Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 28
28 | Erlent 1.–3. júlí 2011 Helgarblað
Michele Bachmann tilkynnti form-
lega í vikunni um framboð sitt í for-
vali Repúblikanaflokksins fyrir for-
setakosningar í Bandaríkjunum 2012.
Hún tilkynnti ákvöðun sína fyrir utan
æskuheimili sitt í Waterloo í Iowa en
fyrstu kosningar í forvalinu fara fram
í Iowa og þykir það henta henni vel.
Kosningabaráttan hófst óformlega fyr-
ir um mánuði með óformlegum sjón-
varpskappræðum í New Hampshire.
Þar fór Bachmann ranglega með stað-
reyndir eins og að frelsisstríð Banda-
ríkjanna hefði hafist í New Hampshire,
sem þykir einkar kaldhæðnislegt fyr-
ir manneskju úr Teboðshreyfingunni
sem kennir sig við þýðingarmikinn
atburð í baráttu Bandaríkjanna fyrir
frelsi. Þrátt fyrir það nýtur Bachmann
mikillar velgengni og virðist vera að
steypa Söruh Palin, sem enn hefur
ekki gert endanlegan upp hug sinn
um forsetaframboð, af stóli sem for-
ingi Teboðshreyfingarinnar. Í könn-
un sem gerð var á meðal íbúa í Iowa-
fylki mældist hún með 22 prósent fylgi,
einu prósentustigi á eftir Romney.
„Íraska ríkið Islam, eða
eitthvað í þá áttina“
Michele Bachmann þykir um margt
skrautleg persóna. Hún gekk í laga-
skóla sem byggir grunn sinn á lögum
Biblíunnar og fór svo í framhalds-
nám í skattalögfræði þrátt fyrir að
vera harður andstæðingur skatta.
Maður hennar sagði henni að sér-
hæfa sig í skattalögfræði og taldi hún
Guð vera að senda þau skilaboð til
sín að fara þessa leið enda stæði það
í Biblíunni að konur ættu að vera
undirgefnar mönnum sínum. Fleiri
atvik hafa vakið enn frekar athygli
á henni. Í viðtali árið 2007 sagðist
hún vita um áætlanir Írana um að
kljúfa Írak og stofna „Íraska ríkið Is-
lam, eða eitthvað í þá áttina“ sem
átti að vera griðasvæði fyrir hryðju-
verkamenn. Ári síðar kallaði hún,
í viðtalsþættinum Hardball, eftir
rannsókn á hvaða þingmenn væru
á móti Bandaríkjunum og í öðrum
viðtölum benti hún meðal annars á
að í báðum svínaflensufaröldrunum
sem herjað hafa á Bandaríkin var
demókrati á forsetastóli, hún sagði
ríkisstjórn Obama vera glæpagengi,
hélt því fram að andstæðingar heil-
brigðisumbóta Obama myndu lenda
á svörtum lista og fá enga lækna-
þjónustu. Þá hefur Bachmann ver-
ið gripin glóðvolg við njósnir á bar-
áttufundi samkynhneigðra en hún
hefur áður lagt fram tillögu um bann
við hjónabandi samkynhneigðra í
stjórnarskrá.
Varað við að taka
hana ekki alvarlega
Þrátt fyrir glappaskot sín þykir hún
mjög sterkur frambjóðandi og sem
dæmi um styrk hennar komst hún á
þing í kosningunum 2006, þegar re-
públikönum gekk sem verst, og sigr-
aði þar mun reyndari frambjóðanda
demókrata. Hún þykir höfða vel til tuga
milljóna Bandaríkjamanna sem trúa
ýmsum kreddum og halda að Guð hafi
áhrif á allar gjörðir sínar og ákvarðan-
ir, meira að segja léttvægar eins og að
velja sér álegg á hamborgara. Eftir því
sem fleiri vandræðalegar sögur ber-
ast af henni fær hún meiri athygli fólks
sem finnur sér samsvörun í henni.
Af þeim sökum hafa stjórnmálaskýr-
endur varað við því að taka hana ekki
nógu alvarlega. Þá eigi stjórnmála-
maður greiða leið að almenningi sé
hann nógu „klikkaður á skemmtileg-
an hátt“ eins greinarhöfundur Rolling
Stone sagði og „geðveikur“ á sama hátt
og Kim Jong-Il, eilífðarforseti Norður-
Kóreu, var á efri árum.
Bachmann þykir þó full öfgasinnuð
fyrir flokkseigendaklíku repúblikana
sem vilja hófsaman frambjóðanda.
Mitt Romney þykir þó full frjálslynd-
ur fyrir þeirra smekk en gæti þó notið
stuðnings þeirra bjóðist enginn ann-
ar valkostur. Þá er óttast að Romney
og Tim Pawlety, fyrrverandi ríkisstjóri
Minnesota, muni eiga harða baráttu
um atkvæði hófsamari repúblikana og
kljúfa þannig meirihluta repúblikana
sem munu ekki kjósa hana.
n Michele Bachmann tilkynnir framboð n Segir guð hafa sent sér skilaboð um að
verða skattalögfræðingur n Komst á þing þegar repúblikönum gekk sem verst
StyrkiSt á
meðan hlegið
er að henni
Björn Reynir Halldórsson
blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is
www.markisur.com
Veðrið verður ekkert vandamál.
Dalbraut 3, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
Viltu skjól á veröndina?
Eigum við ekki að hætta þessari þrjósku.
Forsætisráðuneyti Bretlands hefur
staðfest að tæplega helmingi skóla
í landinu hafi verið lokað, ýmist al-
veg eða að hluta til, vegna verk-
falls opinberra starfsmanna sem nú
stendur yfir. Fulltrúi breska kennara-
sambandsins segir að yfir 80 prósent
skóla hafi orðið fyrir barðinu á verk-
fallinu sem snertir yfir tvær milljónir
nemenda.
Yfir 750.000 opinberra starfs-
manna eru nú í verkfalli og segja
stjórnvöld að um helmingur félags-
manna taki þátt í aðgerðunum.
Starfsmennirnir mótmæla launa-
lækkunum og eru ósáttir við að
efnahagskreppan sem þeir ollu ekki
bitni nú á þeim en David Cameron
sagði hins vegar þessar launalækk-
anir vera sanngjarnar en verkalýðs-
forkólfar segja engin merki um að
ríkisstjórnin vilji koma til móts við
opinbera starfsmenn. Ed Miliband,
leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði
verkfallsaðgerðirnar ósanngjarnar
þegar samningaviðræður stæðu yfir
en hann gagnrýndi þó einnig ríkis-
stjórnina og sagði fulltrúa hennar
hafa komið fram á ögrandi og skeyt-
ingarlausan hátt. Þannig hefðu bæði
ríkisstjórnin og opinberir starfs-
menn brugðist fólkinu.
Aðgerðirnar ná yfir allt Bretland
og hafa víðtæk áhrif. Yfir 90 pró-
sent lögreglustarfsfólks sem sér um
að svara almenningi mættu ekki til
vinnu og 75 prósent lögregluvarða
við Westminister-höll mættu ekki
á vakt. Truflanir hafa einnig verið á
réttarhöldum vegna verkfalla starfs-
manna í dómshúsum. Þá hafa starfs-
menn skoska þingsins lagt niður
vinnu, öll söfn í Wales eru lokuð og
tafir á flugi til Norður-Írlands eru lík-
legar vegna verkfallanna.
Bretland: Opinberir starfsmenn í verkfall:
Skólar lokaðir
Opinberir starfsmenn Bretar
mótmæla skertum kjörum.