Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 44
44 | Tækni Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 1.–3. apríl 2011 Helgarblað H ugbúnaðarfyrirtækið Micro- soft hefur hafið málarekstur gegn leitarrisanum Google með formlegri kvörtun til Evrópusambandsins. Í kvörtuninni kemur fram að fyrirtækið telji Google reyna að koma í veg fyrir samkeppni á leitarvélamarkaðnum með skipulögð- um hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem Microsoft kvartar undan öðru fyrirtæki vegna samkeppnisbrota en sjálft á það hlut að fjölda mála – bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu – sem tengjast meint- um brotum á samkeppnisreglum. Í kvörtuninni sem send var viðeigandi stofnun innan Evrópusambandsins bendir fyrirtækið á það sem þeir kalla „aðgerðamynstur“ af hálfu Google sem hamli samkeppni. Þrjár aðrar kvartanir liggja fyrir Google rekur langstærstu leitar- vél í heimi og stjórnar um 90 pró- sentum af leitarvélamarkaðnum í Evrópu, sem er í eðli sínu langtum meira en markaðshlutdeild leitar- vélarinnar Bing sem Microsoft rekur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kvart- að er undan meintum samkeppnis- hamlandi aðgerðum Google en þrjú minni fyrirtæki, þar af eitt sem er í eigu Microsoft, hafa kvartað til Evr- ópusambandsins og vinnur sam- bandið nú að rannsókn á þeim kvört- unum. Stjórnendur Google virðast ekki hafa miklar áhyggjur af kvörtun- inni og hafa ekki svarað henni eins og fyrirtækið hefur áður gert í öðrum málum. Aðgerðirnar koma ekki á óvart „Þessar aðgerðir Microsoft koma ekki á óvart, þar sem dótturfyrir- tæki þeirra var meðal þeirra sem þegar hafa kvartað,“ segir talsmað- ur Google, Al Verney, í samtali við Reuters-fréttastofuna. „Við höldum bara áfram samvinnu okkar við Evr- ópusambandið og við útskýrum fyr- ir hverjum sem er, með glöðu geði, hvernig við stundum viðskipti.“ Evr- ópusambandið hefur tekið við kvört- un Microsoft og hefur opinberlega staðfest hún verði tekin til skoðun- ar. „Sambandið tekur kvörtunina til skoðunar og, eins og reglur kveða á um, tilkynnir Google um hana og leitar eftir viðbrögðum þess. Engra frekari upplýsinga er að vænta,“ sagði talskona sambandsins, Amelia Tor- res, í tilkynningu um málið. Kvörtunin tengist YouTube Kvörtun Microsoft snýr meðal annars að því að lokað hefur verið á mynd- bandasíðuna YouTube, sem er í eigu Google, í snjallsímum sem keyra á Windows 7-stýrikerfinu frá fyrir- tækinu. Brad Smith, einn stjórn- enda Microsoft, segir í langri blogg- færslu sem hann hefur birt um málið að óeðlilegt sé að lokað sé á síma sem keyra á Windows-stýrikerfi á meðan opið er á síðuna fyrir iPhone-síma frá Apple, sem eru ekki í samkeppni við Google á leitarvélamarkaði, og far- síma sem keyra á Android-stýrikerfinu frá Google. Google ljósleiðaravæðir: Háhraðanet í Kansas Tæknirisinn Google hefur hafist handa við að fylgja eftir tilkynningu sinni frá því í febrúar í fyrra um að setja upp ljósleiðaranet í heilli borg í Bandaríkjunum með möguleika á allt að 1 Gb hraða á sekúndu – sem er 100 sinnum meiri hraði en á venjulegri nettengingu í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfar tilkynningarinnar sóttu 1.100 borgir um en á miðvikudag tilkynnti Google að fyrirtækið hefði valið Kan- sas-borg í Kansasríki. Á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp fyrir íbúa Kansas af Google kemur meðal annars fram að fyrir- tækið hyggist hefja uppsetningu ljós- leiðaranetsins fyrir lok þessa árs og að hægt verði að þjónusta fyrstu íbúana á fyrsta ársfjórðungi árið 2012. Ljós- leiðaranetið á svo að lokum að ná til allra íbúa í borginni, sem eru um 146 þúsund íbúa. Borgin verður sú fyrsta í Bandaríkjunum sem verður búin þéttu ljósleiðaraneti sem nær til allra íbúa. Íbúar munu svo geta keypt sér aðgang að netinu á því sem Google kallar „samkeppnishæft verð miðað við það sem fólk borgar fyrir netað- gang í dag.“ Google hefur þó ekkert gefið uppi um hvað þeir telja sam- keppnishæft verð. Í myndbandi sem annar stofnanda Google, Sergey Brin, sendi frá sér í til- efni tilkynningarinnar segir hann að Kansas sé aðeins byrjunin og gaf til kynna að vinna að ljósleiðaravæðingu annarra borga í Bandaríkjunum gæti hafist í náinni framtíð. Ljósleiðara- væðing hefur ekki gengið hratt fyrir sig í Bandaríkjunum en þetta skref Go- ogle gæti ýtt á önnur tæknifyrirtæki að flýta fyrir útbreiðslu ljósleiðara. Microsoft n Formleg kvörtun vegna Google á borði Evrópusambandsins n Google sagt stunda skipulagðar aðgerðir til að hamla samkeppni n Google rólegt yfir kvörtuninni n Þrjár aðrar sambærilegar kvartanir liggja fyrir hjá ESB kvartar yfir Google Hamlar Google samkeppni? Hugbúnaðarrisinn Microsoft telur að Google brjóti á sér og stundi aðgerðir sem hamli samkeppni með skipulögðum hætti. MYnd REuTERS Apple á eftir áætlun Þeir sem bjuggust við því að Apple myndi fylgja eftir útgáfu iPhone 4 í sumar með nýrri kynslóð þessara vinsælu snjallsíma fá ósk sína ekki uppfyllta. Samkvæmt japanska Mac- bloggaranum Macotakra er Apple langt á eftir eigin áætlunum með þróun og prófunum á næstu útgáfu iPhone. Apple gaf út fyrri iPhone-út- gáfur sínar yfir sumartíma en núna gæti orðið breyting á. NóatúNi 17 - Sími 414 1700 GLERÁRGÖtU 30 - Sími 414 1730 miðvaNGi 2-4 - Sími 414 1735 aUStURvEGi 34 - Sími 414 1745HafNaRGÖtU 90 - Sími 414 1740 REykjavíkURvEGi 66 - Sími 414 1750 Reykjavík • akuReyRi • egilsstaðiR • keflavík • selfoss • HafnaRfjöRðuR BETRA ALLTAF VERÐ15,6” FARTÖLVA Toshiba Satellite C660-1F5 • 2.53GHz Intel Core i3-380M - Dual core • 4GB DDR3 1066MHz minni • 500GB SATA diskur • 512MB AMD Radeon HD 5470 DirectX 11 skjákort • DVD og CD-RW skrifari • 15.6" WXGA LED skjár • Windows 7 Home Premium 64-BIT • Vefmyndavél 119.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.