Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 54
54 | Sport 1.–3. júlí 2011 Helgarblað
M
anchester United gekk á
miðvikudaginn frá kaup-
um á markverðinum
Dav id de Gea frá Atlético
Madrid. Kaupin hafa leg-
ið lengi í loftinu en Sir Alex Ferguson
tilkynnti í lok maí að markvörðurinn
ungi væri á leið til liðsins. Þrátt fyrir
þau orð gaf De Gea ekkert upp um
framtíð sína og einbeitti sér að Evr-
ópumóti landsliða undir 21 árs, en
hann varði mark Spánar sem varð
Evrópumeistari eftir sigur á Sviss í
úrslitaleik.
Eins og aldurinn gefur til kynna
er ferill De Gea ansi stuttur en hann
hefur aðeins spilað eitt heilt tímabil í
efstu deild á Spáni. Uppgangur hans
hefur verið mikill og hraður en nú
mun hann verja mark sigursælasta
liðs Englands, Man chester United.
Efasemdarmennirnir eru margir
enda De Gea ungur en þó eru marg-
ir sem telja þetta frábær kaup.
Tók fram úr öðrum ungum
markverði
De Gea er uppalinn hjá Atlético
Madrid og fór í gegnum allt ung-
lingastarf félagsins. Hann er hávax-
inn, 193 sm, en þykir þó full renglu-
legur, allavega fyrir enska boltann.
Átján ára gamall var hann settur í B-
lið Atlético og spilaði allt tímabilið
2008/2009 í næstefstu deild Spánar.
Sumarið 2009 fór Evrópumót
landsliða undir 21 árs fram í Sví-
þjóð en þar varði mark Spánar Sergio
Asenjo, þáverandi markvörður Real
Valladol id. Eftir keppnina sáu for-
svarsmenn Atlét ico Madrid sér leik á
borði og keyptu Asenjo og sáu hann
frekar fyrir sér sem framtíðarmark-
vörð liðsins heldur en De Gea.
Þegar Asenjo var fjarverandi
vegna landsliðsverkefna sat De Gea
á bekknum fyrir Roberto Gago í leik
gegn Porto í meistaradeildinni 30.
september 2009. Robert meiddist í
leiknum og spilaði De Gea þar sinn
fyrsta leik fyrir Atlético, ekki orðinn
19 ára gamall. Þremur dögum síðar
byrjaði De Gea sinn fyrsta leik gegn
Real Zaragosa í deildinni. Hann gaf
víti á 19. mínútu en bætti fyrir það
með því að verja spyrnuna. Atlético
vann leikinn, 2-1.
Þegar Asenjo kom aftur fór hann
beint í búrið en vegna nokkurra
vandræðalegra mistaka og komu
nýs þjálfara, Quique Sánchez Flores,
var De Gea gerður að aðalmarkverði
undir lok tímabilsins 2010. Hann
stóð vaktina í marki Atlét ico sem
vann Evrópudeildina í maí það ár og
vann einnig ofurbikarinn með liðinu
haustið 2010 en þá var hann endan-
lega orðinn aðalmarkvörður liðsins.
Hann varði einnig vítaspyrnu frá
Diego Milito í sigri Atlético í leiknum
um ofurbikar Evrópu. Eftir það leit
De Gea ekki um öxl og lék allt síðasta
tímabil sem aðalmarkvörður Atlético
Madrid og U-21 landsliðs Spánar.
Kannski of ungur
Tveir bestu markverðir Manchest-
er United undanfarin tuttugu ár eða
svo eru án efa Peter Schmeichel
og Edwin van der Sar. Báðir komu
með mikla reynslu til félagsins,
Schmeichel var að nálgast þrítugt og
hafði orðið Danmerkurmeistari með
BrØndby og auðvitað Evrópumeist-
ari með Dönum 1992 og Van der Sar
var 34 ára þegar samið var við hann.
Finnst mörgum gagnrýnend-
um og fótboltaspekingum De Gea
of ungur til að valda svo mikilvægri
stöðu. Honum eldri menn á borð
við Massimo Taibi, Roy Carroll, Ric-
ardo og Tim Howard reyndu allir en
þurftu á endanum að yfirgefa Old
Trafford.
„De Gea er bara smábarn þegar
talið er í árum markvarða,“ skrifar
James Burton, fótboltaskríbent The
Guardian. „Frá fyrsta leik verður
hann undir smásjá allra sem fylgjast
með leikjum United og það verður
fróðlegt að sjá hvernig hann bregst
við fyrsta klaufamarkinu eða fyrstu
mistökunum. Þótt hann hafi aðeins
spilað 84 leiki í meistaraflokki má
samt ekki líta fram hjá því hversu
hæfileikaríkur hann er. Þótt Manuel
Neuer sé óumdeilanlega besti mark-
vörður heims held ég að sá mest
spennandi sé David de Gea. Þrátt
fyrir að vera aðeins tvítugur hefur
hann nú þegar unnið Evrópudeild-
ina, ofurbikar Evrópu og Evrópu-
keppni U-21 landsliða. Þessu má
ekki gleyma.“
Burton bendir á til marks um
aldur De Gea að viku áður en hann
fæddist lék Edwin van der Sar sinn
fyrsta leik í meistaraflokki. Van der
Sar og Gianluigi Buffon eru átrún-
aðargoð De Gea. Það vill einmitt
svo skemmtilega til að 18,3 millj-
ón pundin sem Manchester United
greiddi fyrir De Gea er hæsta verð
sem nokkurt lið hefur greitt fyrir
markvörð, á eftir því þegar Buffon
var keyptur til Juventus frá Parma.
Getur ekki beðið
„Hann er ungur markvörður, mjög
fljótur, heldur ró sinni og er framúr-
skarandi eftirmaður Van der Sars,“
sagði Ferguson um De Gea 24. maí
þegar hann tilkynnti um komu
hans. Sjálfur vildi De Gea ekki ræða
um framtíð sína fyrr en eftir Evr-
ópumótið í Danmörku en sagði á
miðvikudaginn, eftir að hafa skrifað
undir fimm ára samning við félagið:
„Ég er mjög stoltur og get ekki beð-
ið eftir því að spila hér. Þegar risa-
félag eins og Manchester Uinited er
á eftir manni þá er maður augljós-
lega mjög ánægður. Þegar ég vissi af
áhuga United var það mér hvatning
til að leggja enn harðar að mér. Það
eru forréttindi að spila fyrir félag
eins og United og ég ætla að sýna
hvers ég er megnugur.“
„David De Gea, vertu velkom-
inn, bróðir! Annar ungur og góð-
ur leikmaður keyptur. Manchester
United hefur gert vel á leikmanna-
markaðinum í sumar,“ skrifaði Rio
Ferdinand um komu markvarðarins
á Twitter-síðu sína.
Það er þó ekki víst að De Gea
skilji það en í viðtali við MUTV-sjón-
varpsstöðina talaði hann spænsku.
Hann verður líklega settur í ensku-
tíma enda þýðir lítið fyrir markverði
að geta ekki skipað varnarmönnum
sínum fyrir.
Á síðasta tímabili fékk De Gea á
sig ellefu mörk fyrir utan teig, fleiri
en nokkur annar markvörður í
spænsku deildinni. Væntanlega veit
Ferguson af þessu og mun gera sitt
til að bæta úr því.
n Nýr aðalmarkvörður Manchester United verður 21
árs í nóvember n Aðeins Gianluigi Buffon var dýrari
n Hefur aðeins spilað eitt heilt tímabil í efstu deild
20 ára og næstdýrasti
markvörður sögunnar
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is Fullt nafn: David de Gea Quintana
Þjóðerni: Spænskur
Fæddur: 7. nóvember 1990 (20 ára)
Leikstaða: Markvörður
Félög: Atlético Madrid og
Manchester United
A-landsleikir: 0
David de Gea
Tvöfaldur Evrópumeistari De Gea varð Evrópumeistari með U-17 landsliði Spánar og
aftur með U-21 í sumar. MyNd REUTERs
Ungur og efnilegur De
Gea ver nú mark eins stærsta
félags í heimi. MyNd REUTERs