Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2011, Page 62
Björgvin Halldórsson sagði Veðurguðunum bransasögur á æfingu:
„Hann var eins og 25 ára“
„Við erum búnir að vera saman í
þessari hljómsveit frá því við vor-
um kannski 18 ára gamlir. Það var
frábært að fá Björgvin á hljómsveit-
aræfingu,“ segir tónlistarmaðurinn
Ingólfur Þórarinsson eða Ingó veður-
guð, eins og hann er kallaður.
Veðurguðirnir munu spila á Írsk-
um dögum á Akranesi um helgina.
Þeir troða upp á laugardagskvöld-
ið á Lopapeysunni, árlegu dans-
iballi á hátíðinni. Björgvin Hall-
dórsson kemur til með að troða upp
með Veðurguðunum. Ingó segir að
þótt Veðurguðirnir hafi spilað með
mörgum hafi þeir aldrei leikið með
Björgvini áður. „Björgvin Halldórs-
son spilar ekkert hvenær og hvar
sem er. Við höfum á þessum sveita-
böllum sem við höfum verið á úti um
allt, tekið nokkur lög eftir Björgvin en
við höfum aldrei haft hann með okk-
ur. Hann kemur inn í prógrammið og
syngur nokkur af lögunum sínum,“
segir Ingó spenntur og bætir við að
það verði mjög skemmtilegt.
Ingó sagði í stöðuuppfærslu á
Facebook eftir æfingu með Björgvini
að honum hafi liðið eins og hann
hefði hitt Elvis Presley. „Og þrátt fyr-
ir að vera sextugur sagði hann samt
góðar sögur á okkar mælikvarða,“
skrifaði Ingó.
Spurður út í þá sögur segir Ingó
að Björgvin hafi sagt þeim ýmsar
sögur af hinum og þessum týpum
úr tónlistarheiminum. „Hann sagði
okkur bransasögur af Geirmundi og
fleirum sem ég kann ekki að nefna.
Hann var eins og 25 ára og var mjög
skemmtilegur,“ segir Ingó og tekur
undir að margt sé hægt að læra af
manni eins og Björg-
vini.
Ingó segist
hlakka til að spila
á Írskum dög-
um. Veðurguð-
irnir hafi nokkr-
um sinnum
spilað á Akranesi
undanfarið og
böllin þar séu jafn-
an góð. Á því verði
tæpast breyting að
þessu sinni.
baldur@dv.is
62 | Fólk 1.–3. júlí 2011 Helgarblað
Troða upp saman Björgvin
Halldórsson slæst í lið með
Veðurguðunum á Írskum
dögum.
Vildi gera
besta lag
sögunnar
„Ég vildi bara að þetta yrði besta lag
sögunnar,“ sagði tónlistarmaðurinn
Berndsen í viðtali við Monitor. En á
fimmtudagsmorguninn var lagið Úlfur
Úlfur frumflutt á Rás 2. Lagið er af-
rakstur samvinnu Berndsens og Bubba
Morthens en Berndsen starfar sem
tæknimaður á RÚV. Þeir unnu saman við
þáttinn Færibandið en útvarpsmaðurinn
góðkunni Óli Palli átti frumkvæðið að
samstarfi þeirra í tónlistinni. Berndsen
segir að hann hafi unnið í laginu, sem
er sannkallaður eitís-smellur, í heilt ár.
Hann hafi viljað fullkomna verkið.
spaugsamur
sveinn andri
„Mér skilst að ég og Dwight Yorke séum
eins og svart og hvítt,“ skrifar lögmaðurinn
Sveinn Andri Sveinsson á Facebook-síðu
sína og splæsir broskalli. Sveinn Andri
er nýhættur með fyrirsætunni Kristrúnu
Ösp Barkardóttur, eins og frægt er orðið.
Þau hættu saman eftir nokkurra vikna
samband. Kristrún grét það ekki lengi og
flaug rakleiðis til Bretlands til að endurnýja
samband sitt við knattspyrnugoðið Dwight
Yorke, sem er þeldökkur. Þá staðreynd
virðist Sveinn Andri láta sér í léttu rúmi
liggja.
„Hann gaf mér gjafir, jú, en ég vil ekki
vera að monta mig. Mér líður hálf-
illa með þetta, því þetta er eiginlega
einum of mikið,“ segir sjónvarpskon-
an Vala Grand. Á dögunum var hún
í Kaupmannahöfn þar sem hún tók
upp þátt fyrir Mbl-sjónvarp. Það var
áður en hún færði sig yfir á Bleikt.is.
Vala var stödd á fínum bar þegar
hún hitti Nikolaj Voll, danskan kaup-
sýslumann, sem á hugbúnaðarfyrir-
tæki í Danmörku. „Við kynntumst
þar og fórum að tala saman. Við höf-
um verið saman í næstum því tvo
mánuði,“ segir Vala.
Tíu milljóna króna BMW
Vala er nýkomin heim frá Danmörku
þangað sem hún fór til að heimsækja
Nikolaj. Þar tók hann á móti henni
færandi hendi. „Þegar ég kom til
landsins rétti hann mér skartgripa-
skrín sem innihélt lykil að BMW. Ég
hélt að í því væri skart en þetta var
lykill að bíl. Hann gaf mér reyndar
líka armbandsúr með demöntum
þarna á flugvellinum,“ segir Vala en á
henni má heyra að henni finnist nóg
til um gjafirnar. „Ég er hamingjusöm
en ég þarf ekki allar þessar gjafir til
þess,“ segir hún. Hún segir aðspurð
að bíllinn sé af gerðinni BMW 530D
M5 style. Slíkur bíll er um 245 hestöfl
og kostar nýr á Íslandi um tíu millj-
ónir króna.
Draumaprins
En gjafaflóðinu var ekki lokið. Í ferð-
inni gaf hann henni einnig nýj-
an iPhone, iPad og tvö ilmvatns-
glös. „Svona hugbúnaðarfyrirtæki
eru alveg að gera sig,“ segir hún og
hlær. Hún segir Nikolaj vera æðis-
legan mann. „Ég hélt að þeir strák-
ar sem ég hef verið að smakka hér
heima væru flottir, en þeir eru ekkert
í samanburði við hann. Hann er al-
gjör draumaprins og rosalega góður
við mig, betri en allir aðrir,“ segir hún
hugfangin.
Spurð hvað nú taki við hugsar
Vala sig um og segir svo sposk: „Ég er
reyndar að pakka niður núna.“ Spurð
hvert hún sé að fara segir Vala að hún
sé á leið með kærastanum í vikuferð
til Spánar. „Við erum bara að fara að
slappa af. Hann ætlar að taka sér frí
og tæma hugann, aðeins að líta upp
frá viðskiptunum,“ segir hún full til-
hlökkunar. „Hann vildi bara bjóða
kellingunni með,“ segir hún og hlær.
Vala segir að í ágúst ætli þau til
Þýskalands og í október til Parísar.
„Ég verð í skólanum hér heima en við
notum hvert tækifæri til að hittast.“
baldur@dv.is
n Vala Grand er yfir sig ástfangin af dönskum viðskiptamanni n Hann gaf henni
BMW, iPhone, iPad, ilmvatnsglös og armbandsúr n „Hann er algjör draumaprins“
Kærastinn gaf
henni BMW
Flottur kaggi Vala er stoltur eigandi BMW. SKJÁSKOT AF BLEIKT.IS
Ástfangin Þau Vala
og Nikolaj fara ekki
leynt með ást sína.
SKJÁSKOT AF BLEIKT.IS
„Ég er hamingju-
söm en ég þarf
ekki allar þessar gjafir til
þess.