Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Qupperneq 44
44 | Fókus 1.–3. júlí 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... mælir ekki með... HLJÓMPLATA Ég trúi á þig „Þessi tilraun Bubba finnst mér skemmtileg, að gefa út sálarplötu, þótt hún hafi ekki alveg verið fullkomin.“ Birgir Olgeirsson KviKMynd Bridesmaids „Ég hafði heyrt utan að mér að myndin væri góð en ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hversu góð hún væri.“ Viktoría Hermannsdóttir BÓK Sláttur „Sláttur er frambæri- legt og fínlega skrifað verk.“ Kristjana Guð- brandsdóttir BÓK Allt á floti „Það er gaman að þeim stílbrögðum sem Kajsa beitir til þess að draga upp ýkta mynd af útlits- dýrkandanum og margt í fari Stellu Friberg þekkjum við sjálfsagt í mýflugumynd í kringum okkur.“ Kristjana Guðbrandsdóttir BÓK Engan þarf að öfunda „Fyrir áhugafólk um framandi menn- ingarheima eða Norður-Kóreu ætti bókin að vera skyldulesning þrátt fyrir hversu illa þýdd hún er.“ Aðalsteinn Kjartansson Elísabet Björgvinsdóttir fatahönnuður Hvaða bók ertu að lesa? „Ég var að klára að lesa ævisögu Coco Chanel, sem er stórkostleg og veitti mér mikinn innblástur.“ Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt? „Laundromat fyrir börnin, Kaffismiðjan fyrir langbesta kaffið.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Ég er að hlusta á tónlist úr öllum áttum vegna mikils karókíæðis þessa dagana og er komin með heilu „play“-listana.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég ætla að vera á Pop-Up verzlun á laugardeginum á Trúnó sem er stað- settur á Laugavegi 22 með Babette-skó- hlífarnar mínar og fleira fínerí ásamt fleiri flottum hönnuðum. Á sunnudeginum verður svo fjölskyldudagur, afmæli og fleira skemmtilegt.“ Ferð þú í sumarfrí? „Já, þegar strákarnir mínir fara í sumarfrí þá tek ég smásumarfrí frá vinnu og við munum njóta okkar í júlísólinni innanlands, það verður yndislegt.“ Laundromat & Kaffsmiðjan S vört, flegin peysa. Svartur jakki. Svartar buxur. Dökkt hárið tekið til hliðar. Sjálf- stæðar krullur. Gunnlaugur Egilsson ballett- dansari hefur dansað mörg hlut- verkin víða um heim en stærsta hlutverkið er tiltölulega nýhafið. Dóttir hans og Gunnar Von Matern kom í heiminn fyrir nokkrum mán- uðum. Hún heitir Tinna Vigdís í höf- uðið á ömmum sínum. Fjölskyldan dvelur á Íslandi um tíma en heimilið er þó í Stokkhólmi. Gunnlaugur bjó um árabil í mið- bænum en nú er heimilið lítil íbúð í gömlu húsi í herragarðsstíl í ná- grenni vatns og skógar. Það tekur um 25 mínútur að fara með lest inn í miðborg Stokkhólms. Hann rifjar upp fyrstu kynni þeirrar Gunnar. „Mamma hennar er í Heimilistónum sem var með tón- leika fyrir þremur árum í Iðnó. Ég var beðinn um að vera gógó-dansari og ég hitti Gunni baksviðs.“ Hann segir þetta hafa verið ást við fyrstu sýn. Gunnlaugur segir að lífið hafi breyst til hins betra eftir að hann varð pabbi. „Það þarf meiri fyrir- hyggju og það er ákveðin naflaskoð- un í því. Mér finnst þetta mjög þægi- leg og tímabær breyting.“ Um dóttur sína segir Gunnlaug- ur: „Hún er svakalega ákveðin og óþolinmóð en samt sjálfri sér nóg. Við vorum með hana í ungbarna- sundi og hún er mjög flink.“ Lógísk blanda Gunnlaugur segist hafa verið fimm ára þegar hann sá ballett dansað- an í fyrsta skipti. Faðir hans, Eg- ill Ólafsson tónlistarmaður, samdi tónlistina við verkið „Ég dansa við þig“ eftir Joch en Ulrich sem Ís- lenski dansflokkurinn setti upp. „Mér fannst eitthvað skemmtilegt við það.“ Vinkona Gunnlaugs fór í inn- tökupróf hjá Listdansskóla Þjóðleik- hússins þemur árum síðar og hann ákvað að prófa líka. Hann komst inn og voru tveir strákar til að byrja með í skólanum en síðar var Gunnlaug- ur sá eini. „Þetta er ekki mjög félags- leg listgrein; maður mætti í tíma og þurfti í rauninni ekki að segja neitt. Maður var ekkert að ræða hlut- ina þegar maður kom inn í æfinga- salinn. En mér fannst umhverfið í kringum ballettinn heillandi; leik- húsið og tónlistin. Þetta var svo ab- strakt. Að búa eitthvað til. Ég var búinn að vera baksviðs í Þjóðleik- húsinu, þar sem mamma var leik- kona, og á tónleikum með pabba og ég vissi hvað þessi heimur var; kannski ekki dansheimurinn en mér fannst hann lógísk blanda af leik- húsinu og tónleikunum.“ Hann segir að áhuginn hafi kom- ið og farið. „Þegar ég var á aldrinum 13 til 15 ára var þetta kannski ekki alveg málið. Ég hafði lært á fiðlu og klarinett en varð að hætta því, því ég hafði ekki tíma fyrir þetta allt. Ég hafði gefið það upp á bátinn þann- ig að ég ætlaði að sjá hversu langt ég gæti farið með dansinn.“ Það var mikið æft. Fyrst fór hann í ballett- skólann tvisvar í viku, svo þrisvar og þegar hann var um 12 ára fór hann í skólann á hverjum degi í um einn og hálfan klukkutíma á dag; á virkum dögum og laugardögum. Hann var eini strákurinn í ball- ettskólanum á þessum árum þann- ig að það var engin samkeppni. „Það var sama hvort ég var slæm- ur eða góður; það gat enginn ann- ar strákur dansað strákahlutverkið í skólasýningunum. Ég hætti ekki að dansa og gafst ekki upp af því að það var keppnismál fyrir mig að halda áfram. Það var einhver dulúð yfir dansheiminum. Ég ákvað á ung- lingsárunum að hella mér annað- hvort út í dansinn eða gera eitthvað annað.“ Hann ákvað að hella sér út í dansinn. 16 ára gamall flutti hann til Noregs þar sem hann var í námi um tíma og tók síðan inntökupróf í ball- ettskóla í Stokkhólmi og komst inn. 16 ára á eigin fótum „Það var sjokk að þurfa að standa á eigin fótum. En það var samt spenn- andi. Það var kannski erfiðast að missa vini og hitta ekki fjölskylduna en ef ég mætti breyta einhverju í dag þá myndi ég ekki breyta neinu. Það var mjög þroskandi að standa á eig- in fótum og flytja til annars lands. Það er eitthvað sem maður græddi á.“ Hann talaði um sjokk. „Það sem skilgreinir mann er fólkið í kringum mann þannig að þegar það er ekki nálægt þá þarf maður svolítið að skilgreina sjálfan sig upp á nýtt.“ Hann segist hafa dansað svolítið eins og stelpa þar sem samnemend- ur hans í ballettskólanum á Íslandi voru mest stelpur. „Ég þurfti að læra alls konar tæknileg atriði sem eru fyr- ir karldansara og ég vildi ná jafnöldrum mínum. Fyrsta árið fór svolítið í það. Um leið var ég með svo- lítið sem jafnaldrar mínir í Svíþjóð höfðu ekki en ég hafði getað lifað sem venjuleg- ur unglingur.“ Hann segir að víða erlend- is tíðkist það að ung- lingar í ballettnámi búi í heimavistar- skólum þar sem er strangur agi og oft lítill tími fyrir annað og fólk sé oft að taka út einhvern þroska þegar það er komið á þrítugsaldur. Hann var í skólanum í þrjú ár og útskrifaðist með stúdentspróf. Þau voru um 30 í bekknum og hann segist halda að í dag vinni þrír aðrir sem ballettdansarar. Persónulegur sigur 19 ára hélt Gunnlaugur til Kanada þar sem hann bjó í eitt ár. Hann var í framhaldsnámi við National Ballet School of Canada og sýndi með National Ballet of Canada. Síðan lá leiðin til Genf í Sviss þar sem hann bjó í tvö ár. „Það var gam- an að öðlast meiri víðsýni og sjá mis- munandi kúltúr. Svisslendingarnir í Genfarballettflokknum voru mjög nákvæmir og það mátti helst ekki breyta neinu. Í raun og veru varð ég fyrir ákveðnum vonbrigðum með dansheiminn þegar ég loksins steig inn í hann. Stjórnandi ballettflokks- ins í Genf var alls ekki músíkalskur að mínu mati. Maður gat ekki sagt það við hann en maður reyndi að ýja að því. Maður átti að gera eitthvað en hann gat ekki útskýrt hvað hvað tón- listina varðar. Við vorum mikið á sýningarferða- lögum en eftir ákveðinn tíma langaði mig ekki til að búa í ferðatösku. Það var kannski komið heim í tvær vikur og svo var farið út um allar trissur. Við fórum í rútum um Evrópu og einu sinni fórum við til Kína þar sem við vorum í mánuð. Þetta var gaman en maður varð þreyttur á því að hafa aldrei almennilegan samastað.“ Gunnlaugur ákvað að freista gæf- unnar í Svíþjóð og flutti til Stokkhólms þegar hann var 21 árs. „Það var gam- an að koma aftur til Stokkhólms og það var ákveðinn per- sónulegur sigur að komast í Konunglega sænska ballettinn.“ danshöfundurinn Gunnlaugur hefur dansað með hléum við Konunglega sænska ballettinn í Stokkhólmi. Lögð er áhersla bæði á klassískan ballett og nútímadans. „Sumir vilja bara rjómakökuballetta. Það verður að vera til líka en það seg- ir samt ekki að ekki sé hægt að gera eitthvað framsækið.“ Gunnlaugur hefur samið fjölda dansverka – bæði löng og stutt. Hann var í hljómsveit um tíma þar sem hann spilaði á klarinett. Hann segir þetta hafa verið vísnapoppband sem hét Stackars Lajka. Pönkað vísna- popp. Hann samdi m.a. dansverk með hljómsveitina í huga og bæði spilaði og dansaði. „Við spiluðum á pöbbum og gufubátum og fórum í tónleikaferðalag. Hugmyndin var að þetta væri hálfgerður sjóræningja- hópur; við vorum átta í hljómsveit- inni en stundum gátu ekki allir mætt. „Það var gaman að kynnast þessari hlið en balletthúsið er lokaðri og ag- aðri heimur. Hljómsveitarmeðlim- irnir komu í óperuhúsið og sumum ballerínunum fannst vera svitalykt af þeim. Svo var einn alltaf í trékloss- um.“ Gunnlaugur hefur líka sam- ið dansverk fyrir nýsirkushóp sem hann dansaði með. Hann hefur samið dansverk í klassískum stíl sem og nútímaverk. Hann samdi m.a. verk sem var sýnt hér á landi þar sem dansarar voru Gunnlaugur Egilsson, sem hlaut Grímuverðlaunin í ár sem besti dansarinn, flutti til Svíþjóðar 16 ára til að stunda ballettnám. Nú er hann 32 ára, hefur verið atvinnudansari í fjölda ára og honum býðst að fara á eftirlaun eftir 10 ár. Hann líkir ballett við íþrótt og listgrein sem er bæði stöðnuð og framsækin. Hann líkir ballett líka við ljóð. MEitluð lú „Hún er svakalega ákveðin og óþolin- móð en samt sjálfri sér nóg. Við vorum með hana í ung- barnasundi og hún er mjög flink.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.