Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Page 31
Umræða | 31Helgarblað 1.–3. júlí 2011
Einar Þ. Samúelsson ætlar að
hjóla hringinn og safna fé fyrir Kristin
Guðmundsson, frænda sinn, sem berst
við MND-sjúkdóminn. Einar leggur af
stað laugardaginn 2. júlí.
Hver er maðurinn?
„Einar Þór Samúelsson, Kópavogsbúi.“
Hvaðan ertu?
„Ég er fæddur og uppalinn í Kópavogi.“
Hvaða áhugamál hefur þú?
„Fyrir utan hjólreiðarnar er það sportveiðin.
Ég stunda fiskveiðar, aðallega á flugu.“
Ertu mikill hjólreiðagarpur?
„Ég myndi ekki flokka mig sem „extreme“
hjólreiðamann en ég er líklega í efri
kantinum af áhugamanni að vera. Ég hef
hjólað í vinnuna í þrjú ár og nota hjólið sem
farartæki.“
Hvernig fékkstu þessa hugmynd?
„Þetta byrjaði þannig að ættgeng útgáfa
af þeim skelfilega sjúkdómi MND slær
niður í fjölskyldunni hjá okkur. Þrjú systkini
mömmu eru þegar greind en eitt þeirra er
einkennalaust enn sem komið er og gæti
orðið það allt sitt líf. Ég hef starfað fyrir
félagið VTB, Vinir til bjargar, sem safnar fé
til líknarmála. Við gerðum ýmislegt til að
styrkja Björgu frænku mína sem lést í byrjun
júní eftir baráttu við MND. Við söfnuðum fé
til dæmis með því að selja pylsur og gos sem
okkur var gefið. Við höfum haldið tónleika
og verið með jólakortasölu og þess háttar.
Það að hjóla hringinn var hugmynd sem ég
fékk síðasta sumar.“
Hvernig geta peningar hjálpað Kristni og
fjölskyldu?
„Þau lenda í alls konar útgjöldum. Þau þurfa
til dæmis að verða sér úti um bíl sem hentar
fyrir hjólastóla. Þar kemur Trygginga-
stofnun ríkisins inn að hluta en hinn hlutann
þurfa þau að útvega sjálf. Fólk lendir í ýmsu
svona þegar það er svona mikið veikt. Þetta
getur orðið mjög dýrt.“
Hvernig líður Kristni?
„Hann fór að fá einkenni árið 2006 og það
tók tvö ár að fá greiningu. Hann er núna
algjörlega fastur í rafmagnsstól og getur
ekki hreyft fæturna. Hann getur hreyft
hendurnar aðeins, hefur smá mátt í þeim.
Hann þarf að drekka með röri og sjúkdómur-
inn er langt kominn.“
Hvað verður þú lengi í ferðinni?
„Ég legg af stað á laugardagsmorgun
og reikna með að koma aftur í Heiðmörk
tveimur vikum síðar, á laugardegi. Ég geri
ráð fyrir því að hvíla mig í tvo daga en hjóla
hina tólf.“
Verður þú einn að hjóla?
„Ég á von á því að einhverjir hjóli með mér
af stað og svo síðasta spölinn. Ég á vinkonu
á Sauðárkróki sem ætlar að hjóla með mér
á Blönduós, svo ég fæ einhvern félagsskap.
En þótt þetta verði erfitt þá er það ekkert á
við það sem fólk með MND-sjúkdóminn þarf
að þola.“
„Mér er slétt sama.“
Gunnar Theodórsson
atvinnulaus 55 ára
„Ég hefði betur kosið Skagamenn.“
Gaga hönnuður
55 ára
„Nei, ekki sáttur. Það þarf að styrkja liðið.“
Rúnar Ingi Kristjánsson
sölumaður 19 ára
„Mjög ósáttur.“
Pétur Fletcher
atvinnulaus 20 ára
„Ég er mjög ósátt við það.“
Sandra Jónsdóttir
heimavinnandi 31 árs
Maður dagsins
Ísland er verra en Færeyjar í karlaknattspyrnu. Kalt mat?
Hátt á lofti Sumarið er tíminn til að bregða á leik. Þessir ferðalangar á tjaldsvæðinu á Flúðum brugðu á leik með stærðarinnar flugdreka. Hlýtt var í veðri þótt ekki
skorti vindinn. Nú horfir loksins til skárri vegar með veður á Norður- og Austurlandi. mynd SIGTRyGGUR ARI
Myndin
Dómstóll götunnar
M
eð Kópavogssamningnum al-
ræmda árið 1662 féll Ísland
undir danskt einveldi, undir
Friðrik III, en alvald konunga
og fursta var viðurkennt stjórnarform
þess tíma. Valdið var sagt streyma frá
Guði og niður í gegnum útvalda vald-
hafa sem voru álitnir hafa guðlegan rétt
til valdsins. Smám saman fóru menn að
efast um þessa skipan og í kjölfar upp-
lýsingarinnar og frjálslyndisstefnunn-
ar kom fram sú kenning að valdið væri
þvert á móti sprottið frá fólkinu sjálfu
sem hefði gert með sér samkomulag
– svokallaðan samfélagssáttmála eins
og Rousseau orðaði það – um að fela
fulltrúum sínum að fara með sameig-
inleg mál. Á þessari einföldu hugafars-
breytingu byggði lýðræðiskrafan sem
varð að þeirri áhrifamiklu bylgju frjáls-
lyndisstefnunnar sem feykti einvöldum
konungum frá völdum – í Frakklandi og
svo út um alla Evrópu.
Horfin tíð
Hugmyndastraumar lýðræðisbylt-
ingarinnar náðu til Danmerkur á nítj-
ándu öld og grófu undan yfirþjóðlegu
ríki konungs – þar til einveldið lagð-
ist loks endanlega af um miðja öldina.
Eldri stjórnarskrár Evrópu endurspegla
margar enn togstreitu nítjándu aldar
og finna má leifar einveldisins í valda-
litlum konungsfjölskyldum víða um
Evrópu sem aðeins fara með formlegt
hlutverk en standa í reynd utan við al-
menna valdakerfið. – Einskonar tákn-
mynd fyrir löngu horfna tíð.
Sjálfstæðisbarátta Íslands var háð
á þessum grundvelli. Lýðveldistak-
an árið 1944 markar endalok erlends
yfirvalds og lögskilnað við dönsku
krúnuna. Þjóðkjörinn forseti kom í
stað dansks konungs en að öðru leyti
var litlu breytt. Að formi til endurspegl-
ar stjórnarskráin enn þessa gömlu tog-
streitu – á milli einvaldsins og fulltrúa
fólksins.
Flokkunarfræði
Stjórnmálafræðingum þykir gaman að
flokka fyrirbæri og nokkur sátt er orð-
in um flokkun helstu stjórnkerfa. Sem
skiptast í grófum dráttum í hreint for-
setaræði (presidential government –
Bandaríkin), forsetaræði með undir-
settum forsætisráðherra – Rússland),
hálf-forsetaræði (semi-presidential go-
vernment – Frakkland, Finnland fyrir
2000), þingræðislýðveldi (parliament-
ary republic – Austurríki, Ísland, Írland,
Þýskaland og Finnland nú) og kon-
ungsþingræði (parliamentary mon-
archy – Holland, Bretland, Svíþjóð,
Danmörk, Noregur).
Einn vandinn við að greina stjórn-
kerfi er að eldri stjórnarskrár sem urðu
til við hægfara umskipti frá einveldi
til fulltrúalýðræðis endurspegla ekki
nægjanlega vel þá stjórnkerfisbreyt-
ingu sem orðið hefur eftir að nýtt lýð-
ræðiskerfi festist í sessi. Þannig eru
konungar og aðrir arftakar hins horfna
einveldis sagðir framkvæma ýms-
ar stjórnarathafnir sem þeir hafa ekki
lengur með höndum. Í íslensku stjórn-
arskránni er forseti til að mynda sagður
skipa ráðherra, skipta með þeim störf-
um og veita þeim lausn, rjúfa Alþingi
sem og að gera þjóðréttarsamninga við
önnur ríki. Ekkert af þessu hefur hann
þó raunverulega með höndum. Enda
segir stjórnarskráin einnig að forseti sé
ábyrgðarlaus að stjórnarathöfnum og
að ráðherrar framkvæmdi vald forseta.
Þingræðislýðveldi ...
Þrátt fyrir þessa arfleifð sem birtist í
leppsorðalaginu – sem notað var til að
raungera lýðræðisbreytinguna á borði
en ekki endilega í orði – fellur íslenska
lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 klár-
lega í flokk þingræðislýðvelda, eins og á
við um fleiri ríki sem brutust undan er-
lendum konungsveldum á öldum lýð-
ræðisbylgjunnar miklu.
Í þingræðislýðveldum fer fjölskipuð
ríkisstjórn með framkvæmdarvaldið
en forseti gegnir áfram hlutverki þjóð-
höfðingja en er þó ekki eiginlegur hluti
af hinu almenna pólitíska valdi.
... ekki forsetaþingræði
En vegna hinnar formlegu stöðu for-
setaembættisins – sem á sér semsé
skýringar í hægfara viðskilnaði við evr-
ópska einveldið á nítjándu öld – hef-
ur þess misskilnings stundum gætt að
hér á landi sé við líði hálf-forsetaræði
(e. semi-presidential government) eða
forsetaþingræði eins og prófessor Svan-
ur Kristjánsson þýddi hugtakið. Það er
þó bæði af og frá.
Hugtakið hálf-forsetaræði (semsé
forsetaþingræði í þýðingu Svans) kem-
ur frá stjórnmálafræðingnum Mau-
rice Duverger og var notað til að lýsa
franska stjórnkerfinu. Öfugt við það
sem þekkist hér á landi er franski for-
setinn helsti stjórnmálaleiðtogi lands-
ins en deilir ríkisforystunni með for-
sætisráðherra. Vandi slíkra kerfa er
einkum óstöðugleiki, óljós ábyrgð og
stjórnmálin eiga það til að lamast í
gagnkvæmum ásökunum á milli þátta
hins klofna framkvæmdavalds – eins
og til að mynda á Srí Lanka. Önnur ríki
sem búa við hálf-forsetaræði/foseta-
þingræði eru til að mynda Haítí, Pal-
estína, Kína og Alsír.
Í upphafi starfs stjórnlagaráðs fór-
um við í B-nefndinni, sem fjallar um
stjórnskipunina, yfir öll fær stjórnkerfi.
Sum okkar vorum skotin í að taka hér
upp hreint forsetaræði, aðrir reifuðu
möguleikann á hálf-forsetaræði/for-
setaþingræði, þó svo að verulegir ágall-
ar séu á slíkum kerfum, en á endan-
um var ákveðið að vinna áfram innan
ramma þingræðislýðveldisins. Kerfið
þarf að endurspegla þá staðföstu skip-
an valdið sprettur frá fólkinu í landinu.
En komi ekki að ofan.
Þingræðislýðveldi
„Að formi til
endurspeglar
stjórnarskráin enn þessa
gömlu togstreitu – á milli
einvaldsins og fulltrúa
fólksins.
Kjallari
dr. Eiríkur
Bergmann
Hjólar til
góðs