Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Page 17
SyStir Sem varð að bróður Fréttir 17Helgarblað 1.–3. júní 2012 il stelpa þá vildi hann ekkert heit- ar en vera strákur „Ég óskaði mér ekkert heitar en að vera strákur. Áður en ég fór að sofa óskaði ég mér að ég myndi vakna morgun- inn eftir sem strákur. Ég lék mér rosalega mikið með dót bræðra minna. Reyndar var ég heppinn með að að mamma mín er rosalega „líbó“ kona. Þó svo hún hafi ekk- ert endilega verið að kveikja á hvað það væri sem var að þá fékk ég al- veg Turtles-karla og bíla og svona dót. Sem betur fer því það eru svo margir sem reyna halda stelpu- dóti að stelpum og öfugt. En þó að stelpa vilji leika sér að bílum þá er það ekki endilega merki um að hún sé trans, það er ekki þannig,“ segir Örn. Mamma reyndi að láta mig safna hári en hún gafst upp á því þegar ég tók upp á því að taka bara skær- in með mér út og klippa mig sjálfur. Þegar ég hafði komið heim nokkrum sinnum eins og illa reytt hænurass- gat þá gafst hún bara upp á að reyna það,“ segir Örn hlæjandi. Óléttur bróðir Bræðurnir eru báðir glaðsinna þegar þeir tala um þessi mál og virðast taka þessu létt. „Aðalatrið- ið er að sjá húmorinn í þessu líka, þetta getur verið fyndið líka ef þú tekur þetta ekki nærri þér. Þegar þú ert búinn að sætta þig við þetta þá er hægt að djóka með þetta,“ seg- ir Guðmundur brosandi og horfir á Örn sem tekur undir hlæjandi: „Það eru ekki allir sem geta sagt að bróðir sinn hafi verið óléttur!“ Þeir segja að það þurfi meiri og öflugri fræðslu til þess að minnka fordóma gagnvart transfólki sem þeir segja svo sannarlega vera til staðar. „Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan transmaður var barinn niðri í bæ,“ segir Örn. „Mér finnst að það þurfi að efla fræðslu um þetta strax í yngri bekkjum grunn- skólans. Segja bara hvað þetta er og kynna það fyrir fólki. Ég er viss um að ef ég hefði fengið sömu fræðslu þá hefði ég ekki brugð- ist eins við og ég gerði fyrst,“segir Guðmundur. Systir og bróðir Helga og Guðmundur Daði meðan Örn hét ennþá Helga. Þeir hafa alltaf verið nánir en hafa aldrei verið nánari en nú. „Það eru ekki margir sem geta sagst eiga bróður sem var óléttur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.