Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Blaðsíða 50
Þ að er langt síðan ég hef séð svona mikinn snjó á Laugaveginum, sérstak- lega í Hrafntinnuskeri og nágrenni,“ sagði Hjalti Björnsson leiðsögumaður í sam- tali við DV. Þegar samtalið fór fram var Hjalti nýkominn til byggða eftir að hafa leitt fyrstu ferð sumarsins um Laugaveginn milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur fyrir Ferða- félag Íslands. Laugavegurinn er vinsæl- asta gönguleið á Íslandi og Land- mannalaugar fjölsóttasti áfanga- staður á hálendi Íslands. Margir voru því orðnir langeygir eftir að leiðir inn á svæðið væru opnað- ar en það dróst óvenjulega lengi vegna snjóþyngsla á leiðinni í Landmannalaugar. Hjalti sagði að ekki væri neinn snjór í Landmannalaugum en á gönguleiðinni sjálfri væri óvenju- mikill snjór eftir að komið er upp fyrir brúnir ofan við Brennisteins- öldu. Um Hrafntinnusker og allt suður á brúnir fyrir ofan Álftavatn er snjór mun meiri en verið hefur undanfarin sumur. Hin fjölmörgu gil og skorningar sem einkenna landslagið á þessum slóðum standa fyrir vikið sléttfull af snjó og má því segja að þessi snjóalög auðveldi för manna. Hjalti nefndi sem dæmi að djúpt gil ofarlega í Jökultungum ofan Álftavatns hefði staðið nær fullt af snjó og gönguhópurinn fór yfir Grashagakvísl og Bratthálskvísl á snjóbrúm og slapp því að vaða. Hjalti sagði að Laugavegurinn væri ekki síður heillandi í þessum aðstæðum en hópurinn var mjög heppinn með veður og gengu í sól- skini og hægum norðan andvara en svölu veðri nær allan tímann. Þessi fyrsti gönguhópur á Laugaveginum þetta sumar á veg- um Ferðafélags Íslands lenti í nokkuð óvenjulegu sviðsljósi því Gísli Einarsson umsjónarmað- ur hins vinsæla sjónvarpsþátt- ar Landinn fylgdi hópnum ásamt tökumanni fyrstu dagleiðina úr Landmannalaugum og í Hrafn- tinnusker, myndaði og tók viðtöl við þátttakendur, skálaverði og far- arstjóra. Afraksturinn mun verða sýndur í Landanum á sunnudag. 50 | Lífsstíll 1.–3. júlí 2011 Helgarblað Þrálát norðanátt og úfinn sjór Samkvæmt fréttum sem berast norðan af Hornströndum eru aðstæður þar ekki reglulega hagstæðar ferðamönnum. Þrálát norðanátt hefur verið á Vestfjörðum undan- farnar vikur. Heimamenn í Ófeigsfirði lýstu veðurfari svo fyrir síðuskrifara að lofthitinn væri að jafnaði 3 til 5 gráður, þokukúfar lægju á fjöllum og norðanáttin blési 7 til 10 metra á sekúndu að jafnaði. Úrkoma er ekki mjög mikil en þó ekki alveg þurrt heldur súld og úði í vindinum. Sjólag við austanverðar Hornstrandir er með erfiðasta móti og Reimar Vilmundarson sem annast reglulegar siglingar úr Norðurfirði til Hornbjargsvita og Reykjarfjarðar hefur þurft að aflýsa ferðum hvað eftir annað vegna þess hve sjór er úfinn og erfitt að lenda. Suma daga hefur Reimar ekki getað lent í Reykjarfirði sem er þó að jafnaði einn skásti lendingarstaðurinn á þessu svæði. Á vefsíðunni litlihjalli.is sem flytur fréttir af Ströndum, sérstaklega Trékyllisvík og Norður- firði, má lesa um þetta erfiða tíðarfar. Ferðum á vegum Ferðafélags Íslands um þetta svæði hefur sumum verið aflýst og þannig var til dæmis um bakpokaferð sem fara skyldi úr Norðurfirði til Reykjarfjarðar og var fyrirhugað að hefja göngu um helgina. Þeirri ferð hefur verið aflýst þrátt fyrir að hún væri fullbókuð þar sem Ferðafélagsmenn töldu ekki forsvaranlegt að leiða fólk í margra daga tjaldútilegu við svo erfiðar aðstæður sem búast hefði mátt við á svæðinu. Þetta virðist því ætla að verða erfitt sumar fyrir þá sem starfa við ferðaþjónustu og flutn- inga á þessu vinsæla landsvæði. Hornstrandir treysta sig stöðugt í sessi sem vinsæll áfanga- staður enda býr þetta hrjóstruga eyðiland yfir einstökum töfrum og margt í náttúrufari og aðstæðum þar á sér enga hliðstæðu á Íslandi og varla í heiminum. „Það er langt síðan ég hef séð svona mikinn snjó á Laugaveginum, sérstaklega í Hrafn- tinnuskeri og nágrenni. Óvenjumikill snjór á Laugaveginum Fréttir af fjöllum Ferðafélag Íslands eykur umsvif sín jafnt og þétt enda nýtur félagið aukins áhuga á göngu- ferðum og útivist og stóraukinnar þátttöku í blómlegu starfi félagsins. Á dögunum bárust fréttir af því að Ferðafélag Íslands hefði keypt alla skála og aðstöðu í Húsadal í Þórsmörk af fyrirtækinu Kynnisferðum. Þetta er meðal stærstu fjárfestinga félagsins frá upphafi en með þessu treystir félagið mjög stöðu sína við Laugaveginn, vinsælustu gönguleið landsins. Miklar vonir eru einnig bundnar við að göngubrú sem Alþingi samþykkti í vetur að fela Vegagerðinni að byggja yfir Markarfljót við Húsadal auki komur á svæðið og renni fleiri og styrkari stoðum undir starfsemina í Húsadal. Ferðafélag Íslands hefur lagt ríkan skerf fram í uppbyggingu Þórsmerkur sem áfanga- staðar ferðamanna. Félagið reisti skála í Langadal fyrst árið 1954 og hefur bætt við þá aðstöðu jafnt og þétt síðan og segja má að það sé annar höfuðáfangastaður Þórs- merkurfara og hafi verið um langa hríð. Nú bætist Húsadalur við og þá verða Ferðafélagið og Útivist einráð á þessu sviði í Þórsmörk en Útivist rekur myndarlega aðstöðu í Básum á Goðalandi. Við þetta bætist svo að Ferðafélagið gerði á dögunum samning um yfirtöku rekstrar gistingarinnar í Hornbjargsvita. Sá samningur er gerður til 10–15 ára og með honum má segja að Ferðafélagið nái langþráðri fótfestu á Hornströndum en félagið hefur leitt ferðamenn um svæðið undanfarin 30 ár við góðar undirtektir. Ferðafélag Íslands tekur við rekstr- inum á Hornbjargsvita um miðjan júli en fær lyklavöldin í Húsadal á hausti komanda. Húsadalur og Hornbjarg Kirkjan og hvönnin Á Stað í Aðalvík sinnir átthagafélag brottfluttra kirkjunni af alúð. Þetta þótti hálfgert rýrðarbrauð um aldir en samt segja fornir máldagar frá bjarndýrsfeldi góðum sem kirkjan átti. Í dag ræður hvönnin ríkjum og eins og myndin sýnir er hún sein til á köldu vori. Sólskin í Miðvík í Aðalvík Þegar veðrið á Hornströndum er gott þá er það betra en víðast hvar annars staðar. Hér sitja ferðalangar, sem daginn áður óðu Atlastaðaós skjálfandi af kulda, á drumb í sólskini í Miðvík í Aðalvík með Rit í baksýn. Sólskinið og lognið minna meira á aðstæður á erlendri baðströnd en sandfjöru norður undir heimskautsbaug. Stóraukin þátttaka Ferðafélagið treystir stöðu sína við Laugaveginn, vinsælustu gönguleið landsins. Páll Ásgeir Ásgeirsson Útivist Laugavegi 178 - Sími 562 1000 - utivist.is GönGuferðin þín er á utivist.is dv e h f. / da ví ð þó r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.