Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Qupperneq 30
G
eir Hilmar Haarde er síðasti
ráðherrann úr ríkisstjórn
Samfylkingarinnar og Sjálf-
stæðisflokksins sem sat við
stjórnvölinn þegar hrunið
varð árið 2008 sem fær vinnu. Sjö af
tólf ráðherrum úr ríkisstjórninni sitja
enn á þingi, þar af tveir í núverandi
ríkisstjórn.
Tilkynnt var um það í síðustu viku
að Geir Hilmar hafi gengið til liðs við
Opus lögmannsstofu, sem er í eigu
stjúpsonar hans. Samkvæmt tilkynn-
ingu frá lögmannsstofunni mun Geir
starfa sem ráðgjafi í alþjóðlegum
verkefnum og á heimasíðu stofunn-
ar stendur að hann hafi umsjón með
alþjóðasviði hennar. Geir er sjálf-
ur ekki menntaður lögfræðingur en
hann er með MA-gráðu í bæði hag-
fræði og alþjóðastjórnmálum. Þetta
er fyrsta starf hans eftir að hann lauk
háskólanámi sem ekki er á vegum
hins opinbera. „Þetta leggst bara
mjög vel í mig,“ sagði Geir H. Haarde
í samtali við Morgunblaðið stuttu
eftir að tilkynnt var um um nýjan
starfsvettvang.
Lögmenn gegn ríkinu
Á vef stofunnar segir að starfsfólk
Opus hafi reynslu af störfum í banka-
rétti, verðbréfamarkaðs- og kaup-
hallarrétti og almennum félagarétti.
Stofan veiti þannig lögfræðiráð-
gjöf varðandi löggjöf um fjárhags-
lega endurskipulagningu fyrirtækja,
verðbréfaviðskipti, lánasamninga
og bankastarfsemi, kauphallar- og
félagarétt og gjaldeyrismál.
Meðal eigenda er Borgar Þór Ein-
arsson, stjúpsonur Geirs og fyrr-
verandi formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Árið 2009 lögsótti
Borgar íslenska ríkið í tilraun til að
koma í veg fyrir að álagningarskrár
skattstjóra mættu vera gerðar opin-
berar. Málinu var vísað frá.
Árið 2008 vann Opus að stjórn-
sýsluákæru ellefu fanga gegn Mar-
gréti Frímannsdóttur, forstöðukonu
Litla-Hrauns. Fangarnir voru ef
marka má umfjöllun af málinu bál-
reiðir yfir framkomu í sinn garð eftir
að hafa verið ræstir um miðja nótt og
síðan hreinsað út úr klefum þeirra.
Sama ár starfaði stofan fyrir fanga
sem glímdi við veikindi í hjarta og
kvartaði yfir lélegri loftræstingu og
aðbúnaði á hrauninu.
Þá hefur Opus starfað fyrir með-
limi Vítisengla til að mynda í máli
norsku vítisenglanna sem handtekn-
ir voru við komu til Íslands árið 2007.
Nokkur hópur vítisengla ætlaði þá
að sækja veisluhöld hjá Fáfni, stuðn-
ingsklúbbi englanna. Aðilarnir fóru
í skaðabótamál við íslenska ríkið og
fólu Oddgeiri Einarssyni, lögmanni
Opus, að höfða málið en Flosi Hrafn
Sigurðsson, lögmaður stofunnar rak
málið fyrir hönd vítisenglanna. Hér-
aðsdómur sýknaði íslenska ríkið.
Störf hjá alþjóðlegum
stofnunum
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, fékk fljótlega eftir
hrun stöðu aðstoðarframkvæmda-
stjóra hjá Matvælastofnun Sam-
einuðu þjóðanna í Róm. Árni er
menntaður dýralæknir og starfaði
sem slíkur þegar hann lét af þing-
mennsku í kosningunum vorið 2009.
Hann vann einnig að bókarskrifum
eftir að hann hætti á þingi og kom
bókin Árni Matt: Frá bankahruni til
byltingar út árið 2010.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr-
verandi utanríkisráðherra og for-
maður Samfylkingarinnar, starf-
ar einnig fyrir alþjóðlega stofnun,
sem yfirmaður UNWomen í Kabúl,
höfuðborg Afganistans. Starfið fékk
hún á síðasta ári en hún lét af þing-
mennsku á sama tíma og Árni. Í
millitíðinni sótti hún um starf hjá
Öryggis- og eftirlitsstofnun ESA sem
mansalsfulltrúi. Hún komst í loka-
hóp umsækjenda um starfið án þess
þó að fá starfið.
Fleiri skrifuðu bækur
Árni var ekki eini ráðherrann úr
hrunstjórninni sem settist niður
við skriftir í kjölfar bankahruns-
ins og stjórnarslitanna. Björgvin G.
Sigurðsson, fyrrverandi viðskipta-
ráðherra, skrifaði einnig bók sem
kom út sama ár og bók Árna. Bókin
hét Stormurinn – reynslusaga ráð-
herra. Hvorug bókin seldist sér-
staklega vel.
Björgvin er einn þeirra sem héldu
áfram á þingi og leiddi hann Sam-
fylkinguna í Suðurkjördæmi í kosn-
ingunum vorið 2009. Hann flaug
inn á þing og tók við hlutverki þing-
flokksformanns Samfylkingarinnar
eftir að hann fékk ekki ráðherrastól
í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,
fyrrverandi samráðherra hans í rík-
isstjórn Geirs Haarde. Þegar rann-
sóknarskýrsla Alþingis vegna
bankahrunsins kom út árið 2010
tók Björgvin sér tímabundið frí frá
þingstörfum á meðan þingið ákvað
hvort draga ætti einstaka ráðherra
til ábyrgðar fyrir þátt sinn í hruninu
eða aðgerðir og aðgerðaleysi þeirra.
Hann settist svo aftur á þing þegar
ljóst var að meirihluti þingmanna
hafnaði því að hann yrði ákærður og
dreginn fyrir landsdóm, þrátt fyrir
að hann hefði verið ráðherra banka-
mála.
30 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað
Þórunn
Sveinbjarnardóttir S
Var: Umhverfisráðherra
Er: Siðfræðinemi í Háskóla Íslands.
Kristján L. Möller S
Var: Samgönguráðherra
Er: Þingmaður og formaður í atvinnu-
veganefnd Alþingis. Situr þar að auki í
þremur öðrum þingnefndum.
Guðlaugur Þór
Þórðarson D
Var: Heilbrigðisráðherra
Er: Þingmaður, einn þriggja
fyrrverandi ráðherra flokksins
sem fóru aftur á þing í
kosningunum eftir hrun.
Björn Bjarnason D
Var: Dómsmálaráðherra
Er: Bloggari og ritstjóri Evrópuvakt-
arinnar, sem berst gegn inngöngu í
ESB með styrkveitingu frá Alþingi.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir S
Var: Utanríkisráðherra
Er: Framkvæmdastjóri hjálparsam-
takanna UNWOMEN í hinu stríðs-
hrjáða Afganistan, eftir að hafa
dregið sig í hlé frá stjórnmálum.
Einar Kristinn
Guðfinnsson D
Var: Sjávarútvegsráðherra
Er: Einn ötulasti þingmaður
stjórnarandstöðunnar á
Alþingi og varaformaður
þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, auk þess að vera
fulltrúi minnihlutans í
atvinnuveganefnd.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir D
Var: Menntamálaráðherra
Er: Þingmaður á síðasta kjör-
tímabili sínu á Alþingi, eins og hún
hefur sjálf gefið til kynna, eftir að
hafa gefið eftir varaformanns-
embættið í Sjálfstæðisflokknum.
Geir Hilmar Haarde D
Var: Forsætisráðherra
Er: Ráðgjafi og yfirmaður alþjóðasviðs
lögmannsstofunnar Opus, sem er meðal
annars í eigu stjúpsonar hans. Starf hans
felst í því að finna alþjóðlega viðskiptavini.
Árni Mathiesen D
Var: Fjármálaráðherra
Er: Aðstoðarframkvæmdastjóri
Matvælastofnunar SÞ, búsettur í
Róm á Ítalíu, eftir stutta viðkomu í
dýralækningum.
Stjórn Geirs í góðum málum eftir hrun
n Geir Haarde í einkageirann eftir 35 ár hjá hinu opinbera n Árni og Ingibjörg hjá Sameinuðu þjóðunum n Björn er ríkisstyrktur bloggari
„Þetta leggst bara
mjög vel í mig.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Sagnaritun
Nokkuð hátt hlutfall hrunstjórnarráð-
herra og lykilmanna eru öflugt þegar
kemur að skrifum og útgáfustarfsemi
eftir efnahagshrunið.
Áhugafólk um söguskýringar, heimssýn
og skoðanir leikmanna hrunstjórnar-
innar hafa því úr nógu að velja. Hér eru
rakin nokkur dæmi um það úrval sem
stendur til boða.
Listinn er engan veginn tæmandi en
hann gefur nokkuð glöggva mynd af
ótrúlgum dugnaði hrunstjórnarmanna
þegar kemur að ritstörfum.
Stormurinn
Björgvin G. Sigurðsson
Í bókinni fer Björg-
vin G. yfir atburði
áranna fyrir hrun
allt til þess tíma
er Alþingi greiddi
atkvæði um hvort
ákæra skyldi
fjóra ráðherra
ríkisstjórnar Geirs
H. Haarde. Bókin
seldist í lægra upplagi en vonir stóðu
til. Það var fyrirtækið N1 sem liðsinnti
Björgvin með útgáfuna. Skilaréttur var
enginn en heppnir eigendur gátu unnið
vinninga í happdrætti. Líkurnar jukust
með hverju eintaki sem ekki mátti skila.
Morgunblaðið
Öflugastur þegar
kemur að útgáfu-
starfsemi er án
vafa Davíð Odds-
son, fyrrverandi
seðlabankastjóri.
Þótt bók hafi ekki
komið út frá hruni
má daglega lesa
glefsur úr heims-
mynd Davíðs á síðum Morgunblaðsins.
Þess utan geta áhugasamir lesið fréttir
af áhugasviðum eigenda útgáfunnar;
Icesave, Evrópusambandinu og
sjávarútvegi, eins og nýlega kom fram í
viðtali Viðskiptablaðsins við útgefanda
og eiganda blaðsins.
Evrópuvaktin
Björn Bjarnason
Markmið
Evrópu-
vaktarinnar
er umfjöllun
um málefni
Evrópusam-
bandsins, til
að mynda IPA-styrki sambandsins en
greina má á leiðurum að styrkirnir séu
ritstjórn vefjarins ekki að skapi. Það á þó
væntanlega ekki við styrki frá Alþingi
vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB
en vefurinn veitti 4,5 milljónum króna
af fé almennings viðtöku til að standa
strauma af skrifum, ferðalögum og
vöruflutningum í yfirvigt.
Frá bankahruni til byltingar
Árni Mathiesen og
Þórhallur Jósepsson
„Fáir íslenskir
stjórnmálamenn
hafa lent í við-
líka pólitískum
sviptivindum og
Árni Mathiesen,“
segir í lýsingu á
baki bókarinnar
Frá bankahruni til
byltingar, sem kom
út árið 2010. Höfundar lofa lesendum
einstakri innsýn í atburðarás sem gjör-
breytti stöðu þjóðarinnar. Bókaskrifin
gjörbreyttu stöðu annars höfunda en
Þórhallur var látinn taka pokann sinn á
RÚV þegar upp komst um bókaskrifin.