Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 21
Fréttir 21Helgarblað 17.–19. febrúar 2012 Eykur styrk og þol vöðva Betri árangur! AstaZan er öflugt andoxunarefni sem eykur styrk og þol vöðva. Hjálp við vöðvabólgu, stirðleika, eymslum, harðsperrum og sinaskeiðabólgum, Fyrir allan líkamann. Íþróttafólk mælir með AstaZan. Styrkir húðina gegn húðöldrun og skaða af sólargeislum, húðin verður fyrr fallega brún í sól. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Fríhöfninni. Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is Byltingarkennt andoxunarefni 1 hylki á dag. Virkar s trax! lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar G eirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður Kvíabryggju, telur sig enn eiga talsvert af tækjum og öðrum munum á Kvía- bryggju. Geirmundi var vikið frá störfum í lok árs 2010 vegna gruns um fjárdrátt í opinberu starfi. Hann segist ekki hafa fengið að fjarlægja munina af Kvíabryggju eftir að hon- um var vikið úr starfi. Geirmundur bíður þess nú að mál hans verði tek- ið fyrir dóm. DV greindi frá því í síðustu viku að Geirmundur væri ósáttur við að lyftingatæki sem hann geymdi á Kvíabryggju hefðu verið seld að hon- um forspurðum. Tófuskott og sveðja DV hefur undir höndum lista yfir þá hluti sem Geirmundur krefst að fá afhenta. Sem dæmi um það sem Geirmundur segist eiga er 4,2 tonna trilla sem hann segir hafa verið í eigu fjölskyldu sinnar í um 20 ár. Þá vill hann fá afhentan tréárabát og kerru undir hann, nokkra mið- stöðvarofna, mikið magn af tófu- skottum, heimagerða sveðju sem hann segir geymda í kassa í bílskúr. Þá eru nokkur húsgögn á listan- um, til dæmis leðurstólar, sófi og tvö glerborð. Á listanum eru einnig full- ur poki af æðardúni, Cherokee-bif- reið, harðfiskmarningsvél, sánaofn, leiser til að stilla riffla og stór steinn með áletruninni „Brósi“. Þetta er aðeins hluti af því sem er talið upp á listanum en alls eru þar 53 atriði. Finnst nóg komið „Ég ætla að snúa þessu dæmi alveg við, ég ætla að láta hann sýna fram á eignarhald á 40 ára gömlum bát og fullt af hlutum sem voru til fyrir hans tíð. Það er alveg kominn tími á að hann fari að sýna fram á að hann eigi hlutina, hann er búinn að draga mig á asnaeyrunum og nú finnst mér nóg komið,“ segir Geirmundur um það að Páll Winkel fangelsismálastjóri neiti að afhenda honum munina án þess að hann geti sýnt fram á eignar- hald á þeim með einhverjum hætti. „Það vita allir starfsmenn Kvía- bryggju að þessi bátur er í eigu föð- ur míns. Þessi bátur er búinn að vera hérna í 20 ár. Ég veit ekki hversu oft hann Páll [Winkel] hefur farið með mér á sjó í þessum bát ásamt öðr- um starfsmönnum Fangelsismála- stofnunar þannig að hann er bara að sparka í liggjandi mann og ég er bú- inn að fá nóg af því.“ Aldrei blandað rekstri Kvía- bryggju Aðspurður hvernig hann svari þeim ummælum Páls, að hlutir í einka- eigu starfsmanna eigi ekki að vera í notkun eða geymdir í fangelsum, segir Geirmundur það vera ekkert annað en lygi hjá Páli. „Það er í öllum fangelsum. Nú- verandi forstöðumaður sem tók við af mér geymdi í mörg ár net og allt sem við kom heilli grásleppuútgerð þarna upp frá, þannig að þetta er bara fyrirsláttur.“ Að sögn Geirmundar eru allir þessir hlutir geymdir í bílskúr við fangelsið sem er sérstaklega ætlaður til nota fyrir forstöðumann fangels- isins á hverjum tíma. „Þetta var aldrei blandað rekstri Kvíabryggju. Þessi bílskúr tilheyrir íbúðarhúsi sem fyrri forstöðumenn bjuggu í, en ég er fyrsti forstöðumað- ur fangelsisins sem býr ekki í þessu húsi.“ Ætlar að láta hart mæta hörðu Sveðjur og leiser til að stilla riffla telj- ast seint til muna sem æskilegt er að geyma í fangelsi en Geirmund- ur segist vera veiðimaður og hafa geymt muni sem tengjast veiði í áðurnefndum bílskúr. „Ég er refaskytta og þessi heima- gerða sveðja sem er á listanum er búin til úr bílfjöður og selskinni. Þetta eru svona persónulegir hlutir bara, bara mitt föndur. Ég setti ekk- ert inn á þennan lista sem orkar tví- mælis um eignarhald eða neitt.“ Geirmundur segir alla starfs- menn fangelsisins vita að þessir munir séu í hans eigu og þeir eigi að geta borið vitni um það. „Ásamt Páli Winkel og Erlendi S. Baldurs- syni. Þeir geta vottað að ég eigi fullt af þessum hlutum, en Páll ætlar sér ekkert að gera það. Ég er ákveðinn í að láta hart mæta hörðu og ég fer með þetta mál til umboðsmanns Alþingis þegar mínu máli lýkur. Ég ætla ekki að láta Pál komast upp með þetta.“ „Allsherjarsukk“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Geirmund ekki hafa farið formlega fram á að fá þessa muni afhenta en hann muni fá allt það sem hann geti sýnt fram á að hann eigi. „Það bara vill svo til að það hefur verið svolítið rót á hlutum. Það hafa verið keypt- ir hlutir á reikning fangelsisins sem eru ekkert þar. Þetta hefur bara verið allsherjarsukk sem hefur verið þarna í gangi og hann verður að geta sýnt fram á það að hlutir sem þarna eru tilheyri honum. Það er ósköp einfalt og þá fær hann þá afhenta alveg um leið.“ n Geirmundur Vilhjálmsson sakar Pál Winkel um lygar og hefndaraðgerðir gegn sér „Ætla ekki að láta Pál komast upp með þetta“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ósáttur Geirmundur Vilhjámsson, fyrrver- andi forstöðumaður Kvíabryggju, er ósáttur við að fá ekki 53 hluti sem hann segir vera í sinni eigu afhenta frá Kvíabryggju Þjófar herja á Café Konditori n Steinsnar frá lögreglustöð F jórum sinnum á þrettán mán- uðum, síðast núna í nótt,“ segir Hávarður Hilmarsson, bakara- meistari og eigandi Café Kondi- tori Copenhagen við Grensásveg, um tíðni innbrota í bakaríið sitt. Há- varður hefur undanfarið ítrekað mátt þola að brotist sé inn hjá honum. Þjófarnir hafa lítið annað haft upp úr krafsinu en skiptimynt. Brotist var inn í bakaríið aðfaranótt fimmtu- dags en stutt er síðan lögreglan opn- aði starfsstöð sína á Grensásvegi, um hundrað metra frá bakaríinu. Hávarður hefur áhyggjur af und- irmönnun lögreglunnar þar sem að- eins tveir lögreglumenn séu á vakt vegna niðurskurðar og innbrots- þjófar eru á ferli. Lögreglustöðin á Grensásvegi annast verkefni austan Snorrabrautar til vestanverðrar El- liðaár. Það er stórt svæði fyrir svo fáa lögreglumenn. „Það sem pirrar mig mest er þegar maður fær þær upplýsingar hjá lög- reglunni að það séu tveir til fjórir lög- reglumenn með alla austurborgina. Í gær [miðvikudag, innsk. blm.] eru fjögur innbrot í fyrirtæki. Á fólk að láta þetta viðgangast? Manni finnst þetta dapurlegt,“ segir Hávarður. Hlutfallslega, miðað við fjölda fyrir- tækja og íbúa á svæðinu, þykir hon- um þetta fáir lögreglumenn. „Þeir vita þessir innbrotsþjóf- ar að lögreglan er undirmönnuð og þeir herja á þessi svæði þar sem ástandið er verst. Af þessum fjórum innbrotum í gær frétti ég að mynda- vélar hafi verið á tveimur staðanna þar sem sami maðurinn hafi ver- ið á ferð í bæði skiptin. Hann fer inn á tveimur stöðum, keyrir svo um borgina með þýfið og kúbein- ið óáreittur eins og eitthvert fyrir- menni.“ Hávarður bendir að lokum á að það sé nóg af lögreglumönnum til þegar stjórnmálamenn eru smeykir. „En við megum baka einhver brauð og snúða með það hangandi yfir okkur að það geti verið þjófur uppi í búð með kúbein. Þetta er sorglegt.“ mikael@dv.is Þjófar sæta lagi Fjögur innbrot á þrettán mánuðum. Myndin er AF FAcebooK-Síðu bAKAríSinS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.