Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Síða 25
H lauparinn Fauja Singh er sagður vera elsti hlaupari í heimi. Singh er 101 árs en lætur það ekki á sig fá og hleypur daglega. Hann á að baki nokkur maraþon en ákvað í apríl síðastliðnum að hlaupa sitt síð- asta maraþon; London maraþon- ið. Hann er þó langt í frá hættur að hlaupa þar sem hann segist ætla að halda áfram að hlaupa styttri vega- lengdir og muni halda áfram að hlaupa þar til hann deyr. Einhverjir hafa þó efasemdir um það að Singh sé í raun 101 árs gamall en fæðingarvottorð hans er ekki til. Hann tekur þátt í Edinborgarmara- þoninu sem fram fer um helgina en mun þó ekki hlaupa heilt maraþon. Skoraði á eldri borgara í kapphlaup Singh er sagður hafa fæðst 1. apríl 1911 í Pinjab í Indlandi. Ekki er mikið vitað um fyrri hluta ævi hans. Hann bjó með eiginkonu sinni í þorpi í borginni Jalandhar en flutti til sonar sínar í London árið 1992 þegar eigin- kona hans dó. Hann talar bara ind- versku (panjabi) og kann hvorki að lesa né skrifa. Í Indlandi hafði hann gaman af því að hlaupa en byrjaði ekki á því fyrir alvöru fyrr en hann var orðinn áttræður og flutti til London. Þar byrjaði hann hlaup á því að skora á aðra eldri borgara í kapphlaup. Með tímanum fór hann svo að hlaupa lengri vegalengdir. Hljóp fyrsta maraþonið 89 ára Áhuginn þróaðist áfram hjá Singh og þegar hann var 89 ára hljóp hann fyrsta maraþonið. Það var árið 2000 og frumraunin átti sér stað í Lond- on maraþoninu. Þá var hann kom- inn með þjálfara sér við hlið sem kenndi honum réttu hlaupabrögðin. Áður en hann tók þátt í fyrsta mara- þoninu hljóp hann auðveldlega 20 kílómetra. Hann sagði þjálfara sín- um að hann vildi hlaupa maraþon. Hann hélt reyndar að maraþon væri 26 kílómetrar í stað 42 kílómetra. Ástæðan fyrir misskilningnum er sú að það er 26 mílur að lengd. Þegar hann áttaði sig á því þá byrjaði hann að æfa fyrir alvöru. Fyrsta maraþon- ið hljóp hann á 6 klukkutímum og 54 mínútum. Það var 58 mínútum betri tími en fyrra met í hans aldurshópi. „Fyrstu 20 mílurnar eru ekki erfiðar en síðustu sex mílurnar tala ég við guð meðan ég hleyp,“ var haft eftir honum einu sinni í viðtali. Hugsar um heilsuna Fjölmargir hafa dáðst að afrekum hans en Singh hefur unnið til fjölda verðlauna og slegið mörg hlaupamet í sínum aldursflokki. Singh segist lifa einföldu lífi, hann passi vel upp á mataræðið og hugsi um heilsuna. Hann er 172 sentimetr- ar að hæð og vegur aðeins 50 kíló. Hann hvorki drekkur áfengi né reyk- ir og mataræði hans samanstendur af „phulka“, sem er indverskt brauð, grænmeti, jógúrt og mjólk meðal annars, auk þess sem hann drekkur mikið vatn og engiferte. Hann forð- ast allan steiktan mat og vill alls ekki hrísgrjón. „Ég fer snemma að sofa og leyfi ekki neikvæðum hugsun- um að koma upp í huga mér,“ sagði hann eitt sinn í viðtali þegar hann var spurður út í galdurinn við það að ná svo háum aldri. Á ekki fæðingarvottorð Einhverjir efast um að Singh sé í raun 101 árs en hann á ekki fæðingarvott- orð sitt og getur því ekki sannað ald- ur sinn. Það hefur þó verið bent á að á þeim tíma þegar hann fædd- ist þá hafi fæðingarvottorð ekki ver- ið gefið út á Indlandi. Hann er hins vegar með breskt vegabréf sem segir hann vera 101 árs og breska drottn- ingin sendi honum afmæliskveðju á 100 ára afmælisdaginn. Margir vanir maraþonhlauparar hafa hins vegar bent á að með þessari aldurs- gagnrýni væri fólk að gleyma aðalat- riðinu; það sé alltaf erfitt að hlaupa maraþon sama hvaða aldri fólk er á. Eins og áður sagði er Singh hvergi nærri hættur að hlaupa og mun ásamt 27.000 öðrum hlaupurum hlaupa í Edinborgarmaraþoninu sem haldið er í tíunda sinn í ár. Singh lifir fyrir að hlaupa og segist munu hlaupa þar til hann deyr. Erlent 25Helgarblað 1.–3. júní 2012 Vildi verða Hulk n Málaði sig óvart með skipamálningu B rasilíski plötusnúðurinn og sundlaugarvörðurinn Paulo Henrique Dos Santos komst heldur betur í hann krappan eftir að hafa brugðið á leik í heimabæ sínum. Hann keypti málningu og málaði sig grænan áður en hann tók þátt í skemmtihlaupi. Með því upp- átæki vildi hann verða eins og teikni- myndaofurhetjan Hulk. Þegar hlaupinu lauk komst Dos Santos, sér til mikillar armæðu, að því að málningin fór ekki af hvern- ig sem hann reyndi að skrúbba sig. Honum fannst þetta undarlegt þar sem hann hafði einu sinni áður mál- að sig grænan án þess að lenda í vandræðum með málninguna. Þegar hann fór að hugsa málið mundi hann að málningin sem hann hafði notað síðast hafði verið búin. Hann hafði því keypt aðra máln- ingu. Þegar hann fór að lesa á dósina komst hann að raun um að um var að ræða málningu sem notuð er á eld- flaugar og kafbáta – einhvers konar skipamálningu. Þannig málning er gerð til að standast ýmis áhlaup. Hann fór í sturtu, um það bil 20 sinnum, en allt kom fyrir ekki. Hann varð að breiða svarta ruslapoka yfir rúmið sitt til að skemma ekki rúm- fötin og rúmið sjálft. Hann óttaðist á tímabili að fá eitrun af völdum máln- ingarinnar, en enn hefur ekki borið á því. Hann náði litnum af á endan- um með því að fá móður sína og hóp vina til að skrúbba sig hátt og lágt. Eftir heilan sólarhring var málningin næstum öll farin af. Húðlitur Dos Santos vakti verð- skuldaða athygli í bænum enda ekki á hverjum degi sem bæjarbúar sjá Hulk á götum úti. Gamanið kárnaði þó þegar bæjarblaðið hélt því fram að kona á mynd sem fylgdi frásögn af vandræðaganginum væri kærasta hans, þegar raunin er sú að um móð- ur hans er að ræða. Það fannst hon- um verst. baldur@dv.is Segist 101 árs og hleypur maraþon n Fauja Singh ætlar að hlaupa þar til hann deyr n Hljóp fyrsta maraþonið 89 ára „Fyrstu 20 mílurn- ar eru ekki erfiðar en síðustu sex mílurnar tala ég við guð meðan ég hleyp. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Á hlaupum Hér sést Singh á hlaupum. Í fínu formi Fauja Singh lifir fyrir að hlaupa. Hann hljóp sitt síðasta maraþon í apríl, 101 árs að aldri. Elsku mamma Don Santos kunni ekki að meta að staðarblaðið titlaði móður hans sem kærustu. Óttast hatursglæpi á Evrópumótinu Evrópumótið í knattspyrnu er handan við hornið en mótið verð- ur haldið í Póllandi og Úkraínu. Sum þátttökulandanna hafa varað landa sína við því að ferðast á mótið og það ekki að ástæðulausu miðað við umfjöllun Panorama á BBC-sjónvarpsstöðinni. Frétta- maður BBC eyddi mánuði í lönd- unum til þess að skoða fótbolta- menninguna. Það sem hann komst að er sláandi. Gyðinga hatur, kynþáttaníð, ofbeldi og annað í þeim dúr viðgengst á knatt- spyrnuvöllum landanna án þess að knattspyrnusambönd landanna né UEFA taki alvarlega á málum. Margir hafa gagnrýnt UEFA fyrir að halda mótið í þessum löndum á meðan ástandið í þeim er ekki betra en raun ber vitni. Vill banna sykraða drykki í yfirstærð Borgarstjórinn í New York, Micha- el Bloomberg, vill banna sölu á sykruðum gosdrykkjum í of- urstærð til að tækla offituvanda- mál. Hann vill að veitingastaðir, íþróttaleikvangar og bíóhús í borg- inni hætti að selja sykraða gos- drykki í ofurstærðum. Rannsóknir sýna fram á að um 58 prósent full- orðinna í New York eru yfir meðal- þyngd eða eiga við offituvandamál að stríða. Bloomberg telur gos- drykkina vera eitt helsta vanda- málið í baráttunni gegn offitu. Á þeim tíma sem Bloomberg hefur verið í embætti hefur hann bann- að reykingar á almenningsstöðum í borginni, bannað transfitusýrur í mat á veitingastöðum og neytt veitingastaðakeðjur til að setja upplýsingar um kaloríufjölda rétta sinna á matseðilinn hjá sér. Skotinn til bana Nepalskur hæstaréttardómari var skotinn til bana í höfuðborginni, Kathmandu. Verið var að rann- saka dómarann, sem hét Rama Bahadur Bam, fyrir spillingu. Talið er að hann hafi þegið mútur frá glæpamönnum og í staðinn tekið vægar á þeim. Dómarinn var á gangi ásamt lífverði sínum þegar maður á mótorhjóli keyrði framhjá og skaut hann til bana. Bam var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum sínum, lífvörð- ur hans var líka skotinn og liggur illa særður á spítala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.