Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 4
4 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað 500 milljóna gjaldþrot n Eitt stærsta gjaldþrot einstaklings á Íslandi F asteignasalinn Þorlákur Ómar Einarsson hefur verið gerður gjaldþrota. Gjaldþrotið nem- ur rúmum 479 milljónum króna en fram kemur í Lögbirtinga- blaðinu að engar eignir hafi fund- ist í búinu. Birgir Tjörvi Pétursson, skipta- stjóri búsins, vildi engar upplýsingar um það veita hvaða aðilar eða hversu margir gerðu kröfur í búið. Ekki ligg- ur því fyrir í hvað peningarnir voru notaðir eða hvers vegna engar eignir fengust upp í kröfurnar. Óhætt er að fullyrða að um sé að ræða eitt stærsta persónulega gjaldþrot Íslandssög- unnar. Þorlákur Ómar, sem er fyrst og fremst þekktur sem fasteignasali, hef- ur komist í fréttirnar fyrir fjármála- gjörninga en árið 2005 tók hann þátt í að kaupa upp stofnfjárbréf í Spari- sjóði Hafnarfjarðar – í hallarbylt- ingunni svokölluðu – ásamt Magn- úsi Ægi Magnússyni og Jóni Auðuni Jónssyni. Lögmenn Laugardal önn- uðust kaupin á bréfunum en þau voru keypt fyrir hönd eignarhalds- félagsins A-Holding, sem var í eigu Baugs. Stefán Hilmar Hilmarsson, þá fjármálastjóri Baugs, stýrði félaginu. DV hafði kvittanir fyrir millifærslum að andvirði nokkur hundruð millj- óna króna inn á reikninga þeirra í Sviss og London, til kaupa í bréfun- um, en þrátt fyrir það vildu þeir ekki kannast við umræddar greiðslur. Svo fór að A-Holding seldi bréfin áfram innan Baugs-samstæðunnar á næst- um helmingi hærra verði og hagn- aðist félagið þannig um 1,4 milljarða króna. Engar eignir Ekkert fékkst upp í kröfur á hendur þrotabúinu. Segir að þeir hefðu getað borgað allt J óhannes Jónsson, oftast kennd- ur við Bónus, segir í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs að hann og Jón Ásgeir sonur hans hafi ekki fengið sömu meðferð og aðrir skuldarar eftir hrun. Það var Einar Kárason rithöfundur sem tók viðtalið við Jóhannes fyrir Mannlíf. „Icesave-klúður“ Í viðtalinu kemur fram að Jóhannes sé ekki af baki dottinn hvað verslun- arrekstur varðar og muni bráðlega opna tvær nýjar Iceland-verslanir hér á landi í samstarfi við Malcom Walker sem nýlega keypti verslun- arkeðjuna. Fyrir hrun átti Jóhann- es hlut í verslunarkeðjunni ásamt syni sínum og bendir hann á að um þessar mundir sé verið að selja Ice- land á rúma 300 milljarða. Sá pen- ingur hefði getað bjargað Baugi og greitt upp „allt þetta Icesave-klúður Landsbankans,“ eins og hann orðar það. Ekki hafi orðið af því þar sem þeir hafi ekki haldið Baugi. „Það var ákveðið í hruninu að selja allar eig- ur Baugs í hvelli og við það töpuðust óhemju peningar. Hefðum við feng- ið að halda okkar eignum í Bretlandi hefðum við getað borgað allar okkar skuldir hérna heima. Heildarskuld- irnar hér voru ríflega 300 milljarðar, en bara hluturinn í Iceland var þess virði, auk þess sem fleiri góðar eign- ir voru inni í Baugi. Núna eru Hag- ar orðnir að nokkurskonar kaup- félagi lífeyrissjóðanna. En þeir ná ekki inn hagnaði í dagvöruverslun nema af kúnnunum, sem eru jafn- framt sjóðsfélagar. Ég sé ekki hvern- ig það gengur upp,“ segir Jóhannes í Mannlífi. Ferðast með einkaþotu í stað þessa að senda skeyti Í aðdraganda hrunsins voru margar freistingar segir Jóhannes. Í viðtalinu viðurkennir hann að menn hafi farið offari í aðdraganda hrunsins en seg- ir að bankar hafi boðið gull og græna skóga. Í sumum tilfellum hafi vissu- lega verið hægt að senda skeyti í stað þess að ferðast með einkaþotu til að koma skilaboðum á milli. Það sé þó of mikil einföldun að kenna útrásar- víkingum um hvernig fór. Jóhannes veltir því upp að ef til vill hafi stjórn- málamenn og aðrir embættismenn vilja draga athyglina frá sínum mis- tökum og þannig látið útrásarvík- inga taka skellinn. Reglurnar hefðu átt að vera skýrari og strangari en engan hafi órað fyrir að á einni nóttu myndu skuldir tvöfaldast og á sama tíma myndi verðgildi eigna falla um helming. Laus við krabbameinið Þegar veldi Baugs stóð sem hæst átti fyrirtækið Debenhams, um tíu tískuvöruverslanir og að auki fjöl- miðlafyrirtækið 365 með sjón- varps- og útvarpsstöðvar og dag- blöð. Jóhannes segir fyrirtækið ekki hafa verið stórt á alþjóðlegan mæli- kvarða en hafi þótt gríðarlegt veldi hér á landi. Kannski hafi þeir komið of víða við. Jóhannes greindist með krabba- mein árið 2009 en þá fór hann að- gerð til að láta fjárlægja gallsteina. Kom þá í ljós eitlastækkun sem fylgst var með en síðan tók við ströng lyfjameðferð. Í viðtalinu í Mannlífi segir Jóhannes að hann sé laus við krabbameinið, hann sé „stálsleg- inn“. Hann muni þó byrja fyrirhug- aðan fyrirtækjarekstur rólega. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is n Jóhannes segir þá feðga ekki hafa setið við sama borð og aðrir„Hefðum við feng- ið að halda okkar eignum í Bretlandi hefð- um við getað borgað allar okkar skuldir hérna heima. Mannlíf Jóhannes Jónsson, kaupmaðir er framan á nýjasta tölublaði Mannlífs. (mynd Kristinn Magnússon) Ósáttur Jóhannes Jónsson segir í viðtali við Mannlíf að miklir peningar hafi tapast þegar ákveðið var að selja allar eigur Baugs. Óánægðir við- skiptavinir Mikil og megn óánægja hefur ríkt á Eskifirði og Fáskrúðsfirði, vegna ákvörðunar stjórnar Landsbank- ans um að loka útibúum þar. Um 150 manns komu á fimmtudag saman fyrir utan útibúið á Fáskrúðsfirði til að mótmæla lokuninni. Samkvæmt heimildum DV voru öryggisverðir í útibúinu sem bönnuðu mynda- tökur. Þeim sem vildu taka út peninga var sagt að þeir gætu ekki fengið fjárhæðina í peningaseðl- um, heldur ávísun. Það vildu við- skiptavinirnir ekki. Þá greindi fréttastofa Ríkisút- varpsins frá því að roskinn maður hefði neitað að yfirgefa útibú Landsbankans á Króksfjarðarnesi þrátt fyrir að komið hefði verið fram yfir lokunartíma. Gat hann ekki tekið út peninga sökum þess að peningarnir í útibúinu voru á þrotum. Greindi RÚV frá því að leyst hefði verið úr máli mannsins og hann yfirgaf loks bankann, en ekki kom fram hvort hann hefði fengið peninga í bankanum. Íbúar á Fáskrúðsfirði sendu á fimmtudag út tilkynningu þar sem þeir lýsa furðu sinni á því að stjórnvöld loki útibúi Landsbank- ans á staðnum. Nýta þeir tæki- færið og bjóða öðrum bankastofn- unum í byggðarlagið; þeir muni taka fagnandi á móti þeim. Naktir menn í Grafarvogi Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu greinir frá því að fjórir ungir karlar í Grafarvogi hafi hlaupið naktir um Strandveg á móts við Gufunesbæ. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einhver ónáttúra hafi hlaupið í piltana. Vegfarendum hafi blöskrað þessi hegðun og ekki sparað bílflautuna. Lögregla fór á vettvang eftir að tilkynning barst um mál- ið en þá höfðu strípalingarnir klætt sig aftur í fötin og haft sig á brott. Ekki er vitað hvað þeim gekk til með þessu uppátæki. Að sögn sjónarvotts veifuðu menn- irnir ýmist höndunum meðan á þessu stóð eða héldu fyrir sitt allra heilagasta. „Mögulega finnst einhverjum svona fíflaskapur fyndinn en það hefði orðið heldur neyðarlegt, svo ekki sé nú talað um hættuna, að verða fyrir bíl við þessar að- stæður.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.