Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Qupperneq 42
42 1.–3. júní 2012 Helgarblað
Stórafmæli Áslaug Torfadóttir þrítug 2. júní
35 ára 2. júní
Zachary er bandarískur leikari sem kom út úr
skápnum fyrir stuttu.
62 ára 3. júní
Suzi Quatro er bandarískur söngvari,
lagahöfundur, bassaleikari og leikkona sem
býr í Bretlandi.
38 ára 1. júní
Alanis Morissette er kanadísk söngkona sem
hefur selt yfir 60 milljón plötur um alla veröld.
Ólétt á 50
tonna ferlíki
É
g er Strandastelpa, ætt-
irnar mínar liggja þang-
að og ég átti fyrstu tvö
árin á Drangsnesi. En
þá fluttum við að Kletti
í Kollafirði á Barðaströnd. Það
er einangraður bær en það var
gaman að alast þar upp. Þetta
er stórkostleg sveit. En veturn-
ir þarna eru stundum erfiðir
vegna snjóa,“ segir Áslaug.
Hún sótti skóla á Reykhól-
um þar sem um erfiða vegi var
að fara. Börnunum var smalað
í skólabílinn á mánudögum og
svo ekið aftur heim á föstudög-
um. „Það var oft ófært þannig
að við komumst ekki heim um
helgar. Betra var þegar við vor-
um teppt heima og gátum leik-
ið okkur þar. Stundum þurftum
við að ganga á ís yfir Kollafjörð-
inn til móts við skólabílinn því
ekki var alltaf hægt að moka
alla leið. Það voru oft svo mikil
óveður og ævintýralega mikill
snjór,“ segir hún þar sem hún
hugar að einangruðum bæn-
um uppi í hlíðinni.
Þar sem Áslaug ólst upp í
þessari fallegu sveit var hún
þess fullviss að hún ætlaði
að verða bóndi. „Ég ætlaði
að verða bóndi með Huldu
frænku. En eftir að fjölskyldan
fluttist suður varð sá draum-
ur að víkja. Við fluttum suður
fermingarsumarið mitt. Það
var mikil breyting að koma úr
sveitinni í Breiðholtið. Það er
samt ágætt að vera í bænum
þó sveitin sé auðvitað miklu
betri,“ segir hún og hlær.
Við nýjar aðstæður urðu
til nýir draumar um framtíð-
arstörf. „Eftir að ég kom suð-
ur langaði mig helst að verða
bílstjóri á stórum bílum og
þegar ég hafði aldur til fór ég
og náði mér í réttindi á allar
gerðir bíla. Eftir prófið fór ég
að keyra rútur, meðal annars
strætóáætlun á Keflavíkur-
flugvelli, í Kanabyggðinni. Af
því að ég er svo stutt í annan
endann varð að breyta sætinu
í bílnum hjá mér, ég var nærri
búin að keyra niður ljósastaur
af því að ég náði illa á brems-
una. En þeir löguðu þetta strax
fyrir mig karlarnir og höfðu
gaman af. En skólakrakkarn-
ir á Vellinum voru oft að spá
í hvort ég hefði bílpróf, þeim
fannst ég ekki geta verið meira
en 16 ára af því að ég væri svo
lítil,“ segir hún og hlær en seg-
ist vön því að gert sé grín að
því hversu smávaxin hún er.
Eftir að hafa keyrt rútur
vildi hún reyna eitthvað stærra
og hóf að aka „trailer“-bílum
og segir að mörgum hafi þótt
skrítið að sjá svona litla konu
koma út úr þessu nærri 50
tonna ferlíki. „Mér finnst gam-
an að keyra stóru bílana og
gekk það bara nokkuð vel. Það
var mikið horft á mig þegar ég
kom svona lítil út úr þessum
stóru bílum, sér í lagi þegar ég
var ólétt og komin með bumb-
una langt út í loftið. Þá fannst
fólki eitthvað ekki passa að ég
væri að keyra þessi stóru tæki,“
segir hún og getur vel hugsað
sér að snúa sér aftur að svona
akstri. Hún þótti sérlega lag-
in við að bakka þessum stóru
bílum við erfiðar aðstæður og
einstaklega lipur ökumaður.
Áslaug er viss um að hana
hlakki til þess að verða þrítug
því að allt sé þetta skemmti-
legt. „Auðvitað er þetta pínu
furðulegt en gengur yfir og
því er ekkert annað en að
hlakka til þess að verða eldri
og geta notið þess fullfrísk
og hamingjusöm. Ég hlakka
meira að segja til fimmtugs-
afmælisins,“ segir hún skelli-
hlæjandi.
„Á afmælisdaginn verð ég
með partí fyrir vinina. Það er
svo langt síðan að ég hef hald-
ið upp á afmælið mitt að nú
verður veisla.“
Fjölskylda
Áslaugar
n Foreldrar: Torfi Guðmundur
Jónsson bóndi f. 1963
Bjarney Elsebeth Sigvaldadóttir
bóndi f. 1960
n Sambýlismaður: Jónas Ingi
Jónasson bifvélavirki f. 1978
n Börn: Agnes Rut Kristjáns-
dóttir f. 2000
Jónas Aron Jónasson f. 2002
Elísabet Marta Jónasdóttir f.
2008
n Systkin: Jóhanna Valdís
Torfadóttir bankastarfsmaður
f. 1983
Anna María Torfadóttir nemi
f. 1987
Ólöf Birna Torfadóttir nemi f.
1990
Jón Halldór Torfason nemi f.
1992
Fékk sér réttindi á stóra bíla „Það var mikið horft á mig þegar ég kom svona lítil út úr þessum stóru bílum, sér
í lagi þegar ég var ólétt og komin með bumbuna langt út í loftið.“
Muffins með súkkulaðibitum
n Girnilegt matarblogg Unnar Karenar
Á
íslenska matarblogg-
inu unnurkaren.com er
mikið af girnilegum upp-
skriftum. Unnur Karen er
tölvunarfræðingur með mik-
inn áhuga á mat og matargerð
eins og sést á blogginu. Þar
birtir hún til að mynda þessa
einföldu uppskrift að muffins
sem hún segir vera sitt upp-
áhald.
Blogg Unnar Karenar er
vel þess virði að kíkja á þegar
skortur er á góðum hugmynd-
um þegar halda skal veislu.
Ekki skemmir fyrir að upp-
skriftunum fylgja góðar leið-
beiningar og eru þær skreyttar
stórum og flottum myndum af
útkomunni.
Muffins með súkkul-
aðibitum
n 5 dl hveiti
n 4 dl sykur
n 200 gr mjúkt smjör
n 3 egg
n 1/2 tsk. matarsódi
n 1/2 tsk. salt
n 1 tsk. vanilludropar
n 100 gr súkkulaði
n 1 lítil dós kaffi- eða kara-
mellu- og hnetujógúrt
Settu smjör og sykur í skál
og þeyttu þar til áferðin verð-
ur létt og ljós. Bættu einu
eggi við og þeyttu áfram, svo
næsta eggi og næsta þar til
allt hefur blandast vel sam-
an.
Bættu við hveiti, matar-
sóda, salti, jógúrt og van-
illudropum og hrærðu var-
lega með sleif. Bættu söxuðu
súkkulaðinu saman við.
Bakaðu í 20 mínútur við
175°C.
Girnilegt Vel þess virði að kíkja á
unnurkaren.com
MYND/www.UNNUrKareN.coM
1. júní
1479 - Kaupmannahafnarháskóli
var stofnaður.
1495 - Förumunkurinn John Cor
skráði hjá sér fyrstu uppskriftina
að skosku viskíi.
1815 - Napoleon Bonaparte sór
eið að stjórnarskrá Frakklands.
1908 - Hafnarfjörður fékk kaup-
staðarréttindi.
1910 - Robert Falcon Scott lagði
af stað í ferð sína á suðurpólinn.
1968 - Nýja sundlaugin í Laugar-
dal í Reykjavík tók til starfa og
var þá gömlu sundlaugunum þar
lokað.
1976 - Bretar viðurkenndu 200
mílna fiskveiðilögsögu við Ísland.
1983 - Verðbólgumet var slegið á
Íslandi þegar framfærsluvísitalan
hækkaði um 25,1% á þremur
mánuðum og hækkun lánskjara-
vísitölu á ársgrundvelli varð
158,9%.
1996 - Sex sveitarfélög á
norðanverðum Vestfjörðum
sameinuðust undir nafninu
Ísafjarðarbær.
2007 - Reykingabann tók gildi
á öllum veitinga- og skemmti-
stöðum á Íslandi.
2. júní
1541 - Ögmundur Pálsson, síðasti
kaþólski biskupinn í Skálholti, var
handtekinn og fluttur nauðugur
úr landi. Hann dó á leiðinni.
1625 - Friðrik af Óraníu varð
landstjóri í Hollandi og Sjálandi.
1707 - Stóra bóla barst til
Eyrarbakka með farskipi. Sóttin
herjaði um allt Ísland og var
mannskæðasta farsótt síðan í
svarta dauða 1402. Hún varði til
um 1709.
1875 - Alexander Graham Bell
hringdi í fyrsta sinn úr síma.
1896 - Guglielmo Marconi fékk
einkaleyfi fyrir nýjustu uppfinn-
ingu sína: útvarpið.
1897 - Mark Twain svaraði
orðrómi um dauða sinn á þennan
hátt: „Sögusagnir um andlát mitt
eru stórlega ýktar“.
1934 - Jarðskjálfti varð norðan-
lands og olli miklum skemmdum
á Dalvík og nágrenni. Stærð hans
var um 6,2 stig á Richter.
1999 - Bútanska útvarps-
félagið sjónvarpaði í fyrsta sinn í
konungdæminu.
2004 - Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, synjaði fjölmiðla-
frumvarpinu staðfestingar.
2008 - Jarðskjálfti skók
Hveragerði. Skjálftinn mælist 5,5
stig á Richter.
3. júní
1746 - Húsagatilskipunin gefin
út. Þar var kveðið á um réttindi
og skyldur húsbænda og hjúa og
einnig ákvæði um uppeldi barna.
1800 - John Adams, forseti
Bandaríkjanna, tók sér lögheimili
í Washington, D.C. Hvíta húsið var
þó ekki tilbúið.
1844 - Síðustu tveir geirfuglarnir
sem vitað er um veiddir í Eldey.
1937 - Flugfélag Akureyrar var
stofnað, er síðar varð Flugfélag
Íslands, hið þriðja með því nafni.
Það sameinaðist síðar Loftleiðum
og myndaði Flugleiðir.
1968 - Valerie Solanas reyndi að
drepa Andy Warhol með því að
skjóta hann þrisvar.
1983 - Víkingasveit lögreglunnar
í Reykjavík var komið á fót með 12
sérþjálfuðum mönnum.
1989 - Jóhannes Páll II páfi kom
til Íslands og söng meðal annars
messu við Landakotskirkju.
Þúsundir sóttu þá messu.
Merkis-
atburðir