Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 21
nótum aðspurð um viðbrögð sín við kjörinu. „Ég samgleðst henni inni- lega en vissulega á ég eftir að sakna hennar.“ Samferðafólk Agnesar segir kirkj- una, tónlistina og fjölskylduna skipa stærstan sess í lífi hennar. Agnes sé mikil fjölskyldukona og að mikið og gott samband sé á milli systkinanna og þá sér í lagi hennar og Smára og fjölskyldu hans þar sem þau búi bæði fyrir vestan. Dillandi hlátur og smitandi Agnes syngur og spilar á píanó og hefur gaman af því að sækja tónleika en það er mikil tónlist í allri henn- ar fjölskyldu. Auk þess er hún mikill náttúruunnandi og hefur gaman af gönguferðum. „Hún erfði hundinn Aþenu og gengur um allt með hann,“ segir vinkona hennar og bætir við að Agnes hafi einnig gaman af lestri góðra bókmennta. Þeir sem þekkja Agnesi best eru sammála um að eitt af því sem ein- kenni hana sé dillandi og smitandi hlátur. „Agnes er alveg ofboðslega skemmtileg. Hún hefur mikinn húm- or, bæði fyrir sjálfri sér og öðrum, og hún er mjög hláturmild. Gallinn er hins vegar sá að þegar hún fer af stað er næsta ómögulegt að stoppa – hún hlær þangað til tárin fara að renna,“ segir Hulda og bætir við að Agnes sé afskaplega vel liðin fyrir vestan. „Það hefur ríkt algjör sátt um hana. Hún hefur verið mikill sálusorgari og fólk hefur getað leitað til hennar með sín vandamál. Hún er prestur fólksins.“ Sigurður tekur undir þetta með hláturinn: „Ég held að þessi smitandi hlátur fari ekki fram hjá neinum sem hittir hana. Þessi hlátur er alveg ótrú- legur og getur brotist fram þegar síst varir og þá er ekki annað hægt en að taka þátt.“ Framboðið kom á óvart Samferðafólk Agnesar er sammála um að Agnes sé ekki mikið að trana sér fram að óþörfu. Mörgum hafi því komið á óvart þegar hún ákvað að gefa kost á sér til biskups. Úr- slitin komu þó fæstum á óvart. „Ag- nes hefur styrkst í öllu þessu ferli og hefur orðið ákveðnari og harð- ari,“ segir einn viðmælandi blaðs- ins og Sigurður sonur hennar tekur undir: „Það voru margir sem hvöttu hana og við ræddum þetta fram og til baka – hvort þetta væri það sem hún vildi eða ekki. Að hún skyldi svo sigra kom mér ekki á óvart í rauninni. Eft- ir fyrri umferðina þá fannst mér ég skynja að línurnar væru lagðar. Mér fannst stemningin í loftinu þannig að hún myndi bera sigur úr bítum. Hún ruddi braut fyrir konur. Henni var umhugað um að sýna fram á að kon- ur gætu þetta og lagði sig þeim mun meira fram í starfinu.“ Hulda var hins vegar ekki hissa á þeirri ákvörðun Agnesar að bjóða sig fram. „Agnes er svo gott leiðtogaefni. Ég sé það bara á því hvernig hún hef- ur sinnt því að vera prófastur á Vest- fjörðum, oft við erfiðar aðstæður. Þegar Agnes tekur ákvörðun verður hún svo beinskeytt. Hún vinnur alltaf að hlutunum af heilum hug.“ Fráskilin kona í embættið Agnes skildi við eiginmann sinn fyr- ir sextán árum. Samkvæmt heimild- um DV eru hjónin fyrrverandi í góðu sambandi en Hannes mætti á fundi í aðdraganda biskupskjörsins henni til stuðnings. „Skilnaðir eru alltaf erfiðir og það tók tíma fyrir sárin að gróa en síðan hafa liðið mörg ár. Þau eru í ágætis sambandi í dag.“ Einhverjir hafa haft á orði að kjör Agnesar til embættis biskups boði nýja og breytta tíma Þjóðkirkj- unnar. Sigurður viðurkennir að hafa velt fyrir sér hvort kirkjan og sam- félagið væru tilbúin fyrir fráskilda konu í embættið og segir niðurstöð- una hafa komið honum ánægjulega á óvart. Hann segist handviss um að móðir sín eigi eftir að gera mikið fyr- ir kirkjuna. „Ég held að hún eigi eft- ir að breyta ímynd kirkjunnar vegna þess, fyrst og fremst, hver hún er og hvernig hún gengur fram. Mamma er yfirveguð og hófsöm og gengur fram af virðingarverðum hætti. Hún er al- gjörlega laus við snobb, það er ekki til í henni,“ segir Sigurður og bæt- ir við að sú neikvæða umræða og gagnrýni sem Þjóðkirkjan hafi fengið síðustu misserin hafi farið illa í hana. „Henni er annt um kirkjuna. Öll- um sem þykir vænt um kirkjuna hafa tekið þessa neikvæðu umræðu inn á sig.“ Guðrún tekur í sama streng: „Fólki hefur ekki liðið vel en kirkjan hefur lært af því sem gerst hefur. Ég veit fyrir víst að það er mjög gott fyrir starfið að fá Agnesi sem biskup. Hún er svo sterkur karakter. Hún er mjög vinsæl hér í sókninni og ég efast ekki um að hún eigi alltaf eftir að vera hún sjálf. Það mun ekkert breytast þótt hún sé komin þarna.“ Heiðarleg og vel gefin Viðmælandi DV segir Agnesi ekki íhaldssama en að hún haldi sig í kirkjuforminu. „Hún heldur hátíðar- messur en einnig léttmessur og tek- ur mið af óskum safnaðarins. Ein- hvern veginn tekst henni alltaf að tengja guðspjallið við það sem er að gerast hér og nú. Predikanir hennar eru ávallt nærandi og góðar.“ Ann- ar viðmælandi bætir við að Agnes hafi aldrei tengst ákveðnum stjórn- málaflokki. Hún sé góður hlustandi sem sé jöfn meðal jafningja og leggi upp úr að hlutirnir séu framkvæmd- ir. Hún sé yfirleitt hæglát en um leið ákveðin og fylgin sér. „Ég hef fulla trúa á henni í þessu embætti. Það verður bara sárt að missa hana suð- ur,“ segir Guðrún, vinkona hennar. Samferðafólk Agnesar lýsir henni sem glaðlyndri og vinmargri konu sem gott sé að leita til. Hún sé dipló- matísk, heiðarleg, vel gefin og í alla staði vel gerð kona. Sigurður hefur fulla trú á móður sinni. „Hún á eftir að standa sig vel í þessu starfi. Ein- hverjir hafa bent á að það hafi farið svo lítið fyrir henni en ein ástæða þess er að það er aldrei neitt vesen í kringum hana. Hún tekur á mál- unum þegar þau koma upp og leysir þau. Aldrei með látum heldur á yfir- vegaðan hátt. Ég er viss um að hún eigi eftir að koma að miklu gagni í því mikla starfi sem bíður hennar. Ég er mjög stoltur af henni.“ n Fréttir 21Helgarblað 27.–29. apríl 2012 Góður námsmaður Agnes var dugleg í skóla og útskrifaðist af eðlisfræðibraut í mennta- skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.