Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 37
Viðtal | 37Helgarblað 3.–5. júní 2011
Konur á sjó
Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir var
um 13 ár viðriðin sjóinn. Hún byrjaði
á grásleppu á Vopnafirði um miðjan
níunda áratuginn, fyrst út frá Vopna-
firði, en fluttist svo til Ólafsvíkur með
þáverandi sambýlismanni sínum
þaðan sem þau gerðu út trillu í 11 ár.
Dóróthea, eða Dóra eins og hún
er kölluð, kunni að sögn ágætlega við
sjóinn. „Ég réri alltaf á sumrin en beitti
fyrir bátinn á veturna þegar hann réri.
Ég beitti átta til tólf bjóð á dag og alla
vega einu sinni beitti ég 15,“ segir hún
en þeir sem unnið hafa við beitningu
vita að átta balar eru ærið dagsverk.
Hún segir að sér hafi alltaf líkað bet-
ur við að vera á sjó en ekki hafi verið
annað í boði en að beita á veturna.
Misgóðar vertíðir
Hún segir að þegar hún byrjaði á
Vopnafirði hafi það ekki þekkst að
kona stundaði róður eða beitti. Það
hafi þær reyndar gert áður fyrr en
ekki á þeim tíma. „Þetta þótti rosa-
lega skrýtið en ég lét það ekkert á mig
fá. Ef ég ákveð að gera hlutina þá geri
ég þá,“ segir hún ákveðin.
Hún segir að vertíðirnar hafi ver-
ið misgóðar. Stundum hafi fiskast vel
en stundum minna. „Þetta gekk upp
og ofan. En það var mikið líf í Ólafs-
vík á sínum tíma og oft skemmtilegt
að vera í kringum þetta. Það var lát-
laust verið að tala um aflann; hverj-
ir voru að fiska vel og þess háttar. Ég
bjó á þannig stað, niðri undir höfn,
að það var oft þétt setinn bekkurinn í
eldhúsinu,“ segir hún glaðleg.
Er í framkvæmdum
Þau hættu útgerð árið 1998. „Þá seldi
hann bátinn og ákvað að hætta,“ seg-
ir Dóra en þau hafa fyrir löngu slit-
ið samvistir. Hún hefur undanfarin
tíu ár átt og rekið verslunina Skri-
ðuland í Saurbæ í Dalasýslu. Ferða-
mannasumarið er framundan og
Dóra er bjartsýn. Hún er að setja
upp gistiheimili og hefur minnk-
að verslunina. Hluti herbergjanna
verður tilbúinn fyrir sumarið og þeg-
ar er orðið fullbókað um verslunar-
mannahelgina. Þá stendur mikið til.
„Skjöldur [Eyfjörð], sonur minn er að
fara að gifta sig, hérna í Staðarhóls-
kirkju sem er rétt hjá,“ segir hún full
tilhlökkunar. Hún segir að hann hafi
stundum hjálpað sér í búðinni en
hann búi núna með manni sínum í
Noregi.
Dóra segir aðspurð að hún geti
vel hugsað sér að fara aftur á sjóinn.
Hún myndi slá til ef góð staða byðist
og vel stæði á. Hún segir þó ekki fýsi-
legan kost að byrja frá grunni. Nýlið-
un í greininni sé sáralítil vegna þess
að kerfið sé erfitt. Hún hefur litla trú
á strandveiðunum eins og þær eru
núna. „Ég get ekki séð að þetta gangi
upp hjá mönnum sem kaupa báta í
dag. Ég myndi ekki vilja kaupa núna,“
segir hún.
Myndi fara
aftur á sjóinn
Dóróthea G. Sigvaldadóttir var í útgerð í 13 ár:
Lára Hrönn Pétursdóttir tók punga-
próf 19 ára og fór í Stýrimannaskól-
ann þegar hún hafði lokið stúd-
entsprófi. Síðan hefur hún verið
skipstjóri á sumrin hjá fjölskyldu-
fyrirtækinu Sæferðum sem býður á
sumrin meðal annars upp á útsýnis-
siglingar um Breiðafjörðinn. Hún á
tvö börn og hefur verið heima á vet-
urna síðan þau fæddust auk þess að
stunda fjarnám í sjávarsútvegsfræði.
Þá hafði hún fyrir þann tíma unnið í
afleysingum á annars konar skipum
svo sem línubátum og netabátum
sem stýrimaður, kokkur og háseti.
„Breiðafjörður er svo sérstak-
ur og umhverfið í kring. Það eru
ákveðin forréttindi að fá að sigla á
þessu svæði. Þetta er svo stór hluti
af manni og hefur alltaf verið; það
væri hálfasnalegt að sigla ekki. Þetta
er svo mikið frelsi en um leið ögrun
og mikilfengleiki. Það er sérstaklega
skemmtilegt og hressandi þegar ég
hef verið á fiskiskipum að öskra á
móti hafinu í brælu. Þá hefur verið
skemmtilegt að vera um borð í þess-
um skipum ef allir eru vinnusamir og
manni lyndir vel við áhöfnina. Þetta
er erfitt en skemmtilegt.“
Þegar Lára Hrönn er spurð hvern-
ig karlarnir um borð á þessum skip-
um hafi tekið henni segir hún að svo
lengi sem hún sé dugleg þá sé allt í
góðu.
Hvað með sjóinn? Hvað er hann í
huga hennar? „Hann er hluti af upp-
runanum; það sem hefur mótað
mann í gegnum tíðina.“
MiKið
frelsi
Lára Hrönn Pétursdóttir
skipstjóri:
Jónína Hansen vélstjóri segir að sig
hafi langað í Vélstjóraskóla Íslands
þegar hún var unglingur. „Þá var erf-
iðara að komast á sjó en á þessum
tíma þurfti maður að hafa verið til
sjós í tvö ár til að komast í skólann.
Ég fór ekki í skólann fyrr en ég var
orðin 35 ára.“
Hún segist í gegnum tíðina hafa
sóst í karlastörf. Hún vann til dæm-
is verktakavinnu um tíma svo sem í
vegagerð. „Það kom ættingjum mín-
um ekkert á óvart að ég skyldi verða
vélstjóri. Það á til dæmis ekki við mig
að sitja á skrifstofu; mér finnst það
allt of rólegt. Svona vinna á virkilega
vel við mig og mér finnst heillandi að
vera í kringum mannskap sem þarf
að erfiða. Ég veit að það er fullt af
konum sem myndu vilja gera þetta
en það hafa ekki allar burði í sér til
þess. Þá þora margar ekki að fara
þessa leið.“
Bitin af hlýra
Túrarnir hafa oft verið langir – ein til
tvær vikur – og stundum í mesta lagi
12 tíma stopp í landi. Jónína á fjöl-
skyldu og segir að auðvitað sé alltaf
erfitt að fara frá börnunum. „Þau eiga
tvo foreldra og ef konan getur hugsað
um þau þá getur karlinn það líka.“
Jónína hefur lítið verið til sjós í
tvö ár eða síðan hún fékk mikla sýk-
ingu í einum túrnum; hún segist hafa
tekið túr og túr eftir slysið. „Við feng-
um mokveiði af hlýra og var ég bitin
í fingur þegar ég setti höndina ofan í
kar. Ég var komin með mikla eitrun
nokkrum klukkutímum síðar. Skip-
stjórinn vildi fara í land en ég sagði
að það væri óþarfi. Ég veiktist hins
vegar mikið og var í kjölfarið lögð inn
á sjúkrahús þar sem ég var komin
með mikla eitrun í líkamann. Fingur-
inn lamaðist og hef ég farið í nokkrar
aðgerðir vegna þess.“
Andleg næring
Þegar Jónína er spurð hvað henni
finnist heillandi við sjómennskuna
segist hún ekki vita um meiri slökun.
„Þó það geti verið líkamlega erfitt að
vera á sjónum þá er ég alltaf endur-
nærð þegar ég kem í land. Sjórinn
hefur ofboðslega góð og róandi áhrif
á mig. Þetta er mikil andleg næring.
Það gefur mér mikið að vera á sjón-
um. Mér finnst ég áorka miklu hvað
varðar vinnu. Það fylgir þessu frelsi.
Ég elska sjóinn og ég veit fátt betra en
sjóinn.“
Jónína segir að það sé allur gang-
ur á því hvernig vinnufélagar henn-
ar um borð hafi tekið sér. „Sumum
finnst kannski í fyrstu að þeir þurfi að
gera allt en þeir gleyma því að ég sé
kerling þegar þeir kynnast mér. Þeir
sjá að ég get þetta og að ég er ekkert
síðri en þeir. Flestum finnst gott að
kona sé um borð og finna mun á and-
rúmsloftinu; strákarnir segja að and-
rúmsloftið verði léttara, menn verða
hreinlegri og hugsa betur um sig og
vistarverur sínar. Húmorinn verður
betri. Ég man eftir einum manni sem
fannst það svolítið niðurlægjandi að
ég skyldi vera um borð og hann hafði
ýmislegt á hornum sér gagnvart mér
en svo lagaðist það. Hann þurfti bara
að kynnast mér.“
Jónína Hansen vélstjóri:
endur-
nærð
eftir
túrana
„Ég man eftir ein-
um manni sem
fannst það svolítið niður-
lægjandi að ég skyldi vera
um borð og hann hafði
ýmislegt á hornum sér.
„Ég get ekki séð að
þetta gangi upp
hjá mönnum sem kaupa
báta í dag.
Mæðgin Skjöldur Eyfjörð ætlar að gifta sig í sumar
og gestirnir verða í Skriðulandi, hjá Dóru.
Jónína Hansen „Svona vinna á virkilega vel við mig og mér finnst
heillandi að vera í kringum mannskap sem þarf að erfiða.“
Lára Hrönn Pétursdóttir „Þetta er svo mikið
frelsi en um leið ögrun og mikilfengleiki.“