um hvað þeir telja sam- keppnishæft verð. Í myndbandi sem annar stofnanda Google, Sergey Brin, sendi frá sér í til- efni tilkynningarinnar segir hann að Kansas sé aðeins byrjunin og gaf til kynna að vinna að ljósleiðaravæðingu annarra borga í Bandaríkjunum gæti hafist í náinni framtíð. Ljósleiðara- væðing hefur ekki gengið hratt fyrir sig í Bandaríkjunum en þetta skref Go- ogle gæti ýtt á önnur tæknifyrirtæki að flýta fyrir útbreiðslu ljósleiðara. Microsoft n Formleg kvörtun vegna Google á borði Evrópusambandsins n Google sagt stunda skipulagðar aðgerðir til að hamla samkeppni n Google rólegt yfir kvörtuninni n Þrjár aðrar sambærilegar kvartanir liggja fyrir hjá ESB kvartar yfir Google Hamlar Google samkeppni? Hugbúnaðarrisinn Microsoft telur að Google brjóti á sér og stundi aðgerðir sem hamli samkeppni með skipulögðum hætti. MYnd REuTERS Apple á eftir áætlun Þeir sem bjuggust við því að Apple myndi fylgja eftir útgáfu iPhone 4 í sumar með nýrri kynslóð þessara vinsælu snjallsíma fá ósk sína ekki uppfyllta. Samkvæmt japanska Mac- bloggaranum Macotakra er Apple langt á eftir eigin áætlunum með þróun og prófunum á næstu útgáfu iPhone. Apple gaf út fyrri iPhone-út- gáfur sínar yfir sumartíma en núna gæti orðið breyting á. NóatúNi 17 - Sími 414 1700 GLERÁRGÖtU 30 - Sími 414 1730 miðvaNGi 2-4 - Sími 414 1735 aUStURvEGi 34 - Sími 414 1745HafNaRGÖtU 90 - Sími 414 1740 REykjavíkURvEGi 66 - Sími 414 1750 Reykjavík • akuReyRi • egilsstaðiR • keflavík • selfoss • HafnaRfjöRðuR BETRA ALLTAF VERÐ15,6” FARTÖLVA Toshiba Satellite C660-1F5 • 2.53GHz Intel Core i3-380M - Dual core • 4GB DDR3 1066MHz minni • 500GB SATA diskur • 512MB AMD Radeon HD 5470 DirectX 11 skjákort • DVD og CD-RW skrifari • 15.6" WXGA LED skjár • Windows 7 Home Premium 64-BIT • Vefmyndavél 119.990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.