Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Qupperneq 36
36 | Viðtal 3.–5. júní 2011 Helgarblað Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í 73. skipti á sunnudag- inn. Hann var fyrst hald- inn hátíðlegur árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en dagurinn hefur verið lögskipaður frídagur sjómanna frá árinu 1987. Karlar hafa frá örófi alda sótt sjóinn en þegar leið á 20. öldina fór konum í greininni að fjölga. Sam- kvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar stunda um fimm hundruð konur fiskveiðar. Í tilefni sjó- mannadagsins ræðir DV í dag við fimm konur sem sækja sjóinn. Konur á sjó „Ég hef verið á sjó með hléum í tíu ár. Frá því kreppan skall á hef ég ver- ið samfleytt á sjó,“ segir Steinunn Guðný Einarsdóttir, 28 ára sjómaður á Flateyri. Hún er gengin 31 viku með sitt fyrsta barn en hefur verið á sjó al- veg fram til þessa. „Ég ætlaði reyndar á sjó í síðustu viku en fjölskyldan var ekkert alltof hrifin af þeirri hugmynd,“ segir Stein- unn sem tekur fram að hún sé alls ekki hætt sjómennsku þótt hún muni eignast barn á næstunni. Hún muni snúa aftur næsta sumar. Hörkuvinna Fjölskylda Steinunnar gerir út línu- bátinn Blossa ÍS, auk þess að reka harðfiskverkun í þorpinu. Steinunn er háseti á bátnum en bróðir hennar skipstjóri. Steinunn segist upphaflega hafa farið á sjóinn vegna góðra tekna en einnig segist hún hrifnari af því að vinna í törnum en að vera í dagvinnu frá níu til fimm. Hún segir að veiðin í vetur og vor hafi verið þokkaleg en að slæmt veður hafi sett strik í reikning- inn. Hátt fiskverð hjálpi þó mikið til. Steinunn hefur prófað alls kyns veiðiskap, allt frá því að vera á tog- ara til þess að vera á lítilli trillu. „Ég fór nokkra róðra á beitingavélabát, Sigga Þorsteins frá Flateyri, og það var hörkuvinna. Maður var alveg bú- inn eftir það,“ segir hún og hlær. Hún segist þó ekki gefa strákunum neitt eftir þótt hún sé ekki jafnsterk líkam- lega og þeir. Sjóveik í tíu ár Ástæðan fyrir því að hún ílengdist upphaflega á sjónum var að enginn hafði trú á henni, að hennar sögn. Það efldi hana. „Ég þrjóskaðist við,“ segir hún en bætir við að hún hafi alltaf glímt við sjóveiki. „Stundum er ég ælandi eins og múkki, sérstaklega ef einhverjar vikur líða á milli róðra,“ segir hún en tekur fram að þá sé fátt annað að gera en að halda áfram að vinna. Hún segir þó að sjóveikin hafi verið sérstaklega skæð fyrstu árin. „Ég veit alveg hvað ég á að borða og hvað ekki, hverju er best að æla,“ seg- ir hún létt í bragði. Eins og sjómenn þekkja hefur veðrið mikið að segja um það hvern- ig tekjurnar eru og hversu mikið er hægt að róa. Steinunn segist skoða veðurspána oft á dag og að lífið snú- ist mikið í kringum veðrið. „Ef maður ætlar suður eða eitthvert burt þá þarf maður að hafa þetta á hreinu,“ segir hún. Þess má geta að kærasti Stein- unnar er líka sjómaður og hann býr á Patreksfirði. Hún viðurkennir að það fyrirkomulag sé ekki alltaf auðvelt en þau ætli sér að búa saman þegar barnið kemur í heiminn. Steinunn hefur skipstjórnar- réttindi en á eftir að ljúka vélgæsl- unámskeiði til þess að geta róið sjálf. Það getur hún vel séð fyrir sér. „Ég get vel hugsað mér að fara ein á handfæri næsta sumar,“ segir hún að lokum. Steinunn Guðný Einarsdóttir er gengin 31 viku: ólétt á vertíð„Ég veit alveg hvað ég á að borða og hvað ekki, hverju er best að æla. Umfjöllun árið 2001 Tíu ár eru síðan Steinunn fór fyrst á sjóinn. Snýr aftur Steinunn ætlar aftur á sjóinn næsta sumar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.