Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 62
„Það er dálítið erfitt að finna út
hvort ég eigi afmæli 28. febrúar
eða 1. mars. Það er oft þannig að
ég fagna bara báða dagana og það
er misjafnt hvenær ég held upp á
afmælið,“ segir Katrín Lilja Krist-
insdóttir, sem er 15 ára, aðspurð
um hvernig það sé að eiga bara af-
mælisdag á fjögurra ára fresti. Hún
er fædd þann 29. febrúar á hlaup-
ári, árið 1996. Eins og kunnugt er
kemur 29. febrúar bara upp á fjög-
urra ára fresti og þess vegna hefur
Katrín einungis átt afmæli þrisvar
á 15 ára tímabili. „Ég er í raun bara
þriggja ára. Á næsta ári er hlaupár,
þá verð ég fjögurra ára,“ segir Katr-
ín hlæjandi og bætir við: „Ég verð
sextán ára en samt bara fjögurra
ára á næsta ári og ætla að reyna
að hafa svolítið flott afmæli þá. Þá
verð ég flutt í bæinn, ég ætla í skóla
þar.“ Katrín fagnaði nýlega útskrift
úr grunnskólanum Lísuhólsskóla
á Snæfellsnesi. Hún útskrifast ári
á undan jafnöldrum sínum. „Ég
byrjaði í skólanum ári á undan
því ég er í svo rosalega fámennum
skóla. Ég fékk að fara ári á undan
svo ég yrði ekki ein í bekk,“ seg-
ir hún og er ákveðin hvað varðar
framtíðina: „ Ég ætla að fara í FB
og læra myndlist á listnámsbraut.“
viktoria@dv.is
Tónelsk
kærasta
Sölva
62 | Fólk 3.–5. júní 2011 Helgarblað
Katrín Lilja er 15 ára en hefur bara átt afmæli þrisvar:
mörg ár að baki en „er í raun bara 3 ára“
n Sjónvarpsmaðurinn Sölvi og tónlistar-
konan Védís eru nýtt par n Staðfesta sam-
bandið n Védís ætlar sér að ná langt í tón-
listinni n Sölvi finnur hamingjuna á ný eftir
erfið sambandsslit
Ástin blómstrar hjá turtildúfunum:
V
édís Vantíta Guðmunds-
dóttir er ný kærasta sjón-
varpsmannsins Sölva
Tryggvasonar. Parið hefur
sést saman víða undanfarið og vak-
ið verðskuldaða athygli hvert sem
þau koma. Védís er hæfileikaríkur
tónlistarmaður og skipar dúett-
inn Galaxies ásamt ungfrú Reykja-
vík 2009, Magda lenu Dubik. Atriði
þeirra á Ungfrú Ísland keppninni í
ár vakti athygli margra. Þar komu
þær fram leðurklæddar og frum-
fluttu nýjan smell.
Samstarf fyrir tilviljun
Þær stöllur eru komnar með um-
boðsmanninn Valla sport og ætla sér
stóra hluti í tónlistinni samkvæmt
Védísi.„Þetta er frekar nýtt af nálinni
hjá okkur, við erum búnar að gefa
út eitt lag og erum að keyra þetta í
gang. Lagið var að koma í spilun um
helgina og svo erum við að vinna í
fleiri lögum og ætlum að sjá hvern-
ig landinn tekur í þetta,“ segir Védís
kát í bragði. Hún segir þær ekki koma
nálægt skipulagningu heldur sendi
umboðsmaðurinn, Valli sport, þær
út um víðan völl í verkefni. „Þetta
lítur vel út eins og er. Þetta er rosa-
lega skemmtilegt samstarf. Við erum
að vinna með góðu fólki og þetta er
bara skemmtilegt.“ Hún segir sam-
starfið hafa byrjað fyrir tilviljun: „Við
vorum beðnar um að spila á opnun-
inni á skemmtistaðnum Esju í haust
og þá þekktumst við ekki neitt. Í kjöl-
farið fórum við að gera eitthvað sam-
an og athuga hvort við gætum ekki
fundið eitthvað meira að gera. Þá
bættum við söng inn í þetta hjá okk-
ur,“ segir Védís. Hvorki Védís né Sölvi
vildu þó tjá sig um sambandið í sam-
tali við blaðamann en sögðu það þó
ekki vera neitt leyndarmál. Þau hafi
þekkst lengi en nýlega hafi vináttan
þróast í ástarsamband. Að öðru leyti
vildi hvorugt þeirra tala um einkalíf
sitt né láta hafa nokkuð eftir sér um
það.
Hamingjusamur á ný
Það er ekki langt síðan Sölvi sagði
skilið við fyrrverandi kærustu sína
Silviu Santönu Briem en hann lýsti
skilnaðinum í opinskáu helgarvið-
tali við DV í mars á þessu ári. Þar
sagði hann meðal annars: „Hún
mun alltaf eiga stað í hjarta mínu
og ég er þakklátur fyrir þann góða
tíma sem við áttum saman. Ég er
svona smám saman að venjast
því lífi sem ég lifi án hennar. Ég er
löngu búinn að átta mig á því að ég
get ekki hengt mig á aðra mann-
eskju fyrir hamingjuna. Hamingj-
an er alltaf á mínum forsendum.“
Nú hefur Sölvi hins vegar fundið
hamingjuna á ný í örmum Védísar.
Vala í
vanda
Vala Grand varð fyrir því óláni að veskinu
hennar var stolið aðfaranótt fimmtudags.
Eins og svo margir aðrir skellti Vala sér út á
lífið en hún var á skemmtistaðnum Austur
þegar veskið hvarf. Á Facebook-síðu sinni
lýsir Vala eftir símanum sínum sem var í
töskunni en hún fer þess á leit við þjófinn
að hann skili honum, hann megi halda öllu
hinu, því Vala þurfi að ná í manninn sinn.
Vala nældi sér nefnilega nýlega í danskan
kærasta og gæti verið að hún flytti út á
næstunni til þess að vera með sínum heitt-
elskaða.
bogi eignast
alnafna
Sjónvarpsmaðurinn geðþekki Bogi Ágústs-
son eignaðist á dögunum alnafna. Sonur
hans Ágúst Bogason gaf syni sínum nafn um
síðustu helgi og hlaut sá stutti nafn afa síns.
Afinn er væntanlega kátur með það en það
er aldrei að vita nema sá stutti feti í fótspor
hans og gerist fréttamaður. Sonur hans hefur
að vissu leyti fetað í fótspor hans en Ágúst
starfar í Útvarpshúsinu líkt og faðir hans en
þar sér hann um þættina Hið opinbera og
Poppland.
Barnung táningstúlka
Katrín Lilja fagnar fjórða
afmæli sínu á næsta ári.