Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Side 8
8 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
Góðir skór
Gott verð
St. 36-41
kr. 6.595
St. 36-41
kr. 5.895
St. 24-35
kr. .395
St. 41-46
kr. 6.795
„Við bara breytum nafninu í Apó-
tekið Björk og sækjum um námslán
til að læra apótekarann. Ég hlýt að fá
einhverja sporslu frá fyrirtækinu til
þess að læra þetta,“ segir Arnór Indr-
iðason, starfsmaður í Tóbaksversl-
uninni Björk. Þverpólitískt frumvarp
þar sem meðal annars er lagt til að
almenn sala á tóbaki verði bönnuð
í skrefum og færð yfir í apótek liggur
nú fyrir þinginu.
Apótekari átti Björk
Um er að ræða tíu ára rammaáætlun
sem þingmennirnir vilja að velferð-
arráðherra vinni að og miði að því
að takmarka sölu tóbaks við apótek.
Á meðal flutningsmanna eru Ólína
Þorvarðardóttir, Árni John sen, Álf-
heiður Ingadóttir, Siv Friðleifsdótt-
ir og Þór Saari. Gangi málið í gegn
segja Bjarkarmenn að fátt annað sé
til ráða en að breyta þessari 84 ára
gömlu tóbaksverslun í apótek.
„Þetta er auðvitað sagt meira í
gríni en alvöru en þessi verslun var
auðvitað í eigu eins frægasta apó-
tekara landsins í gamla daga þann-
ig að það er nú ekki langt að sækja
nafnið. Hann hefur kannski verið
svona framsýnn að eiga bæði apó-
tek og tóbaksverslun, hann hefur
kannski vitað að þetta ætti svona vel
saman,“ segir Arnór og hlær. Tóbaks-
verslunin Bristol við Bankastræti tók
til starfa árið 1927 en húsnæðið sem
hýst hefur verslunina síðan þá var
byggt árið 1875. Við eigendaskipti
árið 1985 var nafni hennar breytt í
Tóbaksverslunina Björk.
Afgreiða tóbak í sloppum
Ólína Þorvarðardóttir, þingkona
Samfylkingarinnar og einn flutn-
ingsmanna fumvarpsins, sagði í
samtali við DV í vikunni að hún teldi
það vera skyldu ríkisins „að taka
þetta eitur úr almennri umgengni
með tímanum.“ Illugi Gunnars-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins gagnrýndi tillöguna hins vegar
og sagði hana dæmi um það þegar
stjórnlyndið bæri fólkið ofurliði.
Arnór Indriðason segir starfs-
menn Bjarkar hafa rennt í gegn-
um frumvarpið á þriðjudaginn og
að þeir viti í rauninni ekki hvort
þeir eigi að hlæja eða gráta. „Ef við
neyðumst til að breyta þessu í apó-
tek verður þetta mjög fínt hjá okk-
ur, við verðum bara hérna í hvítu
sloppunum að afgreiða lyfseðils-
skyld lyf.“ Arnór segist líta á mál-
ið sem eins konar brandara enda
muni apótekarar að hans mati
varla hafa áhuga á því að selja tób-
ak í sínum verslunum. „Hvað þá að
þurfa að sjá um einhverja lyfseðils-
skylda tóbaksfíkla, nóg er nú búið
að ræða undanfarið um alvarlegri
og sterkari lyf sem dælt er út í sam-
félagið.“
Einelti og ofbeldi
Meðmælendur tillögunar benda
meðal annars á að reykingar séu
mikið heilsufarsvandamál og dýrar
fyrir heilbrigðiskerfið. Þá hafa bæði
Siv Friðleifsdóttir og Ólína Þorvarð-
ardóttir sagt að frumvarpið sé lagt
fram til þess að vernda börnin. Í til-
lögunni er gert ráð fyrir að takmark-
anir verði settar á neyslu tóbaks á
lóðum opinberra bygginga, á gang-
stéttum, í almenningsgörðum, á bað-
ströndum, á svölum fjölbýlishúsa og
opinberra bygginga. Arnór telur ólík-
legt að lögreglan muni hafa tíma til
þess að sinna útköllum þar sem ein-
hver hefur gerst sekur um að reykja
úti á svölum. „Þarna er bara verið að
flækja lagaumhverfið óheyrilega mik-
ið vegna hluta sem eru ekkert vanda-
mál fyrir,“ segir hann.
Hann segist varla trúa því að til-
lagan nái fram að ganga þar sem
hún sé of ofstækisfull. „Þetta virð-
ist hreinlega vera ofbeldi, einhvers
konar einelti gagnvart reykingar-
mönnum. Það er eins og þeim
finnist bara mjög ófínt að reykja
og ætli þess vegna að gera allt sem
þau geta til þess að drepa kúlt-
úr reykingamanna.“ Hann segir
forvarnarstarf hafa skilað sér vel
hingað til og að það sé rétta leiðin
þegar kemur að aðgerðum vegna
skaðlegra efna eins og tóbaks. Þá
segir hann nærtækara að herða á
reglum varðandi þá sem selja ung-
lingum tóbak eða þeim sem kaupa
tóbak fyrir unglinga.
„Breytum nafninu
í Apótekið Björk“
„Ef við neyðumst
til að breyta þessu
í apótek verður þetta
mjög fínt hjá okkur, við
verðum bara hérna í hvítu
sloppunum að afgreiða
lyfseðilsskyld lyf.
n Kemur til greina að breyta tóbaksversluninni í apótek og klæð-
ast hvítum sloppum n Segir reykingafólk sæta einelti og ofbeldi
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Apótekið Björk Starfsmenn og eigendur tóbaksverslunarinnar Bjarkar íhuga að snúa vörn
í sókn og breyta versluninni í apótek.
„Trúði ekki að þeir
væru að bíta mig“
Guðrún Guðmundsdóttir var bitin af 17 hundum:
Guðrún Guðmundsdóttir var á gangi
við gamla Rockville á Suðurnesjum
á þriðjudaginn þegar hún varð fyr-
ir árás sautján hunda sem flöðruðu
upp um hana og bitu. Hún var bitin
fjórum sinnum aftan á lærin og fékk
þar að auki sex djúp bitsár. Guðrún
segir að hún hafi verið við eggja-
tínslu þegar hún sá konu með marga
hunda sem allir gengu lausir.
Einn hundanna hafi þó verið á
reiki í kringum Guðrúnu og fylgt
henni eftir. Hún hafi því ákveðið að
labba í átt að konunni til þess að
leiða hann aftur inn í hópinn. „Þegar
ég er að ganga í áttina að henni sé ég
að einn af hundunum verður var við
mig og tekur á rás í áttina að mér og
á eftir honum fylgir allur hópurinn“.
Guðrún segist vera alvön hundum og
hafi því bara staðið kyrr og hundarnir
hópast í kringum hana.
„Ég kalla í konuna og bið hana að
kalla á hundana því mér fannst eins
og það væri verið að bíta mig í fæt-
urna, en ég hreinlega trúði því ekki“.
„Það heyrðist eiginlega ekk-
ert, þeir voru geltandi og ég kallaði
á hana og hún kallaði á þá en það
heyrðist eiginlega ekkert fyrir lát-
um,“ segir hún. „Svo kom hún nær
og tókst að draga eitthvað af hund-
unum í burtu, en svo komu þeir aftur
og þá fann ég að þeir voru greinilega
að bíta mig. Ég sagði þá við konuna:
Þeir eru að bíta mig viltu koma þeim
í burtu, en hún horfði bara á mig eins
og hún tryði mér ekki“.
Konunni tókst að draga hundana
í burtu en Guðrún stóð eftir stjörf af
hræðslu. „Ég fann ekkert fyrir sárs-
auka, ég var svo ofboðslega hrædd.
Ég var bara dofin af hræðslu.“ Guð-
rún segist hafa litið niður og þá horft
beint í stórt bitsár.
Guðrún vill vekja athygli á því
að engar reglugerðir eru um það
hversu marga hunda einstaklingur
má halda. „Það er mín samfélags-
lega skylda að kæra málið. Það hef-
ur enginn neitt með sautján hunda
að gera.“
Guðrún Guðmundsdóttir
Varð fyrir árás sautján hunda
sem allir gengu lausir á Rock-
ville-svæðinu á Suðurnesjum.
Þyrla sótti
hjartveikan
Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir
klukkan fimm á fimmtudag aðstoð-
arbeiðni í gegnum Neyðarlínuna
vegna manns með hjartatruflanir
um borð í hvalaskoðunarskipinu
Hafsúlunni sem var staðsett um
1,5 sjómílu norður af Gróttu.Þyrla
Landhelgisgæslunnar var sam-
stundis kölluð út auk bráðatækna
frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
sem fóru á staðinn með Höllu Jóns,
harðbotna björgunarbáti Slysa-
varnarfélagsins Landsbjargar. Þyrla
Landhelgisgæslunnar fór í loftið
kl. 17:09 og var komin að bátnum
um svipað leyti og Halla Jóns. Sigu
stýrimaður og læknir niður í Haf-
súluna og undirbjuggu sjúklinginn
fyrir flutning. Var síðan flogið beint
á Landspítalann í Fossvogi þar sem
var lent um kl. 17:30. Var viðbragð
allra aðila sérstaklega gott í útkall-
inu og liðu ekki nema 45 mínútur frá
því að aðstoðarbeiðnin barst þar til
sjúklingurinn var kominn á spítala.
Einnig skipti miklu máli þrautþjálf-
uð áhöfn Hafsúlunnar sem kunni vel
til skyndihjálpar og undirbjó mann-
inn fyrir komu björgunaraðila.