Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Qupperneq 34
34 | Viðtal 3.–5. júní 2011 Helgarblað Auðvelt Að berjA ungt fólk niður „Það er auðvelt að berja ungt fólk niður og það er oft gert. Ungt fólk verður að kunna þetta og læra á aðstæður sínar og vita að vinir eru þeim allra hættulegastir og innra frelsi er þeim holl- ast. Vinir eru mjög hættulegir vegna þess að þeir þröngva manni til að verða eins og þeir. Ef þeir eru margir þá geta þeir kúgað þig. Vin- irnir voru helstu óvinir Halldórs Laxness. Hann þorði ekki að hafa skoðanir vegna þessa, hann var hræddur við útskúfun. Hann hafði geng- ist við framtíðarstefnu sem síðar átti að sigra heiminn. Það er ekkert smá afl sem hann hafði gengist við. Svo hrynur þetta vegna þess að þetta var ekki til nema sem ímyndun og draumur. “ ÚtskÚfAður Hjá vinstrisinnuðum Bækur Guðbergs voru þá gefnar út af Almenna bókafélaginu. „Þar af leiðandi var ég útskúf- aður hjá vinstrisinnuðum því Almenna bóka- félagið var hægrisinnað. En ég hef aldrei hugs- að mikið um það því það er bæði til hægra afturhald og vinstra afturhald. Íslendingar eru barnalegir og trúgjarnir og þar af leiðandi eru þeir afturhaldssamir í raun og veru.“ Guðbergur gefur lítið fyrir hægri eða vinstri en er annt um frjálst framtak. „Rithöfundar eru þeir einu sem eru fullkomlega í anda frjáls- hyggjunnar, þeirra vinna er frjálst framtak og einstaklingshyggja.“ Guðbergur segir ekki hægt að kenna frjálsu framtaki um hrunið. Hrun- ið eigi rætur í græðgi og hann segir græðgina eiga rætur sínar í bændamenningunni. Eða bændaómenningunni eins og hann vill fremur kalla hana. græðgin Úr bændAómenningunni „Hér á landi kemur græðgin úr bændamenn- ingunni. Íslendingar gerðu ekki mikinn mun á þrælum og herrum. Þrælarnir hér borða með herrum sínum en þeir borða ekki sama mat- inn. Það verður aldrei til alþýðumenning hér á landi vegna þessa en það er til mjög fjölbreytt alþýðumenning annars staðar. En hér á landi var þetta allt undir ofurvaldi bóndans. Hann las fyrir heimilisfólkið og átti allt. Þetta ger- manska vald bóndans er algjörlega horfið úr evrópskri menningu og hvarf eiginlega alveg með Mariu Antoinette í Frakklandi og bylting- unni. En hér var bóndavaldið ríkjandi fram í byrjun tuttugustu aldar. “ kAninn frelsAði þjóðinA Guðbergur vill meina að Kaninn hafi frels- að þjóðina. „Þegar Ameríkaninn kom þá fékk almenningur peninga og gat keypt sér bækur. Þeir frelsuðu þessa þjóð frá þessu germanska ofurvaldi bændastéttarinnar sem fólk kallar bændamenningu en ég vil kalla bændaómenn- ingu. Kaninn gerði byltingu hér á landi, hann um- bylti öllu nema kirkjunni. Kirkjan er það eina sem stóð eftir.“ HAfnAði kirkjunni „Kirkjan beygir fólk,“ segir Guðbergur og hann segist hafa hafnað kirkjunni. „Þetta er eins og með foreldra, maður er alltaf að velja úr það sem maður vill geyma og hverju maður vill fleygja. Frá foreldrum mínum vildi ég fá vissa staðfestu og ég hafnaði ýmsu sem mér fannst ríkjandi hér. Ég hafnaði vissu afturhaldi, ég hafnaði bókstafstrú, ég hafnaði algerri hlýðni við eitthvað sem ég veit ekki hvað er og tilurð hvers er ekki hægt að sanna.“ forsetinn með messíAsArkom plex Guðbergur hefur lært að segja meiningu sína en hann segist bera mikla virðingu fyrir skoð- unum annarra. „Ég er ekki með messíasar- komplex eins og forsetinn,“ segir hann og bros- ir. „Ég ber virðingu fyrir skoðunum annarra og þegar ég var yngri þá kannski of mikla. En þessi maður er með messíasarkomplex. Hann er alltaf að segja öðrum fyrir verkum. Hann seg- ir Bretum fyrir verkum, hann er eiginlega eini maðurinn hér á landi sem er með messíasar- komplex. Jafnvel þótt hann hafi verið messías fyrir útrásarvíkinga þá heldur hann því áfram eftir hrun og hann telur sig hafa gert mikið fyr- ir þjóðina en hvað hefur hann gert fyrir hana? Ekki nokkurn skapaðan hlut, bara ruglað hana í ríminu.“ óf teppi og svo skáldsögur Ferill Guðbergs hefur verið fjölskrúðugur. Hann vann eins og aðrir Grindvíkingar fyrst við sjóinn þvert gegn vilja sínum. „Ég gerði það sem var ætlast til af mér en gerði svo annað þegar mér gafst tími til. Ég gerði lengi vel ekki það sem mig langaði til heldur eitthvað sem var hægt að lifa af. “ Guðbergur lærði til kennara en kenndi aldrei. Guðbergur faldi skáldadraumana lengi vel. Í honum blundaði þrá til þess að verða mikill og hann varði hana fyrir öðrum utan- aðkomandi og hann fór í þau störf sem hon- um buðust. Hann fór að elda mat fyrir útlend- inga, síðan óf hann gólfteppi í nokkur ár, var hjúkrunarmaður á geðsjúkrahúsi og loks tók hann þá afdrifaríku ákvörðun að fara úr landi til Spánar. Brottförin gerði honum kleift að öðlast fullt frelsi sem listamaður. „Ég var að vefa teppi hér í götunni fyrir ofan.“ segir Guðbergur. „Í teppaverksmiðju sem var staðsett hér rétt handan hornsins. Ég man að þá náði flæðarmálið að húsinu sem ég bý í núna. Það hefur nú margt breyst síðan þá, náttúran og ég. Ég komst út og lærði bók- menntir og listasögu í Barselóna á tímum Fran- cos og smám saman þá varð til þessi nýi heim- ur. En ég hugsa stundum um vinnu mína við að vefa teppi,“ segir hann íhugull. með ljóðAbók í smíðum Guðbergur vinnur við ritstörf á hverjum degi og er nú með hugann við ljóðlist. Hann segist vera með bók í smíðum en langar til þess að það verði ljóðabók. „Mér finnst ljóðlistin vera æðsta form listarinnar og mig langar til að geta ort ljóð. Ég veit ekki hvort ég get það en mig langar til þess að uppgötva eitthvað, kannski annan mann í mér. Ég vil helst vinna eitthvað sem er byggt á sterkum kennisetningum, fagurfræðilegum. Ég líklega finn þær aldrei.“ En um hvað vill hann yrkja? „Ég veit það ekki,“ segir Guðbergur. Að vita er endastig, það er lokastig eða niðurstaða. Eins og tveir plús tveir eru fjórir. Ég vil ekki gefa mér reikningsdæmið. Þótt að stundum geti ég sagt áður en ég byrja að skrifa, þetta eru fjórir, eftir því hvernig á það er litið.“ trÚir á eilífA ást Guðbergur hefur farið eigin leiðir í lífinu. Hann hefur ekki oft orðið ástfanginn og hann trúir á eilífa ást sem hann segist svo blessun- arlega hafa fengið að njóta. „Ég held í það sem ég verð ástfanginn af. Vegna þess að ég held að maðurinn verði að vera trúr allt til dauð- ans. Önnur ást er bara ekki til. Maður leitar að eilífðinni í ástinni. Og þó að það verði svona ýmislegt innan þessarar ástar þá þolir hún það alveg. Honum hefur hins vegar aldrei langað til þess að eignast börn. „Mig hefur ekkert langað til þess og skipti mér lítið af börnum. En börn- um þykir vænt um mig. Þau eru eins og dýrin, þau eru hégómleg. Þau láta ekki þann mann í friði sem lætur þau í friði.“ getur HlAupið HrAtt Guðbergur er lífsglaður maður og orku- mikill. Hann er að verða 77 ára gamall en vinnur sleitulaust að eigin sögn, ferðast mikið, fer í sund á hverjum degi og gengur út að Laugarnesi og nýtur náttúrufegurð- arinnar. Stundum fer hann meira að segja út að hlaupa og hann segist geta hlaupið hratt. „Ég kem fólki á óvart þegar ég fer út að hlaupa því ég get hlaupið ansi hratt. Ég er ekkert að skokka, það geta ekki allir gamlir kallar hlaupið svona hratt. Þú yrðir hissa ef þú mættir mér. Auðvitað er ég stirður til að byrja með,“ segir hann og brosir. „Ég er ekki ungur,“ bætir hann við. „Kannski get ég hlaupið svona hratt af því að ég er svo stundvís. Ég hef alltaf hlaup- ið eins hratt og ég get ef ég er of seinn á ein- hvern fund.“ Guðbergur fer líka einu sinni á hverju ári í sjóinn við Grindavík og ætlar ekki að sleppa því þótt hann sé að verða gamall. sættir sig ekki við Að verðA gAmAll „Ég sætti mig ekkert við að verða gamall,“ segir hann. „Maðurinn er alltaf að leita að orku. Þjóðir eru líka alltaf að leita að ein- hverri orku. Áður var orkan aðallega í trúnni sem rak fólk áfram. Síðan hefur þessi orka breyst og að lokum varð þetta kjarnorka eða olía. Þessar orkuauðlindir eru síðan tæmd- ar og maðurinn veit ekki hvað hann á að gera. Það er alltaf verið að leita að einhverri plöntu sem á að fæða mannkynið allt sem vex endalaust. Það getur bara ekki verið. Við getum ekki verið eins og sandur á sjávar- strönd.“ leitAr Að orku Guðbergur segir hins vegar ekkert hægt að gera við því að allir vilji skjóta sér eins og eld- flaug út í framtíðina þótt allir vita að maður fæðist einvörðungu til þess að gleymast. „Það er eitt sem er öruggt. Maðurinn vill ekki gleymast. Ég er eins og allir menn. Allt- af að leita. Sætti mig ekki við að orka mín fari þverrandi og leita að orku til að endur- nýja mig og gefast ekki upp. Þetta ætti að vera menningin en ekki eins og er hér þar sem gamalt fólk er bara strax sett á elliheim- ili. Við þetta verður samfélagið staðnað. Það er enginn samruni milli kynslóða og við lær- um ekki það sem nauðsynlegt er. Að leita að réttu orkuuppsprettunni.“ „kaninn gerði byltingu hér á landi, hann umbylti öllu nema kirkjunni. „Ég sætti mig ekkert við það að verða gamall. trúir á eilífa ást „Ég held í það sem ég verð ástfanginn af. Vegna þess að ég held að maðurinn verði að vera trúr allt til dauðans. Önnur ást er bara ekki til. Maður leitar að eilífðinni í ástinni. Og þó að það verði svona ýmislegt innan þessarar ástar þá þolir hún það alveg.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.