Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 12
12 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Flæktust í sakamál eftir átök um Glitni n Engeyingarnir og Vafningsmálið n Misstu undirtökin í Glitni með dramatískum hætti Þ að var augljóst mál að FL Group menn ætluðu sér að taka völdin í bankanum, og ég taldi best að vera ekki í þeim hópi. Maður hafði lif- að í voninni að hægt væri að vinna með þessum mönnum, en ekki bara að vinna fyrir þá,“ sagði Einar Sveins- son, fyrrverandi stjórnarformaður og hluthafi í Glitni í viðtali við Morgun- blaðið árið 2010. Í viðtalinu ræddi Einar um þær hræringar sem áttu sér stað í hluthafahópi Glitnis á vor- mánuðum 2007 þegar félög honum tengd og Milestone seldu tæplega 20 prósenta hlut í bankanum til aðila tengdum FL Group. Einar og Milestone héldu hins veg- ar eftir 7 prósenta hlut í bankanum í gegnum félagið Þátt International sem síðar var endurfjármagnað í Vafnings- fléttunni svokölluðu sem mikið hef- ur verið í umræðunni í vikunni. End- anlegu ástæðuna fyrir því að félög tengd Einari, bróður hans Benedikt og Milestone tóku síðar þátt í Vafn- ingsfléttunni er að finna í þeim hrær- ingum innan Glitnis sem áttu sér stað á vormánuðum 2007. Fyrir þann tíma höfðu Einar, Benedikt og Milestone verið meðal stærstu hluthafa bankans og var Einar stjórnarformaður hans. Gögn sem DV hefur undir höndum sýna að Þáttur International mátti ekki selja hlutabréf sín í Glitni í heilt ár eft- ir sölu Einars, Benedikts og Milestone á hlutabréfum sínum. Þetta þýðir að þrátt fyrir að kaupandi að bréfum Þáttar International hefði fundist þá máttu þeir ekki selja hlutabréfin. Stöndug ætt flækist í sakamál Fyrir vikið, meðal annars, flæktust Einar, Benedikt og sonur hans, Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, í Vafningsflétt- una þegar Glitnisbréfum Þáttar Int- ernational var forðað frá því að lenda hjá bandaríska fjárfestingarbankan- um Morgan Stanley í febrúar 2008. Vafningsmálið varð að sakamáli í desember 2011 þegar tveir af fyrr- verandi starfsmönnum Glitnis, Guð- mundur Hjaltason og Lárus Weld- ing, voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna aðkomu sinnar að því. Bæði Einar og Bjarni voru yfirheyrðir sem vitni hjá embætti sérstaks saksókn- ara vegna aðkomu sinnar að málinu. Fjölskyldumeðlimir einnar þekktustu og stöndugustu ættar Íslands, Eng- eyjarættarinnar, flæktust þannig inn í sakamál þar sem sérstakur saksókn- ari gaf út einungis sína þriðju ákæru í málum sem varða íslenska banka- hrunið. Annað sem er áhugavert við átök- in um Glitni er að þar tókust á ný og gömul öfl í íslensku viðskiptalífi: FL Group, með Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson í broddi fylking- ar, gegn Einari Sveinssyni, og tengd- um aðilum, og Karli Wernerssyni, og tengdum aðilum, en auður þeirra var reistur á eldri grunni en hinna – stofn- inn í auðlegð Einars og fjölskyldu kom frá rótgrónum fyrirtækjum eins og Sjóvá og Eimskipum og á meðan Milestone var stofnað á apótekara- auði Werners Rasmussonar. Þá ber vitanlega einnig að geta þess að forsvarsmenn í Sjálfstæðis- flokknum, flokknum sem margir úr Engeyjarættinni hafa stutt og jafn- vel unnið fyrir – Bjarni Benediktsson eldri, Björn Bjarnason, Halldór Blön- dal og Bjarni Benediktsson yngri svo dæmi séu tekin – höfðu á þessum tíma átt í hatrömmum áralöngum deilum við Jón Ásgeir Jóhannesson og fyrirtæki hans Baug, deilum sem hverfðust um Baugsmálið svokallaða. Átökin um Glitni voru því líka á milli nýja og gamla Íslands ef svo segja, ný- ríkra viðskiptamanna og kaupsýslu- manna sem byggðu sitt að hluta á ættarauði, annars vegar manna sem forysta Sjálfstæðisflokksins vildi allt hið versta og hins vegar hóps manna sem flokkurinn hafði haft í hávegum. „Alveg ljóst“ Í viðtalinu við Morgunblaðið sagði Einar enn frekar að Kaupþing hefði verið sá aðili sem hafði samband við hann og falast eftir bréfum hans í bankanum. Fyrst hafi hann ekki vilj- að selja en svo Kaupþing boðið betur. „Í lok mars 2007 fæ ég upphringingu frá Kaupþingi, og ég spurður hvort ég hafi áhuga á að selja hlut minn í Glitni. Þær verðhugmyndir sem þar voru nefndar vöktu ekki áhuga hjá mér. Kaupþing hringdi aftur nokkru síðar og bauð mér sölutryggingu á bréfunum verði sem ég samþykkti. Kaupþing var minn viðmælandi í þessum efnum, en það er alveg ljóst hverjir stóðu að baki þessu,“ en með síðustu staðhæfingunni vísaði Einar til FL Group, sem hann grunaði um að hafa unnið að því með Kaupþingi að komast yfir Glitni. Í kjölfarið var undirritaður sölu- tryggingarsamningur sem kvað á um að Einar, Karl og tengdir aðilar seldu Kaupþingi tæplega 20 prósenta hlut í Glitni fyrir rúmlega 80 milljarða. Hlut- hafar Glitnis, með FL Group í broddi fylkingar, skiptu Bjarna Ármannssyni í kjölfarið út sem forstjóra bankans og settu Lárus Welding yfir bankann í hans stað og Einar Sveinsson lét af starfi stjórnarformanns og Þorsteinn M. Jónsson tók við þeirri stöðu. Einar Sveinsson og Karl Wernersson undir- rituðu sölutryggingarsamninginn. Jón Ásgeir neitar Jón Ásgeir Jóhannesson hefur þráfald- lega neitað því að hafa vitað um eða plottað sölutryggingarsamning Kaup- þings við þá Einar og Karl. Í viðtali við DV fyrr í mánuðinum sagði hann um málið: „Ég veit ekkert um málið enda vann ég ekki á sölutryggingarsviði Kaupþings.“ DV spurði hann aftur út í málið í vikunni og vitnaði sérstaklega til túlkunar Einars Sveinssonar á við- skiptunum en fékk aftur sama svar: „Enn og aftur, ég vissi ekki um neina sölutryggingu í Kaupþingi. Af hverju hringir þú ekki í Kaupþingsmenn?“ Héldu eftir hlut sem þeir máttu ekki selja Í sölutryggingarsamningnum við Kaupþing kom fram að félög Einars og Karls ættu að halda eftir 7 pró- senta hlut í Glitni af þeim tæplega 26,5 prósentum sem þeir áttu í bank- anum. Orðrétt sagði um þetta í samn- ingnum: „Af ofangreindu hlutafé munu Einar Sveinsson og Karl Emil Stýrðu bankanum Einar Sveinsson var stjórnarformaður Glitnis þar til að FL Group yfirtók bankann í apríl 2007. Hann var endurkjörinn sem formaður stjórnarinnar í febrúar 2007 en þurfti að hætta snögglega í apríl eftir yfirtöku FL Group á bankanum í apríl. Karl Wernersson og Bjarni Ármannsson sjást með honum á myndinni. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 7. febrúar 2007 n Karl Wernersson og tengdir aðilar gera lánasamning við bandaríska fjárfestingarbankann Morgan Stanley um fjármögnun á hlutabréfum í Glitni í gegnum Þátt International, Þátt og fleiri félög. Félög í eigu Karls halda samtals utan um tæplega 27 prósenta hlut í bankanum. 20. febrúar 2007 n Einar Sveinsson endurkjörinn formaður bankaráðs Glitnis á aðalfundi hans. Hannes Smárason hafði krafist þess að Einar Sveinsson gæfi stjórnarformennskuna til FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, en ekki varð af því. Lok mars 2007 n Kaupþing hefur samband við Einar og býður honum sölu- tryggingu á bréfum hans í Glitni. Byrjun apríl 2007 n Einar Sveinsson og Karl Wernersson samþykkja sölutryggingu Kaupþings á hlutabréfum sínum í Glitni, á samtals tæplega 20 prósenta hlut fyrir rúmlega 80 milljarða króna. Samkvæmt sölutrygg- ingarsamningnum halda þeir eftir 7 prósenta hlut. 16. apríl 2007 n Kaupþing hefur náð að selja tæplega fimmtung hlutafjár Karls og Einars í Glitni. Ljóst er að þeir munu hverfa úr stjórn Glitnis. 30. apríl 2007 n Ný stjórn tekur við Glitni undir formennsku FL Group. Einar Sveinsson hættir sem formaður stjórnar og Þorsteinn M. Jónsson tekur við. Bjarni Ármannsson hættir sem forstjóri og Lárus Welding tekur við. Yfir- taka FL Group á Glitni fullkomnuð. 2. maí 2007 n Karl Wernersson og Einar Sveinsson gera með sér samn- ing um eignarhald á 7 prósenta hlut í Glitni 28. janúar 2008 n Morgan Stanley gjaldfellir rúm- lega tíu milljarða króna lán Þáttar International hjá Morgan Stanley. Þáttur fær frest til 2. febrúar til að greiða lánið upp. Það tekst ekki. 20082007

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.