Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Síða 22
A
ðeins tuttugu og einn
einstaklingur hefur lát
ið lífið vegna lyfjafíknar
samkvæmt opinberum
tölum Hagstofu Íslands.
Það eru þó líklegast talsvert fleiri
sem hafa verið háðir lyfjum sem
hafa látið lífið vegna fíknar sinn
ar. Samkvæmt upplýsingum frá
SÁÁ sem sinnir meðferðarúrræð
um fyrir lyfjafíkla deyja árlega
tugir manna ótímabærum dauðs
föllum. Á síðustu fimm árum, frá
2006–2010 hafa árlega á bilinu 32
til 37 einstaklingar úr hópi þeirra
sem hafa farið í meðferð á Vogi
dáið fyrir fimmtugt. Fjórir þeirra
hafa verið yngri en 20 ára.
Margvíslegar dánarorsakir
Dánarorsakir þessara einstak
linga kunna að vera margvísleg
ar en margir fíklar falla fyrir eigin
hendi. Ekki eru til opinberar tölur
yfir þá einstaklinga sem fallið hafa
fyrir eigin hendi og hafa verið eit
urlyfjafíklar. Fleiri ástæður kunna
einnig að vera á bak við ótímabær
dauðsföll fíkla. Lyfin hafa margvís
leg áhrif á líkamann og er því ekki
hægt að útiloka að þau hafi dreg
ið talsverðan fjölda fólks til dauða
sem skráð er hafa látist úr ýmsum
sjúkdómum.
DV skoðaði sögur nokkurra
lyfjafíkla sem látist höfðu fyrir ald
ur fram. Nokkrir þeirra höfðu ver
ið eiturlyfjaneytendur um langt
skeið. „Unga fólkið er svo útsett
fyrir slysum, átökum og voða
verkum og yfirskömmtum auðvit
að,“ segir Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknir á meðferðarheimilinu
Vogi, aðspurður um hvað dragi
unga fíkla til dauða.
Reyna að ná til ungs fólks
Sú gagnrýni kom fram hjá nokkr
um af aðstandendunum sem DV
ræddi við að ekki væru nógu góð
úrræði fyrir ungt fólk í neyslu.
„Það er eiginlega þveröfugt. Öll
meðferðarúrræði eru stíluð inn á
ungt fólk. Bæði eru það úrræðin
sem Barnaverndarstofa er með og
svo erum við með unglingadeild,“
segir Þórarinn. „Þeir sem koma í
fyrsta skipti í meðferð eru á aldr
inum 18 til 22 ára.“
„Þú getur séð á þessum töl
um að það var aukning í dauðs
föllum hjá þeim sem voru undir
þrítugu á ákveðnu tímabili. Árin
2000, 2001 og 2002. Sá hópur er
stór. Þetta eru morfínyfirskammt
ar, ég held að það sé nokkuð ljóst.
Ég var að missa sjúklinga mína á
þessum tíma vegna yfirskammta
af morfíni,“ segir Þórarinn. „Þá
var viðhaldsmeðferðin ekki kom
in í gagnið, hún byrjaði 1999 en
var ekki farin að virka. Þessir sjúk
lingar voru í mikilli hættu á þeim
tíma.“
Íslendingar eiga dauðamet
Í nýlegri skýrslu Heilbrigðisstofn
unar Sameinuðu þjóðanna kem
ur fram að Ísland er í hópi þeirra
Evrópuríkja sem hefur hvað hæsta
tíðni dauðsfalla fíkla fyrir aldur
fram. Segir í skýrslunni að Ísland
sé í hópi með löndum á borð við
Úkraínu, Írland og Lúxemborg þar
sem fleiri en 100 af hverjum millj
ón einstaklingum deyja af völdum
lyfja. Aðspurður um skýrsluna seg
ist Þórarinn ekki hafa hugmynd
um hvaðan þessar tölur komi og
segir að þetta sé ekki alveg í takt
við það sem hann sér hjá SÁÁ.
„Þetta kemur mér á óvart því
22 | Úttekt 1.–3. júní 2011 Helgarblað
fólkið sem dópið drap
n Stór hluti þeirra sem deyja fyrir aldur fram eru fíklar n Það má spyrja hvort
við gerum nóg í meðferðar- og forvarnarmálum, segir Þórarinn Tyrfingsson
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Undir 20 ára
n 20–29 ára
n 30–39 ára
9
11 11 12
25
17 17
10
14
20
16 17 14
18 17
9
9
11
6
11
5
8
6
8
9
10
2
5
10
2
13
11
1
8
2
1
6
2
1
12
6
2
7
5
2
11
4
2
5
1
5
5
2
3
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
228 fíklar dánir
Mörg hundruð hafa látist fyrir aldur fram:
Samkvæmt tölum SÁÁ um fjölda
ótímabærra dauðsfalla meðal sjúklinga
sem hafa verið á Vogi hafa 228 ein-
staklingar af tæplega 22 þúsund látist fyrir
40 ára aldur. Tölurnar sýna glöggt hvernig
þróunin hefur verið undanfarin ár en þær
eru aldursgreindar á tímabilinu 1996 til
2010. Talsverður fjöldi ungs fólks, eða 101
einstaklingur hefur látið lífið fyrir 30 ára
aldur. Rétt er að taka fram að ekki liggur
fyrir hvort þessir einstaklingar hafa dáið
af ofskammti fíkniefna en augljóst er að
þetta er nokkuð hátt hlutfall af öllum þeim
ungmennum á aldrinum 18 til 29 ára sem
létust á sama tímabili. Af þeim einstak-
lingum á aldrinum 18–29 ára sem létust
fyrir aldur fram á tímabilinu 1996–2010
höfðu 23,82 prósent verið á Vogi.
að svo á hinn veginn erum við,
til dæmis miðað við Skandinava,
með miklu færri dauðsföll af völd
um ópíumefna en aðrir. Það er
miklu meira um það að menn yf
irskammti annars staðar en hérna
hjá okkur og menn eru að koma
að utan til að spyrja hvað við höf
um gert sem veldur því að þetta er
svona lítið hjá okkur.“
Alltaf hægt að gera betur
„Það má spyrja hvort við gerum
nóg í meðferðarmálum og for
varnarmálum, en ég tel að bæði
meðferðin og forvarnirnar miðist
nú frekar að ungu fólki en gömlu,“
segir Þórarinn. „Ég held að ef þú
lítur hlutlaust á málið þá sjáir þú
að þannig er kerfið uppbyggt.“
Þórarinn segir að Íslendingar séu
að gera góða hluti í meðferðar
málum miðað við aðrar þjóðir
sem við berum okkur saman við.
Það sé þó alltaf hægt að spyrja sig
hvort hægt sé að gera betur.
„Það er samt alltaf verið að
horfa á þau tilfelli sem ekki nást.
Það er ekki horft á hitt, að helm
ingurinn af öllum þeim sem koma
hingað til okkar á Vog hafa bara
verið þar einu sinni. Það er ekki
talað um allan fjöldann sem nær
árangri. Enda er það ekkert mönn
um til huggunar þó að einhver
annar nái árangri. Þetta er alltaf
sama tragedían.“
adalsteinn@dv.is
„Það má
spyrja hvort
við gerum nóg í
meðferðar- og
forvarnarmálum.