Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Qupperneq 46
É g held að „ljótan“ sé eitthvað sem langflestir tengja við,“ segir listamaðurinn Oddvar Örn Hjartarson sem viður- kennir að vera sjálfur af og til haldinn „ljótunni“. „Mér finnst það ekkert meira áberandi þegar ég vakna en á öðrum tímum. Það er meira bara þegar ég geng fram hjá speglinum og rek augun í hvað hárið á mér er ljótt. Þá spyr ég sjálf- an mig hvað hafi gerst? Ég sem var svo sætur í gær,“ segir Oddvar sem segist ekki ennþá hafa fundið út- skýringuna á því af hverju „ljótan“ poppi af og til upp. „Ég held samt að þetta teng- ist ekki beint útlitinu heldur frekar hugarástandinu. Kannski er ég bú- inn að borða of mikinn sykur, sofa of lítið eða á eftir að borða. Ég held að leyndarmálið liggi í jafnvæginu,“ segir hann og bætir við að hann hafi oft upplifað viðskiptavini sína skammast yfir eigin útliti. „Sérstak- lega þegar ég var að vinna á hár- greiðslustofu. Þá komu oft svaka- lega sætar pæjur til mín í kasti yfir þriggja millimetra rót. Helst lang- aði mig að segja þeim að fara til sálfræðings og að ég tæki ekki þátt í þessari fullkomnunaráráttu. Mér finnst fólk alltaf jafn frítt en hins vegar er fólk misjafnt í skapinu. Þegar við erum ekki með neina orku þá erum við ekki með neina útgeislun. Það er bara staðreynd.“ Oddvar hefur skrifað mikið um þetta hugtak „ljótuna“ á Facebook- síðu sína. „Ég er náttúrulega í þess- um geira – er hárgreiðslumenntað- ur, förðunarfræðingur, með BA frá Listaháskóla Íslands, með sveins- próf í ljósmyndun – er sprenglærður á alls konar hluti. Vinnan mín er oft á mörkum hégómans. Í þessum bransa eiga karlmenn að vera eins og ópal- pakkar en stelpur eins og hjartalaga jarðarber. Sannleikurinn er hins veg- ar sá að við erum öll misjöfn en reyn- um þá að skyggja og laga svo að sem flestir falli inn í þennan ramma sem við erum búin að lofsama svo mik- ið – þetta staðlaða form Hollywood- fegurðar. Auðvitað hefur þetta áhrif á mig en ég reyni að vera sáttur við mig. Ég veit að ég er ekki jarðarber og ekki heldur ópalpakki. Ég er þarna ein- hvers staðar á milli.“ Oddvar segist löngu búinn að átta sig á því að „ljótan“ sé eitthvað sem hann verði að sætta sig við. „Hún kemur alltaf annað slagið. Ég get ekki losað mig við hana og verð frekar að reyna að láta mér þykja vænt um hana. Stundum þegar ég skoða sex ára gamlar myndir þá sé ég hvað ég var sætur. Líka þegar ég skoða fjög- urra ára gamlar myndir, mánaðar gamlar og jafnvel tveggja vikna. Ef ég leit vel út á þessum myndum þá hlýt ég að líta vel út í dag líka. Ég fékk nefnilega líka ljótuna fyrir sex árum, fjórum árum og tveimur vikum,“ seg- ir Oddvar sem elskar að taka mynd- ir af sjálfum sér. „Kannski er ég bara tilraunamaður í eðli mínu en ég tek myndir af mér þegar ég er með „ljót- una“ jafnt sem „sætuna“. Ég vil ná fjölbreytninni og tek því myndir af mér þegar ég er lasinn, úttútnaður í flugvél, ógeðslega sólbrunninn, ný- kominn með krullur og þegar ég er á leið í jarðarför. Hins vegar held ég að það sé alveg sama hversu mikið maður rembist þá mun maður aldrei sjá sjálfan sig eins og aðrir upplifa mann.“ Hráfæði úti í sveit n Kristín missti heilsuna og tók til eigin ráða É g hef alltaf haft áhuga á mat og matargerð og eftir að hafa skipt sjálf yfir í grænmetis- og hráfæði vegna veikinda fór ég að ein- beita mér að þess konar mat,“ segir Kristín Kolbeinsdóttir sem opnaði nýlega grænmetis- og hráfæðisveit- ingastaðinn Silvu en veitingastaður- inn er staðsettur inn í Eyjafirði. Silva opnaði 19. maí og sam- kvæmt Kristínu hafa viðbrögðin ver- ið góð. „Ég veit ekki til þess að það sé annar svona staður utan höfuðborg- arsvæðisins. Fólk að sunnan er mjög ánægt að komast loksins á grænmetisstað hér fyrir norðan og Akureyringar og nærsveitungar eru líka þakklátir fyrir svona stað. Það virðist hafa verið þörf á þessu.“ Heilsu Kristínar hafði hrakað mik- ið áður en hún tók til í mataræði sínu. „Ég var komin niður í 50 pró- sent vinnu og stóð frammi fyrir því að verða öryrki. Þá ákvað ég að skipta um lífsstíl og fór að borða hollari mat. Ég er að klára heilsumeistaraskólann en þar vinnur maður fyrst og fremst með eigin heilsu áður en maður fer að að- stoða aðra. Það kom mér af stað.“ Kristín óttast ekki að það verði erfitt að reka svo sérhæfðan veitinga- stað úti í sveit. „Alls ekki. Við erum bara í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Það er styttra fyrir fólk að kíkja hingað frá Akureyri í kaffi og kökur heldur en fyrir mig þegar ég gisti í Reykjavík að komast niður á Gló. Ég finn klárlega fyrir auknum áhuga á svona mat og meira að segja hörðustu kjötætur koma hingað og fara saddar út.“ 46 Lífsstíll 1.–3. júní 2012 Helgarblað Ert þú með lélega sjálfsmynd? Skref til að styrkja sjálfsmyndina Sátt við sjálfa(n) þig Það er enginn fullkominn og því skaltu ekki reyna að vera það. Gerðu frekar eins vel og þú telur þig geta og vertu sátt(ur) við það. Lærðu af mistökum þínum. Viðurkenndu að þú hafir gert mistök því allir gera mistök á lífsleiðinni. Þau eru hluti af þroska þínum. Æðruleysi Hugsaðu um hverju þú getur breytt og hverju ekki. Ef þú vilt breyta einhverju, byrjaðu þá strax. En ef það er eitthvað sem þú getur ekki breytt (t.d. hæð þín), sættu þig þá við það og lærðu að meta það. Jákvæð hugsun Hugsaðu jákvætt um sjálfa(n) þig. Ef þú finnur fyrir neikvæðum hugsunum um sjálfa(n) þig reyndu þá meðvitað að stoppa það til dæmis með því að segja eitthvað jákvætt upphátt. Einnig er gott ráð að skrifa niður þrjú jákvæð atriði um þig á hverjum degi. Ánægja með lífið Prófaðu nýja hluti, þú gætir fundið dulda hæfileika. Láttu ljós þitt skína. Hafðu trú á þér og skoðunum þínum. Skemmtu þér. Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Ekki bíða eftir að hlutirnir gerist, hafðu frumkvæði að samskiptum. Láttu vita ef þér líður illa Leitaðu til þeirra sem þér þykir vænt um, það er oft gott að tala við ein- hvern. Hjálpaðu Vertu hjálpsamur við vini og fjölskyldu. Vinsemd og hjálpsemi í garð annarra styrkir sjálfsmynd þína. Finndu styrkleika þína og þekktu veikleika þína Allir hafa einhverja styrkleika. Þú þarft að finna þína og mundu að hæfileikarnir styrkjast og þróast með þér. Hugsaðu um styrkleika þína og láttu drauma þína rætast. Settu þér markmið Og finndu leiðina að þeim. Reyndu að halda þeim markmiðum sem þú setur þér. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Stundum með „ljótuna“, stundum með „sætuna“ n Oddvar reynir að láta sér þykja vænt um „ljótuna“ Nærsveitungar þakklátir „Það virðist hafa verið þörf á þessu,“segir Silvía. Fer eftir skapi Oddvar elskar að taka sem fjölbreyttastar myndir af sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.