Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 42
Hvað er að
gerast?
Laugardagur
Föstudagur
Sunnudagur
28
apr
27
apr
29
apr
Jane Eyre í Bíó Paradís
Eftir erfiða æsku ræður Jane Eyre
sig sem ráðskonu á hið virðulega
herrasetur Thornfield Hall.
Þar kynnist hún herra hússins,
hinum skapþunga, kaldlynda og
hranalega Rochester. Náin vinátta
tekst með þeim þrátt fyrir þungt
geð Rochesters. Jane verður ást-
fangin af honum og hamingjan
virðist blasa við. Mun hið skelfilega
leyndarmál Rochester kollvarpa
nýfundinni hamingju Jane að ei-
lífu? Byggt á hinni frægu skáldsögu
Charlotte Brontë. Hefur hlotið
fjölda verðlauna og tilnefninga,
sérstaklega fyrir leik Michael Fass-
bender.
Tengdó í Litla salnum
Leikhópurinn CommonNonsense
hefur vakið athygli fyrir nýstár-
legar sýningar sem ramba á barmi
myndlistar og leikhúss. Hann
hefur áður meðal annars sett upp
Hrærivélina, CommonNonsense
og Forð- ist okkur. Hópnum hefur
bæst liðstyrkur með leikstjóranum
Jóni Páli Eyjólfssyni.
Upp í sveit með Sinfó
Bernharður Wilkinson stjórnar
tónleikunum Úti í náttúrunni - Litli
tónsprotinn. Tónleikarnir eru í
Eldborgarsalnum á laugardaginn
klukkan 14. Einleikari í köflum úr
Árstíðum Vivaldi er Sif Tulinius,
aðstoðarkonsertmeistari
Sinfóníunnar.
Útgáfutónleikar
Klezmer Kaos
Í tilefni nýrrar plötu sveitarinnar
Froggy verða útgáfutónleikar
fransk-íslensku verðlaunahljóm-
sveitarinnar Klezmer Kaos á
Nasa. Sveitina skipa Heiða Björg
Jóhannsdóttir klarínett/söngur,
Pierre Polveche harmónikka,
Charles Rappoport fiðla/mand-
ólín, Sylvain Plommet bassi og
Laurent Lacoult trommur.
Húsið verður opnað kl. 20.30 og sér
hin fjöruga hljómsveit Varsjár-
bandalagið um upphitun.
Vortónleikar Karlakórs
Kópavogs
Á 10 ára afmælisári Karlakórs
Kópavogs ákvað kórinn að blása
til sóknar og efla og bæta kórinn.
Kórinn hefur lítið komið fram í
vetur, en er nú tilbúinn í vor-
tónleika. Á dagskrá verða rússnesk
þjóðlög, norsk karlakórslög og
íslenskar söngperlur. Tónleikarnir
verða haldnir í Salnum.
42 27.–29. apríl 2012 Helgarblað
„Lágstemmd en áhrifamikil
baráttusaga íslenskrar náttúru“
„Sýning sem þið megið
alls ekki missa af“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Baráttan um landið
eftir Helenu Stefánsdóttur.
Tengdó
eftir Val Frey Einarsson
Fyrri dagurinn
Svartfjallaland
Rambo Amadeus
flytur lagið Euro
Neuro
Amadeus er þekktur
tónlistarmaður í Júgóslavíu sem
var. Hann er þekktur fyrir húmor,
áhugaverða texta og ófyrirsjáanlega
framkomu á sviði. Rambo, sem heitir
í rauninni Antonije Pusi, hefur sent
frá sér 19 plötur og unnið til fjölda
verðlauna, þar á meðal á Grand
Prix-kvikmyndaverðlaunahátíðinni á
Spáni fyrir tónlistina í kvikmyndinni
Boomerang.
Ísland
Greta Salóme og
Jónsi flytja lagið
Never Forget
Jónsi snýr aftur í keppn-
ina átta árum eftir að hafa tekið þátt
fyrir Íslands hönd í Istanbúl með
laginu Heaven. Með honum í ár er hin
26 ára hæfileikaríka Greta Salóme
sem spilar á fiðlu en hún samdi lag
og texta.
Grikkland
Eleftheria Elefther-
iou syngur lagið
Aphrodisiac
Eleftheriou, 23 ára,
öðlaðist frægð í heimalandi sínu
eftir að hafa tekið þátt í X-Factor
árið 2010. Þótt hún hafi ekki unnið
hæfileikakeppnina hefur hún átt
mikilli velgengni að fagna og túrað
með einhverju af frægasta tónlistar-
fólki Grikklands. Eleftheriou er mikill
Eurovision-nörd og ákveðin í að gera
sitt allra besta á sviðinu í Bakú.
Lettland
Anmary flytur lagið
Beautiful Song
Anmary fæddist árið
1980 en textinn í laginu
hefst einmitt á þessa leið: „She was
born in a distant 1980, in the year
that Johnny Logan won …“ Textinn
fjallar um hana sjálfa og drauma
hennar um að verða stórstjarna í
tónlistarheiminum.
Albanía
Rona Nishliu flytur
lagið Suus
Nishliu er þekkt
poppsöngkona og
djasstónlistarkona í Albaníu,
Kosovo, Makedóníu og Svartfjalla-
landi. Hennar sterkustu eiginleikar
eru breitt raddsvið og sterk túlkun.
Nishliu hefur látið að sér kveða í
mannúðarmálum á heimaslóðunum.
Rúmenía
Mandinga flytur
lagið Zaleilah
Hljómsveitarmeðlimir
Mandinga eru sjö talsins
en aðeins sex þeirra munu stíga á
svið í Bakú. Sveitin hefur spilað í tíu
ár og er fræg í heimalandi sínu. Hún
hefur sent frá sér fjórar plötur en sú
fimmta er á leiðinni.
Sviss
Sinplus flytur lagið
Unbreakable
Bræðurnir Ivan og
Gabriel Broggini, sem
mynda Sinplus, hlustuðu á Queen,
Bob Marley og U2 þegar þeir voru
að vaxa úr grasi. Bræðurnir voru
snemma ákveðnir í að verða tón-
listarmenn og voru báðir farnir að
spila í hljómsveitum um 13 ára aldur.
Sinplus er þessa dagana á tónleika-
ferðalagi um Evrópu.
Belgía
Iris syngur lagið
Would You?
Hin 17 ára Iris er
næstyngsti belgíski
keppandi Eurovision frá upphafi. Sú
yngsta var Sandra Kim sem vann
keppnina með laginu J’aime la vie
árið 1986 þegar hún var aðeins 13
ára. Iris var „uppgötvuð“ árið 2010 af
hljómplötufyrirtækinu sem stóð að
baki Tom Dice sem lenti í sjötta sæti
í Eurovision árið 2010 með lagið Me
and my guitar.
Finnland
Pernilla flytur lagið
När jag blundar
Bróðir Pernillu,
Jonas Karlsson, sem
er þekktur lagasmiður í Finnlandi,
samdi lagið til móður þeirra sem er
mikill aðdáandi keppninnar. Pernilla,
sem er 21 árs, býr á sænskumælandi
svæði í Finnlandi og syngur lagið
á sænsku. Áhugamál hennar eru
tónlist og handbolti.
Ísrael
Izabo flytur lagið
Time
Bandið Izabo sendi frá
sér plötuna The Fun
Makers árið 2003 og fékk í kjölfarið
samning við Sony BMG. Bandið hefur
verið að túra um Evrópu frá árinu
2006. Platan Superlight kom út
í Ísrael og Frakklandi árið 2008.
Bandið gerði samning við 100%
Records sem stendur til dæmis að
baki Moby og Placebo.
San Marínó
Valentina Monetta
flytur lagið The
Social Network Song
(Oh Oh–Uh–Oh Oh)
Monetta hefur spilað með mörgum
af stærstu nöfnunum í Evrópu. Lagið
sem hún syngur hét upphaflega
Facebook Uh, Oh, Oh. Samkvæmt
reglum Eurovision-keppninnar mega
textarnir ekki innihalda auglýsingar
svo textahöfundurinn varð að breyta
textanum til þess að lagið yrði ekki
útilokað frá keppninni.
Kýpur
Ivi Adamou flytur
lagið La La Love
Hin 18 ára Ivi Adamou
vakti fyrst athygli þegar
hún tók þátt í gríska X Factor. Eftir
keppnina gaf hún frá sér plötuna
Kalokeri Stin Kardia en platan San
Ena Oniro kom út í fyrra.
Danmörk
Soluna Samay
syngur lagið
Should’ve Known
Better
Samay, 21 árs, hafði unnið fyrir sér
sem götutónlistarmaður á strætum
Kaupmannahafnar og annarra
stórborga Evrópu. Soluna er fædd
og uppalin í Gvatemala en flutti til
Danmerkur með fjölskyldu sinni
þegar hún var tíu ára. Soluna talar
fimm tungumál og lítur á sig sem
borgara heimsins.
Rússland
Buranovskiye
Babushki flytur lagið
Party For Everybody
Ömmurnar frá
Udmurtia sigruðu stjörnur á borð
við fyrrverandi Eurovision-farann
Dima Bilan. Elsti meðlimur hópsins
verður 77 ára í haust. Hópurinn vakti
fyrst athygli árið 2008 en ömmurnar
syngja lög þekktra hljómsveita á
borð við Bítlana og Queen. Hópurinn
lenti í þriðja sæti í forkeppninni árið
2010.
Ungverjaland
Compact Disco flytur
lagið Sound Of Our
Hearts
Bandið Compact Disco
samanstendur af fjórum með-
limum sem hafa spilað saman frá
árinu 2005 en um eina vinsælustu
hljómsveit Ungverjalands er að
ræða. Fyrsta platan þeirra kom út
árið 2005.
Austurríki
Trackshittaz flytur
lagið Woki Mit Deim
Popo
Rappararnir Lukas
Plöchl og Manuel Hoffelner mynda
bandið Trackshittaz. Dúettinn
vakti fyrst athygli með lagið Alloa
bam Fraunz á YouTube. Lagið Woki
Mit Deim Popo fjallar um djamm í
borginni.
Moldóva
Pasha Parfeny
syngur lagið Lutar
Tónlist hefur alltaf verið
hluti af lífi Pasha. Tón-
listarmaðurinn, sem er 34 ára, var
í hljómsveitinni Sunstroke Project
sem tók þátt í forkeppninni árið
2009 með lagið You Should Like.
Pasha hefur unnið til Grand Prix-
verðlauna og stóð uppi sem sigur-
vegari í International Music Festival
Þessi epp í eurovision
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
verður haldin í 57. skiptið í maí í Aserbaíd-
sjan en það voru Ell og Nikki, með lagið
Running Scared, sem heilluðu Evrópubúa
í fyrra. Söngvakeppnin er ein af elstu sjón-
varpsviðburðum sögunnar. Fyrsta keppnin
var haldin árið 1956. Greta Salóme og Jónsi
flytja lagið Never Forget fyrir Íslands hönd
og verða önnur í röðinni fyrra undanúrslita-
kvöldið, þann 22. maí. Síðari undanúrslitin
fara fram þann 24. maí en stóra úrslita-
stundin verður laugardagskvöldið 26. maí.
Ell og Nikki frá
Aserbaídsjan fagna
sigri í Þýskalandi 2011.