Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 4
4 | Fréttir 1.–3. júní 2011 Helgarblað
Maður sló í bekki og var með læti við skírnarathöfn í Landakotskirkju:
Með uppsteyt við skírn
„Það var einhver ungur maður þarna
sem vildi ekki fara út úr kirkjunni. Þeg
ar athöfnin var búin varð hann eftir í
kirkjunni og vildi ekki fara út. Hann
var með einhver læti. Ég bað hann um
að fara út og þá sparkaði hann í nokkra
bekki en þá sá ég að eitthvað væri ekki
alveg með felldu hjá honum. Ég spurði
hvort ég ætti að kalla á lögregluna og
þá fór hann út,“ segir séra Jakob Roll
and, prestur hjá kaþólsku kirkjunni.
Ungur maður sló í bekki með sleif að
vopni inn í kirkjunni og var með læti
meðan á skírnarathöfn stóð síðast
liðinn laugardag. Gestir í athöfninni
sögðu nokkra truflun hafa orðið af at
ferli mannsins sem tengdist skírnarat
höfninni ekki á neinn hátt. Séra Jakob
segist ekki kannast við manninn. „Ég
hef aldrei séð hann áður. Ég veit ekki
hvort hann er sóknarbarn því ég þekki
ekki öll sóknarbörnin.“
Töluverður styr hefur staðið um
kaþólsku kirkjuna eftir að ásak
anir komu fram er sneru að séra
Georg, sem var prestur í kirkjunni,
og kennslukonu við Landakotsskóla,
Margréti heitinni Müller.
Í DV á miðvikudag var sagt frá því
að Valgarður Bragason hefði brot
ið rúður í safnaðarheimili kaþólsku
kirkjunnar í reiði. Þar sagði hann frá
því hvernig hann áttaði sig á því eftir að
hafa lesið sögu konu sem var misnot
uð af séra Georg, að hann hefði orðið
fyrir svipaðri reynslu. Jakob hafði ekki
séð blaðið þegar blaðamaður náði
tali af honum og var talsvert brugð
ið þegar hann heyrði nafn mannsins.
„Svona lagað snertir mig djúpt því að
þetta kemur frá fólki sem maður met
ur mikils,“ sagði Jakob og auðheyrt var
að honum var mikið niðri fyrir. Hann
sagði skiljanlegt að margir væru reið
ir og hann berðist sjálfur við ýmsar til
finningar varðandi þessi mál.
Nýlegir ársreikningar fjögurra eign
arhaldsfélaga fjárfestisins Hannesar
Smárasonar sýna erfiða stöðu þeirra.
Þessi félög eiga það öll sameiginlegt
að Hannes skilaði ekki inn ársreikn
ingum þeirra fyrir árið 2008; ársreikn
ingar fyrir 2009 skiluðu sér hins veg
ar til ársreikningaskrár í seinni hluta
apríl. Félögin heita EO eignarhalds
félag, Sveipur, Runnur 4 ehf. og Hlíða
smári 6.
Eitt af félögunum, Sveipur, sýnir
til að mynda tap upp á rúmlega fimm
milljarða króna á árunum 2008 til
2009. Tapið er að mestu tilkomið út af
niðurfærslu á kröfum og á eignarhluta
í EO eignarhaldsfélagi, áður Odda
flugi, sem hélt meðal annars utan um
hlutabréfaeign Hannesar í almenn
ingshlutafélaginu FL Group, stærsta
hluthafa Glitnis. Hannes stýrði FL
Group þar til í lok árs 2007 þegar hon
um var ýtt til hliðar vegna tapreksturs.
Eignarhaldsfélagið Sveipur á 14
prósent í EO eignarhaldsfélagi en það
félag tapaði rúmum 22,5 milljörðum
króna árið 2008. Skuldir þess félags
námu tæpum 12 milljörðum króna
í lok árs 2009 og var eigið fé félagsins
neikvætt um svipaða upphæð. Í árs
reikningi þess segir: „Eignir félagsins í
árslok 2009, sem voru aðallega eignar
hlutir í félögum, hafa verið færð niður
að fullu í ársreikningnum í kjölfar þess
efnahagshruns sem varð hér á land
inu á árinu 2008.“
Tæknilega gjaldþrota
Íslensk eignarhaldsfélög Hannesar
Smárasonar standa því afar höllum
fæti. Þrjú af félögunum fjórum, EO
eignarhaldsfélag, Hlíðasmári 6, og
Runnur 4 ehf., eru með neikvætt eig
ið fé og því tæknilega gjaldþrota og
Sveipur tapaði áðurnefndri upphæð
á árunum 2008 til 2009. Fyrrnefndu
félögin þrjú eru með neikvætt eigið
fé sem nemur tæpum 12 milljörðum
í tillfelli EO, tæpum 130 milljónum í
tilfelli Hlíðasmára 6 og rúmlega 650
milljónum í tilfelli Runns 4. Félögin
eru því öll tæknilega gjaldþrota og
stefna í þrot. Þá er Sveipur orðið nær
eignalaust félag í kjölfar tapreksturs
síðustu ára og nema eignir félagsins
einungis tæpum 300 þúsund krónum.
Rekstrargrundvöllur þessara fjög
urra félaga Hannesar Smárasonar er
því brostinn samkvæmt þessu. Fyrir
utan þessi fjögur félög á Hannes fé
lagið FI fjárfestingar, áður Primus,
sem var stærsta félag Hannesar og
móðurfélag hinna félaganna fjögurra
sem rætt er um hér. Félagið hefur ekki
skilað ársreikningi frá árinu 2007 en
samkvæmt þeim reikningi var félagið
orðið tæknilega gjaldþrota strax í árs
lok 2007. Eigið fé FI fjárfestinga var
þá neikvætt um nærri fjóra milljarða
króna. Öll þessi fimm félög eru því á
barmi gjaldþrots.
Fjögur félög í þrot
Yfirvofandi gjaldþrot þessara félaga
Hannesar bætast við gjaldþrot fé
laga sem hann átti á Bretlandi sem
DV greindi frá um mitt ár í fyrra að
væru orðin gjaldþrota samkvæmt
bresku hlutafélagaskránni. Þetta eru
félögin Novel Realisations Limited,
Novel Food Provisions Limited, Focpl
Limited og Novel Olive Limited sem
voru öll skráð hjá skiptastjóra í Leeds
um mitt ár í fyrra. Félögin störfuðu
öll á sviði matvælageirans. Straum
urBurðarás fjármagnaði þessi félög
Hannesar og námu kröfur fjárfest
ingarbankans á hendur þeim um sex
milljörðum króna.
Hannes skilur því eftir sig gjald
þrota félög sem skulda milljarða króna
í Bretlandi sem og á Íslandi, þó svo að
íslensku félögin hafi ekki verið tekin
formlega til gjaldþrotaskipta ennþá.
n Milljarða króna tap hjá Hannesi n Eignarhaldsfélög hans
stefna í þrot n Bætast við gjaldþrot félaga Hannesar á Bretlandi
Öll félög Hannesar
stefna í gjaldþrot
„Eignir félagsins í árs-
lok 2009, sem voru
aðallega eignarhlutir í fé-
lögum, hafa verið færð nið-
ur að fullu í ársreikningnum.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Gjaldþrot á Íslandi og í Bretlandi Þrjú eignarhaldsfélög í eigu Hannesar Smárasonar
eru orðin tæknilega gjaldþrota eftir bankahrunið. Hannes átti einnig félög á Bretlandi sem
orðin eru gjaldþrota. Hannes sést hér í Leifsstöð fyrir skömmu.
Árétting
Í síðasta
tölublaði DV
var sagt frá
því að fagráð
innanríkis
ráðuneytis
um kyn
ferðisbrot
innan trúar
stofnana hafi
fundað með
forsvarsmönnum kaþólsku kirkjunn
ar á mánudaginn. Nokkurs misskiln
ings gætti hjá blaðamanni en ráðið
fundaði á mánudaginn um málefni
kirkjunnar en ekki með forsvars
mönnum hennar. Þá var því einnig
haldið fram að ný mál hefðu borist
fagráði en það krefst skýringa. Hið
rétta er að fagráð veit um nokkur mál
án þess að einhver mál hafi borist
ráðinu mjög nýlega.
Sleginn með
skiptilykli
Karlmaður var sleginn með skiptilykli
í höfuðið á Ingólfstorgi á miðvikudag.
Að sögn lögreglunnar þá var maður
inn fluttur með sjúkrabíl klukkan hálf
níu í morgun en í tilkynningu sagði
einungis að hann væri með skurð á
höfði og að honum blæddi mikið.
Lögreglan gat ekki veitt upplýsingar
um það hvað gerðist nákvæmlega fyr
ir manninn en vitni sem DV.is talaði
við segja að hann hafi verið sleginn í
höfuðið með skiptilykli. Starfsmenn
Reykjavíkurborgar voru kallaðir á
vettvang til þess að þrífa blóðblettinn
sem var á Ingólfstorgi eftir atvikið.
Þunguð kona á
slysadeild eftir
árekstur
Harður árekstur fólksbíls og vöru
bíls varð á Suðurlandsvegi á milli
Hveragerðis og Selfoss um klukkan
14 á fimmtudag. Þunguð kona var
flutt á slysadeild eftir áreksturinn en
ekki er talið að meiðsl hennar séu al
varleg. Þó var ákveðið að gæta ítrustu
varúðar og hún var flutt á slysadeild
í Reykjavík. Báðir bílstjórarnir voru
einir í bílunum, en vörubílstjórann
sakaði ekki.
Styr um kirkjuna Margir eru reiðir eftir umfjöllun um misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Grill í Múrbúðinni
– skoðaðu verðið!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
GAS GRILL
4 ryðfríir brennarar og
hliðarplata. 14 kw/h.
48.000-BTU. Hitamælir.
Kveikja í stillihnapp.
Grillgrind er postulíns-
húðuð. 44x56 cm.
Extra sterk hjól v.gaskút.
Þrýstijafnari og
slöngur fylgja.
59.900kr.