Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Síða 34
„Hann lét elta mig“ 34 Viðtal 1.–3. júní 2012 Helgarblað A nna Mjöll Ólafs- dóttir er komin til Íslands til að halda tónleika til minn- ingar um föður sinn, tónlistarmanninn og hljómsveitarstjórann Ólaf Gauk sem lést fyrir ári. Anna Mjöll er búsett í Los Angeles þar sem hún lifir og hrærist í tónlistinni. Virtur brasil- ískur tónlistargagnrýnandi valdi hana nýlega eina af fimm bestu djasssöngkon- um heims. Mikla athygli vakti þegar Anna Mjöll giftist bandaríska auðkýfingnum Cal Worthington en Cal er einn af ríkustu bílasölum heims og er afar þekktur í heimalandi sínu. Eftir stutt hjónaband sótti Anna Mjöll um skilnað. Hún lætur kjafta- sögur um að hún hafi gifst til fjár sem vind um eyru þjóta og hefur nú fundið ástina aft- ur. Sá heppni heitir Luca Ellis og er söngvari. Hvernig er lífið í Los Angeles? „Mér líður voðalega vel í Los Angeles. Lífið þar er alltaf gott, hvort sem það er gott eða vont.“ Saknar þú Íslands? „Ég reyni að sakna einskis. Það breytir engu. Reyni að horfa bara alltaf fram á við.“ Áttu eftir að flytja heim aftur? „Aldrei að segja aldrei.“ Ertu meiri Ameríkani en Ís- lendingur í þér? „Ég er bara Anna Mjöll. Ég er hvorki meira af öðru né minna af hinu. Guð gaf okkur þennan fína heim og ég tel að okkur beri að njóta hans til hins ýtrasta.“ Ertu í sambandi við æskuvini þína? „Bestu vinir mínir eru bæði íslenskir og bandarískir. Það er það góða við að prófa heiminn. Fleiri vinir, fleiri sjónarhorn, meiri músík.“ Ertu rótlaus? „Ég er ekki rótlaus því stóra rótin er alltaf á Íslandi en ég hef verið friðlaus og er senni- lega enn. Ég er alltaf að leita að því sem er hinum megin við hornið.“ Hvað heita hundarnir þínir? „Hundarnir mínir heita Ella og Louie. Þau eru „rescue“ voffar. Það veit enginn hvaða tegund þau eru en hvaða teg- und sem þau eru þá eru þau fullkomin.“ Andlega rík af söngnum Hvaða verkefnum ertu að vinna að þessa dagana? „Ég er að setja saman geisla- disk og svo er ég líka að setja upp tónleika með stórri hljómsveit fyrir stóran djass- klúbb í L.A. fyrir haustið. Hljómsveitarstjórinn minn er Miles Evans sem er sonur Gil Evans sem útsetti mikið fyrir Miles Davis meðal annarra. Síðan er ég líka að vinna að verkefni til heiðurs Duke Ellington þar sem ég mun syngja með big-bandi.“ Hlakkar þú til að halda tón- leikana á Rósenberg? „Já, ég hlakka mikið til að halda tónleikana á Rósen- berg í kvöld. Við komum til að flytja lögin sem pabba þótti svo vænt um, lögin sem eru nú orðin mjög stór hluti af mínu lífi og eru mér mjög kær.“ Þú hefur verið valin ein af fimm bestu djasssöngkonum heims. Hversu stórt númer ertu í bransanum? Þekkistu úti á götu? „Nei, ég þekkist ekki úti á götu en í vissum hópum þekkist nafnið mitt og á ákveðnum stöðum kemur fólk til mín sem veit hver ég er. Það er mér mikill heiður.“ Ertu orðin rík á söngnum? „Andlega er ég orðin mjög rík á söngnum og það er allt sem ég þarf.“ Við hvað værirðu að vinna ef þú værir ekki söngkona? „Við flug.“ Ertu að læra að fljúga? „Já, ég er búin að vera að fljúga í nokkur ár og það er engin tilfinning eins og sú að vera þarna einhvers staðar uppi í rólegheitunum. Það eru mikil forréttindi að fá að fljúga í háloftunum og vera hluti af umhverfi sem við mannfólkið áttum ekkert að vera hluti af í byrjun. Það er næstum eins og innrás í ann- an heim. Uppi í skýjunum ríkir fullkominn friður, þú ert einn með sjálfum þér og þú ert stikkfrí frá heiminum um stund.“ Hvað gerirðu í frítíma þínum? „Ég á nú ekkert sérstaklega mikið af frítíma. Held að ég sé bara hamingjusömust þegar ég er að vinna. Ég er alltaf að plana eitthvað.“ Hvað ertu ánægðust með í lífi þínu? „Ég er ánægðust með að fá að upplifa daginn í dag og spennt fyrir því sem getur gerst á morgun.“ Sættir sig aldrei við föður- missinn Trúir þú á Guð? Skiptir trúin þig miklu máli? „Já, ég trúi á Guð. Guð og ég höfum það bara fínt saman. Ég hef mína eigin trú. Beint samband.“ Hvernig hefur þér gengið að sætta þig við föðurmissinn? „Auðvitað sættir maður sig aldrei við að missa föður sinn. Aldrei. Hann hefur líka gefið mér svo mikið að hann er og verður alltaf hjá mér. Sorgin fer ekkert en maður lærir kannski smám saman að lifa með henni.“ Áttu þér uppáhaldsminningu tengda föður þínum? „Þær eru allar uppáhalds- minningar.“ Hvernig heiðrarðu minningu föður þíns? „Ég reyni að vera góð og sam- viskusöm, auðmjúk og heið- arleg. Reyni að læra allt sem ég get lært og reyni að vera best í því sem ég geri vitandi að það er alltaf hægt að vera betri. Ég er alltaf að reyna að gera hann stoltan af mér.“ Voruð þið pabbi þinn náin? „Já, við vorum mjög náin.“ Hvað er það mikilvægasta sem pabbi þinn kenndi þér? „Að muna að þó að maður haldi að maður viti allt, viti maður ekki neitt.“ Hefur andlát pabba þíns styrkt enn frekar sambandið á milli þín og móður þinnar? „Nei, það hefur alltaf verið sterkt og ég held að það sé bara eins. Við erum ennþá sömu manneskjurnar.“ Eruð þið mæðgurnar nánar? „Já, mjög. Hún er hetjan mín.“ Er mamma þín dugleg að koma út til þín? „Já, ég vildi samt sjá hana meira.“ Átti að lifa í einangrun Heldurðu að það hafi verið ennþá erfiðara að ganga í gegnum skilnað svona langt frá fjölskyldunni? „Nei, sennilega auðveld- ara. Það er hugsanlega erfið- ara fyrir þá sem eru í kring en þann sem stendur í málinu að ég held.“ Höfðuð þið Cal verið vinir í langan tíma? „Já, í kringum átta ár.“ Þú hefur látið hafa eftir þér að þú vildir óska þess að þú hefðir sagt nei eins og í öll hin skiptin sem Cal bað þig um að giftast sér síðustu átta árin. Sérðu eftir að hafa gifst honum? „Já, ég sé auðvitað eftir því núna, en þetta var samt mjög sérstök lífsreynsla.“ Var aldursmunurinn of mik- ill? „Það er nú svo skrýtið að þrátt fyrir fimmtíu ára aldurs- mun þá náði ég betra sam- bandi við hann en ég hef náð við flesta aðra á ævinni. Við gátum talað saman um dag- inn og veginn klukkutímum saman. Svo nei, aldursmun- urinn hafði ekkert með þetta að gera. Aftur á móti vildi hann að ég hætti að syngja. Hann vildi helst ekki að ég talaði við neina vini. Var ekk- ert hrifinn af því að ég væri á internetinu eða horfði á sjónvarp. Hann vildi helst að ég væri bara inni í eld- húsi að búa til matinn á milli þess sem ég sæti með honum og héldi í höndina á hon- um. Hann vildi hafa mig til skrauts þegar við fórum eitt- hvert. Ef ég fór út að kaupa matinn varð hann reiður ef ég hafði verið of lengi í burtu. Það getur enginn verið í einangrun eða hætt því sem hann elska að gera án þess að verða vitlaus. Allavega ekki ég.“ Voru börn Cals á móti þér frá upphafi? „Nei, þau voru öll voða góð og mér þykir mjög vænt um þau öll. Þau eru gott fólk.“ Elskarðu hann ennþá? „Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um hann og þykir enn. Ég ber einnig mikla virðingu fyrir honum og öllu því sem hann hefur gert um ævina. Hann er ótrúlegur persónu- leiki og ég sakna góðu eigin- leikanna í fari hans.“ Eruð þið í einhverju sam- bandi í dag? „Nei. Ég hef ekki heyrt frá honum síðan í desember.“ Hefur hann eignast nýja kær- ustu? „Ég vona það.“ Var elt í nokkra mánuði Var erfitt að viðurkenna að hjónabandið gengi ekki eftir alla þá gagnrýni sem sam- band ykkar hafði fengið? „Nei, nei, ég sá bara að aðrir höfðu haft meira rétt fyrir sér en ég. Ég á ekki í neinum erf- iðleikum með að viðurkenna mistök. Eins lengi og maður lærir af þeim þá held ég að maður sé á réttri leið.“ Skilur þú gagnrýnina sem hjónabandið fékk? „Já, já, það er allt saman í lagi. Ef fólk nennir að vera eitt- hvað að tala um mig þá er það bara fínt.“ Hefur verið erfitt að heyra og lesa athugasemdir um að þú hafir gifst til fjár? „Mér er nú bara nokkuð sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég veit hver sann- leikurinn er og það er allt sem skiptir máli.“ Geturðu lokað á umtal og kjaftasögur eða tekurðu þær inn á þig? „Umtal og kjaftasögur hefj- ast fyrst og fremst hjá þeim sem eiga ekkert líf og þurfa þess vegna að lifa lífi annarra. Þessu fólki vorkenni ég meira en nokkuð annað – svo ég get ekki tekið það inn á mig þeg- ar ég veit hver undirrótin er.“ Varst þú hissa á hversu mikla athygli hjónabandið fékk í fjölmiðlum? „Já, reyndar.“ Ástin er allt Var fréttin um að bíllinn sem Cal gaf þér hefði verið dreginn í burtu og þú sökuð um þjófn- að rétt? „Nei, nei, tóm vitleysa. Bíllinn minn var dreginn í burtu en það hafði ekk- ert með þjófnað að gera. Ég var á fundi og hafði stoppað bílinn minn við stöðumæli fyrir framan bygginguna en sá ekki lítið skilti sem sagði að bílar yrðu fjarlægðir eftir klukkan 15. Svo ég gekk út á lögreglustöð þar sem þeir sögðu mér að bíllinn sem mér hafði verið gefinn í brúð- kaupsgjöf væri ekki minn bíll. Þannig byrjaði ljós að renna upp fyrir mér um ýmis mál – að ekki væri allt sem sýndist. Ég fékk bílinn aftur en síðan í desember lét Cal draga bílinn minn og tók hann aftur. Hann lét líka elta mig í nokkra mánuði 24 tíma á sólarhring.“ Er athygli fjölmiðla meiri í dag en áður en þú giftist Cal? „Ég veit það ekki. Ég vona ekki.“ Lögfræðingur frægi Mark Vincent Kaplan vinnur fyrir þig í skilnaðarmálinu. Um hvað deilið þið í skilnaðin- um? „Ég get því miður ekki rætt skilnaðinn þar sem hann stendur yfir.“ Cal er afar efnaður, hvernig var að lifa í vellystingum? „Það góða við að prófa að lifa í vellystingum er að maður lærir hvað skiptir mestu máli í lífinu. Ástin og fjölskyldan er það eina sem skiptir máli. Ef þú hefur það ekki hefurðu ekkert.“ Skipta peningar miklu máli í lífinu? „Peningar skipta engu máli ef þú hefur ekki ástina.“ Langar að eignast börn Hvaða kostir í fari karlmanna heilla þig? „Ég er mjög gamaldags þegar kemur að karlmönnum. Ég vil að karlmenn séu karlmenn. Ég vil láta opna dyr fyrir mig og ég vil finna að ég sé vernd- uð og örugg þegar ég er með manninum í lífi mínu.“ Ertu óheppin í ástum? „Nei, ég held nú ekki. En ég Anna Mjöll Ólafsdóttir er komin heim á Klakann til að halda minningartónleika um föður sinn. Hún stendur í skilnaði við auðuga bílasalann Cal Worthington en hjónabandið vakti mikla athygli í slúðurmiðlum vestanhafs. Í viðtali við Indíönu Ásu Hreinsdóttur segir Anna Mjöll frá hjónabandinu, aldursmuninum, kjaftasögunum, tónlistarferlinum, föðurmissinum og ástinni sem hún hefur fundið á ný. Ástfangin Anna Mjöll hefur fundið ástina að nýju. Sá heppni heitir Luca Ellis og er söngvari eins og hún. 11.–12. janúar 2012 Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.