Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 54
„Ég fíla spandex“
54 Lífsstíll 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað
Klæðningar og viðgerðir
á gömlum húsgögnum
Iðnbúð 5 - 210 Garðabæ - Sími: 554 1133 - asgrimur@bolstra.is
É
g fíla spandex,“ segir söng-
konan og þáttastjórn-
andinn Þórunn Antonía
sem hefur frumsýnt nýtt
myndband við lagið Too
Late. Þórunn, sem er meðal
annars þekkt fyrir að vera dótt-
ir tónlistarmannsins Magnúsar
Þórs Sigmundssonar og annar
stjórnenda skemmtiþáttarins
Týndu kynslóðarinnar á Stöð
2, dansar djarflega í níðþröng-
um, hvítum „spandex“-galla í
myndbandinu.
Myndbandið var tekið af
Ágústi Bent, kærasta Þórunn-
ar, úti á palli við heimili þeirra.
Lagið verður á nýrri plötu Þór-
unnar Antoníu sem gert er ráð
fyrir að komi út í vor. Plötuna
vinnur hún með tónlistarmann-
inum Davíð Berndsen. Þórunn
Antonía er einmitt í upptökum
á enn einu laginu þegar blaða-
maður hefur samband við hana
og spyr hana út í myndbandið,
væntanlega plötu og líflegan
heimilisiðnað hennar og kær-
asta hennar Ágústs Bent.
Líflegur heimilisiðnaður
„Nágrannar okkar eru orðnir
öllu vanir,“ segir Þórunn Ant-
onía og hlær og segir þá hafa
horft á dans hennar úti á palli
stórum augum. „Þetta er auð-
vitað ekki í fyrsta sinn sem við
skemmtum nágrönnum okkar
og örugglega ekki í það síðasta.
Ég sem tónlistina mína heima
og syng mikið. Steindahöfuð-
stöðvarnar eru síðan náttúru-
lega heima hjá okkur. Strákarnir
sitja í stofunni og skrifa gaman-
þættina. Fyrsta serían var klippt
í svefnherberginu okkar. Það var
reyndar mjög fyndin uppákoma
þegar yfirmenn Stöðvar 2 litu
inn snemma einn morguninn
til að kíkja á efnið. Þannig ég reif
mig fram úr rúminu og bauð
þá velkomna á náttsloppnum
og þeir sátu á rúmstokknum að
horfa á fyrsta þáttinn,“ segir hún
og skellihlær.
Keypti „spandex“-galla á
eBay
Hún virðist alls ófeimin við
að vera djörf. Er hún ekk-
ert feimin? „Nei, alls ekki. Ég
er ekkert feimin, ég er löngu
komin yfir allan hégóma. Sem
betur fer því það er svo mik-
il tímaeyðsla. Ég er bara eins
og ég er. Hégóminn er hluti af
gelgjunni, það er ánægjulegt
að komast á það skeið að vera
sáttur við sjálfan sig.
Aðalástæðan fyrir því að ég
er í þessum galla er hins vegar
að það þurfti að setja inn bak-
grunn og þá var betra að vera
í þröngum galla. Ég fór því á
eBay og verslaði einn hvítan
galla og einn svartan. Það er
líka lykilatriði að taka sig ekki
alvarlega og skella sér í góðan
partíbúning.“
Með tónlistina í blóðinu
Þórunn Antonía hefur sung-
ið frá því hún man eftir sér.
„Ég hef sungið frá því ég var
krakki, eiginlega frá því ég
man eftir mér. Ég var að gera
fjölskylduna geðveika með
því að syngja hástöfum með
Stjórnina í botni í vasadiskó-
inu mínu. Sigga Beinteins var
átrúnaðargoðið mitt, öll lög
með henni söng ég hástöfum
dagana langa,“ segir hún og
hlær.
Það er ekki skrýtið að hún
hafi valið sér þennan vett-
vang í lífinu enda ólst hún upp
við tónlist föður síns, tónlist-
armannsins Magnúsar Sig-
mundssonar. „Ég er með söng-
inn í blóðinu. Ég fann það fljótt
hvað ég elska tónlist mikið.
Ég þarf á henni að halda. Mér
fannst ekkert skemmtilegra í
uppvextinum en að fá að sitja
í hljóðverinu með pabba og
hlusta á galdurinn gerast á bak
við tjöldin,“ útskýrir Þórunn
Antonía.
Haldin
fullkomnunaráráttu
Hún segist hafa sterka þörf fyr-
ir að syngja og koma fram en á
sama tíma er hún haldin mik-
illi fullkomnunaráráttu. Þór-
unn Antonía segir hana ekki
há sér.
„Ég er búin að læra inn á
sjálfa mig. Ég veit það að þegar
ég er eitthvað skrýtin og pirruð
að ég þarf að setjast niður og
semja tónlist. Ég þarf að koma
frá mér einhverri orku. Síðan
koma önnur tímabil þar sem
hugmyndirnar láta lítið á sér
kræla. Það er ekkert hægt að
ýta á skáldagyðjuna en ég veit
að í mínu tilfelli er hún ansi
ágeng.
Ég er líka með mikla full-
komnunaráráttu en með tím-
anum þá hefur hún þróast í
það að mér finnst hún af hinu
góða. Ég veit nákvæmlega hvað
ég vil. Ég er búin að syngja síð-
an ég var lítil og veit upp á hár
hvernig ég vil hljóma. Aðrir
heyra það ekki en ég geri það,“
segir hún.
„Hvað var ég að pæla?“
Þórunn Antonía gaf út sína
fyrstu sólóplötu aðeins átján
ára að aldri og flutti því næst til
Bretlands og stofnaði hljóm-
sveitina The Honeymoon. Hún
var einnig meðlimur bresku
sveitarinnar Fields en hefur að
auki sungið með fjölda hljóm-
sveita og listamanna, þar á
meðal með bandaríska tón-
listarmanninum Beck. Hana
sundlar nánast þegar hún
hugsar um eigið hugrekki þeg-
ar hún lítur til baka. „Ég var
í rauninni bara barn. Aðeins
átján ára og þegar ég horfi til
baka þá hugsa ég: Hvað var ég
að pæla? Ég var svo hugrökk og
þegar maður er svona lítill þá
finnst manni heimurinn eng-
in ógn. Ég var einlæg í því sem
ég var að gera, það er á hreinu,“
segir hún.
Erfitt að búa í London
Þórunn Antonía flutti heim
til Íslands árið 2008 og ætlaði
upphaflega aðeins að dvelja
hér í stutta stund. Hún er ekki
enn farin og gæti ekki hugsað
sér að fara aftur til Bretlands.
Henni fannst enda oft erfittað
búa í London og finnst gott
að festa rætur hér á landi um
stund með fjölskyldu sinni og
kærasta.
„Það var ágætt að taka sér
smá pásu og anda aðeins.
Það var mjög erfitt stund-
um að búa í London. Borgin
er hörð og grá og brjálæðis-
lega dýr. Þegar maður er ung-
ur þá er maður auðvitað ekki
með mikinn pening á milli
handanna og þessi borg étur
upp allt sem þú átt. En þetta
er dýrmæt reynsla og ég er
sterkari eftir hana.
Það er ekkert verkefni sem
ég er hrædd við í dag eftir
þetta,“ segir Þórunn Antonía.
„Maður er bara tilbúinn í allt.“
Samstarfið við Davíð
Berndsen
Hún hefur ekki setið aðgerða-
laus hér á landi og farið eins
og stormsveipur um íslenskt
menningarlíf. Hún birtist
landsmönnum í gamanþátt-
unum Steindinn okkar sem
slógu í gegn á Stöð 2, í vetur
hefur hún verið kynnir þátt-
anna Týndu kynslóðarinn-
ar ásamt Birni Braga og nú
kynnir hún hvert popplagið á
fætur öðru. Hún segist horfa
björt fram á veginn. „Samstarf
okkar Davíðs Berndsen geng-
ur vel. Við prófuðum samstarf
í fyrsta sinn þegar við sömd-
um saman lagið For Your
Love. Prófuðum að senda það
til spilunar og það gekk von-
um framar. Sat í efsta sæti vin-
sældalista Rásar 2 í dágóðan
tíma.
Einnig koma að plöt-
unni pródúserarnir Hermi-
gervill og Friðfinnur Oculus
og draumurinn er að platan
okkar komi út seint í vor og ég
hlakka til.“
Söngkonan Þórunn Antonía hefur frumsýnt nýtt myndband við
lag sitt og Davíðs Berndsen, Too Late. Þórunn Antonía ræddi við
Kristjönu Guðbrandsdóttur um plötu hennar sem kemur út í vor, líf-
legan heimilisiðnað hennar og kærasta hennar Ágúst Bent og full-
komnunaráráttu hennar. „Það er lykil-
atriði að taka
sig ekki alvarlega og
skella sér í góðan
partíbúning.
Ekkert feimin „Ég er löngu kominn yfir allan hégóma. Ég er bara eins og ég er. Hégóminn er hluti af gelgjunni.“