Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 57
Lífsstíll 57Helgarblað 17.–19. febrúar 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Þ
etta er Helgafell í Hafnar-
firði,“ kallaði göngufélag-
inn í gegnum rokið og benti
með sveiflu út í sortann þar
sem glitti í útlínur einhvers sem
gat allt eins verið fjall. Ég spurði
hvort hann væri viss. Hann horfði
á mig með aumkunarsvip sem
gat táknað að ég væri að tala við
mann sem hefði klifið hæstu fjöll
í tveimur heimsálfum og sæti nú
undir þeim efasemdum að þekkja
ekki hæsta og líklega eina fjall
Hafnarfjarðar. En það var ástæða
til að efast. Við höfðum stundum
villst.
N
okkrum vikum áður stóðum
við félagarnir á háum tindi
fjalls sem átti að vera sá hluti
Grímannsfells sem er ofan
Gljúfrasteins Halldórs Laxness.
Við nánari skoðun kom í ljós
að okkur hafði borið
af leið og við vorum
komnir upp á eitthvað
sem heitir Hjálm-
ur. Ég benti ferða-
félaganum á að við
þyrftum að fara um
djúpt dalverpi og klífa
þaðan upp á umræddan hátind.
Hann horfði á mig eins og hugsi
en komst svo að niðurstöðu. „Nei,
við förum bara niður núna. Mark-
miði okkar er náð,“ sagði hann. Ég
lét í ljósi þá skoðun að þetta væri
rangur tindur en félaginn sagði
að ég væði í villu og svíma. „Þetta
er jafnhátt fjall. Við getur því sagt
þeim á jörðu niðri að við höfum
klifið Grímannsfell þótt það muni
nokkrum metrum,“ sagði hann.
V
ið börðumst upp bratta hlíð
Helgafellsins með storminn
í fangið. Ég var á þessum
tíma nokkuð næmur á hæð
fjalla og vissi að samkvæmt mæl-
ingum var Helgafell í Hafnarfirði
yfir 300 metrar á hæð. Þar sem
við börðumst áfram í stórviðr-
inu skref fyrir skref gætti hjá mér
kvíða um að á tindinum yrði ekki
stætt. Göngufélaginn var á undan
og öðru hvoru leit hann um öxl
og æpti hvatningarorð í gegnum
óveðrið. Skyndilega vorum við
komnir upp. Við skriðum á fjórum
fótum upp á bunguna. „Ertu viss
um að þetta sé Helgafell,“ kallaði
ég. Hann æpti til baka að auðvitað
vissi hann allt um þetta fjall. „Við
Bensi mágur höfum farið þetta,“
urraði hann í gegnum óveð-
ursgnýinn.
É
g var efins alla niðurleið-
ina en þorði ekki að spyrja
hinn vana fjallamann frekar.
Á bílastæðinu mættum við
konu sem var á gagnstæðri stefnu.
Ég spurði ferðafélagann hvort
hann væri til í að fá staðfest hjá
konunni að þetta væri Helgafell.
„Heldurðu að ég sé einhver vit-
leysingur?“ spurði hann allhvasst
á móti. Ég sagðist auðvitað hafa
á honum fulla trú almennt séð
en nú yrði ég að vita vissu mína.
Hann hristi höfuðið og hóf síðan
upp raust sína. „Fyrirgefðu, frök-
en. Viltu staðfesta við félaga minn
að við séum að koma af Helga-
felli,“ sagði hann og benti á fjallið
í sortanum.
K
onan stoppaði og horfði eins
og hissa á okkur. „Nei, þetta
eru Óbrynnishólar,“ sagði
hún og upplýsti hlæjandi að
þeir væru rúmlega 100 metrar á
hæð. Ferðafélaginn hummaði.
„Skrýtið, við Bensi …“ sagði hann
og þagnaði svo. Hæðarmunurinn
á hólunum og fjallinu var of mikill
til að við gætum sagt fjölskyldu
og vinum að við hefðum klifið hið
háa fell. Við ákváðum að best væri
að ferðin væri gleymd og grafin.
Og við þögðum þar til nú.
Týnda fjallið
Ljúffengar
rjómabollur
M
júkar og sætar, full-
ar af sultu og rjóma og
skreyttar eftir kúnstar-
innar reglum. „Bollur
er freisting sem er erf-
itt að standast,“ segir Jónatan Egg-
ertsson, bakarameistari hjá Café
Konditori Copenhagen, sem er í
miklum önnum ásamt öðru starfs-
fólki við að undirbúa bolludaginn
þegar blaðamann ber að garði. Jón-
atan útskýrir að þar sem sá siður að
borða bollur sé danskur baki bak-
arar gjarnan bollur að dönskum
sið. Hann segir frá því að í Dan-
mörku tíðkist að bera fram bollur
með rjóma og ferskum ávöxtum.
Bollurnar sjálfar séu annaðhvort
gerbollur eða vatnsdeigsbollur. Í
gerdeigið sé síðan gjarnan blandað
vandaðri vanillu eða kardimomm-
um. „Danskir bakarar eru ólíkt
íhaldssamari hvað varðar samsetn-
ingu bollunnar en þeir íslensku. Ís-
lenskir bakarar eru óhræddir við
að leika sér með hráefnin gagn-
stætt þeim dönsku. Við erum ýktari
býst ég við,“ segir Jónatan og hlær.
Hann segist hafa gaman af þess-
ari nýjungagirni og að fylgjast með
skemmtilegum hugmyndum um
samsetningu bollunnar.
Sjálfur er Jónatan helst hrifinn
af draumabollunum sem eru með
rjóma, berjum og öðrum ávöxtum.
„Vatnsdeigsbollurnar eru vinsælli
en gerbollur. Þær eru léttari í maga
og það má segja að þær eigi endur-
komu, þær voru vinsælar fyrir ára-
tugum síðan og margir muna eftir
þeim úr æsku,“ segir hann.
Jónatan gefur lesendum DV
uppskriftir að draumabollunum
góðu og karamellubollum sem
mörgum þykja góðar.
kristjana@dv.is
Að skreyta rjómabollur er skemmtileg iðja fyrir alla fjölskylduna. Bolludagur nálgast og er í fullkomnu ósam-
ræmi við janúarheilsuæði landans enda algengt að í hverri bollu sé hitaeiningafjöldinn svimandi hár. DV fékk
uppskriftir að ljúffengum bollum frá Jónatani Grétarssyni, bakarameistara hjá Café Konditori Copenhagen.
Bolludagur
Vatnsdeigsbolla með karamellu
10 stk.
500 gr þeyttur rjómi
Bræðið 15–20 freyjukaramellur í 0,25 l
rjóma og setið smá af vanilludropum út í.
Látið kólna aðeins og setjið næstum því
allt í þeyttan rjómann og restin fer yfir
bollurnar.
Vatnsdeigs-draumabolla
10 stk.
Þeytið 500 gr rjóma, setja jarðarberjasultu
á botninn.
Sprautið rjómanum á bollurnar.
Skerið niður jarðarber, kíví og bláber og
raða í rjómann.
Setjið lokið yfir og súkkulaðiíssósa sett
yfir.
Þetta er ekta dönsk rjómabolla.
Vatnsdeigsbollu uppskrift
250 gr. smjörlíki
5 dl vatn
250 gr hveiti
6 egg
Smá salt
Smá sykur
Smjörlíki og vatn er hitað saman í potti
þangað til smjörlíkið er allt bráðið og
vatnið sýður vel.
Hitinn minnkaður og allt hveitið látið í einu
út í pottinn, hrært stöðugt í þangað til það
er orðið þykkt.
Látið síðan smá salt og sykur út í, látið
kólna aðeins.
Eggin eru þeytt og síðan látin ofan í og
hrært stöðugt.
Bakið við 200 gráður í 15 til 20 mínútur.
Draumabollur Bollur eru
vinsælar í Danmörku og eru
bornar fram með rjóma og
ferskum ávöxtum.
Karamellubollur Íslendingar eru
heldur ýktari en Danir þegar kemur að því
að útfæra bollurnar. Karamellubollur eru
vinsælar hjá Café Konditori Copenhagen.
Nóg af rjómabollum
Jónatan Grétarson með
fangið fullt.