Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Qupperneq 46
J óga er í eðli sínu mjúkt á með- an ballett krefst meiri aga. Ball- ett snýst um að fullkomna lík- amsstöðuna á meðan að í jóga gerir þú eins og þú getur. Þú pínir aldrei líkamann í jóga. En hvort tveggja gefur mikinn styrk,“ segir Unnur Elísabet Gunnarsdóttir ball- ettdansari og jógakennari. Unnur kennir á nýju ballett-jóga námskeiði sem er haldið á Eiðistorgi í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og hefst þann 4. júlí næstkomandi. Á námskeiðinu verða gerðar ball- ettstyrktaræfingar og jógaæfingar í bland. Jóga byggir upp Unnur hefur dansað ballett frá barn- æsku. Hún komst inn í konunglega sænska ballettskólann og nam dans- listir þar frá 15 ára til 18 ára aldurs. Hún kynntist jóga í Svíþjóð og heill- aðist af því. Þegar hún kom heim til Íslands úr námi þá leiddi hún hug- ann enn frekar að jóga í kjölfar alvar- legra meiðsla. „Ég dansaði með Íslenska dans- flokknum þegar ég kom heim úr námi, en því miður þá meiddist ég alvarlega. Ég sleit lærvöðva og þurfti að fara í viðamikla aðgerð. Sú aðgerð misheppnaðist og það þurfti að leið- rétta þau mistök. Þetta var langt og strembið ferli og reyndi á sál og lík- ama. Það var því gott fyrir mig að búa að því að geta iðkað jóga því það byggir mann upp bæði andlega og líkamlega. Ég mæli með því fyrir alla þá sem þurfa að takast á við ein- hverja erfiðleika.“ Líkamlegt jóga Unnur lærði kundalini og hatha jóga og segist iðka jóga á hverjum degi. „Ég nota jóga á hverjum degi, ég geri ekki endilega jógaæfingar á hverjum degi en nota öndunartækni og það hugarfar sem jóga krefst. Ég lærði kundalini og hatha jóga. Kundalini er mjög andlegt jóga en í þessu námskeiði þá er áherslan lík- amleg. Við förum ekki með möntr- urnar en ég tala um þær á meðan við gerum erfiðar æfingar, þannig fylgir hugarfarið,“ segir Unnur. Hugrekkið eflt með jóga Unnur segir styrktaræfingarnar úr ballettnum svipaðar þeim sem not- aðar eru í jóga. „Í þessu námskeiði eru ekki gerðar ballettæfingar en styrktaræfingarnar taka mið af ýms- um ballettstöðum. Þær eru gagnlegar vegna þess að gífurleg áhersla er lögð á styrk út frá miðju í ballett. Kviður og bak ballettdansara er uppistaðan og í jóga þá kenna fræðin að þar sé mikil- vægasta orkustöðin, sólarplexusinn. Þannig sameinast þetta tvennt,“ bæt- ir hún við. Sólarplexusinn er mjög mikilvæg orkustöð, sé hún sterk þá gefur hún okkur áræðni og dug. Hug- rekki, ef svo má segja, sem er ein undirstaða þess að við getum fundið innri ró.“ Jóga losar um tilfinningar Unnur segir jógaæfingar losa um miklar tilfinningar í fólki og stundum fer fólk að gráta í tímum hjá henni eða fær hláturskast. Þá sér í lagi þeg- ar hún kennir jóga þar sem farið er með möntrur og fólk gefur eftir. „Við erum svo full af streitu að ósjálfrátt bælir fólk niður tilfinningar sínar. Það andar grunnt og safnar streitu. Það þarf ekki mikið meira en að anda rétt, ofan í maga og ofan í lungu og sleppa streitunni og þá líður fólki strax svo miklu betur. Það er ósköp eðlilegt að það losni um alls kyns til- finningar við það að stunda jóga, fólk fer oft að gráta eða hlæja og oft er það hreinlega æskilegt.“ Reykjavík er lítil og brjáluð borg Þurfa þá ekki flestir Íslendingar að fara í jóga? „Ég held að það væri heillaráð,“ segir Unnur og hlær. „Það er svo mikið stress hér í borginni og ég finn mikinn mun á til dæmis Reykjavík og Stokkhólmi sem er auðvitað stór- borg. Þar er mun rórra yfir fólki. Ég held að streitan sé svona mikil vegna þess hversu lítil borg þetta er, hér getur fólk gert svo margt á skömm- um tíma. Í Stokkhólmi er það ekki hægt, þar þarf að velja og hafna og halda sig við valið því vegalengdirn- ar eru svo miklar. Reykjavík er lítil og brjáluð borg.“ Íslendingar taka þetta á hörkunni Unnur segir það líka einkenna Ís- lendinga að nálgast jóga með svolítið skemmtilegu viðhorfi. „Þeir eru svo- lítið óþolinmóðir,“ segir hún og bros- ir. „Ef þeir geta ekki gert einhverja eina æfingu, þá einblína þeir á hana og taka það nærri sér í stað þess að huga að öllu því sem þeir geta gert. Það er eins og með lífið sjálft, það er betra að einbeita sér að því sem við gerum vel.“ Allir geta verið með En er þetta erfitt, geta allir gert þetta? „Mig langar til þess að allir geti gert þetta en þetta eru vissulega krefjandi æfingar,“ segir Unnur. „Jóga er þannig að það eiga allir að geta verið með og ef þú getur ekki gert æf- inguna þá gefurðu bara eftir og gerir eins og þú getur.“ 46 | Lífsstíll 1.–3. júlí 2011 Helgarblað Engin heilsubót fólgin í því að drekka sykurlausa gosdrykki: Sykurlausir gosdrykkir eru fitandi Goðsögnin um það að sykurlausir gosdrykkir séu betri fyrir heilsu fólks en sykraðir á ekki við rök að styðjast ef marka má umfangsmikla banda- ríska rannsókn á áhrifum sykur- lausra gosdrykkja. Rannsóknin tók yfir tíu ára tímabil og fylgst var með 474 eldri borgurum og drukku sum- ir þeirra sykurlausa gosdrykki, aðrir sykraða og enn aðrir enga gosdrykki. Niðurstöðurnar voru kynntar á vegum bandarísku sykursýkissam- takanna og sýndu að magafita hafði aukist 70 prósent meira hjá þeim sem drukku einn sykurlausan gosdrykk á dag en hjá þeim sem ekki snertu slíka drykki. Mittismál þeirra sem drukku tvo sykurlausa gosdrykki á dag jókst fimmfalt á við hjá þeim sem neyttu engra og um leið jókst áhættan á syk- ursýki, hjartasjúkdómum, krabba- meini og öðrum alvarlegum heilsu- farslegum kvillum. Ástæða aukins mittismáls og magafitu er rakin til þess að í sykur- lausum gosdrykkjum eru sætuefni, svo sem aspartam, asesúlfam K og xýlitol. Slík sætuefni geta haft þau áhrif að matarlyst eykst þar sem ólíkt sykri er engin næring í þeim. „Þessi gögn sýna okkur að sykur- lausir gosdrykkir eru ekki heilsuvara og ekki ætti að auglýsa þá sem slíka. Þeir eru kannski hitaeiningasnauð- ir en ekki án heilsuspillandi áhrifa,“ sagði Helen P. Hazuda, einn að- standenda rannsóknarinnar. Sykurlausir gosdrykkir Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að neysla á sykurlausum gosdrykkjum getur haft slæm áhrif á heilsu fólks. Ristuð sólblómafræ Sniðugur og hitaeiningasnauður millibiti eru sólblómafræ sem hafa verið ristuð í ofni með kanil og ca- yenne-pipar. Uppskriftin er bæði einföld og fljótleg. Setjið einn bolla af sólblómafræjum á bökunarplötu. Kryddið með hálfri teskeið af ca- yenne-pipar, hálfri teskeið af kanil og einum fjórða teskeið af sjávar- salti. Hitið ofninn í 180°C og bakið í fimm til sjö mínútur. Mikilvægt er að hafa augun á ofninum til að passa að fræin brenni ekki við. Látið kólna og stelist svo í á milli mála. Sólarplexus Sólarplexus er hugtak sem jógaaðdá- endur þekkja vel. Hann er orku- stöð sem staðsett er rétt fyrir neðan bringubeinið eða rifbeinin og margar jógastöður tengjast því að opna hann. Sólarplexus hefur með persónuleg- an styrk, athafnasemi og metnað að gera. Hann tengist hugarafli og það er þar sem orkustöð áhyggja, kvíða og ótta er staðsett. Þegar þessi orku- stöð er í jafnvægi hefur manneskjan mikla sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðrum ásamt því að vera mann- blendin og afslöppuð. Orkustöðin er mikilvæg fyrir þá sem eru næmir fyrir tilfinningum annarra og mikil- vægt er að vernda hana. Úr henni geta aðrir orkufrekir einstaklingar dregið orku frá þér, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Ójafnvægi í sólarplexus er talið geta valdið bak- flæði, sykursýki, lifrarvandamálum og síþreytu. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir ballettdansari kennir jóga: Spergilkál er spennandi! Spergilkál er sérlega hollt og inni- heldur mikið af c-vítamíni og einnig A–, B– ig E-vítamín, kalk og járn. En soðið spergilkál er ekki spennandi kostur. Það býður enda upp á mun skemmtilegri eldamennsku. Ótal leiðir eru til þess að gera spergil- kálið að spennandi kosti. Það má til dæmis snöggsteikja spergilkál með möndluflögum, blaðlauk, engifer eða chili. Það er líka góð hugmynd að bragðbæta spergilkálið til dæmis með sítrónu eða appelsínusafa, eða góðri olíu og parmesanosti. „Það er ósköp eðli- legt að það losni um alls kyns tilfinningar við það að stunda jóga, fólk fer oft að gráta eða hlæja og oft er það hrein- lega æskilegt Jóga byggir upp Unnur dansaði með Íslenska dansflokknum en meidd- ist alvarlega. Hún sleit lærvöðva og þurfti að fara í viðamikla aðgerð. Þá fannst henni gott að búa að því að geta iðkað jóga. „Ég mæli með því fyrir alla þá sem þurfa að takast á við einhverja erfiðleika.“ Jóga losar um tilfinningar Ballett-jóga „Ballett snýst um að full- komna líkamsstöðuna fyrir framan spegil á meðan í jóga gerir þú eins og þú getur,“ segir Unnur Elísabet sem kennir ballett-jóga. Stressaðir Íslendingar Unnur segir Íslendinga oft einblína á það sem þeir geta ekki frekar en það sem þeir gera vel. Í jóga læra þeir að einblína á heildina. Mikilvægt að sleppa streitunni „Það þarf ekki mikið meira en að anda rétt, ofan í maga og ofan í lungu og sleppa streitunni og þá líður fólki strax svo miklu betur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.