Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Síða 8
8 Fréttir 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Byggja skóla
án fjárheimilda
n Sveitarstjórnin í sumarfríi n 170 milljónir fram úr fjárhagsáætlun
F
ramkvæmdir sveitarfélags-
ins Skagafjarðar við Árskóla,
grunnskólann á Sauðárkróki,
eru hafnar þrátt fyrir að áætl-
aður kostnaður fari langt fram
úr fjárhagsáætlun bæjarins og bæj-
arráð hafi ekki samþykkt viðbót við
áætlunina. Umframkeyrslan er 170
milljónir króna ef marka má mat
bæjarins. Málið verður til umfjöll-
unar á næsta fundi bæjarstjórnar
þar sem gert er ráð fyrir að viðbót við
fjárhagsætlun verði samþykkt. Kaup-
félag Skagfirðinga hefur heitið bæn-
um að lána verðtryggt en vaxtalaust
fyrir framkvæmdinni en enginn slík-
ur samningur hefur þó verið undir-
ritaður. Framkvæmdirnar njóta
stuðnings Framsóknarflokks og VG
sem sitja í stjórn en auk þeirra hafa
sjálfstæðismenn stutt áformin. Full-
trúi Samfylkingarinnar sem og full-
trúi Frjálslynda flokksins hafa lagst
gegn framkvæmdunum á núverandi
forsendum.
Sveitarstjórnin í sumarfríi
Stefán Vagn Stefánsson, formaður
byggðarráðs Skagafjarðar, segir við-
bót við fjárhagsáætlun bæjarins ekki
hafa verið samþykkta í sveitarstjórn
vegna sumarleyfa. „Sveitarstjórn var
í sumarfríi og byggðarráð fer þá með
fjárheimildir sveitarstjórnar nema
í málefnum er varða mikil fjárútlát.
Þetta flokkast undir það. Þar af leið-
andi gat byggðarráð ekki gert þenn-
an viðauka við fjárhagsáætlun.“
Það var í mars síðastliðnum sem
sveitarstjórn Skagafjarðar ákvað að
hefja framkvæmdir við grunnskól-
ann. Í samþykkt bæjarins kemur
fram að áætlaður kostnaður vegna
framkvæmdanna nemi 518 milljón-
um króna. Ekki var gert ráð fyrir öll-
um kostnaðinum í fjárhagsáætlun
bæjarins. Í fundargerð byggðarráðs
frá 22. ágúst kemur fram að hækka
þurfi fjárfestingalið eignasjóðs um
170 milljónir króna árið 2012 til að
mæta kostnaði vegna framkvæmd-
anna. Þá segir að útgjöldunum verði
mætt með nýjum lántökum. Í sam-
þykkt bæjarstjórnar frá því í mars
kemur einnig fram að samþykktin sé
með fyrirvara um fjármögnun. „Fyr-
ir liggur að Kaupfélag Skagfirðinga
hefur boðist til að lána fjármagn til
verksins, án vaxta og afborgana, á
meðan á byggingartíma stendur.“
Óundirrituð fjármögnun
Þær upplýsingar fengust hjá sveitar-
félaginu að enn hefði ekki ver-
ið ákveðið hvort gengið yrði frá
samkomulagi við Kaupfélag Skag-
firðinga og af þeim sökum hefði
samningur ekki verið undirritaður.
„Við erum með lánsloforð frá Kaupfé-
lagi Skagfirðinga eins og hefur marg-
sinnis komið fram,“ segir Stefán þrátt
fyrir þær upplýsingar og bætir við
að drög séu tilbúin. Þar sé gengið út
frá því að lánið verði verðtryggt. „Að
sjálfsögðu er það í grunninn þannig
að framkvæmdir eiga að rúmast inn-
an þeirra heimilda og áætlana sem
gerðar eru,“ segir Stefán aðspurð-
ur hvort hann geti vottað um vinnu-
brögð kjörinna fulltrúa í Skagafirði
sem góða stjórnsýslu.
Hvorki fyrsta né síðasta skipti
„Alltaf getur komið upp einstakt
brýnt verkefni sem þarf að fara í. Það
er ekkert einsdæmi og þetta er hvorki
fyrsta né síðasta skipti sem það verð-
ur gert að menn fari í framkvæmd-
ir þótt ekki hafi verið fyrirséð í upp-
hafi árs, þegar fjárhagsáætlun var
gerð, að það yrði farið í framkvæmd-
ina.“ Um hvort hann þekki mörg
dæmi þess að framkvæmdir á veg-
um sveitarfélagsins fari fram á skjön
við samþykktir og án lánasamnings
segir Stefán: „Ég vil svo sem ekki tjá
mig um það. Það er allavega þannig
í þessu máli. Drögin liggja fyrir og
við vitum nokkurn veginn hvern-
ig þetta mun líta út. Þetta hefur leg-
ið uppi á borðum lengi og allir verið
meðvitaðir um það hvernig þetta er
hér.“ DV leitaði upplýsinga í Ráðhúsi
Skagafjarðar um hvort Árskólafram-
kvæmdir færu fram samkvæmt
venju. Hjá Ráðhúsinu var því neit-
að að slíkt tíðkaðist. Þá óskaði blað-
ið eftir áliti Margeirs Friðrikssonar,
sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármála-
sviðs, á vinnubrögðum kjörinna full-
trúa við fjárútlát úr sjóðum bæjarins.
„Ég vinn bara eftir því sem fyrir mig
er lagt og þetta er pólitíkin sem ræð-
ur þarna ferðinni.“
Innanríkisráðuneytinu að kenna
Athygli vekur að sveitarstjórnarfull-
trúar gerðu breytingar á þriggja ára
áætlun sveitarfélagsins til samræmis
við breytingarnar en sáu sér ekki fært
að samþykkja viðauka við fjárhags-
áætlun til samræmis við ákvörðun
sína. Spurður hvort ekki teljist til fag-
legra vinnubragða að heimila fjár-
útlát áður en samþykkt er að fram-
kvæma segir Stefán að það hafi ekki
verið hægt vegna tafa í innanríkis-
ráðuneytinu. „Ég er að reyna að segja
þér að það var ekki hægt. Í fyrsta lagi
vissum við ekki hvernig þessi við-
auki átti að líta út. Það voru nú að
koma frá ráðuneytinu á mánudag
upplýsingar um það hvernig þess-
ir viðaukar áttu að líta út. Síðan var
sveitarstjórnin í sumarfríi.“ Hvorki
Ráðhús Skagafjarðar né innanríkis-
ráðuneytið vildi kannast við þá skýr-
ingu. „Við höldum að hér sé einhver
misskilningur á ferð. Sjáum engin
merki um samskipti innanríkisráðu-
neytis og Sveitarfélagsins Skagafjarð-
ar,“ segir í svari ráðuneytisins. n
Viðbygging Framkvæmdir við viðbyggingu Árskóla, grunnskólans á Sauðárkróki, eru hafnar þrátt fyrir að kostnaðarmat sé langt umfram
heimildir fjárhagsáætlunar.
„Drögin liggja fyr-
ir og við vitum
nokkurn veginn hvernig
þetta mun líta út.
Verðtryggt en vaxtalaust Kaupfélag Skagfirðinga hefur lofað sveitarfélaginu láni fyrir
framkvæmdunum. Ákvörðun um hvernig skuli fjármagna verkið hefur ekki verið tekin.
Stefán Vagn Stefánsson Formaður
byggðarráðs segir sveitarstjórnina ekki hafa
getað samþykkt viðbót við fjárhagsáætlun
vegna sumarleyfa.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
„Nöturlegur
raunveruleiki“
„Nú þegar metfjöldi nýnema
streymir inn í Háskóla Íslands bíð-
ur þeirra nöturlegur raunveruleiki.
Stúdentum er gert að lifa á 140.600
kr. eða 26.576 kr. minna en atvinnu-
leysisbætur og endurgreiða með
vöxtum og verðtryggingu eftir að
námi lýkur.“ Þetta kemur fram í
ályktun sem Stúdentaráð Háskóla
Íslands sendi frá sér á fimmtudag
vegna Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
Í ályktuninni kemur fram að
lánasjóðurinn sé einn af hornstein-
um íslenska menntakerfisins enda
eigi hann að tryggja aðgengi allra
að námi, óháð efnahag. „Til þess að
lánasjóðnum takist að sinna lög-
bundnu hlutverki sínu þarf grunn-
framfærslan að vera með þeim
hætti að námsmaður geti lifað í
íslensku samfélagi. Grunnfram-
færslan þarf að tryggja þeim sem
minnst hafa milli handanna tæki-
færi á því að stunda háskólanám,“
segir í ályktuninni.
Miðað við þá upphæð sem stúd-
entum er gert draga fram lífið á,
gengur dæmið ekki upp, að sögn
Stúdentaráðs. „Hver einasti aðili sér
að þessi formúla er ekki beint hvetj-
andi fyrir einstakling sem langar í
háskólanám.
Stúdentaráð hvetur stjórnvöld
í eitt skipti fyrir öll að stíga skref-
ið til fulls og hækka fjárframlög til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
umfram atvinnuleysisbætur. Þá
fyrst getur Lánasjóðurinn sinnt
lögbundnu hlutverki sínu og að-
stoðað stúdenta í gegnum náms-
árin.“
Fjöldi eftirskjálfta
Margir eftirskjálftar mældust á
mælum Veðurstofu Íslands á
fimmtudag eftir að jarðskjálfti
upp á 4,6 reið yfir um hádegis-
bilið. Upptök skjálftans voru á
um sex kílómetra dýpi rétt norð-
an við skíðasvæðið í Bláfjöll-
um á Reykjanesskaga. Skjálftinn
fannst vel á höfuðborgarsvæð-
inu og hristust húsgögn til víða.
Þá bárust einnig tilkynningar um
að skjálftinn hefði fundist á Sel-
fossi, Hveragerði og á Hvolsvelli.
Nokkrir eftirskjálftar, allir um og
undir tveimur að stærð, fylgdu
í kjölfarið og riðu yfir fram eftir
fimmtudeginum.
Upptökin eru á norður-
suðursprungu á flekaskilunum
á Reykjanesskaga. Nokkur smá-
skjálftavirkni var á þessu svæði í
síðasta mánuði.