Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Blaðsíða 26
26 Umræða 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
„Ég var reyndar á ferð
í borginni og fannst
alveg nóg af spikfeit-
um ungum konum en hefur
Jónas ekki tekið eftir því hvað
eru áberandi fleiri hrokafullir
sjálfskipaðir besservisserar í
Reykjavík en annarstaðar?“
Þráinn Brjánsson um frétt
sem segir frá bloggfærslu
Jónasar Kristjánssonar en
þar segir hann að það að koma út á
land sé eins og að koma til Bandaríkj-
anna. Margt fólk sé mjög áberandi
illa farið af offitu, einkum konur.
„Djöfull eru margir
harðir hérna, að
finnast það í lagi að
börn horfi upp á blæðandi
afhausað hreindýr á palli.
Þetta hefur svo ekkert með
kjötborð matvöruverslana að
gera. Þvílíkur bjánagangur.“
Franz Gunnarsson um umræð-
ur sem spunnust út frá frétt um
hauslausan hreindýrsskrokk sem
bundinn var á fjórhjól sem Toyota-jeppi
var með í eftirdragi á Egilsstöðum. Á
kerrunni sjálfri var síðan alblóðugt höfuð
skepnunnar bundið svo horn þess stóðu
út af.
„Geta þessar bryddur
ekki frekar einbeitt
sér að því að safna
og dreifa gögnum um dæmda
kynferðisafbrotamenn og
barnaníðinga heldur en
einhverja karla sem kaupa
sér blíðu (hjá konum sem
jafnvel kjósa sér þetta að
starfsgrein?) Það þætti mér
verðugri málstaður.“
Teresa Dröfn Njarðvík um frétt
þess efnis að samtökin Stóra
systir auglýsi eftir fólki til að taka
þátt í baráttu samtakanna og spyr hvort
fólk viti um vændisstarfsemi og það hvatt
til þess að senda myndir, skjáskot eða
önnur gögn á netfang samtakanna.
„Maðurinn er kominn
með vinnu á stað
sem ég er að reka og
hann er hörkuduglegur – svo
duglegur að aðrir hafa orð á
því!!!! Hann sótti um vinnuna
sama dag og hann fékk leyfi
til að vera á landinu ef mér
skjátlast ekki og svo er hann í
íslenskunámi ... Nei heyrðu við
skulum bara senda hann úr
landi í þrælahald þótt að hann
geri allt til að vera góður borgari
sem borgar sína skatta og legg-
ur sitt af mörkum en horfum
framhjá Íslendingum sem vinna
svart og eru á bótum ...Guð
forði okkur frá því að fá gott
fólk í landið ... Já og kannski
má bæta því við til gamans að
EKKI EINN Íslendingur sótti um
vinnuna sem hann er í !!!!“
Bjarndís Líf Friðþjófsdóttir
um umfjöllun um frétt um að
flóttamaðurinn Mouhamed Lo
sé frjáls ferða sinna.
„Já, þetta er mikill
léttir, þá er loksins
lokið ellefu ára leit að
grínara sem efast um skýr-
ingarnar á 11. sept ...“
Valgarður Guðjónsson um
þá frétt að grínistinn Þorsteinn
Guðmundsson hafni opinberu
sögunni um ellefta september.
37
28
142
105
Einar Sigurðsson: Þarf
Landspítalinn enn að stóla á
velunnara sem gefið hafa tæki
og tól reglulega á undanförnum árum?
Björn Zoëga: Já, við höfum sem
betur fer átt góða að.
Erna Arnardóttir: Hefur þú
ekki áhyggjur af flótta úr
læknastétt af LSH?
Björn Zoëga: Við erum alltaf að
fylgjast með því máli og stöðuna
hjá öðrum stéttum, en hef ekki
áhyggjur, við erum að reyna að
vinna okkur út úr erfiðri stöðu.
Kristjana Guðbrandsdóttir:
Konur á kvenlækningadeild
búa við þrengsli og
óásættanlegar aðstæður, hvernig er
gert ráð fyrir kvennadeild í heildar-
skipulagi Landspítalans?
Björn Zoëga: Ef þú átt við á nýjum
spítala er það ekki fullfrágengið.
Aðstaða sjúklinga og starfsfólks er
ekki viðunandi í dag og m.a. þess
vegna stefnum við að endurnýjun
húsnæðis okkar á næstu árum.
Fundarstjóri: Arnar Gíslason
spyr í tölvupósti sem barst á
ritstjorn@dv.is: Hvað gerir
forstjóri LSH til að „höndla“ það mikla
álag sem væntanlega fylgir starfinu,
ekki síst um þessar mundir? Og hefur
spítalinn einhver ráð til að aðstoða
annað starfsfólk við að gera það sama
eða halda álagi í skefjum?
Björn Zoëga: Spítalinn hefur ýms-
ar leiðir sem það býður starfsfólki
sínu þegar álag verður of mikið, of
langt mál að telja það upp. En við
reynum að fylgjast með álaginu
reglulega, m.a. með starfsum-
hverfiskönnunum
Darri Ólason: Hvernig hangir
það saman að planleggja
Hátæknisjúkrahús og
hinsvegar að berjast í bökkum með
núverandi sjúkrahús?
Björn Zoëga: Það er verið að skipu-
leggja endurnýjun húsnæðis okkar
til að létta undir með okkur í rekstri.
Nýtt húsnæði verður töluvert
ódýrara í rekstri.
Ómar Valdimarsson: Hvað
gæti Landspítalinn gert við
100 milljarða, sem væru eyrna-
merktir tækjakaupum?
Björn Zoëga: Við þurfum ekki svo
mikla peninga til að endurnýja tæki
okkar, góð byrjun væri 3 milljarðar,
þá gætum við endurnýjað mjög
mörg helstu tæki okkar.
Sunna Gunnarsdóttir: Á
göngudeild fyrir blóðtökur
kemur stór hluti sjúklinga
Landspítalans í blóðtöku. Á Hringbraut
eru 4 stólar í notkun og biðstofan
gluggalaus. Stendur til að bæta þessa
aðstöðu?
Björn Zoëga: „Blóðtökuferilinn“
allur er í endurskoðun og þar með
aðstaðan.
Atli Fanndal: Áttu von á
erfiðum aðhaldsaðgerðum hjá
Landspítalanum í fjárlögum
næsta árs?
Björn Zoëga: Ég á ekki von á
„erfiðum“ aðhaldsaðgerðum, en þó
fjárlög 2013 myndu ekki lækka til
okkar hafa orðið ýmsar breytingar
á rekstarumhverfi okkar sem verða
til þess að við þurfum að beita
aðhaldi.
Alexander Jóhönnuson:
Umræða um gömul og léleg
tæki hefur átt sér stað, er
hægt að verða að liði (þótt fátækur
námsmaður sé) og setja smá aur í
sérstakan tækjasjóð?
Björn Zoëga: Þakka þér fyrir, ég
vona að þú getir styrkt eitthvað
af þeim mörgu félögum og
félagssamtökum sem eru að safna
fyrir tækjum, eða eru að fara byrja á
söfnun.
Hrafn Malmquist: Fljótlega
eftir hrun var hallarekstur LSH
ræddur mikið í samhengi við
gengi krónunnar og kostnað innfluttra
lyfja og tækja. Guðlaugur Þór lagði
áherslu á að lækka lyfjakostnað. Eru lyf
enn of dýr?
Björn Zoëga: Lyfjakostnaður okkar
hefur lækkað mjög mikið seinustu
3 ár, en það sem hefur haft mest
áhrif hjá okkur, sérlega strax eftir
hrun var fall íslensku krónunnar.
Ómar Valdimarsson: Hvernig
finnst þér það ríma að eiga í
erfiðleikum með að endurnýja
helstu tæki og tól, sem ætti að vera
hægt að gera fyrir 3 milljarða, á sama
tíma og til stendur að byggja nýtt hús
fyrir 100 milljarða?
Björn Zoëga: Þessa tölu þekki ég
ekki, 100 milljarða fyrir endurnýjun
á húsnæðinu en ég veit að við
getum sparað okkur a.m.k. 100
milljarða á næstu 40 árum með
endurnýjun húsnæðis.
Guðmundur Franklín
Jónsson: Ertu með eða á móti
sjálfstætt starfandi
sérgreinalækningum?
Björn Zoëga: Landspítalinn á
oftast mjög gott samstarf við
sjálfstætt starfandi sérfræðinga
og margir þeirra vinna hlutastarf
á LSH, það segir sig sjálft að ég er
ekki á móti þeim!
Sigrún Steingrímsdóttir:
Hvers vegna sér Landspítalinn
ekki um tannlæknaþjónustu?
Er þetta ekki spítali allra landsmanna?
Hvað með þá landsmenn sem eru bara
veikir í tönnunum?
Björn Zoëga: Það er pólitísk
stefnumótun seinustu áratuga sem
ráðið hefur því hvaða lækningar eru
á Landspítalanum.
Hanna Ólafsdóttir: Er ekki
mótsögn í þeim aðgerðum að
loka langlegudeildum á
geðsviði á meðan ekki er hægt að
útskrifa sjúklinga af geðsviði þar sem
ekki eru úrræði til staðar fyrir þá? Og
það kostar spítalann peninga.
Björn Zoëga: Sjúklingar með
langvinna geðsjúkdóma hafa rétt
eins og aðrir að þurfa ekki að hafa
lögheimili á spítala heldur komast
í sjálfstæða búsetu. Það að þeir
komast ekki fljótlega í það kostar
peninga.
Þorsteinn Halldórsson: Hvað
finnst þér um staðsetningu
nýja spítalans og er ekki betra
að vera með hann nær miðri byggð,
segjum upp á Hálsi.
Björn Zoëga: Staðsetning var
ákveðin fyrir u.þ.b. 10 árum síðan.
Síðan þá hefur líka komið í ljós að
sú staðsetning sem valin var, er
ódýrasti kostur sem höfum nú í
endurnýjun húsnæðis.
Eyþór Jóvinsson: Sem
forstjóri Landspítalans, hver er
þín afstaða varðandi flugvöll í
Vatnsmýri? Myndi það ógna öryggi og
þjónustu við landsbyggðina ef að
flugvöllurinn er ekki í námunda við
Landspítalann?
Björn Zoëga: Sem forstjóri
Landspítalans reyni ég að fara
varlega með orð eins að ógna
öryggi. Ég hef ekki enn myndað mér
skoðun á málinu.
Helgi Þór: Telur þú þörf á að
blása til sóknar í forvörnum og
uppáskrifaðri þjálfun og
hreyfingu nú þegar lífsstílssjúkdómar á
borð við vægan háþrýsting, sykursýki 2,
offitu og stoðkerfisvandi þeim tengd
aukast?
Björn Zoëga: Já, ég er mikil stuðn-
ingsmaður slíkra úrræða.
Hannes Sigmarsson: Hvað
kostar að byggja nýja
spítalann i þessum 2–3
áföngum? Heildarverð?
Björn Zoëga: Heildarverð liggur
enn ekki fyrir, langstærsti áfanginn,
sá fyrsti, kostar milli 52–54 millj-
arða með tækjum.
Bjarnheiður Elísdóttir: Þarf
ekki að vinna betur að
per sónu vernd innan
spít alans? T.d. eru prentarar oft ætlaðir
fyrir persónulegar útprentanir
stað settir allt annarsstaðar en sá sem
er að prenta út og gögnin þá sýnileg
óviðkomandi.
Björn Zoëga: Við erum alltaf að
huga að persónuvernd. Með nýju
fyrirkomulagi í prentun hjá okkur
núna þarf sá sem prentar út að
standa við prentara til að prenta
sín gögn út.
Viktoría Hermannsdóttir:
Eru mörg læknamistök sem
rekja má til vinnuálags
starfsfólks á spítalanum?
Björn Zoëga: Við teljum að svo sé
ekki. Það er alltaf erfitt að meta
hvers vegna hlutir ganga ekki alltaf
upp og mistök verða. En það er
alltaf skoðað ef óhöpp verða.
Fundarstjóri: Kjartan
Kjartansson spyr á tölvupósti
sem barst á ritstjorn@dv.is:
Veist þú hversu stór hluti starfsmanna
LSH er með laun undir neysluviðmiði
velferðaráðuneytisins? Eftir skatt eru
þau 225 þúsund (einstaklingur) 255
þúsund (m.v. 2 fullorðnir með 2 börn)
Björn Zoëga: Ég get því miður
ekki svarað því. Þetta hefur ekki
verið skoðað sérstaklega innan
spítalans.
Hrafn Malmquist: Verður þú
var við að lyfjarisarnir (JNJ,
PFE, Roche, GSK, o.fl.) hafi
óþægilega sterka samningsstöðu
gagnvart LSH?
Björn Zoëga: Nei, við verðum ekki
vör við það, enda eru nær allir okkar
samningar við þessi félög eftir
útboð.
Erna Arnardóttir: Stendur til
að kaupa PET skanna á LSH?
Björn Zoëga: Það að
kaupa PET skanna er mjög dýrt,
m.a. vegna þess að það þarf að
byggja sérstaklega í kringum
skannann. Reiknað er með PET
skanna í nýjum Landspítala.
Kolbrún Óskarsdóttir: Telur
þú rétt að viðvaningur þ.e.
maður sem ekki er
sérfræðingur í t.d. axlarbrotum, geri
aðgerð á axlarbrotnum einstaklingi?
Björn Zoëga: Ég vona að við
séum ekki með viðvaninga í vinnu!
Mín skoðun er sú að best sé að
reyndasta fólkið sinni hverju sinni
flóknustu tilvikunum með minna
reyndu fólki til kennslu.
Helga Jónsdóttir: Af hverju er
maturinn úr eldhúsi LSH svo
óhollur að sykursjúkir og
hjartveikum er ráðið frá að borða hann?
Björn Zoëga: Ég kannast ekki við
þessa meintu óhollustu. Samsetn-
ing matar í eldhúsinu okkar er unnin
í samstarfi við næringarfræðinga.
Linda Jóhannsdóttir: Mér er
alveg hulin ráðgáta hvernig á
að halda risa spítala gangandi
og manna stöðurnar í öllum
niður skurðinum. Getur þú svarað því?
Björn Zoëga: Ef þú ert að tala um
nýja Landspítala sem risa spítala,
þá er það þannig að skv. áætlun
okkar þarf minna af fólki í vinnu þar
en er í vinnu hjá okkur í dag.
Hanna Ólafsdóttir: Eru
einhverjar aðgerðir í gangi til
að létta álagið á bráðadeild-
um og bæta aðgengi fólks að
heilsugæslu til dæmis með að lengja
þann tíma sem læknavaktin er opin?
Björn Zoëga: Ég get engu svarað
um þetta, skipulag heilbrigðis-
þjónustunnar í heild er ekki á okkar
könnu.
Tryggvi Þórarinsson: Er ekki
forgangsverkefni ríkisstjórnar
að endurnýja gömul úrelt tæki
í stað byggingar spítala?
Björn Zoëga: Við verðum að
endurnýja tæki og endurnýja
húsnæði, starfsemin til lengri tíma
gengur ekki upp öðruvísi.
Styrkár Hallsson: Er ekki
kominn tími á að breyta eins
og nafninu á geðsjúkrahúsinu
Kleppi í eitthvað annað vegna fordóma
sem loða við nafnið „Kleppur‘“
Björn Zoëga: Þetta hefur verið
skoðað og ákveðið að halda nafn-
inu m.a vegna langrar sögu staðar-
ins sem er ekki bara neikvæð.
Kristín Tryggvadóttir:
Hvernig stendur á að ekki er
hægt að panta tíma skv.
fyrirsögn læknis á deild 11, eins og áður?
Það er erfitt að bíða eftir bréfi og hlýtur
að vera dýrara að senda póst?
Björn Zoëga: Þekki ekki það mál.
Garðar Garðarsson: Sæll, nú
hef ég notið barnadeildar í
mörg ár, eða 14 ár þar til yfir
lauk, á síðasta ári hef ég upplifað mikinn
niðurskurð. Er ekki komin endapunktur
með fækkun starfsmanna.
Björn Zoëga: Jú ég er sammála þér
það er vonandi komið á endapunkt.
Guðmundur Franklín
Jónsson: Ertu með eða á móti
ferðatengdri læknisþjónustu?
Björn Zoëga: Landspítalinn hefur
unnið með mörgum aðilum sem
hafa svona hugmyndir.
Einar Sigurðsson:
Framkvæmir þú aðgerðir á
sjúklingum samhliða starfi
þínu sem forstjóri?
Björn Zoëga: Já, seinast í morgun.
Garðar Garðarsson: Þegar
fólki er sagt upp i hagræðingu
er fólki þá sagt upp á
skrifstofum líka?
Björn Zoëga: Já, við höfum fækkað
meir hjá fólki sem er í s.k. stoðþjón-
ustu en hjá þeim sem starfa beint
við sjúklinga.
Eiríkur Magnússon: Sæll
Björn. Finnst þér eðlilegt að
læknar, sérfræðingar, geti
unnið vaktir og verið svo með
sjálfstæðan rekstur samhliða 100%
starfi ?
Björn Zoëga: Læknar mega ekki
vera í 100% starfi og síðan með
eigin rekstur, s.k. stofur, en þeir
þurfa að taka vaktir.
Fundarstjóri: Björn hefur nú
svarað spurningum lesenda í
rúma klukkustund. Við
þökkum honum kærlega fyrir og
lesendum fyrir samfylgdina og
spurningarnar. Beinni línu er lokið í dag.
Björn á síðasta orðið hjá okkur:
Björn Zoëga: Þakka ykkur öllum
fyrir þetta tækifæri til að eiga þetta
samtal með ykkur.
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, sat fyrir svörum á Beinni línu DV á miðvikudag.
Mætti endurnýja öll
tæki fyrir 3 milljarða
Nafn: Björn Zoëga
Aldur: 48 ára
Menntun: Bæklunarskurðlæknir
Starf: Forstjóri Landspítala
35