Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Side 55
Sport | 55Helgarblað 1.–3. júlí 2011 20 ára og næstdýrasti markvörður sögunnar Þ að er langt síðan íþróttaheim- urinn beið jafnspenntur eftir hnefaleikabardaga og hvað þá í þungavigtinni sem hefur ver- ið steindauð lengi. Þar hefur Úkraínu- maðurinn Wladimir Klitschko borið höfuð og herðar yfir alla enda hefur kappinn ekki tapað í sjö ár. Hann er handhafi fjögurra heimsmeistaratitla og hefur aðeins þrívegis verið sigrað- ur í 58 bardögum. En einn er sá maður sem talinn er geta skákað tröllinu. Bretanum David Haye hefur gengið vel í þungavigtinni undanfarin ár og hirti WBA-heims- meistaratitilinn í september 2007. Hann leggur sinn titil að veði á laugar- dagskvöldið þegar Haye og Klitschko mætast í hringnum en Úkraínumað- urinn mætir með sína fjóra titla. Haye er öllu fjölmiðlavænni en hinn risavaxni Klitschko og gefur mikið af sér, bæði inni í hringnum og utan hans. Að sama skapi hefur Úkra- ínumaðurinn verið sakaður um að líkjast vélmenni bæði inni í hringnum og utan hans. Klitschko hefði þó ekki verið taplaus í sjö ár ef hann væri ekki ótrúlega góður hnefaleikamaður. Sérfræðingar um hnefaleika hafa verið að meta bardagann og eru allir sammála um að Úkraínumaðurinn sé töluvert sterkari í vörn. Klitschko er þó ekkert sérstakur í því að sækja en það er einmitt sérgrein Hayes sem er miklu minni og töluvert fljótari. Skyn- samir menn myndu því veðja á risann en Haye er til alls líklegur. „Ég ætla mér að slökkva á vél- menninu,“ sagði David Haye á blaða- mannafundi á dögunum en það er vægt til orða tekið þegar sagt er að köppunum tveimur komi illa saman. „Haye? Hver er það? Sprelligos- inn þarna sem grísaðist til að vinna einhvern einn titil? Ég myndi nú ekki hafa miklar áhyggjur ætti ég að mæta honum í hringnum,“ sagði Klitschko um mótherja sinn í breskum morg- unþætti á síðasta ári. Beðið hefur ver- ið eftir þessum bardaga í ofvæni, sér- staklega í Bretlandi þar sem menn þrá að eignast annan heimsmeistara í þungavigt. Eins og vanalega berst Klitschko í Þýskalandi en bardaginn fer fram í Hamborg. Hann verður því á heima- velli. „Það skiptir mig ekki nokkru máli hvar ég verð óumdeilanlegur heims- meistari í þungavigt. Bara að bardagi fari fram svo ég fái tækifæri til að sýna að ég sé bestur,“ sagði Haye aðspurður um þá staðreynd að Klitschko yrði á heimavelli. Bardaginn verður í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Stærsti þungavigtarbardagi í áraraðir: Bretinn reynir við risann Veisla í Argentínu Aðfaranótt sunnudags hefst sann- kölluð knattspyrnuveisla en þá hefst Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, Copa América. Þar verða til sýnis margir af bestu knattspyrnumönn- um heims, menn á borð við Messi og Tevez frá Argentínu, Forlan og Suarez frá Úrúgvæ og Pato og hinn efnilega Neymar frá Brasilíu. Tuttugu og fjórir leikir eru á dagskrá og jafnan hefur verið boðið upp á magnaða leiki í þess- ari keppni. Keppnin fer að þessu sinni fram í Argentínu og ætla heimamenn sér því stóra hluti. Þeir hafa ekki unnið þessa keppni frá því hún var haldin í Chile árið 1991 en Argentína er þó sú þjóð sem hefur unnið Suður-Am- eríkukeppnina hvað oftast, alls fjórtán sinnum. Gríðarleg pressa er á heimamönn- um enda liðið með besta knattspyrnu- mann heims innanborðs, Leo Messi. „Ég hef sjaldan verið jafndáður í heimalandinu. Ég hlakka ótrúlega til að spila fyrir framan okkar fólk og að sjálfsögðu ætlum við að vinna mótið. Við vitum þó að það verður erfitt því Brasilía og Úrúgvæ eru til dæmis með frábær lið,“ segir Messi. Þjóðirnar tíu sem standa að suðurameríska knatt- spyrnusambandinu taka allar þátt en auk þeirra eru Mexíkómenn gestir eins og vanalega og nú tekur Kostaríka einnig þátt. Japanar áttu að vera tólfta þjóðin í ár en þeir hættu við þátttöku. Brasilíumenn hafa unnið Suður- Ameríkukeppnina undanfarin skipti og fjögur mót af síðustu fimm. Kaka verður ekki í liði Brasilíu en það verður þó vopnað engum smáleikmönnum. Mönnum á borð við Daniel Alves, Maicon, David Luiz, Robinho, Pato og ungstirnið Neymar. Það er einmitt Neymar sem allra augu verða á en hann varð á dögun- um Suður-Ameríkumeistari félagsliða með liði sínu, Santos. Chelsea er talið gríðarlega líklegt til að landa honum í sumar en verðmiðinn verður eflaust engu lægri eftir keppnina. „Ég spái ekkert í því sem er að ger- ast í kringum mig. Nú hef ég fengið ótrúlegt tækifæri til að vinna titil með Brasilíu og ég ætla að gera allt hvað ég get svo það takist. Svo spái ég í mínum málum eftir það,“ segir hinn magnaði Neymar. Lionel Messi REYKJAVÍK Selfoss Vestmannaeyjar HVOLSVÖLLUR Hella Stokkseyri Eyrarbakki Laugardaginn 9. jú l í 2011 TOUR DE HVOLSVÖLLUR HjóLREiðaHáTíðin Tour de Hvolsvöllur verður haldin laugardaginn 9. júlí. Þrjár vegalengdir: 110 km – 48 km – 14 km Keppendur verða ræstir frá Reykjavík kl. 8.00, Selfossi kl. 9.30 og Hellu kl. 11.00. Og verður hjólað sem leið liggur austur að Hvolsvelli. Keppt er í opnum flokkum karla og kvenna á lengstu leið. Útdráttarverðlaun eru veitt fyrir allar leiðir. Þegar á Hvolsvöll er komið taka við þrautir og skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Hjólahátíðin er unnin í samvinnu við íþrótta-og ólympíusamband Íslands, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólafærni, Byko, Intersport ofl. Kaninn fm 100.5 mun leggja þessu verkefni lið, þar sem Einar Bárðar ofl. taka þátt og verður í beinni Selfoss-Hvolsvöllur. Þessi keppni er inni á dagskrá Hjólreiðanefndar ÍSÍ. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is eða hjá Upplýsingamiðstöðinni á Hvolsvelli, sími: 487 8043, tourinfo@hvolsvollur.is 110 km – kl. 8:00 Norðlingaholt (Olís) 48 km – kl. 9:30 Selfoss (Byko) 14 km – kl. 11:00 Hella (Reykjagarður)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.