Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Side 12
12 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað Ólafur Ragnar Grímsson Aldur: 68 ára  Starf: Forseti Íslands  Maki: Dorrit Moussaieff  Staða á framboði: Ætlar ekki fram n Ólafur er forseti Íslands en hann lýkur sínu fjórða kjörtímabili í embætti á árinu. Hann var fyrst kjörinn forseti árið 1996. Áður hafði hann setið á þingi á árunum 1978 til 1983 og svo aftur 1991 til 1995. Á árunum 1988 til 1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Sjálfur hefur Ólafur Ragnar gefið til kynna að hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem forseti. Til gamans má geta þess að þegar DV kann- aði stuðning þjóðarinnar við ýmsa ein- staklinga fyrir forsetakosningarnar 1996 fékk Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, mikinn stuðning þrátt fyrir að hún hefði þegar tilkynnt að hún ætlaði ekki í framboð. Ragna Árnadóttir Aldur: 45 ára  Menntun: Lögfræðingur  Maki: Magnús Jón Björnsson  Staða á framboði: Óljós n Ragna var dómsmálaráðherra í minni- hlutastjórn Vinstri grænna og Samfylk- ingarinnar eftir hrun. Hún lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og var sama ár ráðin sem lögfræðingur við nefndadeild Alþingis. Árið 1995 var hún svo ráðin sem sérfræðingur við skrifstofu Norðurlandaráðs þar sem hún starfaði til ársins 1999. Í dag starfar Ragna sem skrif- stofustjóri hjá Landsvirkjun. Lengi hefur verið talað um hugsanlegt forsetaframboð Rögnu. Hún hefur fengið áskoranir þess efnis allt frá því hún lét af embætti sem dómsmála- og mann- réttindaráðherra. Hún hefur hins vegar alltaf verið þögul um þetta hugsanlega forsetaframboð. „Sú hugmynd er ekki frá mér komin, svo mikið er víst. Tilhugsunin er mér afar framandi. Það er það eina sem ég vil segja um forsetaembættið,“ sagði Ragna í viðtali við DV árið 2010 um hugsanlegt forsetaframboð. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Aldur: 41 árs  Starf: Leikari  Maki: Stefán Karl Stefánsson  Staða á framboði: Ætlar fram n Steinunn Ólína hefur getið sér gott orð fyrir leiklist. Í dag býr hún í Los Angeles, Bandaríkjunum, ásamt manni sínum Stefáni Karli Stefánssyni. Steinunn Ólína vakti athygli í fyrra þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að sækjast eftir því að verða forseti Íslands. Margir töldu í fyrstu að um grín væri að ræða en Steinunn hefur full- vissað fólk um að henni sé full alvara með framboði sínu. Steinunn Ólína var líklega sú fyrsta til að lýsa yfir framboði til forseta Íslands fyrir kosningarnar 2012. Í september 2011 upp- lýsti hún að forsetaframboðið væri enn á vangaveltustigi en í október var hún farin að leita að kosningastjóra. Páll Óskar Hjálmtýsson Aldur: 42 ára  Starf: Tónlistarmaður Staða á framboði: Óljós n Tónlistarmaðurinn Páll Óskar er einn ástsælasti popptónlistarmaður þjóðarinnar. Páll Óskar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum og gegn einelti. Hann hefur sérstaklega barist fyrir réttindum samkynhneigðra en hann kom út úr skápnum þegar hann var sextán ára. Páll Óskar hefur ekki tjáð sig mikið um mögulegt framboð en á síðasta ári talaði hann frjálslega um skoðanir sínar á bæði mönnum og málefnum. Það sem fór líklega hæst voru ummæli hans á Gay Pride sumarið 2011 þar sem hann talaði um að svo virtist vera sem enginn annar en hvítur, hægrisinnaður karlmaður í jakkafötum fengi að vera í friði. „Hann er heiðarlegur fallegur skemmti- legur og mundi rækja sínar skyldur í ein- lægni og elsku til verkefnanna,“ var meðal þess sem lesendur DV höfðu um hann að segja þegar leitað var eftir tilnefningum fyrir kosningarnar. Annar sagði: „Það þarf að flikka aðeins upp á forsetaembættið og Páll Óskar getur svo sannarlega gert það. Líf og fjör á Bessastöðum og áhersla lögð á minni fordóma, meira jafnrétti og betra líf fyrir alla landsmenn.“ Davíð Oddsson Aldur: 63 ára  Starf: Ritstjóri  Maki: Ástríður Thorarensen  Staða á framboði: Óljós n Davíð er einn sigursælasti og vinsælasti, en um leið umdeildasti, stjórnmálamaður Íslandssögunnar. Hann var borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, forsætis- ráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005. Davíð gegndi stöðu aðal- bankastjóra Seðlabankans 2005 til 2009 en hefur frá því í september 2009 stýrt Morgunblaðinu. Davíð hefur ekki tjáð sig mikið við fjölmiðla eftir að hann lét af störfum hjá Seðlabankanum þrátt fyrir að margir fjöl- miðlamenn hafi reynt að leita viðbragða hans. Þegar DV hafði hins vegar samband við hann í tengslum við mögulegt forseta- framboð var Davíð fljótur að svara þó að hann gæfi lítið til kynna. „Nei, hef ekki spáð í þetta. Ég er í öðru,“ sagði hann einfald- lega. Davíð hefur margoft verið orðaður við forsetaframboð. Atkvæði: 745 19,30% Flestir vilja ÓlaF áFram Atkvæði: 498 12,90% Atkvæði: 290 7,51% Atkvæði: 283 7,33% Atkvæði: 225 5,83% a d a ls te in n @ d v. is n Lesendur DV segja sína skoðun á hver eigi að verða næsti forseti „Þar sem styttist í að ég verði forseti þá er ekki seinna vænna að leita að kosningastjóra „Tilhugsunin er mér afar framandi „Nei, hef ekki spáð í þetta„Aðstæður þjóðarinnar eru þess eðlis að ég geti fremur verið að liði ef valið á verkefnunum verður ein- göngu háð mínum eigin vilja og óbundið þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafn- an orðum og athöfnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.