Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 13
Fréttir | 13Helgarblað 3.–5. júní 2011 Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 „Ég drep þig“ Í hljóðupptökum flóttamannsins Mousa Sharif Al Jaradat, sem eru hjá Útlendingastofnun, kemur fram að maður sem kallar sig Doden hers- höfðingja hafði í líflátshótunum við þennan 25 ára Palestínumann. Mousa sagði í viðtali sem birtist í DV á miðvikudaginn að maðurinn hefði verið í Mossad, leyniþjónustu Ísrael. DV hefur ekki fengið staðfestingu á því hver hinn umræddi Doden er, en blaðið hefur sent fyrirspurn til Útlendingastofnunar. Þar er meðal annars spurt að því hvernig þau gögn sem stofnuninni berast séu skoðuð og hvernig sannleiksgildi þeirra sé staðreynt. Á upptökunum segir mað- urinn meðal annars: „Ég mun sjá til þess að þú munir liggja í blóði þínu þar sem ég finn þig.“ Gögn hjá Útlendingastofnun Mousa reyndi fyrir rúmri viku að taka eigið líf á herbergi sínu á Gisti- heimilinu Fitjum í Njarðvík. Hann sagðist í samtali við DV hafa flúið Palestínu fyrir þremur árum í kjöl- far líflátshótana sem honum bárust. DV hefur hljóðupptökurnar undir höndum og fékk Palestínumanninn Qussay Odeh sem búsettur er hér á landi til þess að þýða upptökurnar úr hebresku og yfir á íslensku. Eftir að Mousa varð ljóst að hon- um yrði hafnað um hæli hér á landi var honum ráðlagt að safna eins miklum gögnum um mál sitt og hann gæti. Hann hefur nú fært Út- lendingastofnun ýmis skjöl á arab- ísku og ensku máli sínu til stuðn- ings. Þar á meðal pappíra sem votta að hann hafi lent í sprengjuárás Ísra- elshers. DV hefur ýmis skjöl undir höndum, meðal annars frá palest- ínska rauða krossinum, palestínska heilbrigðis ráðuneytinu og lækni á ísraelskum spítala þar sem fram kemur að Mousa hafi misst augað í árás Ísraelshers og að hann sé ofsótt- ur og eltur af meðlimum hersins. „Fokka þér upp“ Þá færði Mousa stofnuninni einn- ig hljóðupptökur en hann hafði að eigin sögn tekið upp brot af símtöl- unum. Þrátt fyrir að Útlendingastofn- un hafi fengið gögnin í hendurnar var honum nýlega tjáð að það myndi engu breyta um stöðu mála, umsókn hans um hæli hafi verið hafnað. Um er að ræða tvær hljóðupptökur en Mousa segir þá fyrri vera frá því fyrir þremur árum þegar hann var enn þá í Palestínu. Á henni kynnir maður- inn sig sem Doden hershöfðingja og hefur í svæsnum hótunum við hann. „Ég fékk símtal frá manni að nafni Doden sem starfar hjá ísraelsku leyniþjónustunni, Mossad. Hann sagði mér að síðast hefðu þeir tekið úr mér augað og ef ég hætti ekki að skipta mér af pólitísku starfi myndi hann sjá til þess að næst myndu þeir taka líf mitt. Eftir þetta seldi ég íbúðina mína og flúði til Sádi-Arab- íu,“ sagði Mousa meðal annars í sam- tali við DV. Þýðing á upptökunum. 1. Palestína Hershöfðingi (H): Hæ. Mousa (M): Hæ. H: Er ég að tala við Mousa Jaradat? M: Já. H: Doden hershöfðingi hérna. M: Ókei, hershöfðingi. H: Hversu oft hef ég sagt þér að yf- irgefa Ísrael og koma aldrei aftur? Ég skal segja þér svolítið, ef þú kemur nálægt Ísrael þá mun ég gera þér lífið leitt. Ég mun sjá til þess að þú munir liggja í blóði þínu þar sem ég finn þig. Þú skalt aldrei koma aftur og ég er að segja þér þetta núna í góðu. En ef þú hlustar ekki á Doden hershöfðingja, þá mun Doden hershöfðingi fokka þér upp. Ég er að segja þér passaðu þig á mér. Passaðu þig á mér og ekki koma til baka. Ókei? Homminn þinn. 2. Noregur H: Hæ. M: Hæ. H: Er þetta Mousa Jaradat? M: Já. H: Heyrðu ég frétti að þú værir í Noregi núna, þú skalt bara halda þig þar því þú ert alltaf að valda okkur vandræðum og koma okkur í skít. Ég sagði þér að passa þig á mér og ef þú verður með eitthvert vesen aftur þá drep ég þig á staðnum. M: Haltu kjafti homminn þinn. n Palestínskum flóttamanni hótað lífláti n Segir símtölin vera frá leyniþjónustu Ísrael n Fær ekki hæli hér á landi Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Upptökur af hótunum Mousa tók líflátshótanir upp á símann sinn, síðar meir kom hann upptökunum til Útlendingastofnunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.