Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Síða 33
­Foreldrar­ verða­ líka­ að­ kenna­ börnum­ sínum­ hvernig­ þau­ eiga­ að­ verja­ sig­ þegar­ þeim­ er­ strítt­ eða­ þau­ ofsótt.­ Trúin­ bjargar­ þér­ ekkert.­ Það­er­aðeins­eitt­sem­bjargar­þér.­Að­þú­áttir­ þig­á­því­hvers­eðlis­það­er­að­verða­fyrir­áreiti.­ Þú­þarft­að­verja­þig.­Annaðhvort­á­hljóðlátan­ hátt­og­öðlast­innra­frelsi­og­þú­verður­þá­frjáls- ari­en­allir­aðrir­menn.“ Guðbergur­fann­fyrir­þessu­á­Spáni.­„Spán- verjar­ nutu­ oft­ meira­ innra­ frelsis­ þegar­ þeir­ voru­ofsóttir­heldur­en­eftir­að­lýðveldið­komst­ á.­­Einhverjum­þykir­það­undarlegt­en­það­sem­ gerðist­ var­ að­ þegar­ vináttan­ og­ samstaðan­ jókst­þá­fóru­allir­að­koma­sér­áfram­og­út­á­við­ og­það­varð­ekki­nauðsynlegt­að­leita­sér­innra­ frelsis.“­ Margir veikir á sálinni Guðbergur­fann­sitt­innra­frelsi­sem­lítið­barn.­ „Það­ var­ venjulega­ í­ tengslum­ við­ náttúruna.­ Ég­hafði­unun­af­blómum,­lit­og­ilmi­af­blóm- um­sem­var­náttúrulega­óeðlilegt­í­þeim­heimi­ sem­ég­lifði­í.­Þá­fylgdist­maður­með­því­hvern- ig­ litirnir­breyttust­eftir­því­sem­dagarnir­ liðu,­ hvernig­ lykt­ og­ áferð­ breyttust­ með­ raka­ og­ birtu.­Ég­hafði­hreina­unun­af­þessu­en­vissi­vel­ að­ég­þyrfti­að­hafa­það­fyrir­sjálfan­mig.“­ Guðbergur­ fann­ fegurðina­ í­ hinu­ smáa­ og­ sjálfsagt­er­það­einmitt­það­sem­gerir­hann­að­ góðum­rithöfundi.­„Það­er­talað­um­að­maður­ eigi­ að­ ferðast­ og­ sjá­ þessar­ náttúruperlur,­ en­ það­finnst­mér­firra­því­ fegurðin­er­alls­staðar­ og­ allt­ um­ kring.­ Íslendingar­ eru­ haldnir­ svo­ mikilli­ þrá­ eftir­ einhverju­ stórkostlegu,­ þess­ vegna­ sjá­ þeir­ ekki­ fegurðina­ sem­ er­ allt­ um­ kring.­Þeir­þrá­eitthvað­stórkostlegt­en­þegar­til­ kastanna­kemur­þá­ráða­þeir­ekki­við­neitt­og­ það­sígur­á­ógæfuhliðina.­ Íslendingar­héldu­að­þeir­ættu­Kaupmanna- höfn­og­London­og­gleymdu­því­hvað­var­hér.­ Og­ einmitt­ þegar­ þeir­ þurfa­ að­ standa­ sig­ þá­ eiga­þeir­það­til­að­byrja­að­vorkenna­sér.­Þeir­ fá­vorkunn­og­þar­af­leiðandi­er­enginn­harm- leikur­í­þessu­samfélagi.­Íslendingar­eru­eins­og­ drykkjumaður­sem­er­alltaf­að­fara­í­meðferð.­ Það­ gengu­ allir­ með­ þessa­ drauma­ um­ að­ verða­ríkir­og­héldu­að­þeir­gætu­eignast­heim- inn.­ Þetta­ var­ þjóðarlygi,­ þetta­ íslenska­ sjálfs- álit­að­við­værum­svona­miklir.­Allir­vissu­und- ir­niðri­að­þetta­var­bara­fals,­Íslendingar­voru­ aldrei­ miklir­ nema­ í­ draumum­ sínum,“­ ­bætir­ Guðbergur­ við­ um­ hrunið.­ „En­ við­ misstum­ ekki­ mikið,­ því­ við­ áttum­ ekki­ mikið,­ segir­ hann.­ Það­ er­ enginn­ raunverulegur­ skortur­ í­ þessu­samfélagi­eins­og­er­í­mörgum­öðrum­en­ það­er­mikill­vandi­sálar.­Það­er­eitthvert­mun- aðarleysi­ í­ þessari­ þjóð.­ Hún­ var­ ósjálfstæð­ lengi­og­alltaf­þegar­hún­þarf­að­bjarga­sér­þá­ gerir­hún­það­ekki.“ veit hvað skortur er Faðir­ Guðbergs­ var­ sjómaður­ og­ smiður­ og­ móðir­ hans­ vinnukona­ og­ húsmóðir.­ Þau­ bjuggu­ við­ kröpp­ kjör­ í­ Grindavík­ sem­ var­ ­einangrað­þorp.­Guðbergur­er­fæddur­í­kreppu­ og­ veit­ hvað­ skortur­ er.­ „Kaninn­ kom­ ekki­ í­ Grindavík,­ aðeins­ óveðurslægðirnar.­ Þá­ var­ ekkert­til­og­fólk­hreinlega­varð­að­sætta­sig­við­ það­ þótt­ oft­ væri­ það­ sárt.­ En­ skorturinn­ var­ hluti­af­lífinu.­Það­var­til­dæmis­engin­búð­þar­ sem­ ég­ var­ og­ Grindavík­ var­ voðalega­ fátækt­ þorp.­ Fátækari­ en­ mörg­ önnur.­ Ég­ byrjaði­ að­ vinna­ þegar­ ég­ var­ sjö­ ára­ gamall­ drengur­ og­ maður­ vann­ mikið­ og­ sætti­ sig­ við­ það.­ Fyrst­ var­ ég­ sendur­ til­ þess­ að­ herða­ sundmaga­ og­ aðstoða­ við­ fiskvinnsluna­ og­ svo­ var­ ég­ send- ur­ níu­ ára­ í­ sveit.­ Þar­ þurfti­ ég­ meðal­ annars­ að­fara­með­mjólkurbrúsa­yfir­Hvítá,­þeir­voru­ afar­þungir,­eða­um­30­kíló­og­maður­þurfti­að­ reikna­út­strauminn­og­henda­sér­út­í­hann­eft- ir­því­hvar­maður­vildi­lenda­á­bakkanum­hin- um­ megin.­ Grindavík­ var­ einangrað­ þorp­ og­ komst­seint­í­samband­við­Reykjavík.­Það­hef- ur­ekki­gengið­inn­í­þetta­Suðurnesjasamband­ og­aldrei­fóru­Grindvíkingar­í­Kanann.­Og­þetta­ hefur­í­raun­ekkert­breyst.­Pólverjarnir­sem­búa­ þarna­í­dag­og­koma­utan­úr­heimi­ganga­strax­ í­þessa­menningu,­hún­liggur­í­loftinu.­Grinda- vík­er­utangarðs.­“ vill vera utangarðs Guðbergur­ hefur­ líka­ alla­ sína­ tíð­ verið­ utan- garðs­og­hefur­alls­ekki­viljað­vera­innangarðs.­ Hann­ segir­ þessa­ eiginleika­ sína­ vera­ hlýðni.­ „Ég­er­einfaldlega­hlýðinn­við­sjálfan­mig,“­seg- ir­hann.­ „Ég­var­lítill­og­feitur­en­ósköp­blítt­og­venju- legt­ hlýðið­ barn,“­ segir­ Guðbergur.­ „En­ síð- an­ hef­ ég­ líklega­ breyst­ eins­ og­ svo­ oft­ verður­ um­hlýðin­börn.­Það­blundar­einhver­óhlýðni­ í­ þeim.­ Þá­ fara­ þau­ sína­ eigin­ leið­ og­ enginn­ skilur­neitt.­Þeir­fullorðnu­segja:­Eins­og­þetta­ var­ gott­ barn.­ Nú­ er­ það­ bara­ alveg­ umsnúið.­ Hvaðan­kemur­þetta?­Ég­held­að­það­komi­frá­ vitinu.­Barnið­veit­að­það­er­ekki­sammála­því­ sem­er­að­gerast­í­kringum­það.­Það­er­hvorki­ sammála­ytri­aðstæðum­né­því­sem­það­gerir.­ Það­er­hlýðið­við­aðra­og­þá­er­barnið­ekki­hlýð- ið­við­sjálft­sig.­Þegar­það­er­hlýðið­sjálfu­sér­þá­ er­það­að­þroska­með­sér­það­sem­kallast­pers- ónuleiki.“ erfitt að fá bækur gefnar út Bækur­Guðbergs­voru­á­skjön­við­tíðarand- ann­ og­ hann­ var­ lengi­ að­ fá­ fyrstu­ bók­ sína,­ Músin­sem­læðist,­útgefna.­„Það­var­erfitt­að­fá­ útgefið­vegna­þess­að­ég­var­ekki­úr­menntak- líkunni.­Og­ég­var­ekki­ í­þessum­hópi­sem­þá­ var­ríkjandi,­komst­ekki­inn­í­hann­og­hafði­ekki­ áhuga­á­að­komast­inn­í­hann.­Mér­fannst­hann­ tilgerðarlegur.­Halldór­Laxness­var­náttúrulega­ ráðandi­ á­ þessum­ tíma­ og­ vinstrisinnuðum­ fannst­hann­hafa­sett­endapunktinn­við­skáld- söguna.­Það­var­erfitt­fyrir­aðra­rithöfunda­því­ að­ ef­ að­ menn­ skrifuðu­ eins­ og­ Halldór­ Lax- ness­þá­fengu­menn­slæma­dóma­en­ef­menn­ skrifuðu­ekki­eins­og­hann­þá­fengu­menn­líka­ slæma­dóma.­Það­var­því­voðalega­lítið­um­að­ vera­ þegar­ ég­ kom­ fram.­ Skáldsagan­ var­ liðin­ undir­lok,“­segir­hann­og­brosir.­ vondar Mæður ekki til á Íslandi ­Í­bókinni­Músin­sem­læðist­var­ein­sögupers- ónan­vond­móðir.­Mörgum­árum­eftir­að­bókin­ kom­út­frétti­Guðbergur­að­þessi­sögupersóna­ hefði­orðið­eldfimt­málefni.­ „Ég­ frétti­ þetta­ ekki­ fyrr­ en­ mörgum­ árum­ seinna­að­vegna­þessarar­sögupersónu­var­leit- að­til­sálfræðings­og­rektors­Háskólans­og­þeir­ spurðir­ að­ því­ hvort­ svona­ mæður­ væru­ til.­ Þeir­ komust­ að­ því­ eftir­ nokkrar­ rökræður­ að­ jú­vissulega­væru­svona­mæður­til­en­auðvitað­ ekki­á­Íslandi,“­segir­Guðbergur­og­hlær.­ gaf ekki höggstað á sér Guðbergur­ segir­ bókum­ sínum­ hafa­ verið­ illa­ tekið­á­þessum­tíma.­En­hann­ lærði­það­ fljótt­ sem­ungur­drengur­að­gefa­ekki­höggstað­á­sér.­ „Það­var­slæmt­að­alast­upp­ í­Grindavík­ef­ maður­vildi­verða­eitthvað­mikið.­Maður­verð- ur­að­fela­hið­leynda­þangað­til­það­hefur­náð­ fullum­þroska­því­annars­verður­það­barið­nið- ur.­Ég­vissi­þetta­snemma.­En­allt­þetta­innra­líf­ kom­sér­vel­þegar­bókum­mínum­var­illa­tekið.­ Þá­var­prógramm­í­sjónvarpinu­sem­var­kallað:­ Á­ öndverðum­ meiði,­ þar­ sem­ fólk­ kom­ fram­ með­misjafnar­skoðanir.­Gunnar­Benediktsson­ sem­ var­ prestur,­ rithöfundur­ og­ kommúnisti­ skrifaði­mjög­illa­um­mínar­bækur­og­Gunnar­ Schram­bað­mig­um­að­koma­í­þennan­þátt­þar­ sem­ég­gæti­varið­mig­og­sendi­mér­meira­að­ segja­skeyti­vegna­þessa­í­Vesturbæinn­þar­sem­ ég­ bjó,“­ segir­ Guðbergur­ og­ brosir­ og­ útskýr- ir­ fyrir­ blaðamanni­ að­ annað­ hefði­ ekki­ verið­ hægt­því­hann­hefði­ekki­fengið­sér­síma­fyrr­en­ seint­á­sjötta­áratugnum.­ En­ Guðbergur­ vildi­ ekki­ koma­ í­ þáttinn.­ „Vegna­ þess­ að­ ég­ vissi­ það­ að­ ungur­ maður­ gæti­ekki­varið­sig­fyrir­mönnum­sem­eru­svona­ valdamiklir­ ­ og­ vanir­ að­ koma­ fram.­ Ungur­ maður­ hefði­ verið­ barinn­ niður­ ef­ hann­ hefði­ komið­ fram­ og­ mætt­ þessum­ þjálfuðu­ hákum­ sem­höfðu­guð­og­Sovétríkin­á­bak­við­sig.­Ég­ hefði­ekki­átt­mér­viðreisnar­von­og­það­hefði­ tekið­mig­svo­langan­tíma­að­byggja­aftur­upp­ mína­ sjálfsvitund.­ Svo­ ég­ gaf­ ekki­ höggstað­ á­ mér.­Ég­kalla­það­vitsmunalega­hagsýni­og­mér­ fannst­þetta­rétt­frá­mínum­bæjardyrum­séð.­“ Viðtal | 33helgarblað 3.–5. júní 2011 Stórauðugur maður en er Sama um auðæfi „Það var slæmt að alast upp í Grindavík ef maður vildi verða eitthvað mikið. „ég var að því kominn að eignast heilan flug- völl. ég hef ekkert við flug- völlinn í alicante að gera. kaninn frelsaði þjóðina frá bændaómenningunni Telur Guðbergur og stillir sér hér upp með kókflösku. Myndir sigtryggur ari jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.