Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Page 48
48 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað
Sakamál 202 U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s
DNA-sýni réð úrslitum:
Handtek-
inn 8 árum
eftir fyrsta
morðið
Talið er að Arohn Kee hafi
byrjað morð- og nauðgun-
arferil sinn í New York-
borg 24. janúar 1991 þegar
hann myrti 13 ára stúlku,
Palo Illera. Arohn Kee fyrir-
kom 19 ára stúlku, Johalis
Castro, 13. september 1997
og brenndi síðan líkið svo
það varð vart þekkjanlegt.
En hann hafði ekki feng-
ið sig fullsaddan því Ras-
heeda Washington, 18 ára,
féll fyrir hendi hans eftir að
hafa verið misþyrmt kyn-
ferðislega 2. júní 1998.
Reyndar kom seinna í
ljós að á sama tímabili og
Kee framdi morðin hafði
hann nauðgað fleiri ung-
lingsstelpum þó svo að það
hefði ekki kostað þær lífið.
Arohn Kee lá reyndar
undir grun allar götur frá
morðinu á Palo Illera en
tókst með ólíkindum að
komast hjá því að verða
sterklega grunaður, allt til
ársins 1999. Þegar þar var
komið sögu beindust sjónir
lögreglu í ríkara mæli að
Arohn og hann var undir
stöðugu eftirliti lögreglu
sem vonaðist til að komast
yfir DNA-sýni úr honum
svo unnt yrði að tengja
hann við morðin.
Í eitt skipti þegar hann
var í stutta stund í varð-
haldi vegna smávægilegs
afbrots neitaði hann að
veita lögreglu heimild til að
taka munnvatnssýni; lög-
reglan sagði að um væri að
ræða berklapróf, en Arohn
lét ekki blekkjast. Hann
sagðist vera vottur Jehóva
og gæti trúar sinnar vegna
ekki orðið við beiðni lög-
reglunnar.
En svo fór að lokum að
Arohn fór óvarlega og lög-
reglu tókst að fá sýni af
drykkjarmáli sem hann
hafði drukkið úr áður en
honum var sleppt úr haldi.
Arohn Kee flúði frá New
York en náðist örfáum dög-
um síðar í Flórída þar sem
hann var með 17 ára kær-
ustu sinni.
Þrátt fyrir að verjandi
Arohns mótmælti harð-
lega þeirri aðferð sem beitt
var við að fá DNA-sýni úr
honum var hann engu að
síður sakfelldur fyrir þrjú
morð og fjórar nauðgan-
ir. „Fjandinn hirði ykkur
öll,“ hrópaði Arohn Kee
þegar hann var leiddur út
úr dómsalnum. Hann fékk
400 ára fangelsisdóm. Síðar
bættust við 20 ár vegna
morðs sem hann framdi
1994, en DNA-sýni sýndi
fram á sekt hans.
Verkfæratösku-
morðingjarnir
Í
október 1979 voru lögreglu-
yfirvöld í Kaliforníu önnum
kafin við að reyna að hafa
hendur í hári alræmds rað-
morðingja sem gekk undir
nafninu The Hillside Strang-
ler. Síðar kom í ljós að rétt nafn
þess misindismanns var Ang-
elo Buono, en hann verður lát-
inn liggja á milli hluta í þessari
frásögn.
Á sama tíma neyttu tveir
illa þokkaðir náungar, Law-
rence Sigmund Bittaker og Roy
L. Norris, færis og upplifðu of-
beldisfantasíu sína sem með-
al annars snérist um mann-
rán, nauðganir, pyntingar og
… morð. Hugmyndin hafði
kviknað hjá kújónunum þeg-
ar þeir voru á bak við lás og
slá í ríkisfangelsi Kaliforníu í
San Luis Obispo, en þar höfðu
tekist með þeim kynni. Um
tveggja mánaða skeið leituðu
félagarnir bráða á þjóðveg-
um og baðströndum og þeg-
ar upp var staðið höfðu fimm
ungar stúlkur og konur fallið
fyrir hendi þeirra. Líklega voru
fórnarlömb þeirra mun fleiri.
Þeir fengu síðar viðurnefnið
Verkfæratöskumorðingjarnir
vegna aðferða sinna.
Morð-Mack verður til
Sem fyrr segir kynntust kump-
ánarnir í grjótinu, nánar til-
tekið árið 1978. Lawrence, 38
ára, hafði reyndar eytt stærst-
um hluta fullorðinsára sinna
í fangelsi vegna ýmissa brota,
en Roy, 30 ára, hafði verið úr-
skurðaður með geðveilu, var
kynferðisglæpamaður og hafði
verið á geðdeild í fjögur ár. Eftir
að hann útskrifaðist beið hann
ekki boðanna, nauðgaði stúlku
og endaði í fangelsi, þar sem
hann kynntist Lawrence.
Eftir því sem vinátta þeirra
styrktist efldist einnig löngun
þeirra til að upplifa nauðgana-
og morðfantasíuna sem þeir
áttu sameiginlega.
Eftir að þeir losnuðu úr
fangelsi breyttu þeir GMC-
van Lawrence þannig að hann
hentaði betur því hlutverki
sem honum var ætlað og gáfu
bílnum heitið Morð-Mack. Að
því loknu var þeim ekkert að
vanbúnaði og lögðu land und-
ir fót í leit að fórnarlömbum.
Það átti eftir að koma í ljós að
með hverju nýju fórnarlambi
jókst ofbeldið og þær kvalir
sem fórnarlömbin liðu áður en
dauðinn líknaði sig yfir þau.
Fékk ekki að biðja
Fyrsta fórnarlamb Lawrence
og Roy var sextán ára stúlka,
Cindy Schaeffer. Þann 24. júní
1979 gekk Cindy sem leið lá
eftir Redondo Beach á leið til
ömmu sinnar eftir að hafa sótt
guðsþjónustu.
Lawrence og Roy varð ekið
fram hjá henni en höfðu ekki
erindi sem erfiði við að fá hana
inn í van-bifreið sína. Því fór
svo að þeir tóku hana með
valdi og óku á fyrirfram ákveð-
inn stað uppi í fjalllendi. Þar
pyntuðu þeir Cindy og mein-
uðu henni að fara með bæn
áður en þeir börðu hana til
bana og kyrktu með vírherða-
tré.
Um hálfum mánuði síðar,
8. júlí, leituð tvímenningarn-
ir að öðru fórnarlambi. Á vegi
þeirra varð Andrea Hall, 18 ára
stúlka sem ferðaðist á puttan-
um á Pacific Coast-þjóðveg-
inum. Lawrence faldi sig aftur
í bílnum en Roy bauð henni
far sem hún þáði grandalaus
og örfáum andartökum eftir
að hún kom inn í bílinn réðst
Lawrence til atlögu. Lawrence
nauðgaði henni og tók síðan af
henni ljósmyndir, bundinni og
skelfingu lostinni.
Eins og um leik væri að
ræða varpaði Lawrence fram
þeirri spurningu af hverju hún
ætti að fá að lifa. Svar hennar
var honum ekki að skapi og
hann stakk hana með íssting
í annað eyrað og kæfði hana
síðan til bana.
Yngstu fórnarlömbin
Jackie Gilliam, 15 ára, og Jacqu-
eline Lamp, 13 ára, voru svo
ólánssamar að verða á vegi
morðvarganna 3. september.
Stúlkurnar voru á strætóstoppi-
stöð þegar félagarnir kræktu
klónum í þær. Farið var með
þær upp í fjöllin þar sem þeim
var nauðgað og misþyrmt um
tveggja daga skeið. Ísstingur
var rekinn inn í eyru þeirra og
þær klipnar víða um líkamann
með töngum og síðan voru vír-
herðatré hert að hálsi þeirra þar
til þær létust. Þær voru yngstu
fórnarlömb Lawrence og Roy.
Síðasta þekkta fórnarlamb-
ið var Lynette Ledford, 16 ára
stúlka sem var myrt 31. októ-
ber 1979. Lawrence og Roy
rændu Lynette og létu síðan
hendur standa fram úr erm-
um. Hún var stungin ítrekað og
klipin með töngum og meðan
á þessu stóð hljóðrituðu félag-
arnir öskur hennar og beiðnir
um miskunn. Lawrence barði
hana ítrekað á olnbogana með
sleggju og krafðist þess að hún
léti ekki af öskrunum. Að lok-
um hengdu þeir hana með vír-
herðatré.
Til að auka á skemmtunina
ákváðu félagarnir að skilja illa
farið lík hennar eftir inni í húsa-
garði við Hermosa Beach, bara
til að sjá hver viðbrögð fjöl-
miðla yrðu. Þegar þar var kom-
ið sögu var lögreglan búin að
ná Angelo Buono, The Hill-
side Strangler, og því ólíklegt að
hann bæri ábyrgð á morðinu á
Lynette.
Ein sem slapp
Það varð að lokum kjaftagleði
Roy sem varð þeim að falli.
Hann gat ekki á sér setið og
gumaði af afrekum sínum við
gamlan fangelsisnaut. Sá hafði
samband við lögregluna sem
fannst mikil líkindi með frá-
sögninni og vitnisburði Shirley
Sanders, konu sem náði að flýja
frá tveimur karlmönnum sem
höfðu nauðgað henni inni í van-
bifreið.
Lögreglan talaði aftur við
konuna og sýndu henni ljós-
myndir. Á þeim bar hún kennsl
á bifreiðina og Lawrence og Roy.
Lögreglan brá á það ráð að
handtaka þá fyrir allt önnur brot
en morð og nauðganir og hélt
þeim án tryggingar fyrir að hafa
brotið skilorð. Við yfirheyrslur
fór Roy smám saman að tjá sig
um ódæðin sem þeir höfðu
framið en fullyrti að Lawrence
hefði séð um að myrða fórnar-
lömbin.
Roy samdi við yfirvöld, vitn-
aði gegn Lawrence og vísaði lög-
reglu á lík fórnarlambanna.
Lögreglan fann yfir 500
ljósmyndir af unglingsstúlk-
um, nítján þeirra var saknað.
En Roy skellti í lás og neitaði
að gefa upplýsingar um nema
fimm.
Þann 17. febrúar 1981 var
Lawrence Sigmund Bittaker
dæmdur til dauða og til ör-
yggis bætti dómarinn 199 ára
fangelsisdómi við dauðadóm-
inn, hann er enn á dauðadeild.
Roy L. Norris fékk 45 ára til
lífstíðardóm og má sækja um
reynslulausn eftir tíu ár.
lágu í valnum Umar Patek er talinn hafa séð um smíði sprengja sem notaðar voru í
sprengjutilræði á Balí 12. október 2002. Tilræðið kostaði 202 lífið. Patek flúði land og í níu ár tókst
honum að forðast hinn langa arm laganna. Í janúar 2011 var hann gripinn í Pakistan, reyndar í sama
bæ og Osama bin Laden var veginn í. Þann 13. febrúar síðastliðinn, um 10 árum eftir sprengjutil-
ræðið, hófust loks réttarhöld yfir Patek.
n Óku um á Morð-Mack n Þeir upplifðu miður geðslega fantasíu
Lawrence Sigmund Bittaker Er eldri tvímenninganna og eflaust má
deila um geðheilbrigði hans.
Roy L. Norris Samdi við lögregluna og fékk vægari dóm tvímenninganna.
„Lawrence
faldi sig aftur
í bílnum en Roy bauð
henni far sem hún
þáði grandalaus og
örfáum andartökum
eftir að hún kom inn í
bílinn réðst Lawrence
til atlögu.
Morð-Mack Fórnarlömbin voru lokkuð eða neydd upp í van-bifreið
félaganna.