Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 23
Erlent 23Helgarblað 17.–19. febrúar 2012
Sér í svarthvítu
en heyrir litina
Þ
ar til ég var 11 ára hafði ég
ekki hugmynd um að ég
sæi lífið ekki í lit. Að ég gæti
bara séð mismunandi grá
an lit. Ég hélt ég gæti séð
liti en að ég væri bara að rugla þeim
saman,“ segir listamaðurinn Neil
Harbisson. Hann er með afar sjald
gæfan augnsjúkdóm sem gerir það
að verkum að hann er algjörlega lit
blindur. Hann sér umhverfið að
eins svarthvítt. Honum hefur hins
vegar, með hjálp tækninnar, tekist
að læra að skynja liti með myndavél
sem gefur frá sér mismunandi ljós
bylgjur eftir því að hvaða lit henni
er beint. Þetta hefur gerbreytt lífi
hans.
Vissi ekki að hann væri
litblindur
„Það varð mér nokkuð áfall þegar
ég var greindur með sjúkdóminn en
ég komst í það minnsta að því hvað
amaði að mér. Læknarnir sögðu
mér að þetta væri ólæknandi,“ seg
ir Harbisson sem lét þó ekki þar við
sitja. „Þegar ég var sextán ára skráði
ég mig í listaskóla. Þegar ég sagði
kennaranum mínum að ég gæti
ekki séð liti spurði hann einfald
lega hvern fjandann ég væri að gera
í þessum skóla.“
Honum tókst þó að fá leyfi til að
skila öllum sínum verkum í svart
hvítu. Ég reyndi að gera list mína
táknræna svo ég gæti sýnt öðrum
hvernig ég upplifi það sem aðrir sjá.
Ég komst líka að því að í gegnum tíð
ina hafa litblindir nýtt sér hljóð til að
skynja liti.“
Myndavél skynjar litina
„Í byrjun var ég alltaf með einkenni
legan höfuðverk vegna stöðugs áreit
is. En eftir fimm vikur hafði heil
inn aðlagast hljóðunum og ég fór að
tengja saman hljóma og liti.“ Hann
sótti námskeið í stýrifræði (e. cyper
netics) en það er fræðigrein sem
fjallar um það hvernig boð geta bor
ist á milli lífvera og véla. Fyrirlesarinn
var Adam Montandon og Harbisson
spurði hann hvort honum dytti ein
hver aðferð í hug til að sjá liti. „Hann
setti saman litla tölvu, vefmynda
vél og heyrnartól og bjó svo til forrit
sem gerði vefmyndavél kleift að gefa
frá sér mismunandi hljóðbylgjur eftir
því að hvaða litum henni er beint,“ út
skýrir hann. Þetta virkar þannig að ef
hann sér einhverja útgáfu af rauðum
lit heyrir hann nótu sem er einhvers
staðar á bilinu F og fís. „Í höfðinu á
mér er örflaga sem breytir ljósbylgj
unum í hljóð. En ég heyri ekki með
heyrninni heldur skynja það í gegn
um höfuðkúpuna.“
Hann notar þessa græju allan sól
arhringinn og ber tölvuna í bakpoka
og hefur gert í ein átta ár. Myndavél
inni hefur hann komið fyrir á höfð
inu, eins og sést á myndinni. „Fyrst
um sinn var ég með samfelldan höf
uðverk í fimm vikur vegna stöðugs
áreitis en að þeim tíma liðnum fór
heilinn sjálfkrafa að tengja hljóðin
við liti,“ segir Harbisson sem fullyrðir
að hann dreymi liti.
Lögreglan réðst á hann
Þó tæknin hafi hjálpað Harbisson að
sjá liti hefur þessi útbúnaður stund
um valdið honum vandræðum. Í eitt
skipti réðust á hann þrír lögreglu
menn sem töldu að hann væri að
mynda þá. „Ég sagði þeim að ég væri
að hlusta á liti en þeir trúðu því ekki,“
segir hann og bætir við að þeir hafi
reynt að taka myndavélina af honum.
„Stundum er mér meinaður aðgang
ur að stöðum eða svæðum vegna
þess að ég er með raftæki í höfðinu.
Sumir fara bara að hlægja þegar þeir
sjá mig.“
„Sér“ fleiri liti en heilbrigðir
Hann segir að þessi útbúnaður hafi
gjörbreytt lífi sínu sem listamaður.
„Ég hef skapað mér minn eigin heim
þar sem litur og hljóð eru nákvæm
lega það sama. Þegar ég teikna and
litsmynd af fólki fer ég fyrst alveg
upp að andlitinu og tek eins konar
hljóðmynd af hárinu, húðinni, aug
unum og vörunum. Svo bý ég til
einn samhljóm í höfðinu á mér og
hefst handa við að teikna. „Sum
ir eru þannig gerðir að litirnir spila
mjög fallegan hljóm en aðrir ljótan.
Það hefur ekkert með það að gera
hvort viðkomandi manneskja er fal
leg eða ekki,“ segir hann og bætir við
að uppáhaldsliturinn sinn sé dökk
fjólublár.
Með hjálp tækninnar er Harbisson
farinn að „sjá“ fleiri liti en þeir sem
eru með fulla sjón. „Það eru engin
takmörk fyrir því hvaða liti ég get séð.
Ég sé um 360 liti í dag og sé meira að
segja innrauða geisla,“ segir hann en
það eru geislar sem notaðir eru meðal
annars í þjófavarnarkerfum. n
Staðreyndir
um litblindu
n Litblinda kallast það ástand þegar
fólk greinir ekki á milli tiltekinna ólíkra
lita.
n Algengast er að litblindir sjái ekki
mun á rauðum og grænum litum.
n 20. hver karlmaður er með litblindu
en aðeins ein kona af 200.
n Þeir sem eru illa litblindir sjá aðeins
um 20 litbrigði.
n Litblinda er í raun rangnefni þar sem
flestir sjá litina en bara ekki á sama hátt
og annað fólk.
n Achromatopsia er hópur sjaldgæfra
arfgengra augnsjúkdóma sem lýsa sér
með mjög takmörkuðu litaskyni eða
algjörri litblindu.
n Achromatopsia lýsir sér með vöntun
á keilufrumum í sjónhimnunni, en þetta
eru þær frumur sem sjá um litasjón.
n Myndavél á höfðinu gefur frá sér hljóðbylgjur eftir því að hvaða litum henni er beint
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is Litir verða að tónum
Heyrir tóna Hér má sjá hvaða tóna hann
heyrir þegar myndavélin sér mismunandi liti.
Ert þú litblindur? Þeir sem eru litblindir geta ekki
séð hvaða tölur eru á þessum myndum.
Litblindupróf
„Ég sé um
360 liti í dag
og sé meira að segja
innrauða geisla
Sá enga liti Neil
Harbisson „sér“ í dag
fleiri liti en heilbrigðir.
Lausn: 57 og 74