Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Qupperneq 20
20 | Viðtal 3.–5. júní 2011 Helgarblað
„Ég er fínn í hvíld en ég get ekki gert
neitt. Ég get til dæmis ekki farið út í
fótbolta með drengjunum mínum,“
segir Björn Ófeigsson, 45 ára gamall
maður sem íslenska ríkið var á dög
unum dæmt til að borga 23 milljónir
í skaðabætur. Björn er í dag metinn
75 prósent öryrki vegna líkamstjóns
sem sem hann varð fyrir í kjölfar
bráðakransæðastíflu sem starfs
fólki Landspítalans hafði yfirsést að
greina og veita meðferð við í tæka tíð.
Sáttur við dóminn
Kransæðastíflan leiddi til hjarta
dreps og hefur hann í kjölfarið átt
við erfið veikindi að stríða og verið
með öllu óvinnufær. Héraðsdómur
Reykjavíkur dæmdi Landspítalann
skaðabótaskyldan árið 2007 og í kjöl
farið voru dómkvaddir matsmenn
fengnir til þess að meta það tjón sem
Björn hlaut af völdum hjartaáfalls
ins. Það var síðan á þriðjudaginn
sem héraðsdómur dæmdi ríkið til
þess að borga Birni 23 milljónir eins
og fyrr segir. Björn segist sáttur við
dóminn en hann hefur unnið hörð
um höndum síðastliðin átta og hálft
ár til að fá réttlætinu fullnægt. Hann
gagnrýnir Landspítalann harðlega og
segir lækna markvisst reynt að grafa
undan trúverðugleika hans og pers
ónu meðal annars með því að fara í
sjúkraskrár að honum forspurðum.
„Það hljómar kannski einkenni
lega en sennilega hefur allur þessi
bardagi og þessi ósanngirni og
óheiðarleiki sem maður hefur upp
lifað sennilega haldið mér gang
andi. Maður hefur oft verið reiður
og manni hefur oft sárnað. Það var
sláandi þegar við fórum af stað með
málið að sjá að þegar maður leggur til
atlögu við þetta kerfi fer mikil mask
ína af stað. Til dæmis þegar fyrstu
greinargerðirnar komu frá landlækni
þá fékk maður á tilfinninguna að alls
staðar þar sem eru einhver vafaatriði
sé tilhneiging til að túlka vafaatriðin
lækninum sem gerði mistökin eða
spítalanum í hag, en ekki þolandan
um sem er minnimáttar,“ segir Björn.
Mistök við greiningu
Björn leitaði á bráðamóttökuna í
Fossvogi í febrúar 2003 með verk
fyrir brjósti. Hann hafði fundið fyrir
slæmum verkjum fyrr um daginn og
var orðinn illa haldinn þegar á spít
alann var komið. Björn var einungis
37 ára þegar atvikið átti sér stað en
hjartasjúkdómar voru þekktir í ætt
hans og hann hafði reykt í tuttugu
ár og því í áhættuhópi með tilliti til
hjartaáfalls.
„Í Fossvogi var ég stabilíseraður,
gefið lyf og tekið var af mér hjartalínu
rit sem reyndar týndist síðar og var
því ekki hægt að nota sem sönnun
argagn fyrir dómi. Ég var meðhöndl
aður eins og um kransæðastíflu væri
að ræða. Þegar ég var búinn að vera
í Fossvogi í rúman klukkutíma var
ég fluttur með sjúkrabíl á bráðamót
tökuna við Hringbraut. Þar var tekið
af mér hjartalínurit og yfirlæknirinn
sem var á vakt breytti greiningunni
eða fannst líklegra að ég væri með
gollurhúsbólgu heldur en kransæða
stíflu. Svo tók við meiri bið og stund
um sinnti mér enginn svo tímunum
skipti. Það er ekki fyrr en um hálfell
efu sem tekið var hjartalínurit af mér
sem sýndi að það var allt í klessu. Þá
var ég drifinn í ómskoðun og þá kom
í ljós að í framvegg í hjarta var lítill
eða enginn samdráttur og það varð
uppi fótur og fit.“ Hjartaómunin úti
lokaði gollurhúsbólgu og um svipað
leyti komu niðurstöður úr blóðpruf
um sem bentu til hjartadreps. Björn
var greindur með bráðakransæða
stíflu og var í kjölfarið settur á sega
leysandi lyf. Ekki var ræst út teymi
til að framkvæma hjartaþræðingu
og var hún því gerð daginn eftir. „Þá
kom í ljós við þræðingu að æðin var
ennþá hálflokuð. Hún var opnuð og
sett í hana stoðnet. Æðin var löguð
en skaðinn á hjartanu var orðinn
mikill.“
Hefði átt að hringja bjöllum
Björn telur að biðin frá því að hann
kom fyrst á bráðamóttökuna í Foss
vogi og þangað til hann fékk viðeig
andi meðferð hafi verið of löng og
það hafi orsakað hjartadrep. „Það
kom í ljós við réttarhöldin að yfir
læknirinn sem var á vakt á Hring
braut hafði ekki skoðað fyrsta
hjartalínuritið eða nein af þeim
gögnum sem fylgdu með mér frá
Fossvogi. Það liggur líka fyrir að
hann sá ekki heldur hjartarit sem
var tekið rétt fyrir sjö um kvöldið og
sýndi breytingar sem hefðu átt að
ýta við öllum og kveikja á einhverj
um ljósum. Það var ekki fyrr en tek
ið var rit um klukkan korter yfir tíu
um kvöldið sem hann skoðaði það
og þá var allt komið í steik.“
Björn lá í kjölfarið í tíu daga á
Landspítalanum, þar af í þrjá daga
alveg rúmfastur. „Ef þetta hefði
verið greint strax hefði ég farið
í hjartaþræðingu og þess vegna
getað útskrifast daginn eftir. En í
dag er ég með hjartabilun og mun
aldrei ná fyrri heilsu. Ég er fær um
að sinna athöfnum daglegs lífs
eins og það er orðað en ég mæðist
mjög fljótt við gang á jafnsléttu og
þreytist fljótt. Ég fór í stóra hjarta
skurðaðgerð rúmu ári eftir hjarta
áfallið vegna þess að ég fékk gúlp
við vinstri slegilinn og það þurfti
að fjarlægja hann og endurmóta.
Hjartað í mér er því aðeins minna
en það ætti að vera.“
Farið í sjúkraskrá í óleyfi
Björn og eiginkona hans pöntuðu
fjölda bóka um hjartað á Amazon til
þess að lesa sér til og geta skilið hvað
fór úrskeiðis. „Við vildum skilja sjálf
hvað gerðist, hvað hefði átt að gera
og svo framvegis. Lögfræðingur
inn sem var með okkur lagðist líka í
lestur og þetta er búin að vera mikil
vinna. Þegar við unnum í héraði 2007
og það var viðurkennt að það hefðu
verið gerð mistök, þá héldum við í
einfeldni okkar að við værum kom
in langt með málið. En þá þurfti að
meta tjónið á mér og til þess þurfti
matsmenn og þá fór af stað langt og
flókið ferli.“
Í þessu ferli voru fengnir tveir
læknar til að gera matsgerð á ástandi
Björns. „Þá var farið í sjúkraskrána
mína að mér forspurðum og tínd til
gögn sem sett voru í hendurnar á
tveimur yfirlæknum á spítalanum
og þeir fengu fyrirmæli um að skrifa
greinargerð um þetta. Þetta voru
gögn úr minni sjúkraskrá og að mínu
mati höfðu þeir enga heimild til að
gera það. Yfirlæknarnir komust að
þeirri niðurstöðu að það væri senni
lega ekkert að mér og ég væri senni
lega bara að gera mér upp einkenni.
Þeir sögðu að ég ætti að vera miklu
hressari og að þessar rannsóknir all
ar sem gerðar voru á mér hefðu all
ar komið vel út.“ Yfirlæknarnir sem
gerðu matið sögðu að engin óbil
andi teikn um að hjartabilun væru til
staðar.“
Trúverðugleiki lækna
Björn segir læknana hreinlega
óheiðarlega og það að þeir hafi far
ið í sjúkraskrá hans án leyfis hafi ver
ið gróft brot á persónuvernd. „Þeir
sem fóru í sjúkraskrána voru starf
andi framkvæmdastjóri lækninga og
aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
lækninga og þeir kvitta undir að hafa
gert þetta. Ég og konan mín kærðum
þetta til Persónuverndar en þeir hafa
vísað málinu frá þrisvar vegna þess
að réttarhöldunum var ekki lokið.“
Framkvæmdastjóri lækninga og að
stoðarmaður hans verja gjörðir sínar
í bréfi og þar stendur orðrétt: „Fram
kvæmdastjóri lækninga taldi að lög
mætir hagsmunir ábyrgðaraðila
upplýsinganna vægju þyngra í þessu
tilfelli heldur en friðhelgi einkalífs
sjúklings.“ „Þetta finnst mér bera
vott um alveg dæmalausan hroka.
Þeir sendu bunka af gögnum sem
þeir höfðu valið úr til matsmann
anna og það eina sem þeir voru að
hugsa um var að kasta rýrð á mína
persónu og gera mig ótrúverðugan
með einhverjum hætti. Með í þess
um gögnum var dagnóta frá geð
deild spítalans. Það gerðist nefnilega
þegar ég fékk hjartaáfallið að það átti
að útskrifa mig eftir tíu daga. Ég bjó
einn á þessum tíma og allt í einu stóð
ég þarna með fullt fangið af lyfseðl
um.“ Björn kveið útskriftinni og var
óviss um hvert framhaldið yrði. „Þá
kom sálfræðingur og talaði við mig
í tíu mínútur. Þeir settu inn þessa
nótu sem sálfræðingurinn skrif
aði og héldu því fram að þessi nóta
varpaði ljósi á andlegt ástand mitt
fyrir og eftir hjartaáfall. Það er alveg
gjörsamlega út úr kú. Það er alveg
dæmalaust hvernig spítalinn hefur
komið fram í þessu máli og er ekki til
eftirbreytni. Við svöruðum þessum
tveimur læknum sem unnu mats
gerðina byggða á þessum gögnum
fullum hálsi með læknisfræðilegum
gögnum og þeir höfðu nú manndóm
í sér til að draga eiginlega allt til baka
sem stóð í þessari greinargerð.“
Persónulegur sigur
Björn segir að þrátt fyrir að dómurinn
n Fékk 23 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu n Öryrki vegna læknamistaka
n Greindu ekki hjartasjúkdóm rétt n Átta ára þrautaganga fyrir réttlæti loks á enda
Óréttlætið
hélt mér
gangandi
Löng barátta Birni Ófeigssyni voru
dæmdar 23 milljónir í skaðabætur vegna
líkamstjóns sem sem hann varð fyrir í
kjölfar bráðakransæðastíflu sem starfs-
fólki Landspítalans hafði yfirsést að
greina og veita meðferð við í tæka tíð. Ósáttur „Stundum þegar maður las gögn frá læknunum og spítalanum og maður sá
þann málflutning sem þar var hvarflaði að manni að gefast upp.“