Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2012, Qupperneq 14
Þ
etta er bara barátta um
börnin mín. Þau vilja taka
börnin af mér. Barnavernd-
aryfirvöld á Íslandi og hér í
Bretlandi eru að vinna sam-
an í þessu,“ segir Ragna Erlendsdótt-
ir, móðir Ellu Dísar, sem stendur nú
frammi fyrir enn einni baráttunni
í fjögurra ára martröð eins og hún
lýsir því sjálf í samtali við DV. Er nú,
ein á erlendri grund, fyrir dómstól-
um. Blaðamaður náði tali af Rögnu
þar sem hún var stödd í lest fyrir
utan London á fimmtudagskvöld en
þangað flutti hún með Ellu Dís og
dætur sínar í síðasta mánuði.
„Gengin af göflunum“
Ragna var að koma úr dómsal í ann-
að sinn síðan í síðustu viku þar sem
mál barnaverndaryfirvalda gegn
henni var flutt fyrir dómara. Yfir-
völd vilja svipta hana forræði yfir
öllum börnunum. Meðal annars á
þeim órökstuddu forsendum að hún
sé „gengin af göflunum“ eins og hún
lýsir því sjálf í samtali við DV.
„Ég fór fyrir dóm í síðustu viku
og aftur í dag því ég fékk að vita það
seint í gærkvöldi að þau hafi sótt um
fullt forræði yfir börnunum og ég
andmælti því í dag. Dómarinn vísaði
málinu til æðra dómstigs, Royal High
Court, svo ég fengi sanngjarnan tíma
til að undirbúa mig því það var bara
sögð ein hlið málsins og viðurkennt
að það væri flókið.“
Vilja taka Ellu og setja hana á
heimili
Ella Dís er enn í London þar sem hún
er á spítala og fær góða aðhlynningu
að sögn Rögnu. Að hennar sögn líð-
ur Ellu afar vel. Hinar dætur Rögnu
eru hins vegar farnar heim til Íslands
vegna húsnæðisvandræða sem hún
lenti í í London. „Þær voru sendar án
míns samþykkis vegna þessara vand-
ræða. Pabbi þeirra tók þá ákvörðun í
samráði við aðra ættingja stelpnanna
að redda þeim fari heim. Ella fer ekk-
ert heim sko.“
Um forræðissviptingarmálið segir
Ragna að það fari fyrir Royal High
Court á þriðjudaginn næstkom-
andi. Hún segir að um „persónuleg-
ar árásir“ barnaverndar á Íslandi sé
að ræða. Málið sé litað af hagsmuna-
árekstrum þar sem verið sé að taka til
greina álit aðila sem hún hafi staðið í
baráttu við í þrjú ár, meðal annars í
kærumálum.
„Mér finnst að það eigi ekki að fá
álit hjá manneskju sem ég er búin að
standa í baráttu við í þrjú ár. Þetta
er hræðilegt. Þau vilja taka hana og
setja á eitthvert heimili með ókunn-
ugu fólki,“ segir Ragna og bætir við.
„Þetta er ljótt og ómannúðlegt og
síður en svo fyrir bestu fyrir Ellu Dís
og börnin mín.“
Segja Rögnu veika á geði
Ragna segir að um valdamisnotkun
sé að ræða af hálfu yfirvalda. Af því
að hún hafi leyft sér að gagnrýna
störf þeirra opinberlega þá sé hún
grýtt. „Og þeir komast upp með það.“
Ragna segir að lögmaður hennar hafi
lýst þessu sem kláru broti á mann-
réttindum hennar. Hún segir málið
einkennast af órökstuddum dylgj-
um og persónulegu áliti meðal ann-
ars á geðheilsu hennar sem enginn
fótur sér fyrir. „Það er ekkert læknis-
fræðilegt sem styður grun þeirra um
að ég sé eitthvað andlega óheilbrigð,
eða gengin af göflunum eins og þeir
segja. Þetta eru bara dylgjur enda
liggur ekki fyrir neitt geðmat. Og þess
vegna er ég með sterkt mál og fékk að
fara fyrir Royal High Court því dóm-
arinn í dag sá hvað þetta væri flókið
mál, viðkvæmt og illa rökstutt af yfir-
völdum hér.“
Ekki mistök að fara til Bretlands
Barnaverndaryfirvöld í Bretlandi eru
þekkt fyrir að taka afar fast á málum
sem þessum og þykja ströng. Að-
spurð hvort hún telji það hafa verið
mistök að fara út með stelpurnar er
Ragna fljót að svara: „Nei. Ég er ekki í
nokkrum vafa. Læknar á Íslandi voru
búnir að segjast ekkert geta gert fyrir
barnið. Hún er í góðum höndum hér
og líður miklu betur í dag. Er bros-
andi og ánægð.“
Eftir allt sem á undan er geng-
ið viðurkennir Ragna að þetta hafi
verið það síðasta sem hún þurfti á
að halda. Að vera með veikt barn í
ókunnugu landi og hinar dætur sínar
á Íslandi, landinu sem hún lítur á að
hún hafi verið hrakin brott af.
„Eins og það sé ekki nógu erfitt
að reyna að finna leiðir til að hjálpa
Ellu. Þetta er fjögurra ára martröð,
sem ætlar aldrei að ljúka.“
14 Fréttir 20.–22. janúar 2012 Helgarblað
Lagersala Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is
LAGERSALA
allt að 80% afsláttur
Opið laugardag
& sunnudag 10-16
Rúmfatnaður, handklæði, dúkar,
rúmteppi & barnarvörur
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Þau vilja taka
börnin af mér“
n Ragna Erlendsdóttir dregin fyrir dóm af barnaverndaryfirvöldum í Bretlandi„Þau vilja
taka hana
og setja á eitt-
hvert heimili með
ókunnugu fólki
Berst fyrir börnunum Ragna flaug til London með
Ellu Dís og dætrum sínum í desember. Ella er enn í
London er hinar telpurnar farnar heim til Íslands. Yfir-
völd hér á landi, í samstarfi við yfirvöld ytra, vilja svipta
hana forræði yfir börnunum. Mynd EyþóR ÁRnaSon