Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Side 62
Samdi lag fyrir kennarann n Dóttir Valgeirs Guðjónssonar á ekki langt að sækja hæfileikana V ið vildum gefa persónu- legar gjafir til kennaranna,“ segir Vigdís Vala Valgeirs- dóttir, sem gaf sögukenn- aranum sínum frumsagið lag að skilnaði. Vigdís er dóttir hins þjóðþekkta tónlistarmanns Valgeirs Guðjóns- sonar. „Þetta var grín, væminn texti um það hvað okkur þykir vænt um kennarann. Ég sá ekki annað en að hún tæki þessu vel, því hún brosti og dillaði sér. Þetta var annars frábært síð- asta tækifæri til að skemmta sér með vinunum áður en próflestur- inn hefst,“ segir Vigdís sem hefur skráð sig í sálfræði í Háskóla Ís- lands í haust og sinna tónlistinni með. Mig dreymir síðan seinna um að læra músíkþerapíu þannig að tónlistin er mér alltaf ofarlega í huga.“ Bekkurinn hennar Vigdísar var í mexíkóskum klæðum og hóf dag- skrána hjá foreldrum hennar sem reka NemaForum á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar hittust þau klukkan 6 um morguninn og fengu pönnukök- ur, smjördeigshorn og mojito. Vigdísi fannst ekkert tiltökumál að hafa for- eldrana með. „Það var bara alveg frábært, þetta er fallegur staður og pers- ónulegt umhverfi. Þetta er eins og að vera í heimahúsi. Mamma sagði síðan við okkur að henni þætti ekkert rosalega sjarmerandi að stunda drykkju fyrir hádegi. Mamma veit sínu viti,“ segir Vigdís Vala og hlær. 62 Fólk 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Stjörnur ganga saman Fatahönnuðurinn vinsæli Mundi vondi hefur hannað boli fyrir styrktarfélagið Göngum saman en það hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini. Nokkrar stjörnur hafa lagt félaginu lið og sátu fyrir í bolum merktum Göngum saman. Þar má nefna rithöfundinn Hall- grím Helgason, söngvarann Villa naglbít, sjónvarpskonuna Eddu Hermannsdóttur, grínistann Ara Eldjárn og sunddrottninguna guðdómlegu Ragnheiði Ragnars- dóttur. Ekki á eftirlaun Í viðtali í nýjasta hefti Monitor segir stórsöngvarinn Helgi Björns- son að hann hafi engan hug á að hætta að syngja og að hann geti vel séð sjálfan sig í bransanum jafnlengi og Raggi Bjarna. „Hví ekki? Ég sé allavega enga ástæðu til að fara á eftirlaun (hlær). Svo veit maður hins vegar aldrei hvernig hlutirnir þróast. Ég hef enn þá mjög gaman af þessu. Það sem maður fær út úr þessu hefur alltaf verið að þróast og breytast,“ segir Helgi í viðtalinu. É g mun vera heimavinnandi, sinna mínum börnum og öllu því sem ber; skipta um blei- ur, föt og hvað eina er lýt- ur að barnauppeldi. Ég mun standa bak við mína konu eins og kostur er,“ sagði Svavar Halldórs- son á opnum fundi í Kaffihúsinu á Eskifirði á miðvikudag. Svavar var þar staddur ásamt eiginkonu sinni, forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur, en þau heimsóttu Fjarðabyggð. Gestir í sal spurðu Þóru í þaula um framboð henn- ar og þegar spurt var um atvinnu Svavars svaraði hann á þá leið að hann yrði heimavinnandi. „Ég mun ekki sinna opinberum störfum,“ sagði hann og tók fram að hann myndi sjá um börn þeirra hjóna. Skoða íslenska glímu Svavar sagðist, ef tími gæfist, kannski skoða sögu íslenskrar glímu. „Ef tími gefst til hef ég áhuga á að glugga í fortíð og nútíð íslensku glímunnar.“ Hann sagðist einnig hafa útilokað að hann myndi sinna störfum fyrir RÚV næði eiginkona hans kjöri. „Ég hef gefið frá mér til- boð um sérverkefni hjá RÚV.“ Fundurinn var vel sóttur og þar skýrði Þóra meðal annars frá ástæð- um þess að hún ákvað að gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hún hafi fundið fyrir mikilli og sí- endurtekinni hvatningu fólks víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Fyrst um sinn hafi hún ekki tekið þessu al- varlega. En svo hélt straumþunginn áfram og henni fannst hún þurfa að taka afstöðu til þeirra sem sýndu henni traust og trúnað – hún hefði þurft að bregðast við og svara þeim af eða á. Eftir vandlega umhugsun og tal við fjölskyldu sína og fjöl- marga vini, ákvað hún að slá til. Áhrifalítið embætti Þóra sagði forsetaembættið í raun áhrifalítið embætti, nema þá helst í kjölfar alþingiskosninga, þeg- ar boltinn væri í höndum forset- ans varðandi hverjum skyldi falin stjórnarmyndun og frekari fram- gangur um að hér á landi væri rík- isstjórn. Þóra bauð svo fundarmönn- um að taka til máls og leggja fram spurningar. Aðspurð hvers vegna, með tilliti til hversu áhrifalítið embætti forseta Íslands væri í raun, hún snéri sér þá ekki frekar að póli- tíkinni, svaraði hún því til að það væri óvinsælt starf að vera stjórn- málamaður á Íslandi í dag, eins og allir vissu, og lítil virðing borin fyrir stétt stjórnmálamanna, þannig að hennar hugur snéri ekki að slíku. Fannst embættið prjál Aðspurð úr sal hvort henni þætti rétt að leggja niður embætti forseta Íslands, eins og margir hafa haft á orði síðustu árin, sagði hún að fyrr á árum hefði hún verið þeirrar skoðunar og fundist forsetaemb- ættið „prjál“. Síðan hefði hún séð að embætti forseta Íslands væri verð- ugt, og væri hægt að virkja ýmis- legt í gegnum það. Forsetaembætt- ið gæti margt gott látið af sér leiða í gegnum samskipti við leiðtoga erlendra ríkja og framgöngu leið- toga og samskipta þeirra í millum. Forseti Íslands ætti að styðja ís- lensk fyrirtæki í gegnum styrkleika forsetaembættisins. Að sögn gesta á staðnum var mikil ánægja með fundinn. Svavar mun sjá um barnauppeldið n Þóra segir forsetaembættið áhrifalítið n Svavar myndi hætta á RÚV Á fundinum Þóra svaraði spurningum gestanna á fundinum og Svavar stóð að baki henni. Þóra Aðspurð segist Þóra ekki hafa haft mikið álit á forseta- embættinu en það hafi breyst. Stolið frá Hörpu Fatahönnuðurinn Harpa Einars- dóttir lenti í því á dögunum að hauskúpu af meri sem hún átti var stolið af vinnustofu hennar. Haus- kúpan var af meri sem var í eigu föður Hörpu. Svo virðist sem ein- hver hafi farið í óleyfi inn á vinnu- stofu hennar og tekið hauskúpuna en látið allt annað vera. Í við- tali við Fréttablaðið segir Harpa töluverðan draugagang fylgja hauskúpunni og grunar að það sé vegna þess að hún sé ekki á sama stað og búkur merarinnar. Hún vill endilega finna hauskúpuna til að geta sameinað hana og búkinn og bendir þeim sem eitthvað vita um málið á að hafa samband við sig í gegnum Facebook. Persónuleg gjöf Vigdís söng lag til sögukennara síns. Fengu mojito hjá mömmu Vigdísi fannst ekkert tiltökumál að hafa foreldrana með í ráðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.