Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 24
H run á gengi hlutabréfa í Face book hefur orðið þess valdandi að Mark Zucker- berg, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, er ekki lengur á topp 40 lista yfir ríkasta fólk heims. Facebook var skráð á hlutabréfa- markað í síðasta mánuði en nú er orðið ljóst að bréfin voru allt of hátt skráð í upphafi. Þegar Facebook fór á markað var hver hlutur í félaginu metinn á 38 dollara en er nú kom- inn niður fyrir 29 dollara. Skráning Face book á markað er því ein sú mis- heppnaðasta í Bandaríkjunum und- anfarinn áratug enda hefur gengið fallið um 24 prósent á örfáum vikum. Tapar 1,6 milljarði á klukkustund Zuckerberg og bankinn sem stóðu að skráningu félagsins á hluta- bréfamarkað eiga nú yfir höfði sér málssóknir frá fjárfestum vegna þess að félagið var allt of hátt skráð. Hvað sem kemur út úr því, þá er ljóst að hrunið hefur líka áhrif á forstjórann unga. Eign- ir hins 28 ára netfrumkvöðuls eru nú metnar á 14,7 milljarða doll- ara en voru á mánudaginn metnar á 16,2 milljarða dollara. Það þýð- ir að eignir Zuckerberg hafa rýrn- að um 196 milljarða króna á einni vinnuviku. Ef það er reiknað að- eins lengra kemur í ljós að eignir Zucker berg hafa rýrnað um rúm- lega 1,6 milljarða króna á klukku- stund – allan sólarhringinn und- anfarna fimm daga. „Þetta virðist sýna okkur að það var einfaldlega of mikið af hluta- bréfum í boði í hlutafjárútboðinu. Menn voru of djarfir þegar þeir mátu fyrirtækið og greinilegt er að þeir sem keyptu í upphafi ætluðu sér greinilega aldrei að eiga það til langtíma,“ segir Jack Albin, sér- fræðingur á fjármálamörkuðum hjá Harris Private Bank við Bloom- berg-sjónvarpsstöðina. Þriðjungur af landsframleiðslu Íslands Þessi gífurlega eignarýrnun Zucker berg er auðvitað að mestu leyti leikur að tölum. Hann náði aldrei að sjá þessar upphæðir inni á bankareikningi sínum. Þegar viðskiptum lauk í kaup- höllinni vestanhafs með bréf í Facebook þann 18. maí voru eignir hans metnar á 19,4 milljarða doll- ara. Það hljómar því mjög óraun- verulegt að á tveimur vikum geti einn maður tapað upphæð sem nemur um þriðjungi allrar lands- framleiðslu Íslands, sem er um 14 milljarðar dollara á ári. Ætli Zuckerberg að komast aftur inn á listann yfir 40 ríkustu menn heims, þá þarf verðmæti eigna hans að aukast sem nem- ur um 800 milljónum dollara, til þess að hann nái Luis Carlos Sari- mento, ríkasta manni Kólumbíu. Miðað við hvað Zuckerberg var fljótur að tapa margfaldri þeirri upphæð, þá skyldi ekki útiloka að bréfin hækki nægilega mikið á næstu dögum til að hann skjótist aftur inn á listann. 24 Erlent 1.–3. júní 2012 Helgarblað Ætluðu að sprengja höllina n Lögreglan segist hafa handtekið 40 ódæðismenn í Bakú Þ jóðaröryggisráðuneytið í Aserbaídsjan segist hafa ákveðið að leyna almenningi upplýsingum um að hópur manna væri að undirbúa hryðjuver- kaárás á Kristalshöllina í Bakú, þar sem Eurovision-keppnin fór fram. Hermt er að lögreglan í Aserbaídsjan hafi handtekið 40 manns í kringum keppnina sem taldir eru hafa verið að undirbúa að sprengja höllina í loft upp. Hópurinn hafi auk þess ætlað að sprengja upp moskur og bíla auk Hilton- og Marriot-hótelanna í borg- inni, þar sem keppendur gistu með- al annarra. Fram kemur að þeirra á meðal þeirra sem gistu á stöðum sem til stóð að sprengja í loft upp hafi ver- ið Engelbert Humperdinck, söngvari Bretlands, og Anggun, söngkonan sem flutti lag Frakka í keppninni. Kamil Salimov, öryggissérfræð- ingur í Aserbaídsjan, fagnar því að tekist hafi að koma í veg fyrir árásirn- ar og að lögreglan hafi staðið sig með miklum sóma. Hann segir að tveir menn hafi látið lífið í átökum þegar handtökurnar fóru fram, enda hafi margir sýnt mikla mótspyrnu. Hann segir að lagt hafi verið hald á mikið magn sprengiefna í aðgerðunum. Ástæðan sem þjóðaröryggis- ráðuneytið gefur fyrir því að hafa ekki greint frá áformunum meðan á keppninni stóð var að þeir hafi ekki viljað skapa ringulreið og skelfingu á meðal almennings og erlendra gesta. Ekki orðinn blankur Mark Zuckerberg skaust upp listann yfir ríkustu menn heims þegar Facebook fór á markað. Hann hefur nú hrunið niður þann lista.„Menn voru of djarfir þegar þeir veðmátu fyrirtækið Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Íslensku keppendurnir Lögreglunni í Aserbaídsjan tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk, að eigin sögn. n Hefur tapað sem nemur þriðjungi af landsframleiðslu Íslands á tveimur vikum Zuckerberg ekki lengur á topp 40 Barði mann sinn í 40 ár Í rúma fjóra áratugi beitti norsk kona eiginmann sinn miklu and- legu og líkamlegu ofbeldi. Fyrir það hefur hún nú verið dæmd í þriggja ára fangelsi. Konan er í dag 72 ára gömul en eiginmaðurinn lést árið 2010. Norskir fjölmiðlar greindu frá þessu á miðvikudag. Fram kemur í dómnum að of- beldið hafi margsinnis átt sér stað að börnum þeirra viðstöddum. Hún barði hann með járnröri og ýmis konar innanstokksmunum, neitaði honum um aðgang að eld- húsi og baðherbergi. Hún eyði- lagði fötin hans, henti póstinum og tók af honum lyf sem hann þurfti að taka inn. Þá neitaði hún honum um afnot af síma þeirra hjóna. Það var maðurinn sem upphaflega kærði konuna fyrir áreiti en fljótlega beindist rann- sóknin að konunni. Börnin þeirra báru vitni gegn móður sinni fyrir dómi. Breivik var einn að verki Lögregluyfirvöld í Noregi hafa tekið af allan vafa um að fjölda- morðinginn Anders Behring Brei- vik hafi átt sér vitorðsmenn þegar hann framdi ódæðisverkin í Osló og á eyjunni Útey. „Við teljum okkur viss um þessa niðurstöðu,“ sagði Kenneth Wilberg, lögreglu- stjóri Oslóarborgar, á vefmiðlinum Thelocal.no. Breivik hefur sagt við yfir- heyrslur og réttarhöld að til staðar sé hreyfing sem sé undir það búin að láta til skarar skríða. Hann hefur sagst tilheyra evrópskri hreyfingu sem kallar sig Musteris- riddararnir. Þau hafi verið stofnuð í London árið 2002 og hlutverk þeirra sé að vernda Evrópu fyrir innrás múslima. Dæmdur fyrir stríðsglæpi Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, var á miðviku- dag dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir sinn þátt í borgarastríðinu í Sierra Leone, þar sem talið er að meira en 50 þúsund manns hafi látið lífið. Hann var sakfelldur fyrir að hafa hvatt til stríðsins á árunum 1991 til 2002 og fyrir að hafa hjálp- að uppreisnarmönnum. Hann var líka dæmdur fyrir sína ábyrgð á mannúðarglæpum; nauðgunum, morðum, aflimunum á fólki og fyrir að vera ábyrgur fyrir því að börn voru neydd til herþjónustu. Taylor hefur alla tíð sagst vera saklaus af öllu því sem hann hefur verið sakaður um. Gera má ráð fyrir að dómnum verði áfrýjað. Þetta mun vera í fyrsta sinn frá árinu 1946 sem fyrrverandi þjóð- arleiðtogi er dæmdur fyrir stríðs- glæpi. Taylor er 64 ára gamall og afplánar dóm sinn í Bretlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.